Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 22

Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HEIMALIST VERÐUR HEIMSLIST Listahátíð í Reykjavík er orðinjafn árviss vorboði og farfugl-arnir enda fer vel á því í landi þar sem menningarneysla er jafn al- menn og hér. Í ár er myndlist kjölfest- an í hátíðinni rétt eins og árið 2005, þegar Jessica Morgan var sýningar- stjóri myndlistarþáttar hátíðarinnar og sýning helguð Dieter Roth þunga- miðjan. Þungamiðjan í ár var svonefnt Tilraunamaraþon er Listasafn Reykja- víkur og Serpentine Gallery í London stóðu að í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þeir Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóri og umsjónarmaður er- lendra verkefna við Serpentine, og Ólafur Elíasson, myndlistarmaður, voru þar í forsvari fyrir dagskránni og hugmyndafræðilegri stefnumótun í tengslum við hana. Rétt eins og árið 2005 áttu fjölmörg söfn og gallerí önn- ur einnig sínar sýningar á Listahátíð í ár, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni, svo því fer fjarri að hér hafi verið um einangraðan listvið- burð á höfuðborgarsvæðinu að ræða. Þvert á móti er verið að búa til sann- kallaða myndlistarveislu þar sem kennir margra og áhugaverðra grasa er sýna hvortveggja, breidd íslensks myndlistarlífs og gæði þess og burði til að vinna með utanaðkomandi gestum. Sú staðreynd er lykilatriði í því hversu vel hefur tekist til. Eins og gera má ráð fyrir þegar bryddað er upp á nýjungum var þó nokkur umræða um forsendur þess að halda svona myndlistarhátíð árið 2005. Í máli Þórunnar Sigurðardóttur, frá- farandi listræns stjórnanda Listahá- tíðar, kom þá fram að hana langaði til að taka myndlistina upp á sína arma með þeim hætti sem þá var gert m.a. vegna þess að myndlistin átti sér enga sérstaka hátíð hér á landi. Í því sam- hengi var líka ljóst að myndlistarþætt- inum var ætlað að styrkja tengsl Ís- lands inn í hinn alþjóðlega listheim og skapa íslenskum myndlistarmönnum vettvang til að standa jafnfætis öðrum og gefa áhrifavöldum á sviði myndlist- ar tækifæri til að kynnast íslenskri myndlist í návígi og kanna hana nánar. Það er óþarft að orðlengja það; þessi markmið náðust öll. Þótt ýmislegt hafi þegar verið í deiglunni er varð til þess að auðvelda íslenskum myndlistar- mönnum aðgengi að alþjóðlega list- heiminum upp úr aldamótunum, svo sem aukin áhersla á fagleg vinnubrögð á Feneyjatvíæringnum, stofnun Kynn- ingarmiðstöðvar íslenskrar myndlist- ar, auk sýningar Ólafs Elíassonar, Frost Activity, í Listasafni Reykjavík- ur er bar með sér hingað til lands áhrifafólk og erlenda skríbenta, er ljóst að Listahátíð í Reykjavík árið 2005 markaði þáttaskil í myndlistar- sögu landsmanna. Aldrei áður höfðu jafn margir lagt leið sína hingað til lands til að skoða myndlist og skrifa um hana; og sú staðreynd ein og sér hefur skilað sér með beinum hætti í þágu myndlistarlífsins í landinu, bæði í auknum tækifærum og minni einangr- un. Listahátíðin í ár staðfestir síðan réttmæti ákvörðunar Þórunnar Sig- urðardóttur, sem margir sáu þó ofsjón- um yfir á sínum tíma, því sagan end- urtók sig opnunarhelgina fyrir rúmri viku og í skoðunarferðunum sem farn- ar voru til Akureyrar, á Austurland og í nágrannabyggðarlög höfuðborgar- innar. Þar voru margir helstu mynd- listargagnrýnendur heims á ferð rétt eins og þegar meiriháttar myndlistar- viðburðir eiga sér stað erlendis; allir með það eitt markmið að skrifa um það sem fyrir