Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 37
✝ Jón Rósant Þor-steinsson fædd-
ist í Hafnarfirði 25.
apríl 1926. Hann
lést á Grund að
kvöldi föstudagsins
23. maí síðastliðins.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
steinn Brandsson
sjómaður í Hafnar-
firði, f. 9. ágúst
1883, d. 28. júní
1958, og Þóra Jóns-
dóttir húsfreyja, f.
1. ágúst 1889, d. 3.
desember 1979. Jón var yngstur í
hópi níu systkina sem öll eru lát-
in, en þau voru: Marta Steinþóra,
f. 31. ágúst 1909, d. 21. júní 1984,
Ólafía Dagbjört, f. 18. nóvember
1910, d. 30. nóvember 1986,
Brandur, f. 21. janúar 1913, d. 7.
febrúar 1933, Sólveig Bergþóra,
f. 31. júlí 1915, d. 15. maí 1998,
Jóna Margrét, f. 26. nóvember
dóttir húsmóðir, f. 28. janúar
1894, d. 4. október 1976. Benedikt
er í sambúð með Guðnýju Árna-
dóttur, f. 18. janúar 1955, þau eru
búsett í Hafnarfirði. Börn Bene-
dikts og Hildar Eggertsdóttur, f.
30. nóvember 1954, eru Guðjón, f.
23. apríl 1980, og Ingibjörg, f. 18.
október 1983. Dóttir Benedikts
og Guðrúnar Sigríðar Guðlaugs-
dóttur, f. 20. júlí 1944, er Sigríður
Elísabet, f. 26. apríl 1986, gift
Hrafni Helgasyni, f. 13. mars
1983. Börn þeirra eru Helgi, f. 27.
mars 2004, og Nanna Katrín, f.
19. mars 2007.
Jón Rósant ólst upp í Hafnar-
firði. Hann hóf störf sem strætis-
vagnabílstjóri hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli árið 1953 og
vann þar alla tíð þar til hann fór
á eftirlaun sjötugur að aldri, eða í
43 ár.
Útför Jóns Rósants fer fram frá
Útskálakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1917, d. 25. janúar
2003, Karl Viggó, f.
2. júlí 1919, d. 27.
ágúst 1997, Guð-
mundur Egill, f. 1.
ágúst 1921, d. 15.
júlí 1964, og Guð-
bergur, f. 24. ágúst
1922, d. 11. septem-
ber 1988.
Sambýliskona
Jóns Rósants í hart-
nær hálfa öld var
Magnea Svanhildur
Magnúsdóttir, f. 21.
nóvember 1914, d.
23. júní 2002.
Sonur Jóns Rósants og Elísa-
betar Benediktsdóttur, f. 31. jan-
úar 1927, d. 19. apríl 2002, er
Benedikt, f. 1. júlí 1951. For-
eldrar Elísabetar voru hjónin
Benedikt Jónasson, bóndi á
Hömrum í Haukadal í Dalasýslu,
f. 18. febrúar 1888, d. 14. sept-
ember 1948, og Guðrún Guðjóns-
Móðurbróðir minn Jón Rósant,
eða Nonsi eins og hann var oftast
kallaður í fjölskyldunni er látinn.
Með honum hverfur í hadd jarðar
síðasta barn hjónanna Þóru Jóns-
dóttur og Þorsteins Brandssonar
sem hófu búskap á Hóli í Garða-
hverfi við upphaf síðustu aldar, við
lítil efni og lélegan húsakost. Þó
tókst þeim að komu til manns, öllum
sínum níu börnum.
Nú á skilnaðarstund stendur
Nonsi í skýru ljósi, mér fyrir hug-
skotssjónum. Þegar hann á bernsku-
árum mínum kom að heimsækja
okkur í sveitina, fannst mér hann
stórkostlegur, herramaður kominn
úr kaupstað greiddur og snyrtur í
flottum fötum með hatt eftir nýjustu
tísku, maður sem við krakkarnir
bárum takmarkalausa virðingu fyr-
ir.
Hann var rúmum tíu árum eldri
en ég og á þeim aldri er aldursmun-
urinn mikill, Nonsi sautján en ég sjö.
Þá átti ég bara eina ósk að geta orðið
eins og Nonsi. En þrátt fyrir að ald-
ursmunurinn væri mikill var Nonsi
afskaplega góður við okkur krakk-
ana sagði okkur sögur frá þessum
merkilega stað Hafnarfirði, sem
varð okkur sem dularheimur. Hann
lék við okkur söng og spilaði á gít-
arinn og við sátum dáleidd af hrifn-
ingu.
Ég minnist líka fyrstu ferðar
minnar til Hafnarfjarðar til afa og
ömmu á Garðavegi 7, þar ríkti mikil
gleði bræðurnir sungu og spiluðu á
harmonikku, gítar og mandólín en
systkinin voru öll mikið músík-fólk.
Nonsi söng fallegan og tæran tenór
og hann minnti mig alltaf á hinn
fræga ameríska stórsöngvara Mario
Lanza.
