Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 23 ÞAÐ var skrítið að hlusta á fjóra unga stjórnmálamenn, þau Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Siv Friðleifsdóttur og Katr- ínu Jakobsdóttur alþing- ismenn og Björgvin Sig- urðsson viðskiptaráðherra, tala um heilbrigðismál í Silfri Egils sunnudaginn 4. maí sl. Umræðan snerist ekki um neitt annað en völd, stjórnmál. Höfuðatriði heilbrigð- iskerfisins, sjúklingurinn sjálfur, komst aldrei inn í umræðuna. Helst var á þessu fólki að heyra að hinn sjúki væri heilbrigðiskerfið sjálft og hættulegasti og jafnvel banvænasti sjúk- dómur þess væri einka- væðing, einskonar fugla- flensa þessa kerfis. Þessi ótti við einkavæð- ingu er alveg óþarfur. Þeim sem batnar er alveg sama hver læknar þá. Að- alatriðið er að þróa sem best heilbrigðiskerfi hér á landi með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru, hvort sem það er opinber rekstur, einkarekstur eða eitthvað annað. Tak- markið er að ná sem bestum árangri. Hlustandinn fékk það á tilfinninguna að heilbrigðiskerfið væri mjög veikt, stórt, dýrt, óyfirsjáanlegt og léti illa að stjórn. En þótt það væri í eins konar tómi væri aðalatriðið að engir kæmust að stjórn þess nema opinberir aðilar. Að vísu væri hægt að færa þætti til inn- an tómarúmsins t.d. að færa mál eldri borgara frá ríkinu til sveitarfélaga. Þetta væri mikil afturför. Mörg sveit- arfélög eru sjálf á framfæri ríkisins og í Reykjavík ríkir upplausnarástand. Það er ekkert annað en bruðl að virkja fjölda manns til að færa fjármuni fram og til baka í tómarúmi. Stysta leiðin oftast heilladrýgst Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra reyndi eftir bestu getu að benda á að munur væri á einkarekstri og einka- væðingu. Að vísu varðar þessi skipting ekki miklu máli. Velferð sjúklinga á að ráða því í hverju tilfelli, hvaða leið er valin, en ekki pólitískir hagsmunir. Hinir þrír gerðu engan greinarmun á þessu og þrástöguðust á því með heila- þvottarofforsi að það ætti og mætti undir engum kringumstæðum einka- væða neitt í heilbrigðiskerfinu hvað svo sem hagsmunum sjúklinga liði. Sá sem minntist á einkavæðilngu væri úr leik. Okkar kerfi er nú í höndum tveggja einvaldsaðila, ríkisins og stéttarfélag- anna, en sjúklingurinn lendir á milli þessara stríðandi afla, sem reyna að fá sem mest hver út úr öðrum. Afleiðingar af núverandi ástandi eru verkföll, lok- anir, uppsagnir, hótanir, sem skapa mikla óvissu og angist hjá þeim sem síst skyldi. Það væri nær að starfsfólk heilbrig- iskerfisins gengi í VR undir mann- úðlegri stjórn Gunnars Páls Pálssonar formanns, sem hugsar um sitt hlutverk en er ekki að dufla í pólitík. Eitt af því sem stjórnmálamennirnir voru sammála um var að peningasjón- armið væru óæskileg. Samt snerist um- ræðan mest um það að spara sem mesta peninga. Heilbrigðisyfirvöld tí- unda aldrei hversu mörgum batnar eða fá vist, en þrástagast á því hversu mikl- ir peningar sparast. Þessi mál kosta auðvitað stórfé en samúð yfirvalda er öll hjá ríkiskassanum. Ríkisvaldið ákveður fyrir hönd okkar hversu miklu fé má verja í heilbrigð- ismál og sker þær upphæðir niður al- veg undir drep. Nýlega fréttist að rík- isendurskoðun hefði uppgötvað að of mikið fé hefði runnið til að hlúa að nokkrum persónum á Sóltúni. Frétta- miðlar stilltu þessu þannig upp að um glæp hefði verið að ræða. Einn þing- maður Vinstri grænna flýtti sér í sjón- varp og lýsti því yfir að þetta atvik væri áfall fyrir einkavæðinguna í heilbrigð- iskerfinu. Ef það er áfall fyrir einka- væðinguna