Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 26

Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurJónsson fæddist í Guðnabæ á Akra- nesi 6. maí 1938. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi sunnudaginn 18 maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jón Guð- mundsson húsa- smíðameistari, f. á Akranesi 24. desem- ber 1906, d. 27. júlí 1965 og Sigurrós Guðmundsdóttir, húsmóðir í Guð- nabæ, f. á Akranesi 22. júní 1912, d. 27. september 1990. Systkini Guðmundar eru: a) Guðríður Guð- munda, f. 1934, d. 1935, b) Guð- ríður Guðmunda, f. 1936, maki Pétur Elísson, f. 1936, c) Kristín, f. 1939, maki Allan Sveinbjörnsson, f. 1937, d) Hildur, f. 1940, maki Valmundur Eggertsson, f. 1939, e) Valur, f. 1943, maki Elín Geirs- dóttir, f. 1951, og f) Guðrún, f. 1946, maki Davíð Aðalsteinsson, f. 1946. Guðmundur kvæntist 10. júní 1961 Ingunni Ívarsdóttur hús- móður, f. í Reykjavík 29. maí 1942. Foreldrar hennar eru Ívar Hann- esson vélfræðingur, f. í Reykjavík 15. febrúar 1913, d. 19. nóvember 1996 og Matthildur Jónsdóttir, f. í Reykjavík 8. febrúar 1922. Systk- ini Ingunnar eru: a) Ragnheiður, f. 1948, maki Viðar Stefánsson, f. rak þá starfsemi um skeið ásamt Ingunni eiginkonu sinni. Guð- mundur starfaði síðan sem verk- stjóri hjá Trésmiðju Guðmundar Magnússonar á Akranesi frá 1970 til 1984. Samhliða því fékkst hann í frístundum við hönnun húsbygg- inga og þá sérstaklega íbúðar- húsnæðis og má finna um 150 mannvirki hönnuð af Guðmundi víða um land. Árið 1984 fluttu Guðmundur og Ingunn til Reykja- víkur og hóf Guðmundur þá störf hjá Ístaki og starfaði hann þar sem verkstjóri til ársins 2007. Á vegum Ístaks annaðist Guðmundur fyrst og fremst uppbyggingu og end- urreisn eldri mannvirkja af fjöl- breyttum toga. Þar má helst nefna endurbætur á Dómkirkjunni sum- arið 1985, endurbyggingu gamla Iðnskólans í Lækjargötu eftir bruna sumarið 1986 og end- urbyggingu Bessastaða á árunum 1987 til ársins 1994. Einnig má nefna endurbyggingu Viðeyj- arstofu, endurbætur danska sendi- ráðsins við Hverfisgötu, færslu og enduruppsetningu styttu Leifs heppna á Skólavörðuholti, end- urbyggingu hússins Landlistar á Heimaey, byggingu tilgátuhúss, Þjóðhildarkirkju á Grænlandi og endurbyggingu Hafnarstrætis 16. Samhliða starfi sínu hjá Ístaki fékkst hann í frístundum sínum við endurbyggingu húss þeirra hjóna, Harrastaða, Fáfnisnesi 4 í Skerjafirði á árunum 1992 til árs- ins 1999. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1949, b) Herdís, f. 1950, maki Ingi Þór Vigfússon, f. 1949, c) Ívar, f. 1958, maki Árný Jakobsdóttir. Börn Guðmundar og Ingunnar eru: a) Matthildur þjónustu- fulltrúi, f. 13. desem- ber 1961, maki Vil- hjálmur Aðalsteinsson húsa- smíðameistari, f. 7. maí 1958, börn þeirra: Arnar, f. 3. febrúar 1985, Mark- ús, f. 26. ágúst 1989 og Katrín, f. 19. apríl 1983. b) Jón, arkitekt, f. 17. janúar 1964, maki Ragnheiður Björk Hreinsdóttir hárskurð- armeistari, f. 19. janúar 1967, börn þeirra: Sigurrós, f. 19. ágúst 1988 og Guðmundur Hjalti, f. 7. maí 1997. c) Ívar vélstjóri, f. 15. febr- úar 1966, maki Anna Lára Eðvarð- sdóttir sjúkraliði, f. 22. desember 1965, börn þeirra: Ingunn Lára, f. 23. mars 1988, Hannes Örn, f. 22. mars 1991 og Kristján Árni, f. 15. júlí 1996. Guðmundur nam húsasmíðaiðn hjá föður sínum og útskrifaðist í fagi sínu frá Iðnskóla Akraness. Hann starfaði við hlið föður síns í fyrirtæki hans, Trésmiðju Jóns Guðmundssonar á Akranesi og starfaði þar áfram eftir fráfall Jóns. Um 1970 stofnaði Guð- mundur prjónastofuna Hespu og Kærar minningar streyma fram við kveðjustund, tregi og eftirsjá blandast djúpu þakklæti fyrir þá vegferð sem við höfum gengið sam- an. Faðir minn trúði því að lok vistar okkar hér á jörð væri ekki endir heldur aðeins áfangi á lengri leið. Lífshlaupið er eitt augnablik, Guð- mundur Jónsson nýtti tíma sinn til hins ýtrasta og skilaði þegar upp er