Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 33
MINNINGAR
Gréta frænka er
farin til skapara síns,
yfir móðuna miklu,
þar veit ég að henni
líður vel. Elsku Gréta frænka (eins
og við systkinin frá Hafursá kölluð-
um þig alltaf), ég átti þeirri gæfu að
fagna að fá að dveljast hjá ykkur Vil-
hjálmi og ykkar stórfjölskyldu á
Brekku í Mjóafirði einn vetur og
gekk þá í skóla hjá Vilhjálmi sem er
mér ógleymanlegur og kær vetur.
Einnig dvaldist ég hjá ykkur haustið
eftir og vann þá í sláturhúsinu ásamt
því að eiga mín verkefni í húsinu á
Brekku og er það mér einnig
ógleymanlegur tími. Ég minnist
fiskibollanna þinna sem ég á fullorð-
insárum margreyndi að leika eftir en
tókst aldrei. Þú bjóst til heimsins
bestu fiskibollur, þú sauðst þær og
barst þær fram með kartöflum og
bræddu smjöri, ummm.
Ég kom til Mjóafjaðar í fyrsta
skipti fimm ára gömul, þá lagði
mamma land undir fót eða sjó undir
fót og fór með mig með sér með
Heklunni (frekar en með Herðubeið)
til Mjóafjarðar, það var auðvitað æv-
intýri líkast fyrir litla sveitastelpu
sem aldrei hafði komið út fyrir sveit-
ina sína. Þú varst mér ævinlega góð
elsku Gréta frænka en þó kom fyrir
að tækjust á stálin stinn og ég fór í
fýlu aldarinnar. Þannig var að þið
Fúsi ætluðuð upp í Egilsstaði í versl-
unarferð með meiru haustið sem ég
vann í sláturhúsinu og mig langaði
óskaplega mikið til að fara með ykk-
ur (ég var þá 14 ára gömul) en við
það var ekki komandi hjá þér, það
var alger óþarfi að þínu áliti, þú
vannst og ég fór í fýlu aldarinnar.
Ógleymanlegt er annað atvik þér
viðkomandi þegar ég, gift kona og
fimm barna móðir, var búsett á Eg-
ilsstöðum. Vilhjálmur kom með þig
Anna Margrét
Þorkelsdóttir
✝ Anna MargrétÞorkelsdóttir
fæddist í Bót á
Fljótsdalshéraði 15.
febrúar 1914. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
21. apríl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Mjóafjarð-
arkirkju 3. maí.
heim til mín, heilsaði,
kvaddi, fór og skildi
þig eftir hjá mér, sem
mér þótti afskaplega
vænt um því þá vissi
ég að þú ætlaðir að
stoppa svolitla stund
hjá mér. Um leið og
Vilhjálmur kveður
læðist fjögurra ára
dóttir mín, hún Árný,
upp að mér og spyr:
„Hvert fór pabbenn-
ar?“ Ég gleymi því
aldrei hvað þú hlóst
dátt og bláu augun þín
tindruðu þegar ég, löngu seinna,
sagði ykkur hjónunum frá þessu.
Elsku Gréta frænka, ég kveð þig
með söknuði og þakka þér fyrir að
hafa fengið að þekkja þig, umgang-
ast þig og eiga þig að. Alltaf þótti
mér svo vænt um þegar þið systurn-
ar, þú og mamma, heimsóttuð mig
eða þegar við mamma heimsóttum
þig og Vilhjálm á Ásvallagötuna
meðan þið bjugguð þar. Ég kveð þig
með söknuði og tek þátt í sorg Vil-
hjálms, frændsystkina minna og
allra ykkar niðja, því þú lætur eftir
þig margmenni.
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir.
Gréta frænka, margar minningar
leita á hugann við þessi tímamót í
huga okkar Hafursársystkina.
Gréta er ekki bara nafn á frænku,
það inniheldur væntumþykju, virð-
ingu og var fastur punktur í okkar
æsku. Það voru gleðidagar á Haf-
ursá þegar þau hjón Grétu og Vil-
hjálm bar að garði, auk þess sem þau
tóku á afgerandi hátt þátt í uppeldi
okkar. Hjá þeim á Brekku dvöldum
við sex af átta systkinum mislengi og
nutum skólagöngu að vetri eða dval-
ar að sumri.