En tíminn leið hratt og fyrr en
varði var Nonsi horfinn okkur
krökkunum farinn að vinna fyrir
„sunnan“ en þó vissi ég alltaf af
frænda og hugsaði til hans með
söknuði.
Seinna á ævinni hittumst við þó
annað slagið þegar ég vann um tíma
hjá Ameríska varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, en þeir bræður Kalli
og hann unnu þar þá líka. Þá fann ég
strax sömu gömlu notalegu tilfinn-
inguna, hann var enn sami séntil-
maðurinn og forðum.
Nonsi var hlédrægur maður og
hógvær sem lifði sínu lífi í kyrrð og
friðsæld. Öll framkoma hans ein-
kenndist af kærleika og nærgætni
og aldrei hef ég séð son sýna móður
sinni meiri ástúð og blíðu en hann,
en þau mæðginin héldu lengi heimili
saman eftir að afi dó 1958 en amma
dó 1979.
Nonsi eignaðist eitt barn, soninn
Benedikt, 1951 með Elísabetu Bene-
diktsdóttur. Benedikt var alinn upp
hjá ömmu sinni á Hömrum í Hauka-
dal í Dölum vestur og samskipti
þeirra lítil sem engin á uppvaxtarár-
um hans.
En eftir að Benedikt fluttist suður
leitaði hann föður sinn uppi og hefur
verið honum styrk stoð og gleðigjafi
í ellinni. Um miðbik ævi sinnar eign-
aðist Nonsi traustan og skilningsrík-
an lífsförunaut, Magnesu Svanhildi
Magnúsdóttur sem hann unni og
virti og held ég að þau hafi átt saman
góða daga meðan entist, en hún and-
aðist 2002. Jesú Kristur sagði ég lifi
og þér munuð lifa. Ég hygg að hann
hafi haft eitthvað fyrir sér hvað biði,
handan líkamsdauðans. Ég trúi, að
þó að kistan hverfi með Nonsa
frænda ofan í moldina, þá standi
hann akkúrat núna brosandi á sól-
björtum vormorgni með foreldrum
og vinum og veifi til okkar í nýjum
líkama uppábúinn með Battersby-
hatt.
Syni og ættingjum votta ég sam-
úð.
Árni Valdimarsson.
Hve stutt var sem treginn að sál þinni svarf
og saknaðar kenndir þú unda.
Já, síst hefði oss grunað er svanni þinn hvarf,
að svona yrði skammt milli funda.
(E. H. Kvaran.)
Elskulegur frændi hefur kvatt.
Nonni, yngsti bróðir pabba okkar.
Að alast upp í sveit við gróðurang-
an, fjósalykt og öllu því sem fylgir er
yndislegt fyrir alla og áttum við
systkinin því láni að fagna, þó að for-
eldrar okkar væru aldrei með búfén-
að. En stutt var leiðin fyrir litla fæt-
ur að hlaupa frá Gerðakoti niður í
Gesthús og upplifa þetta allt. Fá svo
að taka egg undan hænum og blanda
lýsi í kornið sem þær fengu. Eftir
klapp á koll, koss á munn eða vanga
var haldið heim í Gerðakot með mik-
ið stolt í hjartanu að hafa gert þetta
alveg einn. Þannig liðu dagar.
En á sunnudögum kvað við annan
tón. Hvað var að gerast í kotinu
heima? Jú, Nonni frændi var kom-
inn. Við þekktum bílinn hans á
hlaðinu og vissum að við myndum
finna öðruvísi lykt, svona „úr borg-
inni“. Í stofunni sat hann, þessi sént-
ilmaður í bláum jakkafötum, hvítri
skyrtu, með glansandi hálstau og
rauðan hring á fingri sem hélt um
vindil og angaði af Old Spice. Hann
settist yfirleitt í besta stólinn og
naut sín. Gott að koma í sveitina til
Kalla bróður og Finnu, sjá krakkana
og drekka heimsins besta og sval-
asta vatn. Magnea hans var alltaf
með, líka svona ilmandi borgar-
dama, falleg og góð. Já, alveg sér-
lega falleg.
Elsku Nonni frændi. Við eigum
bara allt að þakka.
Og farðu svo vel að hennar hlið
sem hjartað þitt trygga þráði.
Guðs andi veiti ykkur ennþá lið
á ókunnu himinsins láði.
(E. H. Kvaran.)
Guð blessi Benna þinn og afkom-
endur alla. Ástarkveðja, f.h. systk-
inanna frá Gerðakoti.
Ólöf Björg Karlsdóttir.