staðið margföldu ævistarfi. Hann nálgaðist hvert það verkefni sem hann tókst á við með hugarfari íþróttamannsins. Ekkert var fyrir honum óyfirstíganlegt vandamál, alltaf mátti finna lausn, hlaupa hrað- ar og stökkva hærra. Alltaf mætti reyna að gera aðeins betur. Mikil- vægast af öllu fyrir hann var þó að vera þess fullviss að verkefnið hefði verið leyst á besta mögulega hátt hverju sinni. Pabbi var mikill fagurkeri og styrkar hendur hans gátu töfrað fram ótrúlegustu hluti. Hvort sem hann var að forma í tré, teikna, móta í leir eða mála með olíu þá lék það allt í höndunum á honum. Hann bjó yfir ríkri sköpunarþörf sem hann virkj- aði í öllum sínum verkum. Hann lét sér aldrei á sama standa og stóð ákveðinn við sína skoðun ef svo bar undir. Hjá honum fylgdi hugur hönd og fátt þótti honum verra en hlutir sem framkvæmdir höfðu verið í hugsunarleysi. Á yngri árum stundaði pabbi knattspyrnu með ÍA uppi á Skaga. Hann minntist oft þeirra tíma með eftirsjá og ég veit að hann hefði vilj- að geta notað meira af sínum tíma í knattspyrnuna. Hann fylgdist alla tíð gjörla með boltanum og var stolt- ur af sínum frændum í liði Skaga- manna. Pabbi fylgdist alla tíð grannt með öllu sem bærðist í þjóðlífinu og ræddum við oft lífsins gang í góðu tómi. Hann hafði ákveðnar skoðanir, var laus við alla hleypidóma og for- dómalaus. Honum gramdist allt gaspur og sleggjudómar sem byggðu á óathuguðu máli. Hann valdi orð sín vandlega og fann þeim stað. Síðastliðinn áratug glímdi pabbi við illvígan sjúkdóm, hann hafði sig- ur í hverri orrustunni á fætur ann- arri en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Það var sama á hverju gekk, hann sagðist alltaf hafa það fínt og gekk til sinna starfa á meðan hann gat gengið uppréttur. Ég mun alltaf sakna hlýja handtaksins hans en hann lifir áfram í hjörtum okkar og mun alltaf verða sú stoð og leiðsögn sem hann var í lifandi lífi. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Jón Guðmundsson. Elsku bróðir. – Þegar þú kvaddir, vildi ég ekki líta á það sem endalok. Ég veit að nú ertu frjáls og laus við allar kvalir. Ég vil trúa því að þar sem þú ert sé ljósið! Þegar ég rifja upp allar góðu og skemmtilegu minningarnar frá barnæsku okkar systkinanna man ég ekki eftir ósætti milli okkar, alltaf varstu ljúfi og góði bróðir minn. Þessar minningar eru okkar fjár- sjóður, sem við getum yljað okkur við.Við vitum að þó laufin falli og blómin fölni, lifa þau og blómstra að nýju og við getum aftur glaðst og með því að deyja öðlast þú eilíft líf. Minning þín lifir í huga okkar, sem þótti vænt um þig. Góður Guð gæti Ingu, barna ykk- ar og barnabarnanna. Guð geymi þig. Guðríður og Pétur. Elsku bróðir, mágur og frændi. Ekki hefði okkur dottið í hug þeg- ar við keyptum ferð til Spánar að þú yrðir ekki lengur hjá okkur, elsku vinur. Þú þessi snillingur, hvort sem er í smíðum eða öðru sem þú vannst við, allt var fullkomið. Það var alveg sama hvað þú gerðir með höndunum, það var hrein snilld. Allar okkar góðu stundir, hvort sem var í Guðnabæ sem krakkar eða á fullorðinsárum í Ölveri og Harra- stöðum, heimili ykkar Ingu og krakkanna. Það var ávallt gott að koma til ykkar og aldrei kastaðist í kekki á milli okkar systkinana. Þú varst hvers manns hugljúfi. Það hefur stórt skarð orðið í okkar systk- inahópi þegar þú ert ekki lengur á meðal okkar. Elsku bróðir. Þú barðist eins og hetja í öllum þínum veikindum sem voru erfið, aldrei kvartaðir þú heldur hughreystir þú okkur. Við vitum að þú ert kominn á betri stað sem við eigum eftir að hittast á, og við sem eftir lifum reynum eftir megni að hughreysta og halda utan um Ingu þína og alla fjölskylduna. