Morgunblaðið - 31.05.2008, Side 46
46 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÖLBRAUTASKÓLA Vesturlands var slitið
laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Brautskráðir
voru 65 nemendur við hátíðlega athöfn.
Hörður Ó. Helgason skólameistari ávarpaði
samkomugesti og afhenti útskriftarnemum skír-
teini sín. Atli Harðarson aðstoðarskólameistari
flutti annál vorannar 2008. Lára Hólm Heim-
isdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd út-
skriftarnema. Ársæll Arnarsson flutti kveðjuorð
frá 10 og 20 ára afmælisárgöngum.
Andri Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir ágæt-
an árangur í eðlis- og efnafræði, íslensku og í
sérgreinum á námsbraut í húsasmíði. Einnig
fékk hann viðurkenningu skólans fyrir bestan
námsárangur nýstúdenta á vorönn 2008. Auður
Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku. Árni
Valgeirsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum
á námsbraut í húsasmíði. Áslaug Katrín Hálfdán-
ardóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði. Eva
Eiríksdóttir fyrir ágætan árangur í ensku og
fyrir störf að félagsmálum. Freysteinn B. Bark-
arson fyrir ágætan árangur í félagsfræði og við-
skiptagreinum. Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir
fyrir störf að félags- og menningarmálum. Ingi-
björg Sigríður Karlsdóttir fyrir ágætan árangur
í sérgreinum á sjúkraliðabraut. Kristín Sigurð-
ardóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum á
sjúkraliðabraut. Lára Hólm Heimisdóttir fyrir
ágætan árangur í félagsfræði og uppeldisfræði.
Sigríður Guðbjartsdóttir fyrir ágætan árangur í
efnafræði, líffræði, náttúrufræðigreinum og
stærðfræði. Tryggvi Þorvaldsson fyrir ágætan
árangur í sérgreinum á námsbraut í húsasmíði.
Einnig fékk Tryggvi Kötluverðlaun fyrir bestan
námsárangur iðnnema sem luku námi á vorönn
2008. Þuríður Elín Geirsdóttir fyrir ágætan ár-
angur í sérgreinum á sjúkraliðabraut.
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, af-
henti námsstyrk Akraneskaupstaðar og Borg-
arbyggðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja um-
sækjenda, þeirra Almars Gunnarssonar, sem
lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með
eðlisfræðikjörsviði í desember 2007, og Andra
Gunnarssonar, sem lauk burtfararprófi af náms-
braut í húsasmíði og stúdentsprófi eftir nám í
húsasmíði nú í maí 2008. Þess má geta að þeir
Andri og Almar eru tvíburabræður. Elín Björns-
dóttir, sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræði-
braut í desember 2007 fékk verðlaun fyrir góðan
námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnason-
ar á Sýruparti. Viskuklúbbur nemendafélagsins
fékk styrk úr minningarsjóði Karls Kristins
Kristjánssonar.
65 brautskráðir á Akranesi
ÁRLEGUR blómadagur er haldinn
hátíðlegur í dag, laugardaginn 31.
maí, á Skólavörðustígnum í tilefni
sumarkomu, um leið og hann undir-
strikar sérstöðu fyrirtækjanna við
Stíginn, sem mörg hver byggja við-
skipti sín á handverki, nytjalist og
hvers konar hönnun og listaverkum,
segir í tilkynningu.
Frá kl. 13 munu börn og unglingar
á vegum Kramhússins dreifa blóm-
um, grænmeti og ávöxtum til gesta
og gangandi. Ávextir, grænmeti og
blóm eru í boði Blómabænda, Garð-
yrkjubænda og Banana h.f. Lifandi
tónlist, dans og önnur skemmtiatriði
verða fram eftir degi.
Að þessu sinni munu skóla-
hljómsveitir úr Austurbæjarsskóla,
s.s. Retro Stefson spila á sviðinu við
Hegningarhúsið. Þar munu einnig
koma fram leynigestir og skemmti-
kraftar á vegum 12 Tóna. Kram-
húsið verður með danssýningu. Gít-
artónleikar verða við Listhús Ófeigs,
Skólavörðustíg 7. Tónleikar verða
við Kaffihús Baba lú og búast má við
ýmsum fleiri uppákomum á Skóla-
vörðustígnum á Blómadaginn.
Blómadagur á
Skólavörðustíg
EINAR K. Guðfinnsson, sjáv-
arútvegsráðherra, prédikar í léttri
sjómanna- og sumarmessu í Bú-
staðakirkju á sjómannadaginn kl. 11.
Þetta verður léttmessa með léttum
og sumar- og sjómannalögum. Fé-
lagar úr kór Bústaðakirkju syngja
og Karl Olgeirsson verður við flyg-
ilinn. Eftir messu er heitt á könn-
unni og Sæmundur á sparifötunum
mætir.
Á undanförnum árum hafa sjó-
menn og aðrir í störfum tengdum
sjómennsku og útgerð flutt stólræðu
dagsins. Að þessu sinni verður sjáv-
arútvegsráðherra í prédikunarstól.
Bústaðakirkja og söfnuður hennar
árna íslenskum sjómönnum og fjöl-
skyldum þeirra heilla og blessunar
Guðs og bjóða þau velkomin til sjó-
mannamessunnar, segirí tilkynn-
ingu.
Sjávarút-
vegsráðherra
predikar
ÚTSKRIFTARATHÖFN og skólaslit Flensborgarskólans á vorönn voru
24. maí sl. og voru útskrifaðir 68 nemendur með samtals 71 próf. Með
próf í fjölmiðlatækni útskrifuðust átta nemendur, af starfsbraut útskrif-
uðust sex nemendur og sem stúdentar útskrifuðust 57 nemendur. Tveir
nemendur útskrifuðust bæði með próf í fjölmiðlatækni og stúdentspróf og
einn nemandi útskrifaðist með próf í fjölmiðlatækni og fjögurra ára próf
af starfsbraut.
