Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 21 MENNING AFLEIÐINGAR Kárahnjúka- virkjunar eru viðfangsefni Rúríar í innsetningu hennar í StartArt sýningarrýminu við Laugaveg. Hún hefur lokað út á götuna og komið fyrir stóru tjaldi fyrir glugganum, þar sýnir hún mynd- band af Töfrafossi sem hvarf í uppistöðulón virkjunarinnar og hávaðinn í fossinum varpast yfir rýmið. Frístandandi skjáir sýna gæsavarp fara undir vatn og á endavegg renna hjá upplýsingar um áhrif virkjunarinnar á nátt- úru landsins. Eins og oftar í list Rúríar þjóna verk hennar ákveðnum til- gangi, undanfarin ár hefur hún einbeitt sér að verndun náttúr- unnar. List sem hefur áróður að markmiði á það á hættu að hverfa í skugga hans, sjónrænir þættir verða málpípa ákveðinna skoðana og þrengja svo að manni að fátt annað kemst að. Hér er innsetningin nær yfirþyrmandi í rýminu, ef til vill gæðir það hana auknum krafti, en gaman væri að sjá verkin njóta sín á annan hátt í stærra rými sem um leið gæfi áhorfandanum aukið andrúm til að melta boðskapinn. Á sama tíma lætur íslensk náttúra ekki að sér hæða og heillandi fossbeljandinn í hljóði og mynd og harmleikur gæsanna ná tökum á manni í víðara skiln- ingi en bara út frá sjónarhorninu sem beinist að Kárahnjúkum. Samhengi sýningarinnar við aðra sýningu í StartArt, samsýn- inguna Heima, kemur henni mjög til góða því þar opnast fleiri túlk- unarmöguleikar hvað varðar hug- myndir um heimkynni, hörm- ungar af margvíslegum toga og fólksflutninga, svo dæmi sé nefnt. Markmið sýningarinnar, að minna enn og aftur á áhrif Kára- hnjúkavirkjunar á náttúru lands- ins og vekja til umhugsunar al- mennt, kemst kirfilega til skila, en hinn ákaflega skýri boðskapur verður ekki endilega til þess að gæða myndefnið eða viðfangs- efnið aukinni vídd. Myndverkið Existential sem sýnir fjórar súlur, fylltar olíu, maís, vatni og lofti, vísar til af- komu mannkyns í víðu samhengi, hér vinna saman sjónrænir þætt- ir og hugmyndir um ástand jarð- ar. Fossbúinn kveður Morgunblaðið/G.Rúnar Kraftur „Frístandandi skjáir sýna gæsavarp fara undir vatn og á endavegg renna hjá upplýsingar um áhrif virkjunarinnar á náttúru landsins.“ MYNDLIST StartArt við Laugaveg Til 30. júní. Opið þri. til lau. frá kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Listahátíð í Reykjavík, Rúrí, Sökkvun bbbnn Ragna Sigurðardóttir HVAÐ gerist þegar við söfnum, flokkum, fær- um til, geymum og skrásetjum og hvernig gerist þetta ferli? Eitt- hvað á þessa leið hljóð- ar viðfangsefni lista- mannanna þriggja sem sýna í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Safnasafnið sjálft er þeim innblástur. Safnið sem fjallar um söfn og söfnun og er einstakt fyrirbæri hérlendis og þó víðar væri leitað en þar er að finna í sam- hljómi naífa list, list fólks sem á við geðræn vandamál að stríða, byggðasafnssýningu og sam- tímalist. Safnið er síðan í góðum tengslum við náttúrulegt umhverfi sitt sem er eins og hluti af því. Þetta hafa listamennirnir Anna Líndal, Bjarki Bragason og Hildi- gunnur Birgisdóttir unnið með í sýningu sinni sem þau nefna Greinasafn. Það vísar til náttúr- unnar og til þeirrar kvíslgrein- ingar sem söfnun leiðir af sér, þegar farið er að flokka í flokka og undirflokka auk þeirra smá- greina sem birtast