Jón Rósant Þorsteinsson
Þessi grein er rituð
í minningu Heiðar
Baldursdóttur sér-
kennara og rithöfund-
ar. Heiður hefði orðið
fimmtug í dag, 31.
maí. Hún lést eftir
erfið veikindi 28. maí
1993 aðeins tæpra 35
ára gömul. Á skammri ævi kom hún
ótrúlega miklu í verk. 18 ára lauk
hún stúdentsprófi, hún lauk kenn-
aranámi og BA-prófi í sérkennslu-
fræðum. Við Safamýrarskóla
kenndi Heiður í fimm ár. Hún hóf
framhaldsnám í sérkennslufræðum
í Bandaríkjunum en vannst ekki
Heiður Baldursdóttir
✝ Heiður Baldurs-dóttir, kennari
og rithöfundur,
fæddist 31. maí
1958. Hún lést hinn
28. maí 1993.
aldur til að ljúka því
námi.
Heiður var hug-
sjóna- og fram-
kvæmdakona af lífi og
sál. Á unglingsárum
vann hún að umönn-
unarstörfum, meðal
annars á Kópavogs-
hæli. Hún tók virkan
þátt í félagsstörfum
og sat um skeið í
stjórn Verkakvenna-
félagsins Sóknar.
Sem sérkennari
sökkti hún sér niður í
nám og vinnu í öllu því sem að fötl-
un lýtur eins og glöggt kemur fram
í skrifum hennar um þau efni.
Heiður gat sér einnig gott orð
sem rithöfundur, samdi sex barna-
og unglingabækur og hlaut Ís-
lensku barnabókaverðlaunin fyrir
sögu sína Álagadalurinn 1989.
Fráfall Heiðar í blóma lífsins frá
eiginmanni og tveim dætrum og
miklum væntingum hvatti til þess
að stofnaður var Minningarsjóður
Heiðar Baldursdóttur. Markmið
sjóðsins er að styrkja rannsóknir
sem varða sérkennslu, blöndun fatl-
aðra og ófatlaðra barna og boð-
skipti. Þau efni voru henni afar
hugleikin.
Vakin er sérstök athygli á minn-
ingarsjóðnum. Sjóðurinn veitir
styrki til verkefna sem varða mark-
mið sjóðsins. Alls hefur sex sinnum
verið veittur styrkur úr Minning-
arsjóði Heiðar Baldursdóttur.
Stjórn sjóðsins skipa fulltrúar frá
Kennarasambandi Íslands,
Kennaraháskólanum og Þroska-
hjálp. Í tilefni af 50 ára afmæli
Heiðar verður veittur veglegur
styrkur úr sjóðnum nú í sumarbyrj-
un.
Heiði varð ekki langra lífdaga
auðið. Megi hugsjónir hennar lifa í
verkum styrkþega sjóðsins sem
stofnað var til í minningu hennar.
Baldur Ragnarsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengda-
dóttur,
AUÐAR EGGERTSDÓTTUR
deildarstjóra,
Flúðaseli 18,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki
og öllum þeim sem önnuðust hana af mikilli alúð í veikindum hennar.
Gunnar Jóhannsson,
Jóhann Gunnarsson,
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Kári Gunnarsson,
Oddur Ævar Gunnarsson,
Eggert Oddur Össurarson, Guðrún Sigurðardóttir,
Sólveig Gunnarsdóttir,
systkini og aðrir vandamenn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
INGIBJÖRG HALLDÓRA JÓELSDÓTTIR,
lést á Sóltúni hjúkrunarheimili að kvöldi
fimmtudagsins 29. maí.
Valgeir Ástráðsson,
Sigurður Ástráðsson,
Herdís Ástráðdóttir.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
ARNBJARGAR HERMANNSDÓTTUR,
Ólafsbraut 30,
Ólafsvík,
sem andaðist miðvikudaginn 16. apríl.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Jaðars í Ólafsvík fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Gylfi K. Magnússon, Guðrún Blöndal,
Elísabet Magnúsdóttir
Björg Magnúsdóttir, Einar Kristjánsson,
Hermann Magnússon, Svanhildur Pálsdóttir,
Trausti Magnússon, Jóhanna K. Gunnarsdóttir,
Steinþór Magnússon, Sigrún Harðardóttir,
Ágústa Magnúsdóttir, Jón Guðmundsson,
Svanur Magnússon, María S. Pétursdóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Jón Axelsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS INGVARSSONAR
bónda,
Skipum,
Stokkseyrarhreppi,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kumbara-
vogs.
Ingigerður Eiríksdóttir,
Gísli Vilhjálmur Jónsson, Herdís Hermannsdóttir,
Móeiður Jónsdóttir, Ólafur Benediktsson,
Ragnheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
frá Hofstöðum
Garðabæ,
fyrrum hjúkrunarforstjóri
heilsugæslustöðinni Ísafirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ
miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju
föstudaginn 6. júní kl. 15.00.
Egill Þórólfsson, Petrea Hallmannsdóttir,
Þórgunnur Þórólfsdóttir,
Halldór Þórólfsson, Þórný M. Heiðarsdóttir,
Sigrún Þórólfsdóttir, Björgvin Árnason,
Gísli Örn Þórólfsson, Jeannette Castioni,
barnabörn og barnabarnabörn.