Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 35

Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 35
endum, og það gerði Arngrímur svikalaust. Heima fyrir vann Krist- jana kappsamlega við að koma átta börnum til þroska. Í sameiningu tókst þeim hjónum það verk með miklum sóma. Og börnin ræktuðu marga þá hæfileika sem foreldr- arnir urðu að láta óræktaða hjá sjálfum sér. Arngrímur vinur minn Stefánsson mátti því leggjast sátt- ur til svefns eftir langan dag. Þórarinn Hjartarson. Því hefur fækkað mjög á und- anförnum árum fólkinu í Karls- brautinni á Dalvík sem var upp á sitt besta á þeim árum er ég var að alast þar upp ásamt mörgum öðr- um krökkum á svipuðu reki. Þetta voru foreldrar okkar, önnum kafnir í störfum sínum heima við og utan heimilis. Atvinna var mikil í ört vaxandi sjávarplássi. Bátaflotinn fór ört stækkandi og auk mikils afla sem á land barst af hefðbundn- um sjávarafla var allt „á kafi“ í síld á sumrin. Nóg var að gera fyrir all- ar vinnufúsar hendur. Mér telst til að vel yfir 50 krakk- ar á svipuðu reki og ég hafi þá ver- ið að alast upp í Karlsbrautinni einni. Stærstu systkinahóparnir voru í Árbakka, Brautarholti og Ásbyrgi á neðri hæðinni hjá þeim ágætu hjónum Kristjönu Sigurpáls- dóttur og Arngrími Stefánssyni, sem í dag er til moldar borinn frá Dalvíkurkirkju. Ásbyrgi er skáhallt á móti húsinu sem foreldrar mínir byggðu sér og kynntist ég á þess- um árum ágætlega einkum eldri krökkunum í þessum systkinahópi. Addi í Ásbyrgi vann, að ég held, mestan sinn starfsaldur á Bifreiða- verkstæði Dalvíkur og orð fór af verklagni hans. Fiskiskipaflotinn á Dalvík átti honum áreiðanlega oft mikið að þakka þegar vélarhlutir biluðu og mikið lá við að koma tog- urum og minni bátum sem fyrst til veiða aftur og að öllum líkindum hefur þá lítið verið spurt um hvað sólarhringnum leið. En Addi var ekki bara handlag- inn heldur var hann músíkalskur umfram flesta aðra og heyrði mað- ur sem strákur talað um það hversu góður söngmaður hann væri. Þetta heyrði ég m.a. þá karl föður minn og bræður hans tala um og voru þeir að ég leyfi mér að segja í hópi betri söngmanna. Það er gaman að sjá það í Sögu Dalvík- ur sem rituð er af utanhéraðsmanni að „Svarfdælir hafi löngum verið taldir miklir söng- og hljómlistar- menn“ og í því samhengi sérstak- lega nefndir Stefán Arngrímsson á Þorsteinsstöðum (f. 1801, d. 1890, langafi Arngríms sem borinn er til grafar nú), „kunnur söngþröstur og forsöngvari“ og Jóhannes, sonur hans, „frábær söngmaður“. Einnig eru í sömu andránni og þessu sam- hengi nefndir þeir Jóhann Kr. Jónsson á Ingvörum (f. 1831) og Þorleifur Tryggvi, sonur hans, sem fyrstur Svarfdæla lærði orgelleik og er talinn einn fyrsti kirkjuorg- anisti norðanlands, lang- og langa- langafi undirritaðs. Ekki er að efa að þessir menn og fleiri góðir söng- menn hafi tekið lagið saman er þannig stóð á. Og þá kemur m.a. upp í hugann gömul minning frá vorinu 1957 er faðir minn hélt upp á fertugsafmælið sitt. Þá voru þessi sönggen sameinuð á ný því yfir í Karlsbraut 6 komu margir góðir söngmenn með Adda í Ásbyrgi fremstan í flokki. Mikið óskaplega var þá sungið langt inn í vornóttina svo að ungum strák þótti nóg um; hefur þá líklega ekki haft nógu