Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum í 1 eða 2 vikur. Sértilboð 13. júní kr. 4.000 aukalega. M bl 1 01 02 51 Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal í júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýji tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; falle- gar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Montreal 6. og 13. júní frá kr. 19.990 SVÆÐIÐ umhverfis dularfullu steinhengjurnar í Stonehenge á Englandi var notað sem grafreitur samfleytt í um hálft árþúsund eftir að þær voru reistar fyrir um 5000 árum. Áður var talið að staðurinn hefði aðeins verið nýttur til greftr- unar á öldinni 2700 til 2600 fyrir Krist, áður en steinhengjunum var komið fyrir. Nýja kenningin um sögu greftr- unar á svæðinu byggist á aldurs- greiningu á beinum sem fundist hafa við uppgröft. Má þar nefna að aldursgreining bendir til að lítill haugur af brenndum beinum og tönnum sé frá tímabilinu 3030 til 2880 fyrir Krist, enbein annars full- orðins einstaklings eru álitin vera frá árunum 2930 til 2870 fyrir Krist. Stonehenge var ekki almennur grafreitur og telja sérfræðingarnir að þar hafi heldra fólk í samfélagi þess tíma verið lagt til hinstu hvílu. Andrew Chamberlain, sérfræð- ingur við Sheffield-háskóla, gengur lengra og hefur sett fram þá kenn- ingu að Stonehenge hafi jafnvel verið greftrunarstaður einnar fjöl- skyldu og afkomenda hennar, sem hugsanlega hafi tilheyrt einhvers konar konungsætt. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem háþróuðum aðferðum við ald- ursgreiningu er beitt, en alls er tal- ið að 240 menn séu þarna grafnir. Stonehenge er eitt best varð- veitta dæmið um forsögulegar byggingar, en nú er almennt álitið að steinhengjurnar áttatíu hafi ver- ið reistar í kringum aldamótin 2.600 fyrir Krist, um 400 árum eftir að steinhring var þar komið fyrir. Sautján steindranganna sem reistir voru eru enn uppistandandi. Reuters Dularfullt Steinhengjurnar í Stonehenge hafa öldum saman valdið mönnum heilabrotum og frjóir hugir sett þær í samhengi við líf á öðrum hnöttum. Var grafreitur í 500 ár  Nýjar rannsóknir á svæðinu umhverfis steinhengjurnar í Stonehenge  Kenning um greftrun einnar konungsættar Yangon. AP. | Starfsmenn alþjóðlegra hjálparstofnana sögðu í gær að her- foringjastjórnin í Búrma væri farin að neyða fólk til að fara úr flótta- mannabúðum á svæðum þar sem fellibylur olli miklu manntjóni og gíf- urlegri eyðileggingu 2.-3. maí. Teh Tai Ring, embættismaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sagði að herforingja- stjórnin neyddi fólk, sem varð heim- ilislaust í hamförunum, til að fara úr flóttamannabúðunum. Flóttamenn- irnir væru skildir eftir nálægt rúst- um heimaþorpa þeirra, nánast án nokkurra hjálpargagna. „Stjórnin er að flytja fólk án þess að tilkynna það.