Morgunblaðið - 31.05.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 43
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Kaffi og dagblaðalestur í Króknum 11. Há-
degismatur.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist fellur niður í
Gjábakka til 6. júní vegna breytinga en verður haldin í Gull-
smára eftirfarandi daga: 2. júní kl. 20.30, 4. júní kl. 13 og 6.
júní kl. 20.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú
ganga kl. 10.
Gerðuberg, félagsstarf | Alla virka daga kl. 9-16.30 er op-
ið m.a vinnustofur, spilasalur o.fl. Miðvikud. 4. júní er
Kvennahlaup ÍSÍ. Mæting í Gerðubergi kl. 12.30, Þorvaldur
Jónsson leikur á harmonikku o.fl. Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir aðstoðarmaður borgarstjóra ræsir hlaupið kl. 13.
Skráning á staðnum og sími 575-7720.
Hæðargarður 31 | Opið kl. 9-16 virka daga. Fastir liðir eins
og venjulega. Mogginn og kaffi, hádegisverður og kaffi. Fé-
lagsvist alla mánudaga í sumar kl. kl. 13.30. Uppl. í síma
568-3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is
Seljahlíð | Sýning á handverki heimilismanna verður á
morgun, sunnudaginn1. og 2. júní kl. 13.30-17. Einnig verð-
ur kaffihlaðborð, verð 1.000 kr.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Landnámssetrið í Borganesi
verður skoðað fimmtudaginn 5. júní kl. 13. Ekið um Hval-
fjörð í Borgarnes. Kaffiveitingar. Ekið til baka um göngin.
uppl. og skráning í síma 411-9450.
Kirkjustarf
Seljakirkja | Frá og með 1. júní til og með 31. ágúst n.k.
breytist guðsþjónustutími Seljakirkju. Þá verða kvöld-
messur hvert sunnudagskvöld kl. 20. Orð Guðs í bland við
tónlist og uppbyggilegt samfélag kirkjunnar.
dagbók
Í dag er laugardagur 31. maí, 152. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til him-
inskauta. (Mk 13, 27.)
Námsstefna um Aspergers-heilkenni og kynheil-brigði verður haldin áGrand hóteli dagana 3.
og 4. júní. Að námstefnunni standa
Umsjónarfélag einhverfra og Grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Laufey I. Gunnarsdóttir er einn
skipuleggjenda námsstefnunnar.
„Aspergersheilkenni er fötlun á ein-
hverfurófi, og birtist einkum í erfið-
leikum í félagslegum samskiptum og
óvenjulegri – og oft áráttukenndri –
hegðun eða yfirþyrmandi áhuga á af-
mörkuðum hugðarefnum,“ útskýrir
hún. „Einkennin geta verið mismikil
hjá einstaklingum. Sumir hafa væg
einkenni og geta lifað á nokkuð eðli-
legan hátt með fötluninni, en aðrir
hafa hamlandi einkenni og geta ekki
stundað vinnu né séð um sig sjálfir.“
Laufey segir einstaklinga með
Aspergersheilkenni geta átt erfitt
með kynferðisleg samskipti eins og
önnur félagsleg samskipti. Sumir
eru einnig óöruggir með kynhneigð
sína. „Kynferðislegar þarfir þeirra
eru ekki öðruvísi en hjá öðru fólki, en
einstaklingar með Aspergersheil-
kenni þurfa uppskriftir að viðeigandi
hegðun í ákveðnum aðstæðum, því
annars er hætt við að þeir bæði mis-
skilji skilaboð frá umhverfinu, og að
annað fólk misskilji gjörðir þeirra,“
segir hún. „Margir með Aspergers-
heilkenni fá sína kynfræðslu í al-
menna skólakerfinu, en sú fræðsla
sem þar er veitt skilar sér ekki til
þeirra með sama hætti og hún skilar
sér til annarra unglinga.“
Að sögn Laufeyjar er um tölu-
verðan vanda að ræða: „Aftur og aft-
ur koma upp mál þar sem kærur eru
jafnvel að fara af stað, vegna þess að
einstaklingur með Aspergersheil-
kenni skilur ekki hvaða hegðun er
óviðeigandi.“
Leiðbeinandi á námsstefnunni er
dr. Isabelle Heanault frá Háskólan-
um í Montreal: „Hún hefur sérhæft
sig í starfi og rannsóknum á kynheil-
brigði og kynfræðslu einstaklinga
með Aspergersheilkenni. Hún segir
okkur bæði frá ýmsum mikilvægum
atriðum er snúa að kynheilbrigði ein-
staklinga með Aspergersheilkenni
og kennir jafnframt til hvaða að-
gerða þarf að grípa til og íhlutunar
til að efla færni í félagslegum sam-
skiptum sem liggja til grundvallar
því að vera kynvera.“
Nánari upplýsingar og skráning
eru á slóðinni ww.greining.is
Heilsa | Fjallað um kynheilbrigði einstaklinga með Aspergersheilkenni
Skilja ekki skilaboðin
Laufey I.
Gunnarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1954. Hún
lauk prófi frá
Þroskaþjálfa-
skóla Íslands
1979, dipl.ed. í
uppeldis- og
menntunar-
fræðum frá KHÍ 2003 og stundar nú
meistaranám við HÍ. Laufey starf-
aði í Svíþjóð 1995 til 2000, hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur 2002-
2005 og hefur frá 2004 starfað á
Greiningar- og ráðgjafarstöð rík-
isins. Eiginmaður Laufeyjar er
Guðmundur Karl Snæbjörnsson
heimilislæknir og eiga þau fjögur
börn og þrjú barnabörn.
Tónlist
Breiðholtskirkja | Sönghópurinn Norður-
ljós heldur vortónleika kl. 17. Á efnisskrá
verða: Svíf þú blær, Brimströndin heima,
Við eigum samleið, Á Sprengisandi, Krum-
mavísa og Radetzky March. Einsöngvarar
Unnur Carlsdóttir, Jón G. Davíðsson.
Stjórnandi Julian E. Isaacs. Undirleikari
Tómas Guðni Eggertsson. Aðgangseyrir er
1.000 kr.
Kirkjukór Seljakirkju | Kórinn mun syngja
fyrir hönd Íslands á Íslendingahátíðinni í
Kanada í ágúst í sumar. Þar mun kórinn
flytja blandaða dagskrá af íslendskum
sönglögum og lögum eftir Vestur-
Íslendinga. Kórinn mun flytja Kanadadags-
krána í Seljakirkju í dag kl 17. Stjórnandi er
Jón Bjarnason.
Mannfagnaður
Hrafnista í Reykjavík og Hafnarfirði | Sjó-
mannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á
morgun, 1. júní á Hrafnistu. Í tilefni dagsins
er sýning og sala á handverki heim-
ilismanna. Einnig fer fram kaffisala á heim-
ilunum. Hvetjum við ættingja, aðstand-
endur og vini heimilismanna að líta inn.
Myndlist
Eyjafjörður | Sýningin Staðfugl-Farfugl er
útisýning sem opnuð var í maí og stendur
til 15. september. Um 30 einstaklingar, ís-
lenskir og erlendir, sýna 40 verk víðsvegar
við Eyjafjarðarbraut eystri og vestri. Hug-
myndin er byggð á þeim breytingum sem
verða meðfram þjóðvegum landsins á vor-
in.
Grafíksafn Íslands | Einkasýning á verkum
Bjarna Hinrikssonar var opnuð í gær. Sýn-
ingin nefnist Atlantik Diving og sam-
anstendur annars vegar af myndum unnum
í silkiþrykk og djúpþrykk og hins vegar af
stafrænt prentuðum myndum. Sýningin
stendur til 15. júní og er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
Safnaðarheimili Háteigskirkju | Faðir Jo-
vica, serbneskur listamaður sem einnig er
prestur í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni,
verður með íkonasýningu í þremur kirkjum í
júní, safnaðarheimili Háteigskirkju, Skál-
holtskirkju og Glerárkirkju á Akureyri. Í
upphafi verður flutt í kirkjunni sjálfri stutt
lofgjörð á kirkjuslafnesku, ensku og ís-
lensku sem nefnist akaþist. Sýningin í Há-
teigskirkju opnar í dag kl. 12 og stendur til
8. júní. Opið verður kl. 12-16 um helgar og til
kl. 18 á virkum dögum.