Gréta frænka var að létta undir
með henni Stínu systur, sjálf átti hún
fimm börn. Þarna eignuðumst við að
okkur fannst nýja foreldra og fleiri
systkini og komum aftur heim svo
forfrömuð og sprenglærð að einn
bróðirinn komst þannig að orði eftir
aðeins hálfs vetrar dvöl: „Mér fannst
ég vera orðinn stúdent í ýmsum
fræðum.“
Okkar fyrsta stóra ferðalag var
ferðin til Mjóafjarðar sem í þá daga
var með öðrum hætti en í dag því
ekki var kominn vegur yfir Mjóa-
fjarðarheiði. Dvölin á Mjóafirði hjá
Grétu frænku og hennar fólki bæði
sumar og vetur er sveipuð dýrðar-
ljóma. Í minningunni finnst okkur að
alltaf hafi verið gott veður á Mjóa-
firði en þegar betur er að gáð getur
verið að veðráttan hafi kannski ekki
verið svona óskeikul heldur hafi
heimilisbragurinn og atlætið valdið
þessari tilfinningu.
Það er ótrúlegt að börn finni ekki
fyrir heimþrá við svona langa frá-
veru frá sínum nánustu en stað-
reyndin var sú að okkur leiddist
aldrei, Gréta var líka sérlega lagin
við að láta okkur hjálpa til og láta
okkur finnast að við værum að gera
gagn og jafnvel létta af henni verk-
um.
Auðvitað skildi maður það seinna
að vinnudagur frænku var langur,
heimilið fjölmennt og mörg handtök-
in sem vinna þurfti, en ekki var
hamagangurinn, allt virtist ganga
rólega og yfirvegað fyrir sig.
Öll finnum við ennþá bragðið af
fiskibollunum hennar frænku, þær
eru þær allra bestu sem við höfum
bragðað og svo má segja um allt sem
hún bar á borð, hvort sem var fyrir
gesti eða heimafólk. Á seinni árum
dapraðist sjónin verulega en ekki
kvartaði hún yfir því frekar en öðru,
sagði bara: „Maður verður að bjarga
sér.“ Einhverju sinni stóð yfir saum-
ur á upphlut á Önnu Guðrúnu. Kom
Gréta þá reglulega til að taka verkið
út, strauk yfir efnið og gaf góð ráð
um hitt og annað, hvort nógu vel
færi, var með ólíkindum hvernig hún
virtist sjá með höndunum, ekki hægt
að merkja að þar færi sjóndöpur
kona.
Gréta frænka var afar prúð og
settleg kona en gat alveg brugðið á
leik. Eitt sinn var hún gestkomandi á
Hafursá og við krakkar höfðum ver-
ið send eftir hestum. Frænka kemur
út, sér hestana, labbar að Litlu
Rauðku, klappar henni og fleygir sér
svo á bak, berbakt, slær í og ríður
flengreið upp Lindarhól og hverfur.
Móðir okkar kom út í því að Gréta
slær í og hrópar hástöfum: „Ertu
galin manneskja, merin er vitlaus í
fjöri.“ En frænka kemur á fljúgandi
skeiði til baka, stekkur af baki og
segir: „Hafi maður einhvern tíma
lært að sitja hest gleymist það ekki
svo glatt.“
Svona var hún Gréta frænka okk-
ar. Fari hún í friði.
Systkinin frá Hafursá.
Sumarið eftir að við
Dóróthea giftum okk-
ur og vorum stödd í
gamla sumarbústaðn-
um við Hreðavatn,
tók Björn mig í alllanga gönguferð
þvert yfir Grábrókarhraunið og nið-
ur að Laxárbökkum. Hann var þá
nýorðinn stúdent, hafði mörg sum-
ur verið liðléttingur sem krakki hjá
Jóni bónda að bænum Laxá og
kunni umhverfið utan að. Hann
benti mér á túnbleðla sem skárust
inn í hraunið meðfram ánni og með
hest og kerru flutti hann stráin
heim til bæjar til vetrarfóðurs. Man
ég að mér, borgarbarninu, fannst
þetta með ólíkindum enda um lang-
an veg að fara. Ýmislegt fleira sagði
mér yngri maðurinn um forna bú-
skaparhætti. Sumt með kímnisög-
um og annað í fullri alvöru. Heim-
kominn var ég margt fróðari um
forna búskaparhætti – fannst mér.