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Þín systir, Kristín, Allan og fjölskylda. Guðmundur Jónsson, höfðingi á Harrastöðum, stóri bróðirinn Dundi í Guðnabæ, er fallinn frá. Hugurinn leitar til æskuáranna á Skaganum, kallar fram ljúfar minningar. Gugga, Dundi, Hildur, Stína, Valli og Gunna – við, krakkarnir í Guðna- bænum. Fjörug, kát, en alla jafna stillt og prúð! Sex krakkar í þremur settum. Gugga og Dundi elst, ábyrgðafull stóra systir og stóri bróð- ir, bæði afbragðs nemendur, róleg að eðlisfari, bókhneigð, dugleg og sam- viskusöm. Þá við Stína, aðeins ár á milli okkar og loks þau yngstu, Valli og Gunna. Guðnabær I og II standa við Kirkjubraut á Akranesi. Faðir okkar, Jón Guðmundsson húsasmíða- meistari, byggði bæði húsin. Foreldr- ar okkar, Jón og Rósa, hófu búskap sinn í Guðnabæ I. Þar fæddumst við fjögur elstu systkinin. Föðuramma okkar, amma Gudda, bjó hjá okkur. Best munum við þó eftir okkur í Guð- nabæ II. Við systkinin og amma á neðri hæðinni. Strákarnir saman í einu herbergi, við stelpurnar i öðru og amma í hinu þriðja. Pabbi var með smíðaverkstæði við húsið og hafði marga menn í vinnu, sumir þeirra lærlingar. Oftast var því fjölmennt í eldhúsinu hjá mömmu, matur, kökur og kaffi ofan í barnahópinn og smið- ina á verkstæðinu. Samræður fjörug- ar, andrúmsloftið létt og skemmti- legt. Ilmurinn í eldhúsinu einkar góð blanda af bakstri dagsins og daufri angan af sagi sem pabbi og smiðirnir báru með sér af verkstæðinu. Við ól- umst þannig upp við hamarshögg, sagarhljóð, vinnugleði, umræður um smíðar og bæjarlífið á Skaganum. Það lá beint við fyrir bræður mína að leggja fyrir sig smíðar. Um leið og Dundi hafði aldur til hjálpaði hann til á verkstæðinu og upp úr fermingar- aldri var hann þar mikilvægur starfs- kraftur. Hann þótti snemma laginn og ráðagóður. Bernskuárin voru hamingjurík. Í minningunni skein alltaf sól, hvergi bar skugga á, hvorki tilveruna né samskipti okkar systk- inana. Ástríki foreldra okkar, nær- vera fjörugrar og fróðrar ömmu og umhyggja þeirra allra fyrir okkur átti þátt í því. Einnig nábýli við stór- fjölskylduna, ömmu Stínu á Sigurð- arstöðum, frændfólkið þar og á Hvítanesinu, Sandabrautinni og Tjörn. Dundi var myndarlegur ungur maður og víst að ófáar stúlkur renndu til hans hýru auga. Hann sá þó aðeins eina, fallega stúlku úr Reykjavík, Ingunni Ívarsdóttur, festi sér hana 10. júní 1961 og átti með henni þrjú góð börn. Þau bjuggu lengst af á Skaganum en 1992 keyptu þau Harrastaði í Skerjafirði. Húsið var rústir einar eftir mikinn bruna. Úr rústunum reisti Dundi höll. Kom sér þá vel sú þekking sem hann aflaði sér í gegnum tíðina um húsasmíði, gamalt handverk, listir og smíðar. Óhætt er að segja að um verklag við gerð gamalla húsa hafi hann verið allra manna fróðastur. Hann var og þekktur fyrir handverk sitt og verk- stjórn, sem sést best á því að hann var kallaður til verka þar sem fag- mennska, útsjónarsemi, gott auga fyrir formi og fegurð þurfti til. Bessa- staðir, Dómkirkjan og fleiri frægir sögustaðir bera þessu vitni. Guð styrki Ingu og fjölskyldu við fráfall góðs eiginmanns, föður, afa. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar. Hildur Jónsdóttir og fjölskylda Elsku besti Dundi frændi. Þú varst bróðir hennar mömmu minnar, ein- stakur maður, ótrúlega ljúfur og góður. Það var svo gott að sækja ykkur Ingu heim á fallega heimilið ykkar og maður fann alltaf væntum- þykjuna yfir að sjá mann. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért ekki lengur til staðar til að heilsa manni með kossi, spjalla um lífið og til- veruna og kveðja manni með kossi. Þú varst alltaf svo hlýr og ástúðlegur og hafðir virkilegan áhuga á að heyra hvernig gengi hjá manni. Þú varst mikill fjölskyldumaður, stoltur af þínum og barnabörnin voru þér mjög hjartfólgin. Í byrjun maí sl. heimsótti ég systkini þín og börn þeirra til að þau gætu skrifað í afmælisbókina þína og þá fann ég glöggt hversu vænt öllum þótti um þig. Það kom mér ekki á óvart en var ánægjuleg staðfesting á því sem ég þegar vissi. Dundi minn. Ég vildi að þú hefðir fengið meiri tíma hérna hjá okkur og ég veit að þú þráðir að fá að vera lengur