Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.05.2008, Qupperneq 4
Morgunblaðið/G.Rúnar Sumar og sól Fimm og sex ára börn sem eru í dagvistun hjá Ísaksskóla njóta veðurblíðunnar á Miklatúni. landið suðvestan- og vestanvert sem og norðanlands, en síður aust- an- og suðaustantil. Einar segir að að meira verði um lægðir við Bretlandseyjar og á Norðursjó en vant er. Það hafi í för með sér að hér á landi verði SA- og A-átt tíðari en venja er og þá á kostnað SV-áttar og líkast til einnig hreinnar N-áttar. Heldur meiri líkur séu á eitt- hvað minni úrkomu á landinu, sér- staklega vestantil. Þó sé líklegt að úrkoma verði nálægt meðaltali þegar allt er talið. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ENGIN hret eru í veðurkortunum fyrstu vikuna í júní, að sögn Ein- ars Sveinbjörnssonar veðurfræð- ings. Nú er að renna upp tími sum- arleyfanna og segir Einar að næstu daga verði austanáttir ríkjandi að mestu. „Líklegast að það verði viðvarandi lágþrýstingur fyrir sunnan landið og vestan Bretlandseyja og yfir þeim og þessu fylgi væta þar. Þá teygir há- þrýstingur sig frá Skandinavíu og vestur yfir Noregshaf og í áttina að Jan Mayen og Íslandi.“ Þessi tvö kerfi beini austanátt að Ís- landi. „Það er spáð dálítilli vætu á mánudag en eftir það virðist loftið frekar koma úr þurru umhverfi. Það verða því hvorki lægðir né væta að ráði,“ segir hann. Síst hlýindi á Austfjörðum Einar segir að austanáttin sé yf- irleitt hlý og því megi vænta ágæt- ishita víðast á landinu. Síst verði hlýtt á Austfjörðum og á norður- ströndinni. „Það verður milt og ljúft veður flesta dagana. Ef við reiknum með að sumarið byrji 1. júní ætlar það að fara af stað þannig,“ segir Einar. Á dögunum birti Einar á vefsíðu sinni veð- urlagsspá vegna sumarmánaðanna þriggja. Þar kemur fram að reikna megi með að hitinn verði víðast yf- ir meðallagi og það frekar um Milt og ljúft veður í sumarbyrjun 4 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VARÐSKIPIÐ Óðinn fær nýtt hlutverk sem lif- andi sögusafn þorskastríðsáranna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra afhenti í gær Holl- vinasamtökum Óðins varðskipið við hátíðlega athöfn sem haldin var um borð í skipinu. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður Landhelgisgæslunnar, flutti ávarp við athöfnina. Guðmundur Hallvarðsson, formaður hollvinasamtakanna og einnig sjó- mannadagsráðs, tók við skipinu fyrir hönd samtakanna. Hollvinasamtök Óðins voru stofnuð haustið 2006 að frumkvæði sjómannadagsráðs. Mark- mið þeirra er að varðveita þetta sögufræga skip sem er nánast óbreytt frá því það var smíðað 1960. Hollvinasamtökin munu afhenda Víkinni – Sjóminjasafni í Reykjavík skipið til varðveislu við enduropnun safnsins í dag. Safn- ið verður opnað almenningi kl. 13 og þá geta gestir m.a. skoðað Óðin. Um helgina verður ekki krafist aðgangseyris að safninu í tilefni af Hátíð hafsins. Vs. Óðinn af- hent hollvinum Morgunblaðið/Valdís Thor HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Með vítaverðum akstri sín- um olli maðurinn árekstri sem leiddi til dauða tveggja og alvarlegra áverka á tveimur til viðbótar. Ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refs- inguna, og var m.a. litið til þess að á tímabilinu 27. febrúar 2007 til 27. júlí 2007 var maðurinn níu sinnum stað- inn að því að aka yfir leyfilegum há- markshraða. Umræddu umferðar- slysi olli maðurinn hins vegar 2. desember 2006. Um miðjan dag, laugardaginn 2. desember 2006, barst lögreglu til- kynning um slysið. Það átti sér stað á Suðurlandsvegi á Sandskeiði. Mað- urinn sem sakfelldur var í máli þessu ók bifreið sinni og var í henni einn farþegi. Hann ætlaði sér að taka fram úr vörubifreið í Draugahlíðar- brekkunni. Bílstjóri vörubifreiðar- innar lýsir atvikinu svo í dómnum: „Segir [bílstjórinn] að hann hefði séð strax að það væri ekki séns að mæt- ast þarna. Þá hefði hann séð að öku- maður á [bíl ákærða] beygði ákveðið til vinstri og greinilega ætlað að stefna út af veginum, sennilega til að reyna að koma í veg fyrir árekstur. Hefði vinstra framhorn verið komið um meter út fyrir veginn er árekstur varð. Hefði hann séð hægra fram- horn bílanna skella saman.