Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 40

Morgunblaðið - 27.05.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í ÁLFABAKKA,KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA INDIANA JONES 4 kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP LOVE IN THE TIME OF CHOLERA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 7 ára NEVER BACK DOWN kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 5:30 LEYFÐ IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára DRILLBIT TAYLOR kl. 5:30 B.i.10 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 B.i.16 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:40 B.i.12 ára INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára NIM'S ISLAND kl. 6 - 8 LEYFÐ U2 3D kl. 11:403D LEYFÐ 3D DIGITAL IRON MAN kl. 6:30 - 9 B.i. 12 ára SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA eeee S.V. - MBL eeee L.I.B. Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA Einhver þurfti að taka þettaað sér,“ sagði CornellCapa, vörslumaður arf- leifðar nokkurra af kunnustu frétta- og heimildaljósmyndurum liðinnar aldar, þegar ég spurði hvers vegna hann hefði helgað líf sitt minningu látinna ljósmyndara. Capa, sem lést níræður í síðustu viku í New York, var aldrei jafn frægur og Robert bróðir hans, sem oft er sagður frægasti stríðsljós- myndari allra tíma. En það má líka spyrja að því, hvert orðspor Roberts Capa væri í dag – hann lést er hann steig á jarðsprengju í Indó- kína árið 1954 – ef yngri bróðir hans hefði ekki unnið ötullega að því síðustu hálfu öldina að halda minningu hans á lofti.    Capa-bræðurnir voru ungversk-ir gyðingar með fjölskyldu- nafnið Friedmann. Árið 1931 hélt Robert til Parísar til að verða ljós- myndari og tók upp Capa-nafnið. Fimm árum síðar flutti Cornell til Parísar og hugðist nema læknis- fræði, en örögin höguðu því þannig að þess í stað tók hann að fram- kalla filmur bróður síns, David „Chim“ Saymour og Henri Cartier- Bresson, mannanna sem stofnuðu Magnum árið 1947. Árið 1937 flutti Cornell ásamt móður sinni til New York og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn ljósmyndari LIFE- tímaritsins. Cornell Capa myndaði víða um heim og gaf út margar bækur með myndafrásögnum sínum. Eftir að Robert bróðir hans lést einbeitti hann sér að því sem hann kallaði „uppbyggilegar“ ljósmyndafrá- sagnir. Hann sagði að nóg væri að hafa einn stríðsljósmyndara í hverri fjölskyldu. „Ég vil ljós- mynda fyrir friðinn.“ Þegar hann var spurður hverjar væru bestu ljósmyndir sem hann hefðu tekið, sagðist hann ekki vera bestur í stökum sterkum myndum. „Mér tekst best upp þegar ég fæ hóp af ljósmyndum til að segja sögu. Myndir mínar eru orð sem skapa setningar þegar þær eru settar saman og verða þannig að sögu ... áhersluna legg ég á frá- sagnargildið en ekki listræna merkingu.“ Cornell Capa skráði til að mynda sögur frá valdatíma Peróns í Arg- entínu, lífvörð drottningarinnar í Englandi, og eftirminnilegar eru myndafrásagnir hans af fyrstu 100 dögum John F. Kennedys í embætti og kosningabaráttu Eisenhowers og Adlai Stevensons. En svo hætti hann að taka myndir. „Ég hef ekki tekið eina einustu ljósmynd síðan 1974, og það er satt,“ sagði hann við mig vorið 1991.    