Kaffifélagið Skólavörðustíg 10. | Hanna
Margrét Einarsdóttir (f. 1973) opnar sýn-
Þjótandi | Skoðunar- og fræðsluferð í landi
Þjótanda að fornminjauppgreftri á bakka
Þjórsár. Stutt ganga, mæting kl. 18 á gömlu
brúnni yfir Þjórsá.
Söfn
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýningin
„Hvað er í matinn?“ opnar í dag kl. 14.
Hvernig geymdi fólk mat? Hvað var hægt
að kaupa í matinn og hvað gat fólkið búið til
sjálft? Tínir maður jarðepli af trjánum?
Svörin við þessum spurningum og mörgum
öðrum finnur þú á sýningunni.
Fyrirlestrar og fundir
Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Ársfundur
Félags múslima á Íslandi verður haldinn í
húsnæði Hjálpræðishersins í Reykjavík
sunnudaginn 1. júní kl. 13.
Frístundir og námskeið
www.ljosmyndari.is | Tveggja daga ljós-
myndanámskeið, (2 x 4 klst.) þar sem farið
er í helstu stillingar á stafrænu myndavél-
inni, gefin ráð varðandi almennar mynda-
tökur og tölvumál. Leiðbeinandi er Pálmi
Guðmundsson. Námskeiðsgjald er 14.900
kr. Skráning og uppl. á www.ljosmyndari.is
ingu á kaffigræjum úr postulíni í dag kl. 16, í
tilefni af eins árs afmælis staðarins. Hanna
stundar nám í „Mótun“ í Myndlistarskól-
anum í Reykjavík.
Uppákomur
Ljósmyndaskólinn | Útskriftarsýning 1. árs
nemenda Ljósmyndaskólans opnar í dag kl.
15. Ljósmyndaskólinn sem áður hét Ljós-
myndaskóli Sissu hefur verið starfræktur
síðan 1997 og er staðsettur að Hólmaslóð
6, Örfirisey, Reykjavík. Sýningin stendur til
8. júní og er opin kl. 16-20 virka daga en 14-
20 um helgar. Nánari uppl. www.ljosmynda-
skolinn.is
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Ef
spilafíkn er að hrjá þig eða þína aðstand-
endur er hægt að fá hjálp með því að
hringja í síma 698-3888.
Kaffifélagið | Ár verður liðið frá opnun
Kaffifélagsins á Skólavörðustíg 1. júní og af
því tilefni er vinum og velunnurum góðs
kaffis boðið til fagnaðar í dag, laugardag á
kl. 16-18. Hanna Margrét Einarsdóttir opnar
sýningu á kaffigræjum úr postulíni og boðn-
ar verða léttar veitingar.
FYRR á þessu ári átti Kvenfélag Garðabæjar 55 ára afmæli. Félagið vildi
minnast þessara merku tímamóta á veglegan hátt og var ákveðið að gefa
tvö sjúkrarúm til kvenlækningadeildar 21A á LSH. Rúmin eru með þeim
bestu sem völ er á í dag. Afhendingin fór fram 20. maí sl.
Á myndinni eru stjórnarkonur félagsins og starfsfólk sjúkrahússins.
Gáfu LSH sjúkrarúm
FÉLAG lífeindafræðinga (FL) og
Endurmenntun Háskóla Íslands
(EHÍ) hafa gert með sér samstarfs-
samning um símenntun lífeinda-
fræðinga.
Samkvæmt samningnum verða til-
lögur um efni og efnistök námskeiða
unnar í sameiningu sem og þróun en
allt utanumhald er í höndum EHÍ.
Leitast verður við að bjóða sem flest
námskeið í fjarkennslu til að líf-
eindafræðingar á landsbyggðinni
geti tekið þátt.Verðlagning er í lág-
marki og félagsmenn FL fá einnig
valin námskeið úr framboði EHÍ á
sérstökum afsláttarkjörum, segir í
fréttatilkynningu.
Samningurinn var undirritaður
nýverið og undirrituðu hann fyrir
hönd samstarfsaðila þær Kristín
Hafsteinsdóttir, formaður Félags líf-
eindafræðing,og Kristín Jónsdóttir,
forstöðumaður Endurmenntunar
HÍ.
