Morgunblaðið - 31.05.2008, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN, SJÓMANNADAGINN
AKRANESKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.
Sjómaður heiðraður. Minningarstund um látna sjó-
menn í kirkjugarðinum kl. 10.
AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa í dag, laug-
ardag, kl. 10.30. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson og sr. Sólveig Halla
Kristjánsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja, organisti Arnór B. Vilbergsson. Ferming-
armessa kl. 12. Fermdur verður Gunnar Þorbjörn
Gunnarsson.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Ósk-
arsson. Ræðumaður Konráð Alfreðsson formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, Kvennakór Akureyrar
syngur, organisti Arnór B. Vilbergsson. Helgistund
kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, Inga Eydal
syngur og leiðir söng.
ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Þór Hauks-
son þjónar fyrir altari. Krizstina Kalló Szklenár org-
anisti. Fermd verður Alexandra Líf Atladóttir. Kirkju-
kórinn leiðir almennan safnaðarsöng. Kirkjukaffi á
eftir.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11 á sjómannadaginn. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Mar-
gréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, org-
anisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í
safnaðarheimilinu að messu lokinni.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr.
Bryndís Malla Elídóttir, kór Breiðholtskirkju syngur,
organisti Julian Isaacs. Kaffisopi í safnaðarheimili
eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sjómannamessa kl. 11. Einar
K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra prédikar.
Þetta verður „léttmessa“ með léttum sumar- og sjó-
mannalögum. Félagar úr kór Bústaðakirkju syngja
og Karl Olgeirsson verður við flygilinn. Eftir messu
er kaffi og Sæmundur á sparifötunum mætir. Sjó-
menn, verið velkomnir með fjölskyldum ykkar í sjó-
mannamessuna.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnar Sig-
urjónsson þjónar fyrir altari og sr. Guðmundur Karl
Brynjarsson prédikar. Organisti Bjarni Þ Jón-
atansson, kór Digraneskirkju, B hópur. www.digra-
neskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Hátíðarmessa kl. 11. Biskup Ís-
lands prédikar, sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir alt-
ari. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Frið-
riksson. Sjóliðar Landhelgisgæslu lesa
ritningartexta. Messunni er útvarpað.
EYRARBAKKAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14.
FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Prestur sr.
Svavar Stefánsson. Fermdur verður Einar Kristinn
Kristgeirsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almenn-
an safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur
kantors kirkjunnar.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Hátíðarguðsþjónusta kl.
11 á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar. Hörður
Zóphaníasson fyrrv. skólastjóri prédikar, Gunnar
Svavarsson þingmaður, Almar Grímsson bæj-
arfulltrúi og Hjördís Guðbjörnsdóttir, formaður safn-
aðarstjórnar, lesa ritningarorð. Fríkirkjukórinn syng-
ur og Örn Arnarson syngur einsöng.
FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma kl. 20.
Helga R. Ármannsdóttir prédikar, lofgjörð og fyr-
irbænir. Kaffi og samvera á eftir. Grillveisla og sam-
vera verður 8. júní, skráning í síma 564-1124.
www.kefas.is
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar- og skírn-
armessa kl. 14. Fermd verður Rósa Björt Bragadótt-
ir, Bauganesi 12, Reykjavík. Barn verður borið til
skírnar. Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari og Skapti Ólafsson söngvari syngur
sjómannalög. Tónlistarstjórarnir Anna Sigga og Carl
Möller leiða tónlistina.
GRAFARHOLTSSÓKN | Sjómannakvöldmessa kl. 20
í Þórðarsveig 3. Ath. breyttan messutíma. Prestur
sr. Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helga-
dóttir, kór Grafarholtssóknar syngur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðahöld sjómannadags-
ins hefjast kl. 10.30 með helgistund við fornt
naust, bátalægi sem er fyrir neðan kirkjuna. Fé-
lagar úr Björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík taka
þátt. Innsetningarguðsþjónusta er kl. 11. Sr. Guð-
rún Karlsdóttir, nýkjörinn prestur í Grafarvogssöfn-
uði verður sett inn í embætti af sr. Gísla Jónassyni
prófasti. Sr. Guðrún prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt prestum safnaðarins. Kórar kirkjunnar
syngja, organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta
fyrir alla fjölskylduna á 100 ára afmæli Hafnarfjarð-
arbæjar kl. 11. Prestar: sr. Gunnþór Ingason og sr.