að nokkrir heimilismenn á Sóltúni fái meira fé til umönnunar, þá vona ég að hún standi það af sér. Fólk myndi verja meiru fé í þessi mál ef það réði því sjálft. Það má ekki vera gróði í heilbrigðiskerfinu segja menn. Sannleikurinn er sá að það er bullandi gróði í og af heilbrigðiskerfinu. Mest græða þeir sem fá bata. En þessum hagnaði er svo illa stjórnað vegna rangra afskipta að hann kemur ekki að fullu gagni fyrir velferðina. Ófullkomið heilbrigðiskerfi Eitthvað sem þátttak- endur í Silfri Egils ótt- uðust mest var svokallað bandarískt kerfi, sem væri hið dýrasta í heimi. Ekki þekki ég þetta kerfi, en veit að ef allt um þrýt- ur sendum við sjúklinga þangað. Þaðan koma nýj- ungar og framfarir í stríð- um straumum. Þar menntum við lækna okk- ar. Það sem allt á að leysa er eitthvert norrænt kerfi. Auðvitað er ekkert kerfi fullkomið og mönnum batnar ekki samkvæmt einhverju „kerfi“. Við eig- um hins vegar að nota sjálfstæði okkar og frelsi og hafa það sjálfstraust að velja það besta og leysa málin á okkar forsendum. Það sem er helsta meinið í okkar heilbrigðismálum er það að það snýst ekki um neitt annað en pólitík. Þetta er undarlegt þar sem digrasti þátturinn í velferðarkaðlinum, uppistaða heil- brigðismála, er einkaaðili, ein- staklingur, nefnilega sjúklingurinn sjálfur. En hann hefur alveg gleymst eins og áður sagði, vegna þess að marg- ir stjórnmálamenn hafa brugðist hlut- verki sínu, misnotað heilbrigðiskerfið og gert sjúkrabeð landsmanna að póli- tískum vígvelli í baráttu sinni fyrir yf- irráðum yfir þjóðinni. Þeir taka veð í heilbrigði kjósandans til að tryggja sér atkvæði hans. Nýlega sagði einn flokksformað- urinn að landsmenn gætu ekki reiknað með velferðinni ef þeir væru ekki til- búnir að afhenda opinberum aðilum auðlindir sínar og þjóðlendur. Svo langt er gengið að efnuðu fólki er bannað að borga fyrir sig sjálft og verð- ur að þiggja opinbera þjónustu, sem hið opinbera veitir því að kostnaðarlausu. Þetta er örugg aðferð til að einoka sviðið og halda öllum öðrum utan þess, því eng- inn getur keppt við þessi kjör. Fóstur- eyðingar eru gott dæmi um þennan framgang. Nýlega frétti ég af gömlum manni, sem hafði fengið heilablæðingu og þarf á hjúkrunarvist að halda. Eftir dvöl á Grensásdeild var hann fluttur í sitt sveitarfélag. (Aldraðir eru enn fluttir hreppaflutningum á Íslandi.) Þar er ekkert pláss og vilja menn þar koma honum út, bara eitthvað, helst heim til sín, sem ekki er hægt. Þessi maður á nokkrar milljónir króna inni á banka- bók og vill kosta dvalarrými fyrir sig. Hann má það ekki. Hann má kaupa sumarbústað, hann má kaupa hús á Flórída eða á Spáni, hann má kaupa rándýran jeppa, bara ekki það sem hann þarf mest. Ríkir menn koma og fara en taka dvalarplássin ekki með sér. Aðkoma þeirra myndi hins vegar flýta þeirri uppbyggingu sem svo bráð- vantar. Það þarf að beita öllum til- tækum ráðum við lausn þessara mála. Núverandi jafnaðarstefna jafnar að- eins kjör okkar á biðlistunum, sem ættu ekki að vera til. Það er kominn tími til að heilbrigðisyfirvöld setjist upp og hætti að þvælast fyrir fram- gangi þessara mála. Það eru ekki eftir nema þrjú ár af kjörtímabili þeirra. Landsmenn þurfa að fá frelsi yfir heilbrigði sínu aftur. Að frelsa sjúklinga og aldraða úr gapi pólitíkarinnar er lífsnauðsynlegt. Sjúklingurinn gleymdist Eftir Jóhann J. Ólafsson » Það sem er helsta mein- ið í okkar heil- brigðismálum er það að það snýst ekki um neitt annað en póli- tík. Höfundur er stjórnarformaður Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Jóhann