Samstarf Kristín Hafsteinsdóttir, formaður FL, Erna Guðrún Agnarsdóttir,
námsstjóri EHÍ, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður EHÍ, Martha Á. Hjálm-
arsdóttir, lektor við HÍ og fræðslustjóri á sýklafræðideild LSH, og Hólm-
fríður Hilmarsdóttir, formaður Endurmenntunarnefndar FL.
FL og EHÍ í samstarf
FRÉTTIR
TÓNLISTARHÁTÍÐINNI Björtum
sumarnóttum sem halda átti í
Hveragerðiskirkju nú um helgina
hefur verið aflýst vegna jarðskjálft-
anna sem riðu yfir Suðurland á
föstudag. Menningarmálanefnd
Hveragerðis tók ákvörðun um að
blása hátíðina af að höfðu samráði
við almannavarnanefnd Hvera-
gerðis og sýslumann Árnessýslu.
Tónlistarhátíð aflýst í Hveragerði
ERIC W. Rothenbuhler, prófessor
við fjölmiðla- og boðskiptadeild
Texas A&M University, heldur
opinberan fyrirlestur í boði fé-
lagsvísindadeildar Háskóla Ís-
lands í stofu 101 í Odda mánu-
daginn 2. júní næstkomandi kl.
12.
Heiti fyrirlestursins, sem verð-
ur fluttur á ensku, er: Merki um
veraldleg trúarbrögð: Táknræn
óreiða og úrbætur í kjölfar 11.
september („Signs of Secular Fa-
ith: Symbolic Disorder and Repa-
ir after Witnessing 9/11“).
Fyrirlesturinn er byggður á
ljósmyndum, sem teknar voru í
New York 11. september 2001 og
á næstu vikum og mánuðum. Með
hjálp þessara ljósmynda leitast
Eric Rothenbuhler við að greina
hrun ríkjandi táknheims og sköp-
un annars táknheims í hans stað.
Myndirnar tók Jane Martin.
Eric Rothenbuhler hefur kennt
við virta háskóla, skrifað fræði-
bækur, einn og með öðrum, og
fjölda tímaritsgreina um fjöl-
miðlakenningar og félagsfræði
og mannfræði fjölmiðla og boð-
skipta. Meðal sérsviða hans er
fjölmiðlaiðnaðurinn og dæg-
urmenning. Hann er staddur hér
á landi í tilefni af norrænu mál-
þingi um fjölmiðla og trúarbrögð,
sem haldið er í samstarfi kennara
við félagsvísindadeild og guð-
fræðideild Háskóla Íslands, segir
í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
um eftirköst
11. september MORGUNBLAÐINU hefur boristeftirfarandi tilkynning frá Lands-
sambandi kvenna í Frjálslynda
flokknum:
„Landsamband kvenna í Frjáls-
lynda flokknum boðar til mótmæla
á sjómannadaginn gegn mannrétt-
indabrotum stjórnvalda í fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Safnast verður
saman við Stjórnarráðið kl. 13.30
sunnudaginn 1. júní og gengið að
hafnarbakkanum þar sem hátíða-
höld sjómannadagsins fara fram.
Hvetjum félaga til þess að sýna
samstöðu og taka þátt í friðsam-
legum mótmælum. Þó það sé
Landssamband kvenna sem boðar
til mótmælanna eru allir velkomnir,
konur jafnt sem karlar.“
Kvótamótmæli á
sjómannadaginn
JCI Esja heldur námskeið til að
kenna þeim sem þurfa að halda
brúðkaupsræður hvernig sé best að
standa að slíku. Á námskeiðinu
verður farið í helstu atriði sem snúa
að því að halda brúðkaups- og tæki-
færisræður. Kennt verður hvernig
er best að standa að undirbúningi,
hvernig á flytja ræðurnar og hvern-
ig hægt sé að komast hjá kvíða.
Námskeiðið verður tvö kvöld og
hefst 12. júní næstkomandi. Skrán-
ing er á netfangið tomasha@gmail-
.com eða á heimasíðu JCI Esju,
www.jciesja.org. Námskeiðsgjald
er 12.000 kr. með námskeiðs-
gögnum. Námskeiðið er öllum opið,
segir í fréttatilkynningu.
Brúðkaups-
ræðunámskeið