Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 27 Gömul spelkumót, körfur utan af sveppum og aflógabarnaleikföng eru meðal muna sem verða að dýr-indis listaverkum í meðförum hárra og lágra galdramanna í Hafnarfirði um þessar mundir. Sköp- unarverk þeirra eru afrakstur vinnu í skapandi efnisveitu sem búið er að setja upp í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins. „Alls staðar eru fyrirtæki að henda öllum mögulegum hlutum,“ segir Kristín Dýrfjörð, ein af forvígismönnum efn- isveitunnar. „Í okkar huga eru þeir hins vegar efniviður í sköpun. En til þess að gera efniviðinn aðgengilegan flokk- um við allt sem kemur til okkar eftir ákveðnum kerfum. Ef við fáum t.d. tölvu er hún tekin niður í frumeindir áður en hlutirnir úr henni eru notaðir.“ Efnisveitan byggir á hugmyndafræði Reggio Emilia og er á vegum leikskólanna Stekkjaráss og Hlíðarbergs í Hafnarfirði. Kristín, sem starfar sem lektor við Háskólann á Akureyri, kemur hins vegar að þessu sem formaður Sam- taka áhugafólks um Reggio Emilia-stefnuna. Markmiðið er að leikskólar og skólar, listamenn, eldri borgarar og aðrir sem á einhvern hátt vinna með skapandi starf geti unnið þar að verkefnum sínum. „Við byrjuðum síðastliðinn mánu- dag og þessa vikuna hafa leikskólabörn og kennarar þeirra komið hingað til að vinna. Nú um helgina verður veitan síð- an opin almenningi og vonandi lengur ef við höldum hús- næðinu eitthvað áfram. Okkur dreymir um að þetta verði til lengri tíma því þetta er svo stór þáttur í að styrkja sjálf- bæra þróun.“ Aðgangur að efnisveitunni er enginn „því við fáum allt efnið ókeypis frá fyrirtækjunum,“ útskýrir Kristín. „Fyr- irtækin í Hafnarfirði hafa verið ótrúlega dugleg að safna dóti. Nágrannarnir hér í kring hafa líka margir hverjir rek- ið inn nefið enda er nú allt í einu komið líf og fjör í húsnæðið sem hefur staðið autt í einhvern tíma.“ Morgunblaðið/Golli Ævintýri Sum verka barnanna eru töfrum líkust, ekki síst ef hægt er að setja þau fram í nýju ljósi. Galdrað úr gömlu drasli Flokkað Hlutirnir fara hver í sitt ílát eftir ákveðnum kerfum fyrir notkun svo þeir verði aðgengilegri.                                     !     "  #  $%&'(( )*)+,-- . # 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.