Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
NÚ stendur yfir í Listasafni Akur-
eyrar sýningin Facing China, verk
úr einkasafni hollenska safnarans
Fu Ruide. Hér má sjá verk eftir
níu listamenn, átta karla og eina
konu, fædd á bilinu 1958-1968. Þau
voru ung á níunda áratugnum þeg-
ar list í Kína tók stökk inn í 20.
öldina eftir lát Maó 1976. Kín-
verskir listamenn gátu þá séð í
tímaritum ljósmyndir af verkum
20. aldar vestrænna listamanna og
sem dæmi um áhrifin má t.d. nefna
að kínversk Dada-hreyfing var
stofnuð. Listamenn héldu til náms
í Evrópu eða Ameríku eins og
sumir þeirra sem hér sýna.
Kínversk samtímalist hefur á
undanförnum árum komist ræki-
lega inn á vestræna listmarkaði.
Ekki eru allir sammála um list-
rænt gildi sumra þeirra verka sem
seld eru dýrum dómum. Í virðu-
legri Oxford History of Art um
List í Kína, eftir Craig Clunas, er
fjallað um sölu á kitsch-málverkum
í afdönkuðum vestrænum stíl, til
fáfróðra vestrænna kaupenda. Víst
er að markaðurinn er stór og
áherslan í kínverskum listheimi
mikið á sölu, en svo virðist sem í
huga margra Kínverja fylgi slíku
viðhorfi ekki sú listræna gildis-
rýrnun sem ámóta afstaða myndi
þýða fyrir listaverk margra evr-
ópskra listamanna.
Neysluhyggjan er sterk í Kína
hjá þeim sem geta, eins og annars
staðar. Þau málverk sem seljast
fyrir milljónir endurspegla því
ekki einungis það sem efst er á
baugi í list í Kína í samtímanum,
heldur hugsanlega einnig það sem
vestrænir kaupendur vilja sjá.
Ekki að þeir listamenn sem hér
sýna séu því marki brenndir, enda
er sýningin bæði sterk og áleitin
og um alþjóðlega viðurkennda
listamenn að ræða. Þeir fara hins
vegar ekki varhluta af því Kína-
æði sem gripið hefur vestræna
kaupendur undanfarin ár.
Það sem einkennir verkin á Fac-
ing China er tæknileg færni með
pensilinn, mismikil vestræn áhrif
og persónuleg viðbrögð við stjórn-
málalegri fortíð og nútíð. Hér er
áhorfandanum stillt upp Augliti til
auglitis við Kína, eins og sýningin
heitir á íslensku, eiginlega stillt
upp við vegg því mörg verkanna
eru áleitin og virðast horfa beint á
áhorfandann.
Verk Fang Lijun eru fyrirferð-
armest á sýningunni, bæði mál-
verk, teikning og skúlptúrar. Mál-
verk hans eru blanda af litagleði
og undirliggjandi óróa, skilaboð
þeirra ekki skýr. Sem dæmi má
nefna andlit sem er að drukkna í
blómum en yfir voma óveðursský.
Hlæjandi andlit Yue Minjun
hafa farið mikinn í vestrænum list-
heimi, hér nær hláturinn ekki til
augnanna og lýsir ástandi þar sem
yfirborðið segir ekki alla söguna.
Meðal annars má sjá verk sem
sýnir þríeyki á fljúgandi svani með
hnút á hálsi, en í kínverskri list
fyrri alda má líka sjá persónur
fljúgandi á svani, t.d. á blævæng
frá 13. öld. Án efa eru í ýmsum
þessara verka vísanir sem fara
framhjá vestrænum áhorfendum.
Portrettmyndir Zhang Xiaogang
eru í aldagamalli portretthefð en
vísa líka til tíma Maó, erfitt er að
átta sig á hvaðan áhrifin koma, er
það Gerhard Richter og svarthvít
málverk hans af ljósmyndum, kín-
verskar ljósmyndir frá Maótíman-
um eða eitthvað allt annað sem við
þekkjum ekki? Allt um það þá eru
þetta sterk málverk.