mikinn þroska til að meta þann söng að verðleikum. Ég minnist þeirra Kristjönu og Adda oftar heima á góðum stund- um, t.d. á gamlárskvöldum, enda veit ég ekki betur en góður vin- skapur hafi verið með þeim og for- eldrum mínum sem og flestra sem á þessum árum bjuggu í Karls- brautinni. Vinfengi þeirra músík- ölsku systkina, barna Adda og Kristjönu, hef ég notið mér til mik- illar ánægju og votta ég þeim, Kristjönu móður þeirra og öðrum afkomendum og skyldfólki samúð mína á sorgarstundu. Atli Rafn Kristinsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 35 ✝ Guðrún Her-borg Ingólfs- dóttir fæddist á Húsavík 23. október 1932. Hún lést á gjörgæsludeild FSA laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Hall- dórsdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal, f. 1906, d. 1984, og Ingólfur Helgason frá Broddanesi í Strandasýsu, f. 1909, d. 1988. Systkini Guðrúnar eru Helga, f. 1930, maki Skúli Skúlason, f. 1934, Halldór, f. 1934, maki Guðrún Þorgrímsdóttir, f. 1935, og Þorbjörg Ingunn, f. 1935, maki Guðmundur Steinsson, f. 1935, d. 2003. Guðrún giftist 27. desember 1952 Hallmari Frey Bjarnasyni múrarameistara, f. á Húsavík 21. nóvember 1931, d. 21. júlí 1987. Foreldrar hans voru Kristjana Hólmfríður Helgadóttir frá Húsa- vík, f. 1905, d. 1976, og Bjarni Ás- mundsson frá Húsavík, f. 1903, d. 1989. Börn þeirra Guðrúnar Her- borgar og Hallmars Freys eru: 1) 2005, og Viktor Smári, f. 2008. Sindri, f. 1994. 5) Sveinn, f. 1964, maki Sigríður Steinunn Vigfús- dóttir, f. 1962. Börn Sveins og Bjargar Jónsdóttur fv. maka f. 1967 eru Guðrún Hulda, f. 1989, d. 1989 og Rúnar Freyr, f. 1991. Guðrún Herborg fæddist á Húsavík og bjó þar alla sína ævi. Hún ólst upp í húsi sem hét Bræðraborg sem þá var tvíbýli, hjá foreldrum sínum og systkinum ásamt ömmu sinni og alnöfnu sem fóstraði hana og umvafði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Húsavíkur. Guðrún Herborg og Hallmar Freyr hófu búskap í Harðangri en fluttu í sitt eigið húsnæði að Sólvöllum 6 árið 1955. Guðrún starfaði lengstum hjá KÞ og síðan á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga. Hún flutti til Vestmannaeyja, bjó þar í tvö ár og starfaði við brauðgerð dóttur sinn- ar. Síðustu árin bjó hún á Sól- brekku 10 á Húsavík. Hún starfaði lengi í Kvenfélagi Húsavíkur og sat þar í stjórn í mörg ár. Hún tók virkan þátt í starfi ÍF. Völsungs í marga áratugi. Útför Guðrúnar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Þuríður, f. 1951, fyrrv. maki Andrés Sigmundsson, f. 1949, dóttir þeirra er Guð- rún Heba, f. 1989. Áð- ur átti hún Ágúst Örn Gíslason, f. 1976, fað- ir Gísli Þorkelsson, f. 1951, d. 2005. 2) Katrín, f. 1953, maki Einar Friðþjófsson, f. 1950. Börn þeirra eru: Jórunn, f. 1975, maki Ágúst Óskar Gústafsson, f. 1975, börn þeirra eru Ey- þór, f. 2001 og Katrín Sara, f. 2004. Hjalti, f. 1982 sambýliskona Erna Ósk Grímsdóttir, f. 1984. Rúnar, f. 1987, unnusta Alexandra Evudótt- ir, f. 1990. 3) Jóna Björg, f. 1956, maki Bjarni Hilmar Ólafsson, f. 1962. Sonur Jónu Bjargar er Hall- mar Freyr Þorvaldsson, f. 1976. Börn Bjarna eru Eðvarð Atli, f. 1985 og Kolbrún Diljá, f. 1988. 