augu bar. Kjölfestusýningin í ár, Tilrauna- maraþonið í Hafnarhúsinu, var ein- staklega vel heppnað og sýningin sem eftir stendur sömuleiðis. Þær raddir heyrðust þó strax á fyrri degi mara- þonsins, föstudaginn 16. sl., að betur hefði farið á því að hafa dagskrána á laugardegi og sunnudegi í stað föstu- dag og sunnudags, enda var mætingin dræm á föstudeginum. Sunnudagurinn sýndi þó og sannaði áhuga fólks á við- burðinum því yfirfullt var í salnum þar sem tilraunirnar fóru fram allan lið- langan daginn. Það er enda ekki á hverjum degi sem heimsfrægir hugs- uðir og listamenn úr ólíklegustu grein- um leiða saman hesta sína með þessum hætti í einni og sömu dagskránni hér á landi; nægir að nefna fólk á borð við Marinu Abromovic, dr. Ruth West- heimer og Jonas Mekas í því samhengi. Einhverjir eru þó enn að spyrja hvort það sem gerist hér innanlands sé ekki nóg í sjálfu sér, af hverju þurfi að stefna öllum þessum erlendu lista-, áhrifa- og fjölmiðlamönnum hingað. Við því er einungis eitt svar; íslenskt listalíf getur ekki haldið áfram að þróast og eflast nema í samhengi við umhverfi sitt. Íslenskir myndlistar- menn eru hluti stærri heildar þar sem þróun á sér stað óháð þjóðerni og land- fræðilegum mörkum. Þeir mennta sig erlendis, vilja sýna erlendis og þurfa auðvitað líka að eiga markað erlendis fyrir list sína. Hér á landi hefur löngum verið þröngt um myndlistar- menn og erfitt að lifa af, jafnvel þótt af- urðirnar hafi í ótrúlega mörgum tilfell- um verið á heimsmælikvarða. Íslenskum listamönnum, rétt eins og kollegum þeirra annars staðar, vegnar vitaskuld betur í stærra samhengi þar sem möguleikarnir eru fleiri. Og stað- reyndin er sú að þótt stór nöfn dragi hingað til lands erlenda fjölmiðla, listaverkakaupendur og sýningar- stjóra, þá hafa flestir þessara gesta fyrst og fremst áhuga á því sem þeir hafa ekki séð áður annarsstaðar, þ.e.a.s. íslensku listamönnunum og því sem þeir eru að gera. Þær greinar sem birtust að lokinni Listahátíð 2005 sýna það og sanna. Heimalist verður heims- list – það sem er „lókal“ verður „glób- al“ – á sýningum sem þeirri sem nú stendur yfir, íslenskum myndlistar- heimi til mikils framdráttar. Tilraunirnar sem fram fóru í Hafn- arhúsinu voru heimsviðburður sem við vorum svo heppin að fá að hýsa hér á landi undir merkjum Listahátíðar; heimsviðburður þar sem verið var að afhjúpa þá hugmyndafræðilegu grósku sem liggur að baki sjálfri sköp- uninni allt frá listum yfir í vísindi. Þór- unn Sigurðardóttir hefur lokið ferli sínum sem listrænn stjórnandi er hafði döngun til að veðja á framsýna hug- myndafræði, myndlistum í landinu til heilla. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HINN 21. maí árið 2006 flutti Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fyr- irlestur á „Söguþingi“. Hann kynnti þar niðurstöður rannsókna sinna á símahler- unum sem íslenska dómsmálaráðuneytið gekkst fyrir á árunum 1949-1968. Í þess- um fyrirlestri sagnfræðingsins voru í fyrsta sinn dregnar fram í dagsljósið ótví- ræðar sannanir fyrir því að á nefndu tímaskeiði voru símar hleraðir af stjórn- málaástæðum hjá all- mörgum fyrirtækjum og fé- lagasamtökum og á fjölda heimila. Hleranaloturnar voru sex, sú fyrsta í mars/ apríl 1949, önnur í janúar 1951, sú þriðja í apríl/maí 1951, hin fjórða í febrúar 1961, sú fimmta í sept- ember 1963 og hin sjötta í júní 1968. Þegar fréttir af fyr- irlestri Guðna birtust í fjöl- miðlum blasti við að vinnusímar mínir