í útgáfunni með sýningunni. Greinasafn er unnið sem ein heild, sjónrænt hryggstykki sýn- ingarinnar er stór grein af lerkitré sem tengir sýningarbásana þrjá uppi undir lofti, en á gólfi er kom- ið fyrir speglum. Stór sýning- arskápur í innsta rými hýsir smá- útgáfur á listaverkum sem falla vel að heildarhugmyndinni og hér má líka sjá leirtau, leikföng og fleira sem vísar til safna okkar allra, þeirra litlu einkasafna sem er að finna í geymslum eða barna- herbergjum. Baka til í skápnum má sjá stafla af kössum úr Safna- safninu, fulla af gripum sem safnið varðveitir en ekki eru til sýnis. Einnig eru hér myndbönd tekin í umhverfi safnsins en læknum sem kliðar fyrir utan var fylgt eftir og hann og nágrenni hans myndað, aðferðir okkar við að skrásetja náttúruna eru þannig hluti af sýn- ingunni. Hugmyndin um söfnun og skrá- setningu er þema sem hug- myndalistamenn sjöunda og átt- unda áratugar síðustu aldar notuðu stundum, en það er til marks um hversu mikið hefur breyst á síðustu áratugum að horfin er sú kerfisbundna svart- hvíta framsetning sem stundum einkenndi hugmyndalist. Afi hug- myndalistarinnar, Joseph Kosuth, notaði td. helst ekki liti en í dag er horfin er sú hugmynd að mynd- listin megi ekki vera leikur að lit- um og formum sem þótti svo létt- væg og úr sér gengin nálgun um tíma. Greinasafn er sýning sem birtir vel hversu færir myndlistarmenn samtímans eru orðnir í hug- myndafræðilegri vinnu verka sinna, framsetningu og sjónrænni útfærslu. Allt er tekið með í reikn- inginn; viðfangsefnið og eig- inleikar þess, samhengi sýningar, þe. sýningarstaður, frelsi til ljóð- rænnar nálgunar og þeir mögu- leikar sem hin alltumlykjandi mið- ill myndlistin býður upp á. Sýningunni er fylgt úr garði með útgáfu sem tryggir varðveislu hennar, í samræmi við viðfangs- efnið. Þessi vönduðu vinnubrögð eru þó kannski aðeins um of innan öruggra marka þess hug- myndafræðilega ramma sem sýn- ingin gengur út frá og verður þetta til þess að sjónrænir þættir hennar njóta sín ekki alveg eins sjálfstætt og ella. Niðurstaðan er engu að síður sérlega vel unnin og eftirminnileg sýning þar sem sam- vinna er í fyrirrúmi. Að greina og skilja MYNDLIST Safnasafnið á Svalbarðsströnd Til 8. júlí. Opið 10 – 18 alla daga frá 15. maí til 15. ágúst Listahátíð í Reykjavík, Greinasafn, samsýning þriggja listamanna. bbbbn Ragna Sigurðardóttir Flokkað Ferlið við flokkun, tilfærslu, geymslu og skrásetningu. Lyf skipta sköpum! „Koma í veg fyrir veikindi og bjarga milljónum mannslífa!“ „Heimur án lyfja væri mikið ólíkur þeim veruleika sem við búum við í dag. Lyf á borð við sýklalyf og bóluefni koma t.d. í veg fyrir veikindi og bjarga milljónum mannslífa á ári hverju. Lyf eru vandmeðfarin vara og má skilgreina þau sem virkt efni sem komið hefur verið fyrir í sérhæfðu lyfjaformi t.d.töflu. Frá því að virkt lyfjaefni er uppgötvað og þar til lyf kemst á markað fara fram þrotlausar rannsóknir, þróunarvinna og prófanir til að tryggja öryggi neytandans. Lyfjafræðingar gegna lykilhlutverki í þessu ferli því þeir búa yfir víðtækri þekkingu á sviði lyfjavísinda.“ Margrét Bessadóttir, lyfjafræðingur og doktorsnemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands. E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.