Tinna Pálmadóttir hlaut viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafn-
arfjarðar fyrir bestan árangur allra á stúdentsprófi. Þorsteinn Krist-
insson semidúx fékk viðurkenningu fyrir eðlisfræði, efna- og jarðfræði,
félagsfræði, sögu og stærðfræði. Þorsteinn útskrifaðist af tveimur braut-
um, félagsfræða- og náttúrufræðibraut. Þorsteinn Kristinsson flutti ræðu
fyrir hönd nýstúdenta og afhenti skólanum málverk að gjöf frá útskrift-
arnemendum.
Aðrir nemendur sem hlutu viðurkenningu voru Andrea Helga Sigurð-
ardóttir fyrir störf í þágu nemenda og skólans, Ágústa Ýr Sveinsdóttir
fyrir fjölmiðlagreinar, Edda Dögg Ingibergsdóttir fyrir tölvugreinar,
Ester Eir Guðmundsdóttir fyrir námsástundun og stundvísi, Guðný Helga
Haraldsdóttir fyrir framfarir í fjölmiðlagreinum, Kristján Ernir Rún-
arsson fyrir framfarir í námi, Nexhip Sillova fyrir tölvugreinar, Saga Jó-
hanna Inger Mellbin fyrir efnafræði og Vignir Jónsson fyrir tölvugreinar.
Hrefna Geirsdóttir aðstoðarskólameistari stýrði athöfninni og flutti
annál skólaársins. Í ræðu sinni fjallaði Einar Birgir Steinþórsson skóla-
meistari um lok framkvæmda sem staðið hafa við skólann nær samfellt í
10 ár, en á þessu ári hillir undir lok þessa framkvæmdatímabils. Hann
ræddi einnig um þróunarstarf sem hefur verið unnið innan skólans á und-
anförnum árum, ásamt nýbreytni í námsframboði skólans. Í lokaorðum
sínum til útskriftarnemenda fjallaði Einar Birgir um mikilvægi mennt-
unar og hvatti nemendur til áframhaldandi náms, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Útskrift frá Flensborgarskóla
HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins
í Grafarvogi hefjast kl. 10.30 með
helgistund við fornt naust, bátalægi
sem er fyrir neðan kirkjuna, þá
kirkju sem stendur einna næst sjó af
kirkjum landsins. Félagar úr Björg-
unarsveitinni Ársæli í Reykjavík
taka þátt í helgistundinni. Flutt
verða ritningarorð og sunginn sálm-
ur.
Innsetningarguðsþjónusta hefst
kl. 11 í Grafarvogskirkju. Sr. Guð-
rún Karlsdóttir, nýkjörin prestur í
Grafarvogssöfnuði verður sett inn í
embætti af séra Gísla Jónassyni pró-
fasti. Sr. Guðrún prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt prestum safnaðar-
ins. Kórar kirkjunnar syngja.
Stjórnendur eru Aðalheiður Þor-
steinsdóttir og Svava Kristín Ing-
ólfsdóttir. Eftir messu verður boðið
upp á léttan hádegisverð, segir í
fréttatilkynningu
Morgunblaðið/Sverrir
Hátíðarhöld
í Grafar-
vogskirkju
EINS og undanfarin ár mun Sjó-
mannafélag Ólafsfjarðar halda veg-
lega upp á sjómannadaginn.
Dagskráin hófst í gær og stendur
fram á sunnudagskvöld. Í dag, laug-
ardag, verður svokallaður sjó-
mannaslagur á golfvelli Ólafsfirð-
inga, dorgveiðikeppni og hinn
hefðbundni kappróður í höfninni. Í
sundlauginni verður koddaslagur,
björgunarsundkeppni o.fl. Þá verður
boðið upp á siglingu með Sig-
urbjörginni ÓF 1 og grillveislu á eft-
ir. Um kvöldið verða tónleikar með
Roðlaust og beinlaust, Sniglaband-
inu og fleirum.
Á sjálfan sjómannadaginn byrjar
dagskrá með skrúðgöngu og sjó-
mannamessu, knattspyrnuleikur
verður milli sjómanna og landmanna
og fjölskylduskemmtun þar sem
fram koma m.a. Björgvin Frans, fé-
lagar í Söngvaborg, Masi og félagar,
Sigga Beinteins og tónlistarfólk frá
Ólafsfirði. Leiktæki verða í gangi
fyrir unga fólkið og Slysavarn-
arfélagskonur selja kaffi í Sandhóli.
Hátíðinni lýkur með árshátíð sjó-
manna í Tjarnarborg með hátíð-
arkvöldverði og fjölbreyttri
skemmtidagskrá sem endar með
dansleik og fjöri fram á nótt.
Sjómannadagur í Ólafsfirði
HAGFRÆÐIDEILD Háskóla Ís-
lands stendur fyrir fyrirlestri 2. júní
undir yfirskriftinni: Ræður Seðlabank-
inn við verðbólguna? Fyrirlesturinn
fer fram á Háskólatorgi, HÍ, stofu HT
101 og stendur frá kl. 12 til 13.30.
Arnór Sighvatsson aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans mun flytja stuttan
fyrirlestur um peningamálstefnu
Seðlabankans og síðan sitja fyrir
svörum. Markmið fundarins er að
gefa áhugafólki færi á að ræða
ákvarðanir og aðgerðir Seðlabankans
við aðalhagfræðinginn og spyrja
hann spurninga, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrirlestur um verðbólguna