Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 31 Ti l sölu K aupendur Sel jendur Leigjendur Fjár festar 03.02.01. 16:00 - 17:00 Opið hús í dag Nýtt heimili \\ Hamraborg 10 \\ Reynir Erlingsson löggildur fasteignasali \\ www.nyttheimili.is \\ 414 6600 Við bjóðum ykkur að koma og skoða vandaðar íbúðir rétt við Klambratúnið í dag milli klukkan fjögur og fimm. Komdu við og skoðaðu glæsilegar íbúðir með útsýni yfir miðborgina. 414 6600 HÁTEIGSVEGUR 3 105 REYK JAVÍK Stórfalleg lóð laus í landi Vatnsenda í Skorradal. Lækur, tré, 2. lóð frá vatni. Vegur kominn að. Leigusamn. til 20 ára. Má byggja 100 fm. Uppl. í síma 820-0782 Frístundalóð á góðum stað Til sölu um 11 hektara frístundalóð í austanverðu Grímsnesi. Tilvalin fyrir hús og hross. Upplýsingar veitir Einar Sigurjónsson hdl. Kollektu ehf. Suðurlandabraut 30, s. 515-7900. VÖRUÞRÓUN og nýsköpun í ís- lenskri ferðaþjónustu hefur ef til vill ekki verið næglega hröð undanfarin ár miðað við hina miklu fjölgun er- lendra ferðamanna. Ákveðin svæði virðast þó hafa staðið sig en önnur dregist nokkuð aftur úr. Haldi þetta áfram næstu árin mun það leiða til minnkandi markaðs- hlutdeildar á erlendum mörkuðum og minni aukningar ferðamanna. Finna má ýmsar orsak- ir fyrir þessari þróun. Helst mætti nefna van- mátt frumkvöðlanna til vöruþróunar, skort á faglegri stefnumótun á svæðum og litlar kröfur þeirra, sem selja landið á erlendri grundu. Fram kemur í könnunum, að tæp- lega 70% erlendra ferðamanna koma til landsins og ferðast hér á eigin veg- um og um 10% til viðbótar koma á eigin vegum en nýta sér síðan ákveðna pakka, þegar til landsins er komið. Þetta þýðir að um 20% ferða- manna koma í venjulegum hópferð- um til landsins. Ferðaskrifstofur, sem flytja inn þessa erlendu ferða- menn, hafa í of miklum mæli boðið til „hraðferða“ hringinn á landinu. Breytingin undanfarin ár hefur eink- um orðið sú, að hraðferðin tekur nú styttri tíma en áður. Þáttur afþrey- ingar- og/eða ævintýraferða hefur aukist, en varan í heild sinni er að mestu upp- byggð á sama hátt og verið hefur lengi. Dauð- þreyttur ferðamaðurinn er mataður á hlaupum, bæði hvað varðar fræðslu, skoðun náttúru og ekki síður þegar af- þreyingar er notið. Þessi tegund ferðar kallast á ensku fast to- urism, andstæða slow tourism, rétt eins og fast food og slow food. Spyrja má, hvort framleiðendur ferða einbeiti sér nægilega að beinum óskum og hags- munum ferðamannsins sjálfs. Eigum við ekki að skoða óskir hans betur áð- ur en hann kemur og auka vöruúr- valið til að koma til móts við þann stækkandi hóp sem vill „slow tour- ism“? Vill hann ekki frekar skoða hluta landsins og hafa tóm til að njóta íslenskrar náttúru, kyrrðarinnar í náttúrunni, menningar svæðisins og þjóðarinnar, kynnast þjóðinni sjálfri og síðast en ekki síst mismunandi af- þreyingar á afmörkuðu svæði? Aukið öryggi, meiri gæði Það má hugsa sér að ævintýraland- inu Íslandi sé skipt upp í „slaufur“, þar sem nokkrar slaufur tilheyra hverjum landshluta. Landið í heild gæti verið um 30-40 slaufur. Ferða- maðurinn velur sér t.d. slaufu sem tekur eina viku. Þessar slaufur væru boðnar erlendis af ferðaskrifstofum, flugfélögum og öðrum, sem bjóða Ís- land til sölu fyrir ferðamenn. Ferða- þjónustuaðilar í landshlutunum gætu einnig markaðssett sínar slaufur í gegnum sameiginlega markaðs- skrifstofu svæðisins. Með því móti trúi ég, að afþreying, gisting og veit- ingaaðstaða nýtist mun betur á hverju svæði. Og það sem mikilvæg- ast er: ferðamanninum mun líða bet- ur og