Þórhallur Heimisson, prédikun Sigurjón Pétursson,
formaður sóknarnefndar. Kantor Guðmundur Sig-
urðsson. Kórar: Barbörukórinn og Unglingakór undir
stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magn-
úsdóttur, fiðluleikari Hjörleifur Valsson, hljómsveitin
Gleðigjafar leikur. Fulltrúar Kvenfélags og Æskulýðs-
félags flytja ritningarorð og kirkjuþjónn er Ingólfur
H. Ámundason. Útihátíð og grillveisla verður á
Kirkjutorginu. Harmonikkuleikur og leiktæki.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ás-
geirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
messuþjónum. Félagar úr Mótettukórnum syngja,
organisti er Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir börn-
in í umsjá Rósu Árnadóttur. Að lokinni guðsþjón-
ustu er boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. María
Ágústsdóttir, organisti Douglas A. Brotchie.
HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjáns-
dóttir þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og
leiða safnaðarsöng, organisti Smári Ólason. Bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. hjallakirkja.is
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Fjölskyldu-
samkoma kl. 11.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 20
í umsjá Áslaugar K. Haugland. Bænastund á þriðju-
dögum kl. 20. Kvöldvaka með happdrætti og veit-
ingum fimmtudag kl. 20. Opið hús kl. 16-17.30
þriðjudaga til laugardaga.
HRAFNISTA | Biskup Íslands vísiterar Hrafnistu í
Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 14. Herra Karl Sig-
urbjörnsson biskup prédikar, organisti Bjartur Logi
Guðnason. Kórfélagar úr Áskirkjukórnum syngja
ásamt Hrafnistukórnum, einsöng syngur Sesselja
Kristjánsdóttir messósópran. Ritningarlestra lesa
Árni Vésteinsson og Grímkell Arnljótsson frá Land-
helgisgæslunni. Prestur sr. Svanhildur Blöndal.
HRÍSEYJARKIRKJA | Sigling í dag, laugardag, kl. 10
og guðsþjónusta að henni lokinni um kl. 11.15.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðsbrotning
kl. 11, ræðumaður Samúel Ingimarsson. Int-
ernetional church at 12.30 pm, service in the cafe-
teria. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Hafliði Kristinsson, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof-
gjörð. ATH. barnakirkjan er í fríi í sumar.
INNRA-Hólmskirkja | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór
Saurbæjarprestakalls, organisti Örn Magnússon, sr.
Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lof-
gjörð og fyrirbænum. Boðunarhópur kirkjunnar segir
frá væntanlegri boðunarferð. Friðrik Schram prédik-
ar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. www.kristur.is
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sókn-
arprestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson prédikar og
þjónar fyrir altari, félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja og leiða safnaðarsöng, organisti og kórstjóri
Lenka Mátéová.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti kl. 14 á
stigapalli á 2. hæð. Prestur sr. Ingileif Malmberg og
organisti er Ingunn Hafdís Hauksdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Eitt barn fermt.
Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, félagar úr Kamm-
erkór Langholtskirkju syngja, organisti Þórður Sig-
urðsson. Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11.
Kvöldmessa kl. 20. Fulltrúar 12 spora hópa flytja
bænir og greina frá reynslu sinni. Sóknarprestur
þjónar ásamt meðhjálpara, organista og kór kirkj-
unnar. Messukaffi. Hvern sunnudag fram á mitt
sumar verður messað kl. 20 auk þess sem kyrrð-
arstundir verða á fimmtudagshádegi.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór
Lágafellssóknar, organisti Jónas Þórir og prestur er
sr. Jón Þorsteinsson.