Svo var það eitthvert sumarið
skömmu síðar að Björn vann sem
sumarstarfsmaður við hlið mér hjá
Flugfélagi Íslands. Þetta var á þeim
árum sem fargjald til Kaupmanna-
Björn Björnsson
✝ Björn Björnssonfæddist í
Reykjavík 9. apríl
1937. Hann lést á
Landspítala, Landa-
koti, 9. maí síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 22. maí.
hafnar og til að kom-
ast heim aftur var
jafnvirði mánaðar-
launa venjulegs
manns og ýmislegt
annað torveldaði
ferðalög Íslendinga
um þær mundir. Síðar
á ævibrautinni þótti
okkur Birni gaman að
rifja ýmislegt upp frá
þessum fáu mánuðum
er við unnum saman á
löngu liðnu sumri. Við
vorum það ungir og
hressir og sáum víst
oft og einatt margt spaugilegt við
tilveruna. Svo má líka segja að mið-
að við nútíma hafi vinnubrögðum í
flugstarfsemi í þá daga um margt
svipað til „fornra búskaparhátta“.
Aldrei fór á milli mála að hugur
Björns stefndi til hámennta og
fræða. Eftir nám með erlendum
þjóðum var hann undra ungur skip-
aður prófessor í sínu fagi. Er hann
dvaldi í Chicago minnir mig að fá-
einar smánótur færu á milli. Þá
voru stórveldin að þrátta um Kúbu
og mannkyninu talin trú um að at-
ómbombur dyttu í hausinn á því þá
og þegar. Eiginlega hálfvorkenndi
ég stráknum að vera að þvælast
þarna á þessum líka „voðatímum“.
Ekki veit skrifarinn mikið um guð-
fræði. Þó bar við í góðu tómi að
hann laumaði spurningu og spurn-
ingu að Birni um þessi efni. Vart
var þó að búast við stórri rökræðu
frá minni hendi. Eins gott að taka
upp léttara hjal hið bráðasta. Björn
var öfgalaus maður og frjálslyndur í
skoðunum. Laus við ítroðslu hverju
nafni sem nefnist. Hvíldu nú í friði.
Þetta var góð samfylgd.
Birgir Ólafsson.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
FANNEY BENEDIKTSDÓTTIR
frá Kringlu, Dalabyggð,
lést að dvalarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík,
miðvikudaginn 28. maí.
Skarphéðinn Jónsson,
Guðrún Skarphéðinsdóttir, Kjartan Sigurðsson,
Sigríður Skarphéðinsdóttir, Jóel Þorbjarnarson,
Jón Skarphéðinsson,
Margrét Skarphéðinsdóttir, Thor B. Eggertsson,
Svanhildur Skarphéðinsdóttir, Magnús Sigurðsson,
Jónas Rútsson, Kristín Viðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar og tengdamóðir,
UNNUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Tjarnarbóli 14,
lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn
23. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna,
Þorsteinn Jónsson,
Hildur Jónsdóttir, Gunnlaugur Baldvinsson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR SIGFÚSSON,
Sóltúni 2,
Reykjavík,
andaðist fimmtudaginn 29. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Jens Magnússon, Anna Hannesdóttir,
Kristbjörn Eiríksson, Aldís Óskarsdóttir,
Sigfús Eiríksson, Hanna Garðarsdóttir,
Finnur Eiríksson, Gunnhildur Hrólfsdóttir,
Halla Eiríksdóttir, Fróði Jónsson,
Sigríður Eiríksdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR GUÐNI JÓNSSON
fv. lyfsali,
Flókagötu 33,
Reykjavík,
lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins
29. maí.
Fjóla Guðleifsdóttir,
Leifur Sigurðsson, Katsuko Sigurðsson,
Anna Sigurðardóttir,
Hannes Leifsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSA ESTER SKAFTADÓTTIR,
Hrafnhólum 4,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
28. maí, verður jarðsungin frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00.
Sigrún Davíðsdóttir, Jón V. Aðalsteinsson,
Valgeir Jóhann Davíðsson, Ólöf María Samúelsdóttir,
Sigurður Skafti Davíðsson, Kristín Inga Atladóttir,
Bjarni Davíðsson, Þórdís Eva Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubarn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og
systir,
BRYNHILDUR JENSDÓTTIR,
Lækjasmára 6,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum Landakoti fimmtudaginn
29. maí.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 5. júní kl. 13.00.
Anna Gísladóttir, Eiríkur Þór Einarsson,
Jens Gíslason, Hafdís Jónsdóttir,
Brynhildur Jóna Gísladóttir, Guðjón Arngrímsson,
barnabörn, barnabarnabörn,
Jensína Jensdóttir.