“ Í bílnum sem kom úr gagnstæðri átt var faðir með tvö börn sín. Stúlka fædd árið 2001 lét lífið og drengur fæddur 1998 hlaut brot á lendhryggj- arlið og lömun á fótum. Ökumaður- inn og faðir barnanna rifbrotnaði og marðist á brjóstkassa, kviðvegg og hné. Farþegi í bíl með ákærða í mál- inu lést einnig. Sá bifreiðina koma á móti Maðurinn skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði ekið á eftir vörubifreið, slabb hefði verið á veginum og gusast frá vörubifreiðinni og upp á fram- rúðuna. Hann hafi lítið séð út. Vegna þessara aðstæðna hafi það skyndi- lega gerst að bifreiðin hafi ekki látið að stjórn, hún hafi sveigst til vinstri og yfir á hina akreinina. Maðurinn hafi séð bifreið koma á móti en átt erfitt með að meta fjarlægðina þar sem aðeins eitt framljós hennar log- aði. Ekki hafi tekist að koma í veg fyrir árekstur. Í árekstrinum úlnliðs- brotnaði hann og skrámaðist í andliti. Í vettvangsskýrslu lögreglunnar kemur fram að vegurinn hafi verið blautur en engin hálka merkjanleg. Það var skýjað en veður milt og vind- ur hægur. Við málarekstur kom einnig fram að bifreið mannsins hafi verið ekið á í það minnsta 110 km hraða. Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri kvað upp dóminn. Þorsteinn Skúla- son fulltrúi sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og Christiane Leonor Bahner hdl. varði manninn. Eins árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi LAGT var fram og samþykkt á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær samkomulag um að Guðmundur Þóroddsson léti af starfi forstjóra Orkuveitunnar. Um leið lyki starfs- skyldum og vinnuskyldu hans sem forstjóra Orkuveitunnar. Jafnframt lyki starfsskyldum og vinnuskyldu hans sem forstjóra Reykjavik Energy Invest, dótturfélags OR. Guðmundur var forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur en fékk leyfi frá störfum á síðasta ári til að veita Reykjavik Energy Invest forstöðu. Hjörleifur Kvaran hefur síðan stýrt Orkuveitunni. Hættir sem forstjóri OR GRÍÐARLEG aðsókn hefur verið að fréttavef mbl.is í kjölfar jarðskjálft- anna á Suðurlandi. Þannig tvöfölduð- ust heimsóknir stakra notenda á fimmtudaginn, þegar tekið er meðal- tal síðustu fjögurra vikna fyrir fimmtudaga. Fyrsta fréttin af jarð- skjálftunum var lesin 87.568 sinnum og aðrar fréttir sem fylgdu í kjölfarið fengu einnig mjög mikinn lestur. Mik- il aðsókn var einnig að vefnum í gær. Eins og gefur að skilja var álag á mbl.is afar mikið á þessu tímabili. Vefurinn komst þó klakklaust í gegn- um þá þolraun. Munaði þar mestu að nýlega var bandvídd vefjarins fimm- földuð ásamt því að keyptir hafa verið nýir miðlarar til að ráða betur við álagið. Settur hefur verið upp hnappur á forsíðu mbl.is þar sem hægt er að fylgjast með öllum fréttum og frétta- myndskeiðum um jarðskjálftana. Gífurleg að- sókn að mbl.is ♦♦♦ ÞINGMENN Vinstri grænna voru málglaðastir á Alþingi í vetur. Þar leiddi formaðurinn hjörðina en hann talaði samtals í ríflega þrjátíu klukku- stundir. Fast á hæla honum fylgdi Jón Bjarnason sem var í ræðustóli í 24 klukkustundir eða örlítið meira en Kristinn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins. Minnst fór fyrir Herdísi Þórðardótt- ur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, en hún tók aðeins tólf sinnum til máls á Alþingi í vetur og talaði samtals í 28 mínútur. Næstminnst talaði flokks- systir Herdísar, Björk Guðjónsdóttir, en hún kom í pontu átján sinnum og talaði í það heila í rúma klukkustund. Steingrímur talaði mest ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.