Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 15 FRÉTTIR Samningar BSRB og ríkisins Reykjavík 2. júní kl. 16 BSRB - húsinu, Grettisgötu 89 Blönduós 2. júní kl. 16 Sjálfstæðishúsinu Selfoss 2. júní kl. 16 Hótel Selfossi Reykjavík 3. júní kl. 12 BSRB - húsinu, Grettisgötu 89 Akranes 3. júní kl. 16 Sjúkrahúsi Akraness Ísafjörður 3. júní kl. 16 Sjúkrahúsi Ísafjarðar Sauðárkrókur 3. júní kl. 16 Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks Siglufjörður 3. júní kl. 16 Gistiheimilinu Hvanneyri Vestmannaeyjar 3. júní kl. 16 Akoges-húsinu Akureyri 4. júní kl. 16 Hótel KEA Egilsstaðir 4. júní kl. 16 Hótel Héraði Reykjanesbær 4. júní kl. 16 Bíósal Duushúsa Kynningarfundir BSRB verður með fundi um allt land til að kynna nýgerðan samning bandalagsins við ríkið. Samningurinn gildir fyrir starfsmenn ríkisins í eftirtöldum félögum: Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Félag starfsmanna stjórnarráðsins, Kjölur-stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Samflot bæjarstarfsmannafélaga, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Garðabæjar, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélag Suðurnesja. NÝTT úti- listaverk, torg og fræðslu- skilti verða vígð við Þver- holt í Mos- fellsbæ kl. 13 í dag, laug- ardag. Boðið verður upp á fjölþætta dagskrá og fræðslugöngu. Úti- listaverkið nefnist Hundraðþús- undmiljón tonn af sjóðheitu vatni og er eftir Kristin E. Hrafnsson. Það var valið í samkeppni sem Sam- orka og Mosfellsbær efndu til. Að vígslu lokinni verður boðið upp á fræðslugöngu með leiðsögn sem ber heitið „Sveitin og heita vatnið“. Listaverk vígt í Mosfellsbæ ÍSLENSKA landsliðið í opn- um flokki í brids spilar æfingaleik við Dani um helgina. Æfinga- leikur þessi er lokaáfangi beggja þjóða í undirbúningi landsliða sinna fyrir Evrópumótið í opnum flokki í brids, sem fram fer í Pau í Frakklandi dagana 14.–29. júní. Leikurinn verður spilaður á Grand Hótel og er öllum velkomið að fylgjast með. Spilaðar verða 6 lotur, 3 á laugardag og 3 á sunnu- dag. Spilamennskan stendur yfir kl. 11–21 báða dagana. Íslenska liðið er skipað þeim Þor- láki Jónssyni, Steinari Jónssyni, Bjarna Einarssyni, Aðalsteini Jörg- ensen, Jóni Baldurssyni, Birni Ey- steinssyni og Sverri Ármannssyni. Danska liðið er skipað Gregers Bjarnarson, Jens Auken, Sören Christiansen, Michael Askgaard, Niels Kröjgaard og Sören A. Christansen. Æfingaleikur gegn Dönum ÁRBÆJARSKÓLI fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu skólaári. Af því tilefni er opið hús í skólanum í dag, laugardag, frá kl. 10-14. Margt verður til gamans gert. Grillað verður úti, sýning verður á verkum nemenda, uppákomur á sviði og frumflutningur á nýjum skólasöng Árbæjarskóla eftir fyrrverandi nemanda skólans, Þorvald Bjarna Þorvaldsson, svo eitthvað sé nefnt. Gamlir nemendur skólans hafa einnig lagt sitt af mörkum til að gera afmælið sem eftirminnileg- ast og verða upptökur, myndir og minningarbrot til sýnis á afmæl- isdaginn. Afmælishátíð Árbæjarskóla KÓPAVOGSBÆR, í samstarfi við fleiri aðila, efnir í dag kl. 13-17 til fjölskylduskemmtunarinnar Bryggjudags á bryggjunni í Kópavogi. Meðal þess sem verður á dagskrá Bryggjudags má nefna hand- verkssýningu, myndlistarsýn- ingu, sigl- ingaferð í boði Hjálparsveitar skáta, stutt- myndasýningu, sýningu Krúser bílaklúbbsins, listasmiðju fyrir börn, hjólsprellkeppni og tónlist- arkaffihús. Á boðstólnum verður sjómannasúpa, hrefna, shasimi, indverskur matur ostar og asískt góðgæti. Bryggjudagur í Kópavogi STUTT Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ getur verið erfitt og er ekki sjálfgefið að fatlaður einstaklingur með þroskahömlun fái vinnu í dag. En það skiptir máli að það sé tekið á móti manni eins og jafningja á vinnustaðnum, en ekki eins og ein- hverjum illa gerðum hlut.“ Þetta sagði Magnús Paul Korn- top, starfsmaður lagerdeildar BYKO, sem talaði um atvinnumál á ráðstefnu á vegum þroskahaml- aðra á Hótel Sögu. Höfðu þroska- hamlaðir veg og vanda af öllum undirbúningi ráðstefnunnar og fluttu allar framsöguræður sem fjölluðu m.a. um atvinnumál, skóla- mál og frístundir. Magnús segir sér hafa verið mjög vel tekið hjá BYKO en hann fékk fastráðningu hjá fyrirtækinu nýverið – en sagði sér hafa liðið „eins og fleka út á miðju hafi“ á meðan hann var að bíða svara. Hann segist hæstánægður í vinnunni og hann fái þar skýrar leiðbeiningar um sín verkefni, sem sé lykilatriði í sínum huga. Yf- irmennirnir séu mjög góðir og „það er hægt að gantast í þessum mönnum,“ fullyrðir Magnús bros- andi. Þá segist hann hafa mjög góða reynslu af því að vinna með út- lendingum. „Útlendingar eru mjög skemmtilegir og duglegir,“ segir Magnús. „Ég sæi nú marga Íslend- inga jafnduglega og útlendinga!“ Magnús vildi ekki gefa upp laun sín hjá BYKO en sagði þó að þau væru um 50 þúsund krónum hærri á mánuði en örorkubæturnar sem hann var áður á. „Við þá sem eru á bótum segi ég: Farðu út á almenn- an vinnumarkað, þú stórgræðir á því!“ Ráðstefnan var liður í starfi nor- rænnar miðstöðvar sem nefnist „Norrænt tengslanet um nám full- orðinna“. Þar leituðust fram- sögumenn m.a. við að svara spurn- ingum um hvernig draga megi úr viðhorfum og fordómum hjá fjöl- miðlum, starfsfólki og stofnunum, gagnvart einstaklingum með þroskahömlun og hvernig auka megi möguleika þessa fólks til vinnu og menntunar. Jafningjar á vinnumarkaði Magnús Paul: „Farðu út á almennan vinnumarkað, þú stórgræðir á því!“ Morgunblaðið/hag Skiptir máli Magnús Paul Korntop talar um atvinnumál á ráðstefnu á veg- um þroskahamlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.