LEIRÁRKIRKJA Melasveit | Guðsþjónusta kl. 11.
Afleysingaprestur þjónar, organisti er Örn Magn-
ússon og kirkjukórinn syngur.
LINDASÓKN Kópavogi | Guðsþjónusta Linda- og
Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 11. Sr. Gunnar
Sigurjónsson þjónar fyrir altari og sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson prédikar.
MÖÐRUVALLAKIRKJA | 50 ára fermingarbörn ætla
að fagna við messu kl. 14. Átt þú 10 ára, 20 ára,
30 ára, 40 ára eða jafnvel 60 ára ferming-
arafmæli? fagnaðu með þeim. Kaffi í Leikhúsinu á
eftir.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Nes-
kirkju leiða safnaðarsöng, organisti Steingrímur Þór-
hallsson, sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir messu.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 14. Almennur safnaðarsöngur undir stjórn
Sigrúnar Steingrímsdóttur organista. Kristinn Ágúst
Friðfinnsson.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Stefnur
og straumar í bandarísku kirkjulífi.“ Frásögn í um-
sjón ferðalanga. Lofgjörð og fyrirbæn.
SELFOSSKIRKJA | Sjómannadagsmessa kl. 11.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar, kirkjukórinn leiðir söng, Jón
Bjarnason spilar á orgelið. Altarisganga. Ath. breytt-
an messutíma.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Sigurvin Jónsson guðfræðingur og um-
sjónarmaður í æskulýðsstarfi Neskirkju. Félagar úr
Kammerkór kirkjunnar leiða safnaðarsöng, stjórn-
andi Friðrik Vignir Stefánsson og mun hann einnig
leika sjómannalög á harmónikku. Pavol Cekan syng-
ur stólvers. Prestur Sigurður Grétar Helgason.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir
Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er
Ester Ólafsdóttir, ritningarlestra les Valgeir F. Back-
man. Meðhjálparar eru Eyþór Jóhannsson og Erla
Thomsen. Almennur safnaðarsöngur.
STOKKSEYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
STRANDARKIRKJA | Messa á sjómannadag kl.
13.30. Helgisagan um kirkjuna rifjuð upp. Organisti
Hannes Baldursson, prestur Baldur Kristjánsson.
kirkjan.is/strandarkirkja
STÆRRA-Ársskógskirkja | Guðsþjónusta kl. 14.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Bænastund kl. 18.30.
Samkoma kl. 19. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð,
fyrirbæn og samfélag í kaffisal á eftir. www.veg-
urinn.is
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn
Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
Nönnu Guðrúnu Zöega djákna. Kór Vídalínskirkju
syngur undir stjórn Jóns Ólafs Sigurðssonar org-
anista. Hressing í safnaðarheimilinu að lokinni
messu. Sjá www.gardasokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Minningarstund kl.
10.45 við altari sjómannsins. Blómsveigur lagður
að minnismerkinu. Sjómannadagsmessa kl. 11 á
100 ára afmæli Hafnarfjarðar. Kór Víðistaðasóknar
syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur og
Sigurður Skagfjörð syngur einsöng.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Lát-
inna sjómanna minnst. Fermingarárgangur 1938 í
Keflavíkurkirkju færir kirkjunni gjöf til minningar um
fermingarsystur þeirra Sigrúnu Einarsdóttur frá Borg
sem lést 28. desember 2007. Kór kirkjunnar syng-
ur undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur org-
anista. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Organisti Guð-
mundur Vilhjálmsson, prestur sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sjómannadagsmessa kl. 11.
Blómsveigur lagður að minnisvarða um sjómenn að
messu lokinni. Organisti Hannes Baldursson, prest-
ur Baldur Kristjánsson, kirkjukór Þorlákskirkju .kirkj-
an.is/thorlakskirkja
Orð dagsins:
Hin mikla kvöldmáltíð.
(Lúk. 14)
Morgunblaðið/Júlíus
Víðistaðakirkja.
