Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 31

Morgunblaðið - 27.05.2008, Page 31
Eftir að Guðrún og Matthías giftu sig fannst mér ekkert eðlilegra en að mæta í heimsókn til þeirra á Eiríks- götuna. Nú þætti það eflaust óvenju- legt að tólf ára strákur kæmi fyrir- varalaust í heimsókn til frænku sinnar, en Guðrún tók vel á móti mér og bauð mér í mat. Mörgum árum seinna bauð hún okkur Vigdísi sem þá vorum nýgift í humarveislu til sín og Hjálmars, seinni manns síns. Oft nut- um við gestrisni þeirra síðar. Guðrún valdi sér kennslu að lífsstarfi og kenndi um árabil við Hagaskóla. Hún var afbragðskennari og nemendur hennar báru henni afar vel söguna. Einn samkennari hennar sagði mér frá ráði sem Guðrún hafði gefið henni þegar hún hóf kennslu. „Ekki brosa fyrir jól.“ Þessi aðferð gafst Guðrúnu vel, nemendur báru miklu meiri virð- ingu fyrir henni en flestum öðrum kennurum. Síðustu ár Guðrúnar voru erfið. Hún missti heilsuna og var í mörg ár mjög skert, bæði líkamlega og and- lega. Það er sárt þegar fólk verður ekki nema skugginn af sjálfu sér. Hjálmar, maður hennar, var henni stoð og stytta en féll svo frá fyrirvara- laust. Síðustu árin bjó hún við gott at- læti á dvalarheimilinu Eir. Á henni var dagamunur og stundum átti hún ágæta daga þar sem hún minnti á sjálfa sig meðan hún var og hét. Á endanum varð dauðinn henni líkn frá þraut. Ólöfu frænku minni og sonum Guðrúnar sendi ég samúðarkveðjur á skilnaðarstund. Benedikt Jóhannesson. Mig langar að kveðja frænku mína hana Guðrúnu eða Gúu eins og ég kall- aði hana alltaf. Ég á margar minning- ar um Gúu og fjölskyldu hennar og man eftir mörgum heimsóknum til þeirra, fyrst á Fálkagötuna, seinna meir í Stóragerðið og svo í Fellsmúl- ann. Hún Gúa var kát og skemmtileg. Mér fannst alltaf gaman að koma til hennar. Hún gerði hlutina oftast að- eins öðruvísi en ég var vön heiman frá og kom þannig sífellt á óvart. Þegar ég var yngri var ég oft send í pössun til hennar Gúu, seinna meir að- stoðaði ég við að passa hann Bensa litla. Auðvitað var ég enn í pössun þó svo að mér þætti ég vera að hjálpa mikið til. Þegar ég varð eldri ræddum við Gúa mikið saman, hún átti sífellt til handa mér ráðleggingar varðandi hár- greiðslu, húðvörur og aðra hluti sem skipta unglingsstelpur miklu máli. Undanfarin ár hefur Gúa verið lasin en þrátt fyrir það fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu og gat komið með skemmtilegar athuga- semdir um fólk og fréttir. Hún var líka svo ógurlega stolt af öllum barnabörn- unum sínum sem gáfu henni mikla gleði. Megir þú hvíla í friði elsku Gúa mín. Það hefur verið mér mikill heiður að vera litla frænka þín. Þín Sigríður Þórðardóttir (Sía). Það var hress og glaðvær hópur sem útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1961 og við okkur blasti óráðin framtíð. Þegar árgang- urinn var í skemmtiferð, laugardaginn 17. maí, fengum við þær fréttir að Guðrún Guðjónsdóttir skólasystir okkar og vinkona hefði látist fyrr um daginn. Það sló þögn á hópinn. Haust- ið 1957 hófum við nám við skólann og þá var stofnað til ævilangrar vináttu. Það var síðan í 6. bekk að við nokkrar vinkonur stofnuðum saumaklúbbinn okkar sem hefur gengið undir nafninu Rósin og höfum alla tíð síðan átt sam- an ófáar ánægjustundir. Bóklegar greinar lágu vel fyrir Guðrúnu og þó sérstaklega tungumál. Hún lagði ekki alltaf hart að sér við lærdóminn, vildi líka njóta lífsins lysti- semda, en oftast tók hún þó góðar skorpur fyrir próf sem skiluðu henni ágætum