J. Ólafsson essum bréfum að finna nokk- ng fyrir beiðnunum nema að hætta geti verið á óspekt- gu er að segja um úrskurði Þeir láta jafnan það eitt í bréf ráðherrans en forðast eins og heitan eldinn að leggja sjálfir nokkuð til mála eða gera tilraun til að rök- styðja niðurstöður sínar. Það sem gögnin um hleranirnar leiða í ljós er í stuttu máli þetta: 1. Ráðist var hvað eftir annað með síma- hlerunum inn á heimili fólks sem ekkert hafði til saka unnið annað en að vera á öndverðum meið við ráðamenn landsins í stjórnmálum. 2. Í bréfum dómsmálaráðherra til saka- dómara er í fjórum tilvikum af sex ekki vísað í eina einustu lagagrein til stuðn- ings hlerunarbeiðnunum og aðeins í einu hinna sex tilvika haft á orði að það sé lögreglan sem óttist óspektir. 3. Aldrei er leitast við að rökstyðja, þó að ekki hafi verið nema með einni setn- ingu, hvers vegna er látið hlera hjá þessum en ekki hinum úr hópi póli- tískra andstæðinga ráðherrans. Þar virðist kylfa hafa ráðið kasti. 4. Úrskurðir dómaranna sem hér um ræð- ir eiga ekkert skylt við niðurstöður al- mennra dómstóla. Þarna átti enginn kost á að verja sig og greinilega talið óþarft að rökstyðja úrskurðina. Dóm- ararnir sem þarna koma við sögu virð- ast því hafa litið á sig sem einhvers kon- ar undirtyllur ráðherra. 5. Í bréfum ráðherrans er jafnan farið fram á „heimild til hlerunar“ en dóm- ararnir virðast hafa verið kaþólskari en páfinn því að í orðsendingum þeirra til forstjóra Landssímans segir jafnan „skal hlera“ nema í síðustu lotunni, árið 1968. Þessir ágætu dómarar hafa sem sagt skilið til hvers var ætlast fyrr en skall í tönnum. 6. Skráð efni úr símtölunum sem hleruð voru fyrirfinnst hvergi. Vera má að því hafi verið eytt árið 1976. Þór White- head prófessor hefur greint svo frá að öllum gögnum persónunjósnadeildar þeirra Bjarna Benediktssonar ráðherra og Sigurjóns Sigurðssonar lög- reglustjóra hafi þá verið brennt af því að lögreglustjórinn mátti ekki til þess hugsa að eftirmaður hans fengi aðgang að plöggunum (sjá tímaritið Þjóðmál 2. árg., 3ja hefti, bls. 83). 7. Í hópi þeirra sem urðu fyrir hlerunum á heimasímum sínum eru 12 alþing- ismenn og áttu 9 þeirra sæti á þingi þegar símar þeirra voru hleraðir. Ýms- ir aðrir sem brotið var á með sama hætti í þessum ofsóknum dóms- málaráðherrans höfðu hins vegar aldrei tekið þátt í stjórnmálastarfi og í einni lotunni var jafnvel ráðist inn á heimili fólks sem ætíð hafði verið dyggir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins! Með hinum víðtæku pólitísku símahler- unum var ráðist að heiðvirðu og vamm- lausu fólki með aðferðum sem almennt þykir aðeins við hæfi að beita gegn stór- hættulegum glæpamönnum svo sem eit- urlyfjasölum, meintum morðingjum eða landráðamönnum. Þessar pólitísku síma- hleranir á árunum 1949-1968 eru svartur blettur í sögu íslenska lýðveldisins. Þær eru víti til varnaðar fyrir alla þá sem fara með æðstu völd, nú og á komandi árum. Vel færi á því að núverandi dóms- málaráðherra, fyrir hönd íslenska rík- isins, bæði allt það fólk sem brotið var á með þessum hætti afsökunar á ósómanum – þá sem enn lifa og hina sem látnir eru. Niðjar þeirra eiga líka rétt á slíkri afsök- unarbeiðni. egar leyndinni var aflétt r pólitísku síma- nir á árunum 1949- svartur blettur í nska lýðveldisins. víti til varnaðar þá sem fara með ld … Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi alþingismaður. og forseti Alþýðusambands ður ráðherra og líka síðar, 903, og Sólveig Ólafsdóttir , fædd 1904. Hlerað 1961. á