JÓNAS P. ERLINGSSON sem
lést þann 18. maí sl. var ekki tíður
gestur á skákmótum síðustu árin þó
honum brygði stundum fyrir við sér-
stök tækifæri og varði stundum heið-
ur Taflfélags Garðabæjar á Íslands-
móti skákfélaga. Hann var því lítt
þekktur meðal yngri skákmanna
þjóðarinnar og hafði haslað sér völl á
öðrum vettvangi; varð Íslandsmeist-
ari í brids og snóker. En á áttunda
áratug síðustu aldar átti skákin hug
Jónasar allan og hann var tvímæla-
laust í hópi bestu ungu skákmanna
þjóðarinnar. Hann tryggði sér sæti í
landsliðsflokki aðeins 17 ára gamall
og tefldi í þeim flokki á Skákþingi Ís-
lands 1976. Það sumar dvöldum við
Jónas á heimili þeirra ágætu konu
Önnu Guðmundsdóttur á Long Isl-
and. Hún var dóttir Guðmundar
Ágústssonar bakarameistara og
skákjöfurs, eftirminnilegs persónu-
leika í íslensku skáklífi. Ég hygg að
þetta sumar hafi Jónas farið mest
fram í skákinni. Við tefldum á ýmsum
mótum og Jónas var í verðlaunasæti á
World Open á Rosewelt-hótelinu og á
sterku hraðskákmóti í Marshall-
skákklúbbnum í New York vakti
hann mikla athygli er lagði hann sjálf-
an Samuel Reshevsky að velli. Jónas
var ekki eins mik-
ið gefinn fyrir
fræðilega þáttinn
og ýmsir aðrir en
treysti meira á
keppnisskapið og
óvenjulega hag-
sýna afstöðu þeg-
ar til leiks var
gengið. En þetta
sumar var varla
annað að sýsla en
að bæta sig á fræðilega sviðinu og á
nokkrum vikum eftir heimkomuna
var Jónas í toppbaráttunni á Haust-
móti TR; aftur á Skákþingi Reykja-
víkur 1977 og var valinn í landslið Ís-
lands fyrir 6 landa keppnina í
Glucksburg í Þýskalandi haustið
1977. Hann fékk 60% vinningshlutfall
á sínu borði og var ekki síður góður
liðsmaður milli umferða. Fundum
okkar bar fyrst saman á Skákþingi Ís-
lands í Sjómannaskólanum 1971 og á
Haustmóti TR 1973 hafði hann þegar
markað sér nokkra sérstöðu með hin-
um hógværa byrjunarleik, 1. b3, sem
kenndur hefur var við danska stór-
meistarann Bent Larsen. Í 2. umferð
Opna mótsins í Lone Pine 1978 lá fyr-
ir að Jónas P. Erlingsson myndi tefla
við þann skákmann sem hann dáði
mest, Bent Larsen. Danski stórmeist-
arinn var kominn til að vinna þetta
mót en í 1. umferð hafði hann beðið
lægri hlut fyrir lítt þekktum breskum
skákmanni, Jonathan Speelman. Jón-
as gerði þá jafntefli við Jack Peters og
hafði nú svart gegn Larsen. Skákin er
undirrituðum minnisstæð fyrir þá
miklu baráttu sem þar fór fram. Árið
1978 hafði Larsen þrjá sigra á milli-
svæðamóti á ferilskrá sinni og hafði
teflt á 1. borði í heimsliðinu gegn Sov-
étríkjunum árið 1970. Lengi vel
komst hann ekkert áfram gegn þess-
um 19 ára gamla keppnismanni. En
þegar jafnteflið virtist í höfn tók Jón-
as eina vitlausa beygju og varð að játa
sig sigraðan eftir magnaða baráttu:
Lone Pine 1978; 2. umferð:
Bent Larsen – Jónas P. Erlingsson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e3 Rc7 6. d4 e6 7. Bd3 Rd7 8.
O–O Be7 9. Dc2 exd4 10. exd4 h6 11.