starfsfólk ferðaþjónustunnar verða betur samstillt, öryggið muni aukast og gæði vinnunnar komast á hærra stig. Að vikuheimsókn lokinni hefur ferðamaðurinn aðeins séð hluta af landinu, en kynnst þeim mun betur vöru viðkomandi svæðis. Þessi sami ferðamaður nýtur þjónustunnar bet- ur, les sér til um önnur svæði og land- ið í heild. Hann hefur þegar tekið þátt í ævintýri, einni til tveimur slaufum á hluta landsins, en á allt hitt eftir. Þessir ferðamenn eru líklegri til að koma aftur til Íslands til að upplifa frekari ævintýri. Þess vegna verður að vera stöðugt vakandi yfir því, sem við bjóðum og hafa áræði til að bjóða nýja eða endurbætta vöru og fræða erlenda tengiliði og sölufólk svo þeir eigi auðveldara með að selja nýjar tegundir ferða. Ísland á sjö dögum Það getur ekki verið rétt stefna að skipuleggja að meiginhluta til „hrað- ferðir“ á hringveginum um Ísland. Ferðir með erlenda ferðamenn, þar sem ferðamaðurinn hefur það á til- finningunni að hann hafi skoðað allt Ísland á sjö dögum. Enn síður getur það talist rétt, að íslenskir ferðamenn skipuleggi sjálfir sínar ferðir í sínu eigin landi á þennan hátt. Allt of margir Íslendingar þjóta framhjá stórkostlegum náttúruperlum og frá- bærri afþreyingu til þess eins að komast hringinn á sem skemmstum tíma. Hraðferðir með erlenda ferða- menn hljóta einnig að skapa miklar hættur á þjóðvegum landsins, þær þreyta viðkomandi, draga úr gæðum vinnunnar vegna hraða og álags á óeðlilegum tímum sólarhringsins og síðast en ekki síst er líklegast að þær muni draga úr arðsemi ferðaþjónust- unnar, þegar til lengri tíma er litið. Einblínum á markmiðið að auka gæðin, bæta öryggið, vernda um- hverfið og auka til muna fjölbreyti- leika ferðaþjónustunnar og með því aukum við viðskiptin og áhuga ferða- manna á því að koma í heimsókn og ekki síður löngun þeirra til að koma aftur og kynnast landinu enn betur. Því þarf vöruþróun og nýsköpun sí- fellt að vera til staðar og í takt við samtímann hverju sinni. Með meiri breidd getum við aukið hlut okkar í ferðaþjónustu framtíðarinnar, þar sem samkeppni mun vaxa og nýir ferðamöguleikar koma fram á al- þjóðavettvangi. Stöldrum nú við, end- urskoðum okkar eigin vinnu og höf- um kjark til að breyta. Ferðamenn eiga að koma aftur Pétur Rafnsson skrifar um þjónustu við ferðamenn » Spyrja má, hvort framleiðendur ferða einbeiti sér nægilega að beinum óskum og hags- munum ferðamannsins sjálfs. Pétur Rafnsson Höfundur er formaður Ferðamála- samtaka Íslands og situr í Ferða- málaráði. Í FYRIRSPURN til samgöngu- ráðherra spurði ég að því hversu mikið meira vöruflutn- ingabílar slitu gatna- kerfinu í samanburði við fólksbíla. Í svari hans kom fram að slík- ir bílar yllu 9-12.000 sinnum meira nið- urbroti á burðarlagi vega miðað við ákveðnar forsendur. Svarið sýnir að óum- deilt er að kostnaður við þungaflutninga er mjög mikill og langt umfram þau gjöld sem greidd eru af þunga- flutningabílum. Það má því færa fyr- ir því rök að þungaflutningar í land- inu séu niðurgreiddir af fólksbílaeigendum og öðrum skatt- greiðendum. Niðurgreiðslan veldur því að samkeppnisstaða strandflutn- inga er skekkt og því hefur stórum vöruflutningabílum fjölgað eins hratt og raun ber vitni á þjóðvegum landsins. Eftir að þessi fyrirspurn kom fram hafa margir haft samband við mig og deilt þeirri skoðun með mér að það væri mikils virði ef hægt væri að minnka umferð vöruflutningabíla á þjóðvegunum. Sumir telja eðlilegt að skattur á þunga bíla sé í samræmi við slitið sem þeir valda á