á Laugarnesvegi 100 í k. S. Norðdahl tollvörður, 897, og Valgerður Jóns- rðdahl húsfreyja, fædd rað 1951. Bjuggu þá á astræti 66 í Reykjavík. nason verkamaður, fæddur Sigríður Friðriksdóttir , fædd 1914. Hlerað 1951. á á Snorrabraut 32 í k. grímsson verkamaður, 896, og Sigríður Ólafs- sfreyja, fædd 1895. Hlerað ggu þá á Baugsvegi 35 í k. nason, blaðamaður og ri, fæddur 1909, og Jó- arnadóttir húsfreyja, fædd rað 1949 og 1951. Bjuggu avörðustíg 19 í Reykjavík. E. Andrésson magister, bókmenntafélagsins Máls ngar, áður alþingismaður, 901, og Þóra Vigfúsdóttir , fædd 1897. Hlerað 1951 Bjuggu 1951 í Þingholts- í Reykjavík en 1961 á gi 34 í Reykjavík. ósepsson alþingismaður, áð- ar ráðherra, fæddur 1914, Steinsdóttir húsfreyja, fædd 1916. Hlerað 1961 og 1968. Bjuggu þá á Miklubraut 80 í Reykja- vík. 21. Magnús Kjartansson, ritstjóri og al- þingismaður, síðar ráðherra, fædd- ur 1919, og Kristrún Ágústsdóttir húsfreyja, fædd 1920. Hlerað 1949, 1951, 1961, 1963 og 1968. Bjuggu þá á Háteigsvegi 42 í Reykjavík. 22. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og síðar veðurstofustjóri, fæddur 1923, og Hulda Baldursdóttir hús- freyja, fædd 1923. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Skaftahlíð 8 í Reykja- vík. 23. Ragnar Arnalds kennari, áður og síðar alþingismaður og ráðherra um skeið, fæddur 1938, og Hallveig Thorlacius kennari, síðar brúðuleik- ari, fædd 1939. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Bólstaðarhlíð 14 í Reykjavík. 24. Sigfús A. Sigurhjartarson, bæj- arfulltrúi og áður alþingismaður, fæddur 1902, og Sigríður Stef- ánsdóttir húsfreyja, fædd 1900. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Lauga- teigi 24 í Reykjavík. 25. Sigurður Guðmundsson ritstjóri, fæddur 1912, og Ásdís Þórhalls- dóttir húsfreyja, fædd 1922. Hlerað 1949 og 1968. Bjuggu þá á Fálka- götu 1 í Reykjavík. 26. Sigurður Guðnason, alþingismaður og formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, fæddur 1888, og Krist- ín Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1891. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Hringbraut 88 í Reykjavík. 27. Snorri Jónsson járnsmiður, lengi formaður Félags járniðnaðarmanna, síðar framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands og um skeið for- seti þess, fæddur 1913, og Agnes Magnúsdóttir húsfreyja, fædd 1921. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Kapla- skjólsvegi 54 í Reykjavík. 28. Stefán Bjarnason verkamaður, fæddur 1910, og Rósa S. Kristjáns- dóttir húsfreyja, fædd 1912. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Sunnuvegi 19 í Reykjavík. 29. Stefán Jakobsson múrarameistari, fæddur 1895, og Guðrún Guðjóns- dóttir húsfreyja, fædd 1903. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Háteigsvegi 30 í Reykjavík. 30. Stefán Ögmundsson, prentari og prentsmiðjustjóri, fæddur 1909, og Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 1912. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík. 31. Úlfur Hjörvar, rithöfundur og þýð- andi, fæddur 1935, og Helga Helga- dóttir Hjörvar leikari, síðar forstjóri Norræna hússins í Þórshöfn í Fær- eyjum og nú forstjóri Norður- bryggju í Kaupmannahöfn, fædd 1943. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Bergþórugötu 1 í Reykjavík. 32. Þráinn Haraldsson vélvirki, fæddur 1928, og Unnur Kristjánsdóttir tal- símakona, fædd 1931. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Stóragerði 10 í Reykja- vík. lera 1949-1968

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.