Mörg verk eftir Liu Ye eru hér
undir miklum vestrænum áhrifum
en útkoman er engu að síður per-
sónuleg. Rauð, bólgin og flæðandi
andlit Yang Shaobin minna á
Francis Bacon og Marlene Dumas
en líka andlitsmyndir af Maó, of-
beldið í þessum verkum er afar
óþægilegt. Barnamyndir Tan Zhi-
gang eru þekktar í vestrinu, lek-
andi blá augu snerta mann eins og
opin sár. Zhao Nengzhi sýnir and-
lit sem eru eins og brunnin eða
sködduð, opin kvika. Wei Dong er
einna kaldhæðnastur listamann-
anna og sýnir togstreituna sem er-
lend áhrif valda í kínverskum sam-
tíma. Eina konan á sýningunni
birtir persónulega sýn á Maótím-
ann, í innsetningu og þrívíðu verki.
Heildarmyndin er áleitin og
áhugaverð, en hafa ber í huga að
það sem hér má sjá er aðeins brot
af því sem verið hefur á mark-
aðnum undanfarinn áratug, kín-
versk samtímalist er mun fjöl-
breyttari en hér virðist. Hér eru
málverk í aðalhlutverki, sem end-
urspegla persónulegan smekk
safnarans Fu Ruide meira en
raunverulega fjölbreytni kín-
verskrar listsköpunar. Sé horft til
stærri sýninga á kínverskri sam-
tímalist á undanförnum árum, sem
dæmi sýningaröðina China Power,
I, II og III sem m.a. hefur verið í
Serpentine Gallery í London og er
nú í nútímalistasafninu í Luxem-
bourg, má sjá að þar sýnir fjöldi
listamanna ljósmyndaverk, mynd-
bönd, skúlptúra og innsetningar og
áherslurnar eru nokkuð aðrar en
sjá má á sýningunni hér.
Sýningunni fylgir flennistór bók
með mörgum stórum myndum, en
stækkanir á smáatriðum í mál-
verkunum, feitletur og stækkað
letur virkar heldur fráhrindandi en
hitt, eins sakna ég að rödd lista-
mannanna sjálfra komi fram.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fang Lijun „Blanda af litagleði og undirliggjandi óróa.
Áleitin
augu
MYNDLIST
Listasafn Akureyrar
Til 29. júní. Opið alla daga,
nema mánudaga, frá kl. 12-17.
Facing China, kínversk samtímalist
níu listamanna
bbbnn
Ragna Sigurðardóttir
VIRÐING fyrir náttúrunni og sjálfs-
þekking var þema kvöldsins þegar
leikritið Sá hrímhærði og draumsjá-
andinn var sýnt í Þjóðleikhúsinu á
þriðjudagskvöldið. Verkið er eftir
eitt þekktasta ljóðskáld Sama, Nils
Aslak Valkeapää. Það fjallar um
ungan hreindýrahirði sem leggst til
svefns úti í náttúrunni og er vitjað í
draumi af hrímhærðum manni sem
bendir honum á að hlusta á náttúr-
una í kringum sig og gæta þess að
lifa í sátt við hana.
Boðskapur leikritsins er settur
fram á fallegan og einlægan hátt.
hann á sannarlega erindi við okkur
nútímamenn sem mjög erum á valdi
hins tæknivædda samfélags, en er-
um þó að vakna til vitundar um gildi
umhverfis og náttúru.
Höfundurinn, Nils Aslak Valkea-
pää, eitt þekktasta ljóðskáld Sama,
fékkst einnig við tónsmíðar og list-
málun. Sá hrímhærði og draumsjá-
andinn er eina leikritið sem hann
samdi.
Haukur J. Gunnarsson er leik-
stjóri sýningarinnar og starfar sem
listrænn stjórnandi Beaivváš leik-
hússins. Sem kunnugt er hefur
Haukur sett upp áhugaverða gesta-
leiki hér á landi, en hefur einkum
starfað á Norðurlöndum.
Í leikritinu er stefnt saman hinu
japanska Noh-leikhúsi og samískri
ljóðagerð. Haukur þekkir hvort
tveggja vel og er því réttur maður á
réttum stað. Noh er sérstakt form á
klassískum japönskum söngleik, sem
tíðkast hefur í Japan allt frá 14. öld.