Við sátum í skrifstofu hans í ICPí New York – International Center of Photography. Einhverri merkustu stofnun samtímans sem helguð er verkum ljósmyndara, en tilvist hennar má þakka járnvilja stofnandans, Cornells Capa. Í ICP eru sýningarsalir sem sýna ein- göngu verk byggð á ljósmyndum, merkur námskeiðaskóli, og þar eru varðveitt filmusöfn og verk margra mikilvægra ljósmyndara. Capa hætti að mynda til að einbeita sér að rekstri ICP. „Einhver þurfti að taka þetta að sér,“ sagði Capa og setti upp sýn- ingu eftir sýningu á verkum sem hann sagði falla undir félagslega meðvitaða ljósmyndun. Ljósmynd- un fólks sem hafði ákveðna sýn á heiminn og vildi bæta hann. „Þetta byrjaði allt í maí árið 1954 þegar Robert bróðir minn steig á jarðsprengju í Indókína og lést. Daginn eftir fórst Werner Bishof í bílslysi í Andesfjöllum, en hann var einn besti vinur okkar Roberts og einnig heimskunnur ljósmyndari. Þá vöknuðu strax spurningar um hvað ætti að gera við verk þessara ljósmyndara, filmur þeirra og myndir. Þeir voru látnir en verk þeirra máttu ekki hverfa með þeim.“ Cornell Capa tók að sér að gæta verka þeirra, og síðar verka „Chims“ sem var skotinn við Súes- skurðinn, og Dan Weiners sem fórst í flugslysi. Engin leið er að geta sér til um hvað hefði gerst ef hann hefði ekki verið til staðar, og þó; alltof margir frábærir ljós- myndarar hafa nánast orðið gleymskunni að bráð þar sem eng- inn Cornell Capa hefur verið til að halda minningunni og verkunum á lofti. Capa byggði heila stofnun í New York fyrir vini sína. Cornell Capa var afar viðræðu-góður þennan vordag fyrir 17 árum, allt þar til ég spurði hann að því, hvort það væri satt sem stund- um heyrðist, að hann hefði alls ekki verið síðri ljósmyndari en Robert bróðir hans. Þá hnyklaði hann loðnar brýrn- ar, horfði á mig reiður og sleit sam- talinu. Nánast rak mig á dyr. Ég skildi að ég hafði ekki sýnt bróð- urnum nægilega virðingu með því að bera þá saman. Nokkrum dögum síðar barst mér pakki frá ICP, árituð bók frá Cor- nell með ljósmyndum þeirra bræðra saman. Mér var líklega fyrirgefið. Einhver þurfti að taka þetta að sér AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson » Það má líka spyrjaað því, hvert orðspor Roberts Capa væri í dag ef yngri bróðir hans hefði ekki unnið ötullega að því síðustu hálfu öld- ina að halda minningu hans á lofti. Morgunblaðið/Einar Falur Bróðirinn „Ég vil ljósmynda fyrir friðinn,“ sagði Cornell Capa og þótti nóg að hafa einn stríðsljósmyndara í fjölskyldunni. efi@mbl.is OPRAH Winfrey er enn óskoruð drottning spjallþáttanna, en stjarna hennar skín þó svolítið daufar en oft áður, ef marka má áhorf á þáttinn hennar. Samkvæmt fyrirtækinu Nielsen Media Research hefur það minnkað um sjö prósent það sem af er ári og þetta mun vera þriðja árið í röð sem grisjast úr áhorfendahópn- um. Sama gildir um tímarit Winfrey, sem ber nafnið O og skartar mynd af henni á hverri forsíðu. Lestur þess hefur dregist saman og þar er nú leitað að nýjum ritstjóra til þess að snúa þróuninni við. Enn þarf Winfrey þó ekki að hafa miklar áhyggjur því þáttur hennar hefur þriðjungi meira áhorf en næsti spjallþáttastjórnandi á eftir getur státað af, sálfræðingurinn og læri- sveinn hennar, dr. Phil McGraw. Reuters Stjarna Enginn kemst enn með tærn- ar þar sem Winfrey hefur hælana. Færri vilja sjá Winfrey ÞAU Brad Pitt og Angelina Jolie hafa nú brugðist við sífelldri fjölgun í fjölskyldunni með því að festa kaup á nýju húsi. Þau eiga von á tvíburum í sumar en eiga fyrir fjögur börn. Húsið sem þau hafa fest kaup á er, samkvæmt heimasíðu sjónvarps- stöðvarinnar E!, í Suður-Frakklandi og kostar rúmlega 4,3 milljarða. Alls er landareignin um 400 hektarar og þar er meðal annars að finna tvær sundlaugar, 20 gosbrunna, vínekru og stöðuvatn. Í húsinu eru 35 svefn- herbergi og tveir æfingasalir. Eign- in er umkringd skógi á alla kanta til þess að tryggja að fjölskyldan hafi gott næði. Reuters Par Angelina Jolie og Brad Pitt í Cannes um helgina. Þau munu brátt flytja alfarin til Frakklands. Festu kaup á rúmgóðu húsi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.