einkunnum. Við fengum oft að heyra hversu illa henni féll vistin í Kvennaskólanum og hvað hún var frá- bitin handavinnunni þar og fannst eins og hún væri komin í annan heim er hún fékk sig færða yfir í Gagnfræða- skólann við Vonarstræti, þaðan sem hún lauk landsprófi. Fyrir henni lá að starfa sem tungu- mála- og sögukennari, mestalla sína starfsævi, við Hagaskólann í Reykja- vík. Hún gerði miklar kröfur til sjálfr- ar sín, var metnaðarfullur og agas- terkur kennari sem undirbjó sig af alúð fyrir kennsluna og var umhugað um að nemendur sínir stæðu sig vel og skiluðu góðum árangri. Hún gleypti ekkert við nýjungum og var fastheldin á gamla siði. Árlega vorum við í boði hjá henni og gátum alltaf gengið að því vísu að fá það sama að borða, lamba- læri með hefðbundnu meðlæti og sveskjugraut. Hún hafði góða frásagn- arhæfileika og margir gullmolarnir, sem runnu upp úr henni eins og óvart, komu okkur oft til að veltast um af hlátri. Hún lá sjaldnast á skoðunum sínum um menn og málefni og vandaði ekki alltaf fólki kveðjurnar. Því miður missti hún heilsuna alltof fljótt. Tæplega sextug að aldri gekkst hún undir aðgerð gegn lungnakrabba- meini þar sem hálft lungað var fjar- lægt og allt virtist hafa gengið vel. En sjaldan er ein báran stök, því að litlu síðar fékk hún heilablæðingu sem gerði það að verkum að hún átti erfitt með að tjá sig og annar handleggurinn krepptist. Erfiðir tímar fóru í hönd. Þó gat hún að mestu dvalið heima með dyggri aðstoð eiginmannsins, Hjálm- ars Júlíussonar. En fljótt skipast veð- ur í lofti því að Hjálmar andaðist fyr- irvaralaust 2003, lagðist til rekkju að kvöldi og vaknaði ekki aftur að morgni. Það var henni mikið áfall og söknuðurinn var sár og án hans gat hún ekki lengur haldið heimili. Þá lá leið hennar að Felli við Skipholt og þaðan á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Hún naut þess samt að geta komið og tekið þátt í saumaklúbbsfundunum okkar og alltaf hældi hún matnum sem var á borðum, þó að hann væri oft ný- stárlegri en hjá henni sjálfri forðum. Minningin um sérstaka vinkonu mun lifa í hugum okkar allra. Við sendum sonum hennar, móður og systkinum samúðarkveðjur. Erla, Guðrún, Helga, Pétrína, Ragnheiður, Sigrún, Sigurveig, Véný, Vigdís og Þórhildur. Látin er Guðrún Guðjónsdóttir eftir löng og erfið veikindi. Hún gerðist kennari við Hagaskóla laust eftir 1960 og kenndi þar óslitið allt til þess að hún veiktist alvarlega um síðustu aldamót og varð í kjölfarið óvinnufær. Guðrún var mikil röskleikakona, áköf og metnaðargjörn fyrir hönd nemenda sinna og afar góður kennari. Hún þótti stundum ströng en naut virðingar nemenda sinna vegna þeirr- ar réttsýni sem henni var í blóð borin. Hún sýndi vinnustað sínum tak- markalausa hollustu alla tíð, kom æv- inlega vandlega undirbúin og ákveðin í fasi, fersk í anda og farsæl í starfi. Að leiðarlokum eru henni þökkuð óeigingjörn störf við Hagaskóla í hart- nær fjörutíu ár. Skólinn sendir fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd samstarfsfólks, Einar Magnússon. Guðrún var samkennari minn í enskudeild Hagaskóla um 35 ára skeið. Hún var kennari af Guðs náð, lagði sig fram og hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna. Guðrún var óþreytandi við samningu verkefna – sat oft, fyrir upphaf kennslu að morgni og í frímínútum, skrifaði niður stuttar æfingar sem voru svo fjölrit- aðar og lagðar fyrir í komandi kennslustund. Hún kenndi af ástríðu en var við- kvæm og stundum sár þegar nemend- ur stóðust ekki