höfðu verið hleraðir í þremur af þessum sex lotum, svo og að símar á heimilum margra samstarfsmanna minna og vina, sem nú eru flestir látnir, höfðu verið hler- aðir og stjórnarskrárvarinn réttur þeirra til friðhelgi einkalífs þannig brotinn á hinn grófasta hátt. Ég bar þá þegar fram kröfu um að öll gögn frá opinberum aðilum sem varðveitt kynnu að vera um þessar pólitísku hler- anir yrðu gerð aðgengileg þeim sem skoða vildu – og boðaði málsókn fyrir dómstólum ef ekki yrði á það fallist. Við þessari kröfu minni hefur nú verið orðið og ég fengið öll gögnin í hendur. Heimilin sem urðu sannanlega fyrir því að einka- símar þeirra væru hleraðir af stjórn- málaástæðum á árunum 1949-1968 reynd- ust vera 32. Skrá yfir fólkið sem mannréttindi voru brotin á með þessum hætti, að undirlagi Bjarna Benedikts- sonar og tveggja annarra ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, fylgir nú þessari grein minni. Það tók langan tíma að fá umrædd gögn í hendur og heimildir til að birta nöfn fólksins. Sú saga verður ekki rakin hér, aðeins nefndir helstu áfangarnir sem voru þessir: 1. Samþykkt Alþingis 3. júní 2006 um skipan nefndar til að gera tillögu um „tilhögun á frjálsum aðgangi fræði- manna“ að þessum gögnum. 2. Úrskurður Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra 16.10. 2006 en með honum var mér tryggður aðgangur að nokkrum hluta gagnanna. Var það dýrmætur áfangasigur því fram að þeim tíma hafði öllum beiðnum mínum um aðgang verið synjað. 3. Lagafrumvarp nefndarinnar sem skip- uð var í júní 2006 í samræmi við ný- nefnda samþykkt Alþingis frá 3. júní það ár. Nefnd þessi starfaði undir for- ystu Páls Hreinssonar, þá lagaprófess- ors en nú hæstaréttardómara, og skil- aði fullbúnu frumvarpi um breytingu á lögum um Þjóðskjalasafnið til menntamálaráðherra 9. febrúar 2007. 4. Samþykkt Alþingis 16. mars 2007 á frumvarpi nefndarinnar með þeim breytingum sem á því voru gerðar í meðförum þings- ins. Með hinum nýju lögum var Þjóðskjalasafni Íslands gert að veita fræðimönnum greið- an aðgang að öllum gögnum í vörslu þess um hleranamálin með þeirri einu undantekn- ingu að safnið mætti þó ekki gefa upp nöfn þeirra sem hlerað var hjá nema viðkomandi hefði veitt samþykki sitt eða samþykki verið fengið hjá nánum vandamönnum væri maðurinn látinn. Með umræddum lögum frá 16.3. 2007 var Þjóð- skjalasafninu falið að snúa sér bréflega til allra þeirra sem hlerað var hjá eða vanda- manna þeirra og kanna með þeim hætti hvort heimildir fengjust til að birta nöfn- in. Nokkra fyrirhöfn hlaut þetta að kosta fyrir safnið og tók allt sinn tíma því fólkið sem bréfin átti að fá er dreift um víða ver- öld. Alls munu 74 einstaklingar hafa feng- ið kynningarbréf með slíkri fyrirspurn frá safninu og svörin smátt og smátt verið að tínast inn. Nú er þess að geta að undir lok ársins 2006 kom út bókin Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Þar nefnir hann rúman helming þeirra heim- ila sem sannanlega var ráðist á með leyndum hlustunartækjum á árunum 1949–1968. Til að birta aftur þau nöfn sem Guðni gaf upp þurfti ég enga aðra heimild en flest hin nöfnin sem hér eru birt hefur Þjóðskjalasafnið látið mér í té. Fáein eru þó fengin með öðrum hætti og hef ég gert safninu grein fyrir hvaða heimildir þar er um að ræða. Ekki er ólíklegt að einhverjir lesendur þessara orða vilji vita hvað er að sjá í þeim gögnum um hlerunarmálin sem fyrir liggja. Því er í rauninni fljótsvarað. Um er að ræða bréf