Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UPPREISN FISKIMANNA
Evrópa logar í uppreisn fiski-manna vegna hækkunar á ol-íuverði. Allur fiskiskipafloti
Portúgala var í höfn í gær og 7.000
fiskimenn héldu mótmælafund fyrir
framan landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðuneyti Spánar.
Fiskimenn í Frakklandi hafa hald-
ið uppi mótmælum vikum saman, að
sögn BBC, og starfsbræður þeirra í
Belgíu og á Ítalíu hafa einnig komið
við sögu.
Forystumenn fiskimanna í mörg-
um Evrópusambandslöndum hafa
fundað að undanförnu og mótað kröf-
ur um úrbætur af hálfu stjórnvalda í
þessum ríkjum.
Mótmæli sjómannanna eru af sama
toga og mótmæli flutningabílstjóra
hér. Raunar eru flutningabílstjórar í
Evrópuríkjunum líka á ferð.
Sjómennirnir segja, að fiskverð
hafi verið óbreytt í 20 ár en olíuverð-
ið hafi margfaldazt. Bílstjórarnir
segja, að verð á dísilolíu í Evrópu
hafi hækkað um 300% á fimm árum.
Á Spáni gripu fiskimennirnir til
þess ráðs að dreifa 20 tonnum af fiski
til almennings til þess að ná athygli
hins almenna borgara og fá samúð
hans.
Bændur eru líka byrjaðir að mót-
mæla háu olíuverði í Frakklandi.
Þessi mótmæli í Evrópu eru af
sama toga og mótmæli flutningabíl-
stjóranna hér og sjálfsagt er það
bara spurning um tíma hvenær út-
gerðarmenn og sjómenn láta til sín
heyra hér. Kannski gerist það á
morgun, á sjómannadaginn.
Auðvitað er eldsneytisverðið orðið
svo hátt, að fiskiskipafloti okkar get-
ur ekki búið við það til lengdar.
Flutningaskipin ekki heldur, flug-
félögin ekki heldur og almenningur
hlýtur að finna fyrir hinu háa elds-
neytisverði í sinni buddu.
Mótmælaaldan, sem nú gengur yfir
Evrópu, á áreiðanlega eftir að sjást
hér. Þess vegna er spurning, hvort
ríkisstjórnin á ekki að verða fyrri til
og grípa til þeirra ráðstafana, sem
hún hugsanlega getur gripið til.
Að vísu er hægt að færa rök fyrir
því, að þjóðfélagið verði að axla þess-
ar nýju byrðar. Þær koma frá útlönd-
um og ekkert, sem við getum gert á
þessu stigi til þess að lækka olíuverð.
En ef hátt olíuverð yrði t.d. til þess
að fiskiskipafloti okkar yrði bundinn
við bryggju gegndi öðru máli. Eða ef
samgöngur milli Íslands og útlanda
yrðu mjög takmarkaðar. Fyrr eða
síðar mun ríkisstjórn Íslands standa
frammi fyrir sama vanda og nú steðj-
ar að ríkisstjórnum ESB-landa
vegna hins háa olíuverðs, sem margir
spá, að muni halda áfram að hækka.
Hvað getur útgerðin sjálf gert? Er
hugsanlegt að færri skip geti veitt
þann afla, sem nú stendur til boða, og
þar með minni notkun á eldsneyti?
Er hugsanlegt að ríkisstjórnin verði
að endurskoða verðmyndun á elds-
neyti?
Það þarf ekki alltaf að bíða þangað
til vandamálið gýs upp. Það er líka
hægt að sjá það fyrir og grípa til fyr-
irbyggjandi aðgerða og það á ríkis-
stjórnin að gera nú.
GLÆPASTJÓRNIN Í BÚRMA
Vanhæfi herforingjastjórnarinnarí Búrma hefur komið rækilega
fram frá því að fellibylurinn Nargis
reið yfir landið 2. maí. Fórnarlömb
óveðursins hafa fengið mjög tak-
markaða aðstoð og aðgerðaleysi her-
foringjanna er glæpsamlegt. Nú hafa
þeir bitið höfuðið af skömminni með
því að byrja að reka heim fólk úr búð-
um, sem settar voru upp þar sem
eyðileggingin var mest. Hermt er að
fólkið hafi verið sent burt með bamb-
usstaf og tjalddúk til að hefja nýtt líf.
Nú þegar er talið að 78 þúsund
manns hafi látið lífið vegna hamfar-
anna. 56 þúsund manns er enn sakn-
að. 2,4 milljónir manna eru heimilis-
lausar og án matar. Haldi
herforingjastjórnin áfram glórulaus-
um aðgerðum sínum mun harmleik-
urinn halda áfram og fórnarlömbun-
um halda áfram að fjölga.
Herforinginn Than Shwe hét því í
liðinni viku við Ban Ki Moon, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
að hann myndi hleypa öllum erlend-
um hjálparstarfsmönnum inn í land-
ið. Minna hefur verið um efndir og
hafa Sameinuðu þjóðirnar gagnrýnt
yfirvöld í Búrma fyrir að draga lapp-
irnar með afgreiðslu vegabréfsárit-
ana.