Bf4 O–O 12. Hac1 Rf6 13. Dd2 Rfd5
14. Bxc7
Mannsfórnin 14. Bxh6 leiðir aðeins
til jafnteflis; 14. … gxh6 15. Dxg6 f5
og hvítur verður að taka þráskák.
14. … Rxc7 15. Bc2 Rd5 16. Dd3 g6
17. Rxd5 exd5 18. Re5 Db6 19. Bb3
Bf5
Lakara er 19. … Be6 vegna 20.
Rxg6! fxg6 21. Dxg6+ Kh8 22.
Dxh6+ Kg8 23. Dg6+ Kh8 24. Hc3 og
vinnur.
20. Dd2 Bg5 21. f4 Bf6 22. Hc5 Be7
23. Hxd5 Be6 24. Rd7 Bxd7 25. Hxd7
Bb4 26. De3 Had8 27. Dh3 Bd2 28.
Hd1 Bxf4 29. Hf1 Hxd7 30. Dxd7
Vendipunkturinn í skákinni. Leiki
svartur nú 31. … Dc7 er ekki nokkur
leið fyrir hvítan að tefla til vinnings.
30. … Df6 31. Hf3 Dd6 32. Dxd6
Bxd6 33. Hf6 Be7 34. Hxg6+ Kh7 35.
Hg4 f5 36. Hf4 Bg5
Þó svartur eigi enn allgóða jafn-
teflismöguleika þá er Larsen nú kom-
inn yfir það versta og á svæði sem
hann þekkti afar vel: stöður með mis-
litum biskupum þurfa ekki að vera
sérlega jafnteflislegar sé hrókum til
að dreifa. 37. Hf3 Bf6 38. d5 Bxb2 39.
Bc2 Bd4+ 40. Kf1 Bc5 41. Bxf5+ Kg7
42. g4 b6 43. Ke2 Kf6 44. Hh3 Hh8
45. Be6 Be7 46. Hf3 Ke5 47. He3+
Kd4 48. Hh3 Ke5 49. Kd3 Bg5 50.
Hh5 Kd6 51. h4 Bf6 52. Ke4 b5 53.
Kf5 Bc3 54. Kg6 a5 55. Hxh6 Hxh6
56. Kxh6 b4 57. g5 a4 58. Bf5
– og svartur gafst upp.
Larsen varð ekki stöðvaður eftir
þennan sigur. Hann hlaut 6 ½ vinning
í þeim skákum sem hann átti eftir og
varð einn í efsta sæti, ½ vinningi fyrir
ofan Lev Polugajevskí.
Einn situr og sigrar
Þegar tefldar hafa verið sex um-
ferðir á Bosníu-Sarajevo mótinu er
Alexander Morosevits næstum því
eini keppandinn sem unnið hefur
skák ef undan er skilinn sigur Kúb-
verjans Lenier Dominguez á heima-
manninum Predojevic í 1. umferð
mótsins. Góðkunningjar íslenskrar
skákhreyfingar Sergei Movsesian,
sem teflt hefur fyrir Helli mörg und-
anfarin keppnistímabil, og Ivan Soko-
lov, sem var afar virkur þátttakandi á
íslenskum skákmótum um langt
skeið, hafa enn ekki náð sigri og báðir
tapað fyrir hinum kynngimagnaða
Morosevits. Ivan Sokolov hefur aftur
flutt til Sarajevo þó hann sé enn hol-
lenskur ríkisborgari. Hann hefur
ávallt staðið sig vel á þessu móti. Sex
skákmenn tefla tvöfalda umferð og
hefur Morosevits náð forystu sem
ósennilegt er að hann láti af hendi:
1. Alexander Morosevits ( Rúss-
land ) 5 v. (af 6) 2. Lenier Dominguez
(Kúba) 3 ½ v. 3. – 5. Ivan Sokolov
(Holland) , Sergei Movsesian (Sló-
vakía) og Artyon Timofeev ( Rússland
) 2 ½ v. 6. Borki Predojevic ( Bosnía )
2 v.
Keppnismaðurinn mikli
Jónas P.
Erlingsson
SKÁK
Jónas P. Erlingsson
1958 – 2008
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is