dómsmálaráðherra, oftast Bjarna Benediktssonar, til sakadómara eða yfirsakadómara þar sem farið er fram á heimild til að hlera ákveðin símanúmer. Hvergi er í þe urn rökstuðnin óljóst tal um a um. Sömu sög dómaranna. Þ nægja að vísa Það sem kom í ljós þe Eftir Kjartan Ólafsson » Þessar hlera 1968 eru s sögu íslen Þær eru v fyrir alla æðstu völ Kjartan Ólafsson Um símahleranir á árunum 1949-1968 1. Arnar Jónsson leikari, fæddur 1943, og Þórhildur Þorleifsdóttir, síðar leikari, leikstjóri og leikhússtjóri, fædd 1945. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Kleppsvegi 132 í Reykjavík. 2. Áki H. J. Jakobsson, alþingismaður og áður ráðherra, fæddur 1911, og Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá í Drápuhlíð 36 í Reykja- vík. 3. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans og síðar framkvæmda- stjóri vinnuheimilis SÍBS á Reykja- lundi, fæddur 1907, og Hlín Ingólfs- dóttir húsfreyja, fædd 1909. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Miðtúni 16 í Reykjavík. 4. Björn Kristmundsson skrif- stofumaður, fæddur 1909. Hlerað 1949. Bjó þá á Bollagötu 10 í Reykja- vík. 5. Brynjólfur Bjarnason, alþingismaður og áður ráðherra, fæddur 1898, og Hallfríður Jónasdóttir húsfreyja, fædd 1903. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Brekkustíg 14 B í Reykjavík. 6. Eðvarð Sigurðsson, alþingismaður og lengi formaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, fæddur 1910, og Ingibjörg S. Jónsdóttir húsfreyja (móðir Eðvarðs), fædd 1885. Hlerað 1961. Bjuggu þá í Litlu-Brekku við Þormóðsstaðaveg í Reykjavík. 7. Eggert Þorbjarnarson fram- kvæmdastjóri, fæddur 1911, og Guð- rún Rafnsdóttir húsfreyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Langholtsvegi 33 í Reykjavík. 8. Einar Angantýsson innheimtumaður, fæddur 1895, og Guðríður Ein- arsdóttir gjaldkeri (faðir og dóttir hans), fædd 1926. Hlerað 1949. Bjuggu þá á Hofsvallagötu 23 í Reykjavík. 9. Einar Olgeirsson alþingismaður, fæddur 1902, og Sigríður Þorvarð- ardóttir húsfreyja, fædd 1903. Hler- að 1949, 1951, 1961 og 1963. Bjuggu þá á Hrefnugötu 2 í Reykjavík. 10. Finnbogi Rútur Valdimarsson, al- þingismaður og síðar bankastjóri, fæddur 1906, og Hulda Jak- obsdóttir, húsfreyja og síðar bæj- arstjóri, fædd 1911. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Marbakka í Kópavogi. 11. Guðlaugur Jónsson verkamaður, fæddur 1900, og Margrét Ólafs- dóttir húsfreyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hverfisgötu 104B í Reykjavík. 12. Guðmundur Hjartarson, erindreki og síðar bankastjóri Seðlabankans, fæddur 1914, og Þórdís Þorbjörns- dóttir húsfreyja, fædd 1916. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hraunteigi 23 í Reykjavík. 13. Guðmundur Vigfússon bæjarfulltrúi, fæddur 1915, og Marta Kristmunds- dóttir húsfreyja, fædd 1917. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Bollagötu 10 í Reykjavík. 14. Hannibal Valdimarsson, alþing- ismaður o Íslands, áð fæddur 19 húsfreyja, Bjuggu þá Reykjavík 15. Haraldur fæddur 18 dóttir Nor 1895. Hler Bergstaða 16. Hjalti Árn 1903, og S húsfreyja, Bjuggu þá Reykjavík 17. Jens Hallg fæddur 18 dóttir hús 1951. Bjug Reykjavík 18. Jón Bjarn fréttastjór hanna Bja 1891. Hler þá á Skóla 19. Kristinn E forstjóri b og mennin fæddur 19 húsfreyja, og 1961. B stræti 27 í Kleppsveg 20. Lúðvík Jó ur og síða og Fjóla S Skrá yfir heimilin 32 sem stjórnvöld létu h

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.