Þegar alþjóðasamfélagið hét því í
síðustu viku að leggja fram 155 millj-
ónir dollara til hjálparstarfs í Búrma
mætti framlagið heiftarlegri gagn-
rýni í fjölmiðlum í Búrma og sögðu
þeir að herforingjastjórnin þyrfti 11
milljarða til að byggja upp eftir eyði-
legginguna. Eitt dagblaðið sagði að
þeir, sem lifðu af, myndu þrauka án
þess að fá súkkulaðibita frá alþjóða-
samfélaginu.
Yfirvöld í landinu hafa sett upp
vegatálma til að hefta ferðir útlend-
inga. Einnig eru tálmar á ám til að út-
lendingar komist ekki á flóðasvæðin á
bátum. Íbúum í landinu er hins vegar
engin launung á því sem er að gerast.
Þeir vita að undan ströndum landsins
hafa verið skip full af vistum, sem
ekki var tekið við. Á götum höfuð-
borgarinnar er hægt að kaupa geisla-
diska frá svæðunum, sem hafa orðið
verst úti. Á þeim eru myndir sem
sýna dauðann og eyðilegginguna.
Vísbendingar eru komnar fram um að
reiði í garð herforingjastjórnarinnar
fari vaxandi.
Framferði herforingjastjórnarinn-
ar er yfirgengilegt. Hún er fullkom-
lega vanhæf til að vera við völd og sú
spurning verður stöðugt áleitnari
hvort það sé ekki skylda alþjóðasam-
félagsins að grípa í taumana. Vissu-
lega er ekki borgarastyrjöld í Búrma.
Þar er ekki verið að fremja þjóðar-
morð með vopnavaldi. En það er engu
minni glæpur að koma fólki í lífs-
hættu ekki til hjálpar. Það er engu
minni glæpur að senda varnarlaust
fólk nánast út í opinn dauðann.
Hversu lengi ætlar alþjóðasamfélag-
ið að standa hjá?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Daginn eft
Íbúar í Hveragerði, á Selfossi og nágrenni byrjuðu í gær að lag
naumlega, og allir virðast taka hörmungunum af yfirvegun. Ás
HURÐ skall bókstaflega nærri hælum Sævars Jónssonar sölumanns í varahlutaverslun Still-
ingar á Selfossi. „Hillurekki fullur af bremsudiskum fór af stað og ýtti öllu á undan sér,“ segir
Sævar sem komst með naumindum út um dyr á vörulager verslunarinnar áður en hillu-
samstæður féllu eins og dómínókubbar á hurðina.
„Ég var ansi feginn að komast út,“ segir Sævar um reynslu sína af skjálftanum, en hann
vann í gær hörðum höndum við tiltekt á lagernum ásamt kollega sínum, og göntuðust fé-
lagarnir með það að halda lagerútsölu meðan þeir bisuðu við að umstafla kössum með vara-
hlutum.
Varahlutir fóru á fleygiferð
BIRGIR Freyr Birgisson, fjöldahjálparstjóri Rauða krossins á Selfossi, segir töluverðan straum hafa
verið af fólki í hjálparstöðina til að sækja drykkjarvatn. Einnig hafi nokkur fjöldi lagt leið sína í mið-
stöðina til að fá sálrænan stuðning og þá hafa sjálfboðaliðar aðstoðað aldraða og aðra sem þurft hafa
hjálp við að þrífa heimili sín eftir ósköp fimmtudagsins.
Um 20 manns sváfu í hjálparstöðinni í Vallaskóla og sváfu allir innanhúss. Tveir gistu í stöðinni í
Hveragerði og sváfu í hjólhýsi Rauða krossins sem komið var fyrir á staðnum.
Margir þurfa á stuðningi að halda
ALLUR gangur er á því hversu illa heimili
urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum. Í einni
götu höfðu öll húsgögn farið á flug, en í
næstu götu varla nema rétt að myndir
skekktust á veggjum.
Heimili Björns Sigurðssonar við Laufhaga
á Selfossi kom sérstaklega illa út úr jarð-
skjálftanum og má segja að innbúið hafi
meira eða minna allt fallið á gólfið. Mikil
mildi var að skápur og sjónvarp féllu ekki
ofan á átta ára snáða sem svaf í rúmi í einu
herberginu. Þá sluppu líka sjö litlir kett-
lingar óhultir úr öllu brakinu.
Kettlingarnir hjúfruðu sig hver upp að
öðrum í hjónarúminu á heimilinu í gær, um-
kringdir allskyns lausamunum sem höfðu
fallið á rúmið í skjálftanum.
Stór skáphurð í eldhúsinu liggur úti á
miðju gólfi. Krafturinn í skjálftanum var svo
mikill að hurðin fór af hjörunum. Í bíl-
skúrnum er eins og sópað hafi verið af borði
sem fyrir jarðskjálftann var þakið verkfær-
um.
„Það er viðbjóður að lenda í þessu helvíti,“
segir Björn, en tekur atburðum fimmtudags-
ins af stakri yfirvegun. „Það er best að það
urðu engin slys. Allt sem skemmdist eru
bara hlutir sem hægt er að kaupa aftur.“
Átta ára snáði og
sjö kettlingar sluppu