meðan aðrir hafa talið að rétt væri að létta undir með strandsiglingum fyrst á annað borð sé verið er að niðurgreiða vöru- flutninga með bílum. Að skjóta sendiboðann Eitthvað hefur um- ræðan í kjölfar fyr- irspurnarinnar farið fyrir brjóstið á SVÞ. Í grein Signýjar Sigurðardóttur, for- stöðumanns flutningasviðs samtak- anna, hér í Morgunblaðinu mátti helst skilja að svarið sem ég fékk frá samgönguráðherra hefði verið samið af mér sjálfum. Ennþá síður var hún sátt við þær hugmyndir að gera átak í því að minnka vöruflutninga á veg- um úti með því að horfa til strand- flutninga. Almennt séð er ég á móti nið- urgreiðslum en ég er ekki síður á móti mismunum. Í ljósi þess að ekki er raunhæft að innheimta veggjöld af vöruflutningabílum í samræmi við kostnað, er rétt að skoða kosti strandflutninga. Niðurgreiðsla á þeim gæti jafnað samkeppnisstöð- una, núverandi kerfi niðurgreiddra landflutninga og þar með dregið úr þungaflutningum á þjóðvegunum. Einkaaðilar myndu engu að síður sjá um flutningana. Auknir strandflutn- ingar myndu fækka slysum, auka gæði þjóvegakerfisins, draga úr sjón- og hávaðamengun. Eðlilegt næsta skref væri að gera hag- fræðilega úttekt á mismunandi kostnaði þjóðfélagsins við ólíka teg- und flutninga. Í slíkri úttekt yrðu all- ir þættir teknir með í útreikninginn eins og t.d. slys og umhverfisþættir. Í kjölfar úttektarinnar yrði svo hægt að taka ákvörðun um framhaldið. Landflutningar hafa ýmsa ókosti Ármann Kr. Ólafsson skrifar um veggjöld og landflutninga » Almennt séð er ég á móti niðurgreiðslum en ég er ekki síður á móti mismunum. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er þingmaður. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á SAMA tíma og ég er að berjast við og fjalla um erfiðleika við fá vega- bréfsáritun fyrir væntanlega eig- inkonu hingað til lands kemur þessi fína grein í Fréttablaðinu undir fyr- irsögninni „Íslenskir karlar flytja inn konur til kynlífsþrælkunar“ .Það er varla hægt að vera óheppnari. Mér varð starsýnt á þessa grein og trúði vart mínum eigin augum. Reyndar er það svo að reglulega koma upp skrif af þessu tagi þar sem reynt er að sverta konur utan EES með ein- hverjum hætti. Þetta er bara angi af því og þessar kynlífsdylgjur eru enda ættaðar frá konum. Fyrirsögnin ein er hrein alhæfing um „innflutning“ á konum til kynmaka með góðu eða illu. Ekkert kemur fram í dylgjum kvennanna sem greinin er byggð á hve margar íslenskar konur hafi leit- að til athvarfa á sama tíma né hve stór hluti íslenskra kvenna þurfi að lúta „beinlínis kynlífsþrælkun“ af hendi eiginmanns síns né hve margar þessar „óvenju mörgu“ erlendu kon- ur eru. Það er sorglegt að farið sé fram með Fullyrðingar af þessu tagi, fullar af fordómum og alhæfingu. Ís- lenskir karlmenn eru ekkert upp til hópa óþokkar af þeirri tegund sem hér er lýst en það má þó segja að hugsanlega efist einhver í ljósi op- inberunar á misnotkun og nauðg- unum að undanförnu. Óþokkar eru auðvitað út um allt en það er fullmikið að stimpla íslenska karlmenn yfir höfuð þrælahaldara og erlendar kon- ur varnarlausa þræla með bulli af þessu tagi. Hins vegar frábið ég mér að sitja undir aðdróttunum og for- dómum eins og koma fram í þessari grein og lýsi undrun minni á að þær konur sem vitnað er til og nafn- greindar eru í greininni opinberi and- úð sína, fordóma og fáfræði með jafn augljósum hætti. ÞÓRHALLUR EINARSSON, Engjaseli 86 Reykjavík. Kynlífsþrælahaldarar Frá Þórhalli Einarssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.