Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 29 ftir skjálftann ga heimili sín og hreinsa upp það sem eyðilagðist í Suðurlandsskjálftanum. Margir sluppu sgeir Ingvarsson blaðamaður og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari ferðuðust um svæðið. SIGFÚS Guðmundsson gröfumaður var uppi á Ingólfsjalli þegar skjálftinn reið yfir. Þar notar hann stærðarinnar jarðýtu til að færa möl ofan í námuna á suðurhlíð fjallsins. Sigfús segir að ein- hver undirmeðvitund hafi verið að verki þegar hann hringdi í konu sína vegna frétta fyrr um daginn um skjálftavirkni, en hún var þá að gæta tveggja barnabarna á heimili þeirra á Selfossi: „Ég bað hana að taka úr hillum það sem væri þungt og gæti kannski fallið á börnin.“ Mikill rykmökkur gaus upp úr malarnámunni eftir skjálftann, og hafði Sigfús helst áhyggjur af öryggi vinnufélaga sinna sem voru að störfum undir hlíðum fjallsins: „En það slapp allt, þetta gerð- ist í kaffitíma og enginn var hér undir,“ segir hann. Tókst að vara konuna við í tíma BJÖRGVIN Sigurðsson við- skiptaráðherra sótti íbúa- fund Rauða krossins á Sel- fossi í gær. Hann á heimili í bænum en segist hafa sloppið furðuvel úr skjálft- anum. Björgvin segir íbúa á staðnum takast á við að- stæður af mikilli yfirvegun og stillingu. „Mannlífið er úr skorðum, og fólk er að sinna heimilum sínum og hjálpa öðrum,“ segir hann. Björgvin segir erfitt að meta að svo stöddu hversu mikið fjárhagslegt tjón hafi orðið af jarðskjálftanum: „Í skálftanum fyrir átta ár- um voru tjónabætur 2,6 milljarðar. Má reikna með að skemmdir nú hafi verið mun meiri enda 10-15 sinnum þéttbýlla svæði sem verður fyrir áhrifum skjálftans.“ Ríkisstjórnin ræddi það meðal annars á fundi sínum í gærmorgun að ætla mætti að um 10-20% íbúa á svæðinu væru ekki með viðlagatryggingu á innbúi: „Við munum að sjálfsögðu meta það, þegar betri upplýsingar verða komnar fram, hvaða þörf er á að mæta því fólki sem er í þeim sporum,“ segir Björg- vin. Miklu meira tjón en í skjálft- anum árið 2000 Björgvin Sigurðsson RAGNHEIÐUR Hergeirs- dóttir, bæjarstjóri Árborg- ar, tók þátt í fundi með íbúum á Selfossi í gær, þar sem fjallað var um þróun næstu daga og fundargestir einnig frædd- ir um viðbrögð við áfalla- streitu. Túlkur þýddi yfir á pólsku og bæklingum á íslensku, ensku, rússnesku og pólsku var dreift. Ragnheiður sagði mjög sérstakan anda í bænum í kjölfar hamfaranna. „Margir eiga um sárt að binda, og eru í uppnámi eftir þetta, en andinn er samt ótrúlega léttur og fólk er afskaplega þakklátt fyrir að ekki skyldu verða alvarleg slys á fólki,“ segir hún. Skemmdir urðu m.a. á ráðhúsinu á Sel- fossi og á innbúi. „Slæmar sprungur eru á húsinu en ekki talið hættulegt að vera í því. Það kemur svo betur í ljós á næstu dögum hvernig hús eru farin eftir skjálftann.“ „Þakklát fyrir að ekki skyldu verða alvarleg slys á fólki“ Ragnheiður Hergeirsdóttir HJÓNIN Guðmundur Ingvarsson og Anna Höskuldsdóttir á bænum Akurgerði II byrjuðu í gær að hreinsa upp og ljósmynda skemmdirnar á húsum sínum og innbúi. „Hundarnir stukku út úr bílskúrnum um hálfri mínútu áður en þetta gerðist,“ segir Guðmundur um tvo boxerhunda á heimilinu sem sluppu naumlega. „Fletið þeirra þar lenti undir hillum sem féllu niður í skjálftanum.“ „Við fórum ekki að sofa fyrr en klukkan þrjú um nóttina. Það var ekki hægt að sofna fyrr fyrir titr- ingi,“ segir Anna, en þau hjónin skildu glugga eftir opinn á svefnherbergi sínu til að geta örugglega komist hratt út úr húsi ef annar skjálfti myndi ríða yfir. Hundarnir rétt sluppu JÓN Guðbjartsson var að fá sér kaffisopa inni í eldhúsi á heimili sínu á Reynivöllum á Selfossi þegar skjálftinn færði bæði eldhúsborðið, eldhússtólana og Jón úr stað, yfir í hinn enda herbergisins, og var eins gott því um leið féll skápur niður þar sem Jón hafði áður setið. „Í skjálftanum árið 2000 brotnaði ekkert nema eitt rauðvínsglas – nú brotnuðu öll rauðvínsglösin,“ segir eiginkona Jóns, Þórunn Einarsdóttir, þegar hún lýsir áhrifum skjálftans. „Þetta var eins og húsið væri á sjó,“ segir Jón um hvernig húsið gekk til og frá. Börn og barnabörn þeirra hjóna voru í gær að hjálpa til við tiltektina og var í nógu að snúast. Hjónin sjá eftir gömlum ættargripum sem skemmdust í skjálftanum, og bóndinn ætlar að reyna að líma aftur vasa sem þeim er kær og brotnaði í marga mola á fimmtudag. „En við erum þakklát fyrir að við sluppum heil úr þessu. Hitt eru veraldlegir hlutir sem skipta engu máli,“ segir hann. Morgunblaðið/Golli Veraldlegir hlutir skipta ekki máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.