Hann einkennist m.a. af svipbrigða-
leysi í andlitum leikara og hægum en
formföstum hreyfingum. Haukur
setur verkið í samískan búning án
þess að glata sumum einkennum
Noh hefðarinnar. Það er þó ekki þar
með sagt að leikurinn hafi verið til-
finningalaus, heldur þvert á móti
mátti finna heitar og djúpar tilfinn-
ingar í tónlist, söng og öðru látbragði
leikara. Hið samíska yfirbragð ein-
kenndist af jojki sem er þjóðarsöng-
list Sama. Jojk-sönglistin flutti
áhorfendur út á víðar sléttur þar sem
maðurinn er einn með náttúrunni.
Tónlistin var stór þáttur verksins
enda fjórir hljóðfæraleikarar á svið-
inu auk fimm leikara. Þótt verkið
væri afturhvarf til náttúrunnar og
óður til upprunans, var raftónlist
(rafmagnsgítar og hljómborð) áber-
andi og minnti á nútímann á meðan
ásláttarhljóðfæri og flauta gáfu sýn-
ingunni þjóðlegra yfirbragð.
Leikmyndin myndaði sérskenni-
leg form sem minnti helst á indíána-
mynstur. Búningar, miklir og fagrir
úr silki, voru undir þjóðlegum áhrif-
um bæði Japana og Sama.
Sá hrímhærði og draumsjáandinn
er draumkennt verk. Textinn, sem
fluttur var á samísku, virtist byggður
nokkuð á endurtekningu og einfald-
leika. Verkið var þýtt á ensku og
þýðingunni varpað á tjald.
Verkið í heild var framandi fyrir
augu og eyru en þetta var áhugaverð
sýning sem var unnin af mikilli alúð.
Það er mikill akkur fyrir íslenskt
leikhúslíf að fá sýningu sem þessa,
það eykur skilning á öðrum menn-
ingarheimum og minnir á að nafli al-
heimsins er ekki endilega í túninu
heima.
Afturhvarf til
náttúrunnar
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
BEAIVVÁ þjóðarleikhús Sama
Gestaleikur á Litla sviði Þjóðleikhússins
Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson.
þriðjudagskvöldið, 27. maí kl. 20.
Sá hrímhærði og draumsjáandinn
Ingibjörg Þórisdóttir
Draumsjáandinn Eykur skilning á öðrum menningarheimum.
KARL Holmqvist er vel þekktur sænskur listamaður sem
einbeitir sér að tilraunum með tungumál og textatengt
efni, skrif og útgáfu ásamt lestri og lifandi flutningi talaðs
máls.
Í Nýlistasafninu er hann með gagnvirka sýningu sem á í
samræðu við það starf Nýlistasafnsins sem nú fer fram, en
það er flokkun og skráning íslenskra gjörninga fyrir opn-
um tjöldum. Verk Holmqvist sem innihalda m.a. tilvitn-
anir í slagorð stjórnmála, söngtexta og ýmis fyrirbæri
poppmenningar, ýmist skarast við eða flæðir inn í skrán-
ingarverkefni Nýlistasafnsins en hann hefur meðal annars
sett upp nokkurskonar játningaklefa inni á safninu sem
mun nýtast starfsmönnum safnsins til að rekja garnirnar
úr því fólki sem hefur undir höndum bita úr því púsluspili
sem saga Nýlistasafnsins er. Þá hefur Holmqvist sett upp
svið þar sem fólki gefst tækifæri á að fremja gjörninga um
helgar í samráði við safnið en hann sjálfur reið á vaðið við
opnun listahátíðar ásamt Gjörningaklúbbnum.
Gagnvirkni er orð sem er mikið notað í samtímamynd-
listinni og virðist stundum vera meira til skrauts, virka
betur í orði en á borði. Þrátt fyrir að sýning Holmqvist sé
augljóslega gerð í gagnvirkri samræðu við Nýlistasafnið
og bjóði upp á gagnvirka þátttöku listamanna sem ann-
arra gesta þá virkar sýningin við fyrstu kynni ákaflega
lokuð, sértæk og jafnvel fráhrindandi. Sýningargesturinn
veit ekki hvaða hlutar safnsins eru opnir og hvaða hlutar
prívat þannig að auðvelt er að missa af einstökum verkum
eins og sérstæðu texta-lestursverki sem staðsett er innan
við eina geymslu safnsins. Þessi óaðgengileiki felst fyrst
og fremst í því að hinn almenni áhorfandi upplifir að hann
hafi ekki forsendur til að lesa textann (ímyndir, orðaleiki,
hliðstæður, líkingar) vegna óreiðukennds yfirbragðs og
óvissu um framsetninguna, þ.e. hvað er fram borið. Um
leið og öll list krefst ákveðins menningarlæsis og áhuga á
viðfangsefninu þá gæti sýningarskrá eða einhver leið-
arvísir einmitt gert það gagn að margir áhorfendur átta
sig á að þeir hafa bæði áhuga á viðfangsefninu og for-
sendur til að lesa verkin.