væntingar. Þegar miður gekk yfirgaf hún stundum bekkinn og settist upp á kennarastofu. Leið þá ekki á löngu þar til sendinefnd kom til að biðjast afsök- unar fyrir bekkjarins hönd og biðja hana að snúa aftur til kennslustofu. Í samstarfi var hún tillögugóð og helgaði enskudeildinni krafta sína af tryggð og trúmennsku. Samkennarar þakka Guðrúnu langa og dygga þjónustu við Hagaskóla og óska henni blessunar á Guðs vegum. Aldraðri móður, sonum og öðrum ættingjum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Ingi Viðar Árnason. Við tvíburasystur kynntumst Guð- rúnu þegar við urðum nemendur hennar í Hagaskóla á áttunda ára- tugnum. Hún kenndi okkur ensku og var umsjónarkennari bekkjarins. Guðrún var strangur kennari en jafn- framt góður félagi nemenda sinna. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd allra sinna nemenda og var ætíð stað- ráðin í því að þeir næðu sem bestum árangri. Þess vegna hefur mikill fjöldi nemenda hennar hugsað til hennar með þakklæti í gegnum tíðina. Á Hagaskólaárum okkar systranna voru Guðrún og eiginmaður hennar, Hjálmar, að draga sig saman. Það þótti bekknum – og ekki síst okkur stelpunum, feikilega spennandi. Við systurnar áttum þátt í því að bekk- urinn tók sig saman og keypti handa þeim brúðargjöf. Sendinefnd marser- aði síðan heim til þeirra hjóna með gjöfina en Guðrún tók á móti okkur eins og við hefðum alltaf verið í hópi hennar bestu vina. Þegar Guðrún og Hjálmar eignuðust son sinn, Bensa, bauð hún okkur í heimsókn að sjá ný- fædda soninn. Þau Guðrún og Palli, eldri sonur hennar, sýndu okkur litla nýfædda barnið með stolti og gleði. Þá varð okkur, stelpunum í bekknum, ljóst hve mikið traust og vináttu Guð- rún sýndi okkur með því að veita okk- ur hlutdeild í þessari gleði fjölskyld- unnar. Guðrún átti stóran þátt í því að við systurnar lögðum kennslu fyrir okkur. Þegar við vorum rúmlega tvítugar í háskólanámi vantaði kennara í Haga- skóla. Guðrún hafði samband við okk- ur og sagðist hafa stungið upp á því við Björn Jónsson skólastjóra að hann fengi okkur til að kenna við skólann. Hún sagði okkur þá að hún hefði snemma séð í fari okkar ýmsa eigin- leika sem myndu nýtast vel í kennslu. Hún var síðan alla tíð óspör á tíma sinn og góð ráð sem áttu eftir að nýt- ast okkur vel í að halda uppi aga og vekja áhuga nemenda á námsefninu. Við kveðjum því þessa góðu vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún hefur kennt okkur. Í okkar huga verður minningin um Guðrúnu ætíð minning um fyrirmynd annarra kenn- ara. Við systur, sendum móður hennar, sonum og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Marta og Ragnhildur Björg Guðjónsdætur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 31 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Búmanna Aðalfundur Búmanna hsf. verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 11. júní kl. 17.00. Fundurinn verður í sal hótelsins er nefnist Hvammur. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Breytingar á samþykktum félagsins. Sigurður Magnússon bæjarstjóri Álftaness flytur ávarp. Stjórnin. Húsnæði óskast Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Skarðsá, Dalabyggð, landnúmer 137837, þingl. eig. Edda Unn- steinsdóttir, eftir kröfu Íbúðalánasjóðs, Dalabyggðar og Trygginga- miðstöðvarinnar hf., fimmtudaginn 29. maí 2008, kl. 13:00. Sýslumaðurinn í Búðardal, 23. maí 2008. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Raðauglýsingar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.