hjá Ingu í Paradísinni ykkar í Skerjafirðinum umvafinn börnum ykkar og barnabörnum. En ég veit líka að þú munt fylgjast með þeim þaðan sem þú ert núna, hjá Guði í Paradísinni á himnum. Ég þakka þér fyrir alla þína væntum- þykju, vináttu og hlýhug í garð fjöl- skyldu minnar í gegnum árin og votta elsku Ingu, Möttu, Nonna, Ív- ari og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Margrét Rósa Pétursdóttir. Þegar við Herdís fluttum í Skerja- fjörðinn fyrir 12 árum eignuðumst við þar góða nágranna. Á móti okkur bjuggu þau Guðmundur Jónsson og hún Inga konan hans, en Guðmund- ur vann þá hörðum höndum við að endurbyggja Harrastaði, glæsihús frá fyrri hluta 20. aldar. Okkur ná- grönnum varð vel til vina og voru margar stundir sem við áttum saman í garðinum við Harrastaði og heima hjá þeim ógleymanlegar enda Guð- mundur og Inga sannir höfðingjar heim að sækja. Guðmundur var ein- staklega bóngóður og gott að leita til hans. Þegar hundkvikindi sem ég hafði eignast varð fyrir slysi sem 11 vikna hvolpur og gekk á þremur í nokkrar vikur á eftir fórum við sam- an með dýrið til dýralæknis og eftir það urðu þeir Plútó og Guðmundur miklir vinir. Hundurinn lét rækilega í sér heyra þegar hann mætti vini sínum og saman röltu þeir stundum um hverfið og þá hundurinn band- laus. Á þessum árum var byggðin við Skerjafjarðarströnd ekki mjög þétt og ég braut víst reglur um hunda- hald með því að hleypa hundinum út á morgnana og oft nennti ég ekki með honum. Hundurinn skilaði sér eftir 1 til 2 tíma og var ekkert að segja frá því að hann hafði komið við á Harrastöðum og fengið morgun- mat þar. Þegar endurbyggingu Harrastaða var lokið bauð Guð- mundur okkur Herdísi að skoða hús- ið. Hann spurði hvort ekki væri rétt að hundurinn biði úti af því að hann gæti runnið til á nýlökkuðum gólf- unum. Þá sýndi Guðmundur hvað í honum bjó þegar málarekstur var hafinn gegn okkur nágrönnunum vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar athafnamanns í Skerjafirði. Við vörðum mál okkar sjálf fyrir héraðs- dómi og það var Guðmundur sem vann að málsvörninni að mestu ásamt syni sínum. Málið féll okkur í vil, þar og í Hæstarétti. Það var ávallt vorboði þegar Guð- mundur fór að hreinsa til í garðinum. Þá vissum við að skammt var til sum- ars. Guðmundur átti við vanheilsu að stríða um nokkurra ára bil. Hann fékk heilablóðfall sem gerði honum nokkuð tregt tungu að hræra. Þá þjáðist hann undir lokin af krabba- meini. En hann tók mótlætinu af æðruleysi og hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Með fráfalli hans er genginn góður granni, sem sárt verður saknað af mönnum og mál- leysingjum. Við sendum Ingu og börnum þeirra innilegar samúðar- kveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast ljúflingnum og hagleiksmanninum Guðmundi Jóns- syni. Blessuð sé minning hans. Gísli Helgason blokkflautuskáld. Guðmundur Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNGRÍMUR STEFÁNSSON bifvélavirki, Dalbæ, Dalvík, lést föstudaginn 23. maí að heimili sínu. Útförin verður gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 31. maí kl. 13.30. Kristjana Sigurpálsdóttir, Sigrún Arngrímsdóttir, Kolbrún Arngrímsdóttir, Svavar Berg Pálsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Úlfar Þormóðsson, Stefán Arngrímsson, Guðrún Lóa Jónsdóttir, Einar Arngrímsson, Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Örn Arngrímsson, Anna Dóra Hermannsdóttir, Kristjana Arngrímsdóttir, Kristján Hjartarson, barnabörn og aðrir vandamenn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNASON, áður til heimilis að Brekkugerði 34, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 2. júní kl. 15.00. Árni Árnason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Aðalsteinn Árnason, Þórný H. Eiríksdóttir, Helga Lára Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvíg Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.