“ Ennfremur var skýrt frá því að 400 flóttamenn hefðu verið fluttir úr baptistakirkju í Yangon, stærstu borg landsins, að fyrirmælum her- foringjastjórnarinnar. Allt flótta- fólkið í kirkjunni, að undanskildum barnshafandi konum, tveimur ung- um börnum og sjúklingum, var flutt með ellefu vörubílum. Yfirvöld sögðu starfsmönnum kirkjunnar að fólkið yrði flutt í flóttamannabúðir nálægt rústum heimaþorps þess í sunnan- verðu landinu þar sem tjónið varð mest. Ekki væri vitað hvenær flótta- mennirnir yrðu fluttir þaðan til fyrri heimkynna sinna. Hindrar neyðaraðstoð Starfsmenn hjálparstofnana sögðu að herforingjastjórnin hindr- aði enn neyðaraðstoð við fólk, sem missti allt sitt í náttúruhamförunum, þótt hún hefði lofað Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að hleypa „öllum hjálpar- starfsmönnum“ inn í landið. Nokkrir hjálparstarfsmenn biðu enn eftir vegabréfsáritunum til að geta kom- ist til Búrma og herforingjastjórnin tæki sér tvo sólarhringa til að af- greiða beiðnir hjálparstarfsmanna um leyfi til að fara á hamfarasvæðin. Alþjóða Rauði krossinn beið í gær eftir heimild til að senda 30 erlenda starfsmenn á hamfarasvæðin í sunn- anverðu landinu. Allslaust fólk hrakið úr flóttamannabúðunum Herforingjastjórnin í Búrma sökuð um að svíkja loforðin Í HNOTSKURN » Áætlað er að 2,4 milljónirmanna hafi orðið heimilis- lausar í fellibylnum og þurfi enn á neyðaraðstoð að halda. » Herforingjastjórnin hefurlýst því yfir að eiginlegu björgunarstarfi sé lokið og endurreisnarstarfið hafið. TVEIR menn biðu bana og einn slasaðist alvarlega þeg- ar stór krani féll á efstu hæð 23 hæða fjölbýlishúss á Manhattan í gær. Sjö byggingar á svæðinu voru rýmd- ar vegna slyssins. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, sagði að ekki væri vitað hvað olli slysinu en slík slys væru „óviðunandi og óþolandi“. Þetta er annað mannskæða kranaslysið á Manhattan á þremur mán- uðum því sjö manns létu lífið í slíku slysi þar í mars. Reuters Kranaslys olli usla á Manhattan SAMTÖK bandarískra fyrirtækja í ferða- þjónustu (TIA) hafa birt rannsókn sem bendir til þess að margir Bandaríkjamenn séu farnir að forðast flugferðir vegna óánægju með öryggiseftirlit á flugvöllum, tafir á flugi og annað umstang sem getur fylgt flugferðum. Roger Dow, framkvæmdastjóri samtak- anna, segir að könnunin bendi til þess að dag hvern greiði „rúmlega 100.000 manns atkvæði með veskinu og ákveði að forðast flugferðir“. Samtökin áætla að Bandaríkjamenn forðist um 41 milljón flugferða á ári og það kosti bandaríska hagkerfið alls 26 milljarða dollara, sem svarar tæpum 2.000 milljörðum króna. Dow segir að flugfarþegar kvarti einkum yfir seinlegu öryggiseftirliti á flugvöllum, töfum og aflýsingu flugferða. Þorri flugfarþeganna telur að flugöryggið hafi aukist en 60% telja að flugsamgöngunum hafi almennt hnignað í Bandaríkjunum. Þriðjungur allra flugfarþeganna er óánægður með flugsamgöngurnar og 48% þeirra sem fljúga fimm sinnum eða oftar á ári. Um 50% telja ekki líklegt að flug- samgöngurnar batni á næstu árum. Margir teknir að forðast flugferðir vegna óánægju 58 ÁRA kona hefur verið handtekin í Japan fyrir að laumast inn í hús 57 ára gamals manns og hreiðra um sig í fataskáp hans án þess að hann vissi af því. Maðurinn hafði tekið eftir því að matur hvarf úr ísskáp hans og hann kom því upp eftirlitsmyndavél í húsinu. Konan sást þá ganga um hús- ið þegar eigandinn var að heiman. Lögreglan leitaði í húsinu og fann konuna sem hafði komið fyrir dýnu í fataskápnum og kúldraðist þar. Að sögn lögreglunnar kvaðst konan vera heimilislaus. Talið er að hún hafi dvalið þarna í um það bil eitt ár, en þó ekki allan tímann. Bjó í skáp án leyfis eigandans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.