4) Ingólfur, f. 1958, maki Guðrún Kristinsdóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: Freyr, f. 1982, sambýliskona Kristín Anna Stefánsdóttir, f. 1984. Katrín, f. 1985, sambýlis- maður Davíð Már Sigurðsson, f. 1983, börn þeirra eru Rakel Sif, f. Elsku mamma mín, nú er lífs- klukkan þín hætt að slá, eftir stutta en snarpa baráttu við illvígan sjúk- dóm. Ég vil minnast þín með nokkr- um orðum. Þú varst ung þegar ég, frumburðurinn, fæddist er þið pabbi hófuð ykkar búskap í Harð- angri á Húsavík. Árið 1955 fluttum við að Sólvöllum 6, sem þá var hverfi ungra fjölskyldna að byggj- ast upp á Húsavík, þar slitum við systkinin fimm barnsskónum. Mamma mín, þú stóðst fyrir stóru og mjög gestkvæmu heimili gegn- um árin. Með þínu jafnaðargeði tókst þér þetta en skoðanalaus varstu alls ekki. Þú varst mjög vel lesin en í seinni ár held ég að ævisögur hafi verið þér hugleiknar. Alla tíð varstu handavinnukona og prjónaðir og saumaðir listavel. Það var ekki amalegt að skoða Burda blað og finna þar snið af kjól sem mig lang- aði í, fara svo í Vefnó og kaupa efni. Þú settist við saumavélina og sko – kominn kjóll. Nú var hægt að fara á ball. Síðasta hvítasunnuhelgi mun geymast í minningu þinna afkom- enda en þá var yngsta barnabarnið þitt fermt. Um þá helgi varst þú eins og þú áttir að þér, gefandi og stjórnsöm á þínu heimili. Vissir að hverju stefndi en vildir ekkert væl og vol, bara hafa gaman og njóta þess að vera öll saman. Ég spurði þig eitt sinn hvort ekki hefði verið nóg að gera á stóru heimili. En þú sagðir: „Það var stundum erfitt þegar þið voruð öll í íþróttum.“ Mesta áfallið sem þú varðst fyrir var að missa hann pabba okkar 1987, þá aðeins 55 ára gamlan. En þú stóðst svo sannarlega við bakið á honum í öllum hans félagsmála- störfum, hvort sem það var í bæj- arstjórn, Völsungi eða hverju öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Þið áttuð eftir að gera svo mikið meira saman. Núna veit ég að pabbi hefur tekið á móti þér með stóra faðminn sinn. Þar er líka litla sonardóttir ykkar, sem ekki fékk að sjá heims- ins ljós. Mig langar að þakka systk- inum mínum og mökum þeirra fyrir stuðning og umhyggju við mömmu. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt og allt. Þín, Þuríður Freysdóttir (Rúrý.) Í dag kveðjum við tengdamóður mína Guðrúnu Herborgu Ingólfs- dóttur eða Rúnu eins og hún var kölluð. Ég kynntist ekki Frey tengdaföður mínum en hann lést langt fyrir aldur fram 1987. Freyr var mjög ötull í félagsmálum og kom þar víða við. Vegna þess meðal annars mun oft hafa verið mann- margt á heimili þeirra og allir alltaf velkomnir. Mér er sagt að Rúna hafi stýrt heimilinu með miklum myndarskap og dugnaði og verið traustur bakhjarl eiginmannsins. Oft hefur verið rifjað upp í gegnum árin að á Sólvelli 6 hafi komið tals- vert af fólki í kaffi á laugardags- morgnum. Meðal annarra vandi komur sínar þangað Sigurður Hall- marsson, Diddi Hall, frændi Freys og vinur. Höfðu þeir báðir gaman af að segja frá ýmsum atvikum af mönnum og málefnum og skálduðu heilu kaflana ef svo bar undir. Höfðu þeir sérstaklega gaman af að ganga fram af Rúnu. Átti hún þá til að segja – Ja hérna Freyr – þegar henni fannst ýkjurnar komnar út fyrir öll mörk. Alltaf hló hún samt að þeim og skemmti sér manna best. Freyr brallaði alla tíð