Þegar það sem er galopið virkar lokað þá er það sér-
staklega mikilvægt að starfsfólk Nýlistasafnsins tekur
gestum safnsins opnum örmum og er tilbúið til að leiða
sýningargestinn um sýninguna og sögu safnsins. Því eins
og í verkum Holmqvist þá er það mismunandi rytmi, rödd,
tónn eða andrúmsloft sem er stór hluti í lestri og upplifun
texta.
Tungumál
og texti
Morgunblaðið/Frikki
Gagnvirkni Fólki gefst tækifæri á að fremja gjörninga
um helgar í samráði við safnið.
MYNDLIST
Nýlistasafnið Laugavegi 26 (Grettisgötumegin)
Sýningin stendur til 30.júní. Opið miðvikudaga til sunnudaga kl.
12–17. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík.
Karl Holmqvist – innsetning tengd safneign Nýlistasafnsins
bbbmn
Þóra Þórisdóttir
Á SÍÐUSTU tónleikum vorvertíðar
Múlans var öðruvísi Parker á dag-
skrá. Ekki þó að verk boppmeistar-
ans Charlies Parkers hafi verið leik-
in óvenjulega heldur voru flestir
ópusarnir eftir djassfönkarann
Maceo Parker, sem blæs líka í altó
einsog Charlie. Þetta voru heitir,
hráir og blúsmettaðir fönkarar og
hefðu gert sig vel síðla kvölds við
rafmagnað andrúmsloft, en þarna á
Múlanum var ekki fjölmennt. Það
hefur verið Múlanum akkilesarhæll
hversu misjöfn dagskráin hefur ver-
ið sem af er árinu: stundum tónleika-
dagskrá og stundum venjulegt
klúbbaspil, sem ekki hefur gert
mikla kröfu til hlustunar.
Það var greinilegt að Svalbarða
hefur ekki gefist mikill tími til æf-
inga, annar saxófónleikarinn sem
auglýstur var datt úr skaftinu og
Róbert hljómsveitarstjóri nýkominn
frá Belgrad. Hann var þó sú kjöl-
festa er hljómsveitin byggði á og
gerist rafbassaleikur ekki betri á Ís-
landi. Óli Hólm hefur fönkbítið á
valdi sínu og Vignir hljómaði vel á
orgelhljómandi hljómborðið. Hauk-
ur Gröndal og Ásgeir Ásgeirsson
eru sterkari í klassíska djassinum og
sólóar þeirra ekki eins grípandi og
sólóar Snorra Sigurðarsonar er
spann flesta flottustu sólóa kvölds-
ins. Eftir tvo Maceópusa var leitað í
bopfönksmiðju Adderleybræðra,
„Why Am I Treadet So Bad“, og það
var eins og afslöppuð blússtemn-
ingin efldi öryggi þeirra félaga og í
„Magpoo“ Maceos blés Snorri flott-
an sóló af Lee Morgan-ættinni. Í
„The Scorpion“ áttu Gröndal og
Hólm skemmtilegan dúettsprett og
síðan var blússtemningin afslöppuð í
Maceoópsunum „Up And Down
East Street“.
Einsog á Scofield-tónleikum
Burkina Faso, sem var Svalbarði án
blásara, vantaði herslumuninn upp á
að allt gengi upp – vonandi gerist
það næst er Róbert Þórhallsson býð-
ur okkur upp á djassfönk.
Vernharður Linnet
Vertíðarlok með
Parkerfönki
TÓNLIST
Múlinn á DOMO
Snorri Sigurðarson trompet, Haukur
Gröndal altósaxófón, Ásgeir Ásgeirsson
gítar, Vignir Þór Stefánsson hljómborð,
Róbert Þórhallsson rafbassa og
Ólafur Hólm trommur.
Fimmtudagskvöldið 29.5.
Svalbarðibbbnn