Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 27
Gömul spelkumót, körfur utan af sveppum og aflógabarnaleikföng eru meðal muna sem verða að dýr-indis listaverkum í meðförum hárra og lágra
galdramanna í Hafnarfirði um þessar mundir. Sköp-
unarverk þeirra eru afrakstur vinnu í skapandi efnisveitu
sem búið er að setja upp í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins.
„Alls staðar eru fyrirtæki að henda öllum mögulegum
hlutum,“ segir Kristín Dýrfjörð, ein af forvígismönnum efn-
isveitunnar. „Í okkar huga eru þeir hins vegar efniviður í
sköpun. En til þess að gera efniviðinn aðgengilegan flokk-
um við allt sem kemur til okkar eftir ákveðnum kerfum. Ef
við fáum t.d. tölvu er hún tekin niður í frumeindir áður en
hlutirnir úr henni eru notaðir.“
Efnisveitan byggir á hugmyndafræði Reggio Emilia og
er á vegum leikskólanna Stekkjaráss og Hlíðarbergs í
Hafnarfirði. Kristín, sem starfar sem lektor við Háskólann
á Akureyri, kemur hins vegar að þessu sem formaður Sam-
taka áhugafólks um Reggio Emilia-stefnuna. Markmiðið er
að leikskólar og skólar, listamenn, eldri borgarar og aðrir
sem á einhvern hátt vinna með skapandi starf geti unnið
þar að verkefnum sínum. „Við byrjuðum síðastliðinn mánu-
dag og þessa vikuna hafa leikskólabörn og kennarar þeirra
komið hingað til að vinna. Nú um helgina verður veitan síð-
an opin almenningi og vonandi lengur ef við höldum hús-
næðinu eitthvað áfram. Okkur dreymir um að þetta verði til
lengri tíma því þetta er svo stór þáttur í að styrkja sjálf-
bæra þróun.“
Aðgangur að efnisveitunni er enginn „því við fáum allt
efnið ókeypis frá fyrirtækjunum,“ útskýrir Kristín. „Fyr-
irtækin í Hafnarfirði hafa verið ótrúlega dugleg að safna
dóti. Nágrannarnir hér í kring hafa líka margir hverjir rek-
ið inn nefið enda er nú allt í einu komið líf og fjör í húsnæðið
sem hefur staðið autt í einhvern tíma.“
Morgunblaðið/Golli
Ævintýri Sum verka barnanna eru töfrum líkust, ekki síst ef hægt er að setja þau fram í nýju ljósi.
Galdrað úr gömlu drasli
Flokkað Hlutirnir fara hver í sitt ílát eftir ákveðnum
kerfum fyrir notkun svo þeir verði aðgengilegri.
! " #
$%&'(( )*)+,--
. #