við alls konar búskap. Ýmsar sögur eru til um hinar ótrúlegustu uppákomur í því og taldi Rúna að bændastéttinni hefði orðið það til happs að hann varð aldrei alvöru bóndi og gerði ómælt grín að þessu brölti hans. Erfiðleikarnir bönkuðu upp á hjá Rúnu eins og okkur flestum sem förum í gegnum lífið. Hennar stærsta áfall var þegar hún missti Frey. Tíminn deyfði sársaukann en aldrei hætti hún að sakna hans. Hún sagði mér að það væri sín trú að þegar hennar lífi lyki myndi hann taka á móti henni og þau sam- einast á ný. Ég vil trúa því að svo hafi orðið. Rúna hafði afskaplega jákvæða og góða lífssýn. Góða samskipta- hæfileika hafði hún og hlýja nær- veru. Hún hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálunum og lá ekkert á því. Við tengdabörnin áttum okkur Hauk í Horni þar sem Rúna var. Hún gat gagnrýnt börnin sín en við sem vorum gift þeim vorum algjör- lega yfir alla gagnrýni hafin og var oft haft gaman að því. Hinn 5. maí fékk Rúna þann úr- skurð að hún gengi ekki heil til skógar. Við vissum að hún var al- varlega veik en bjuggumst við að hún fengi lengri tíma. En svo varð ekki og var hún látin innan þriggja vikna. 11. maí síðastliðinn fermdist yngsta barnabarn Rúnu, og allur ættboginn kom. Hugsunin ásamt því að mæta til veislu var að gera Rúnu þessa helgi eins ánægjulega og hægt væri með allri fjölskyld- unni. Þó að veikindin væru búin að setja mark sitt á hana naut hún þessarar helgar svo sannarlega. Öll erum við þakklát fyrir það. Síðustu ár hefur Rúna búið í íbúð á neðri hæðinni hjá okkur Sveini. Alltaf hafa samskiptin verið góð og daglegur samgangur verið á milli okkar. Ég fer ekki oftar niður eftir vinnu og drekk með henni kaffi- bolla, eða kem í innlit á kvöldin. Þess mun ég sakna. Nú þegar ég kveð Rúnu í hinsta sinn drúpi ég höfði með trega í hjarta. Ég þakka henni samfylgd- ina og bið almættið að geyma hana. Sigríður Steinunn Vigfúsdóttir. Í dag kveðjum við tengdamóður okkar Guðrúnu Herborgu Ingólfs- dóttur eða gömlu eins og við köll- uðum hana. Við komum inní líf hennar á ýmsum tímabilum í ævi hennar, þannig að minningarbrotin eru misjöfn og margvísleg. Við sem kynntumst Rúnu og Beysa vissum að þeirra samband var einstakt og þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Á heimili þeirra á Torginu kom margt fólk á ólíkum aldri við misjöfn tækifæri saman, þar voru sagðar sögur og teknar mikilvægar ákvarðanir. En Beysi eiginmaður Rúnu lést árið 1987 og hefur hún verið ein síðan. Hún fylgdist vel með því sem við vorum að gera og hafði skoðanir á því og við fengum alveg að heyra það hjá henni hvort heldur við vorum að gera eitthvað sem henni líkaði eða ekki. Þegar teknar voru fjölskyldumyndir hafði hún það á orði að myndirnar væru mikið betri þegar við tengdabörnin vorum með á myndinni. Rúna var fróð, vel lesin og stál- minnug og komum við ekki að tóm- um kofunum hjá henni á flestum sviðum. Þegar við spiluðum Trivial þá var gott að vera með henni í liði því hún var með söguna, landafræð- ina, bókmenntirnar og íþróttirnar á hreinu. Rúna hafði mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist vel með fót- boltanum og golfinu. Hún var stuðningsmaður Liverpool og þekkti alla leikmenn liðsins að okk- ur fannst mjög vel. Eitt sinn er hún sat og horfði á leik sagði hún við okkur að það væri ekki nema eðli- legt að einn leikmaður Liverpool spilaði ekki vel, því hann hefði misst móður sína fyrr í vikunni. Rúna hafði sterkar skoðanir á þjóð- málunum og lét þær óspart í ljós og átti hún það til að rífast við stjórn- málamennina í gegnum sjónvarpið. Hún var áhugasöm um atvinnuupp- byggingu á Húsavík og vandaði ekki umhverfissinnum kveðjuna. Við fermingu yngsta barnabarns- ins Sindra um hvítasunnuna mættu allir afkomendur hennar og tengda- börn og áttum saman yndislega helgi, en þá vissi hún að hún væri orðin lasin. Hún sagði að við ættum að njóta lífsins þessa helgi og hafa ekki áhyggjur af henni. Rúna hafði einstakt lundarfar, var alltaf já- kvæð og hress og tók þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var hrókur alls fagnaðar, talaði mikið og sagði skemmtilegar sögur. Hún sagði að hún ætti yndisleg tengdabörn, dekraði hún mikið við okkur, svo mikið að börnum hennar þótti stundum nóg um. Á þessu sést að hún tók vel á móti okkur og reyndist okkur góð tengdamóðir sem verður sárt saknað. Hvíl þú í friði. Einar, Guðrún og Bjarni. Nú tekur sumarið yfir allan Skjálfandaflóann og hafið glitrar sem aldrei fyrr. Silfraður flóinn. Húsavíkurfjall, Kinnarfjöll og Aðal- dalshraun baða sig í einstakri birtu og litadýrð sem hvergi sést nema aðeins þar. Einungis á þessum magnaða stað eru slíkir töfrar í um- hverfinu að undrun sætir. Við tök- um á móti sumrinu auðmjúk á sama tíma og við kveðjum Guðrúnu Ing- ólfsdóttur frá Húsavík. Það furðulega samspil lífs og dauða. Sorgin og það sem okkur er ekki ætlað að skilja kemur á ein- hvern dulmagnaðan hátt fram í kvæði Davíðs frá Fagraskógi og ég rifja upp er ég minnist Guðrúnar. Ég verð að fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. Ég á ekki lengur leið með neinum, lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn, og líka þú, minn guð, minn góði andi, gef þú mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, ferjan bíður mín. (Davíð Stefánsson.) Árin er Rúna var í Eyjum voru ákaflega skemmtileg og lærdóms- rík. Hún lék við hvern sinn fingur og það var engin tæpitunga töluð. Guðrún hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og lá ekkert á þeim. Oft er hún tók flugið í þessum málum féllu hin ýmsu spakmæli og glósur bæði til hægri, vinstri, uppi og niðri. Við vorum æði oft sammála. Svo var hlegið að öllu heila klabb- inu á eftir. Nú er komið að leið- arlokum. Ég verð að fara, ferjan bíður mín. Ég veit að ferjan skilar Guðrúnu Ingólfsdóttur í þá Friðarhöfn þar sem hún hittir þá er hún sárt sakn- aði. Ég þakka fyrir öll góðu árin og sendi mínar innilegustu vinar- og samúðarkveðjur til allra aðstand- enda. Andrés Sigmundsson. Guðrún Herborg Ingólfsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR SIGURÐUR JÓNSSON vélvirki, Skólavegi 84a, Fáskrúðsfirði, sem lést fimmtudaginn 22. maí, verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Guðrún Helga Björgvinsdóttir, Jón Þ. Hauksson, Bylgja Þráinsdóttir, Jóhanna K. Hauksdóttir, Jóhannes M. Pétursson, Erla S. Hauksdóttir, Carl Jakobsen, Björgvin V. Guðmundsson, Þóra B. Nikulásdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.