Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 49

Morgunblaðið - 31.05.2008, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2008 49 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird - Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel Hljómsveitarstjóri: Daniel Kawka Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Ein birtingarmyndin er Lady and Bird, samstarfsverkefni hans og frönsku tónlistarkonunnar Keren Ann Zeidel. Á tónleikunum flytja þau tónlist Lady and Bird auk tónlistar sem þau semja hvort um sig, í hljóm- sveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík með stuðningi Franska sendiráðsins. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest 8. júní frá kr. 29.990 Vikuferð á einstökum tíma! Ein fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsunda- tali á hverju ári með Heimsferðum. Sumarið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Fjölbreytt gisting í boði. Búdapest býður ein- stakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 59.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 7 nætur á Hotel Golden Park **** með morgunmat. M bl 9 89 89 5 Þegar Björk Guðmundsdóttirheldur tónleika reynir húnað hafa hljóðprufu sama dag til að kynnast salnum sem hún er að fara að syngja í. Á tónleikaferð hennar um heim- inn er ekki alltaf sami lagalistinn, hún er með um 40 lög sem hljóm- sveitin kann, og af þeim velur hún tæpan helming rétt fyrir tón- leikana. Björk byggir lagavalið á hljóm- burðinum hverju sinni, sum lög koma illa út í miklu bergmáli, önn- ur mun betur. Sum lög virka prýði- lega á útitónleikum á meðan önnur hljóma betur inni. Og þar fram eft- ir götunum.    Mér flaug þetta í hug á tón-leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói sem ég skrif- aði nýlega um hér í blaðinu. Tón- leikarnir voru hinir skemmtileg- ustu, bæði vegna þess að hluti dagskrárinnar var áhugaverður, en einnig vegna þess að tónlistin barst ágætlega um salinn. Básúnuleikari var í aðalhlutverki og málmblásarar hljómsveit- arinnar voru sömuleiðis áberandi. Básúnukonsert er í eðli sínu há- vaðasamur og rómantískar sinfóní- ur á borð við þá fyrstu eftir Tsjaj- kovski eru kraftmiklar tónsmíðar sem heyrist vel í, líka á öftustu bekkjum.    Þrátt fyrir þetta hefur margoftverið bent á að þurr hljóm- burðurinn í Háskólabíói er ekki sérlega heppilegur fyrir sinfón- íuhljómsveit. Og það er alveg rétt. Samt hljóma sum verk þar skár en önnur. Þó er eins og for- ráðamenn Sinfóníunnar átti sig ekki á því og hafi hljómburðinn ekki í huga þegar þeir ákveða vetr- ardagskrána. Af hverju eru oft leiknar tónsmíðar sem henta sér- lega illa, eins og tónaljóðið um Don Kíkóta eftir Richard Strauss? Tónaljóðið var á dagskránni fyrr í vetur, en þar var selló í einleiks- hlutverki. Það kom ekki vel út. Selló er í eðli sínu veikróma hljóð- færi og það heyrðist bókstaflega ekkert í því aftarlega í Háskólabíói. Ekki er betra að ráða söngvara, sem vitað er að hefur ekki sterka rödd, til að halda uppi heilli dag- skrá. Samt gerist það alltof oft.    Sum tónlist er bara þannig aðhún þarf mikla endurómun – jafnvel þótt hún innihaldi ekki söng eða sellóleik. Gott dæmi er tónlistin eftir Jón Leifs. Hún hljómar yf- irleitt ekki vel í Háskólabíói. Hall- grímskirkja er mun heppilegri fyr- ir hana, endurómunin þar er mjög mikil og þótt stór sinfónísk verk komi ekki vel í kirkjunni er tónlist- in eftir Jón margfalt áhrifameiri þar en í Háskólabíói.    Sinfónían er búin að vera svolengi í Háskólabíói að menn ættu að vera búnir að átta sig á því hvað hentar þar og hvað ekki. Er það ekki annars?    Ég hef enn ekki séð vetrardag-skrána næsta vetur. En von- andi verður eitthvert vit í henni. Vonandi verða engir sellókon- sertar og raddlitlir söngvarar þar. Já, vonandi verða þeir lagðir í salt þar til Sinfónían flytur í nýja tón- listarhúsið við höfnina! Sellókonserta í salt, takk! AF LISTUM Jónas Sen » Björk Guðmundsdóttir velur lagalistann eftirhljómburðinum hverju sinni. En hvað gerir Sinfónían? Er dagskrá hennar sniðin að hljóm- burðinum í Háskólabíói? Reuters senjonas@gmail.com SÁ óvænti en rómantíski atburður átti sér stað í Laugarásbíói á fimmtudag að borið var upp bónorð á hvíta tjaldinu fyrir forsýningu kvik- myndarinnar Sex & the City (Beð- mál í borginni). Arnbjörn Elíasson bað unnustu sinnar Marijönu Cumba sem er ættuð frá Króatíu með því að varpa bónorðinu „Marijana viltu giftast mér“ á sýningartjald bíósins. Því næst kraup hann á kné og dró trúlofunarhring á fingur Marijönu. Uppátækið vakti mikla hrifningu boðsgesta sem margir voru við- skiptavinir Baðhússins og var turtil- dúfunum klappað lof í lófa. Bónorð í bíói Morgunblaðið/Eggert Marijana viltu giftast mér? Bónorðið kom ekki síst gestum Laugarásbíós skemmtilega á óvart. Morgunblaðið/Eggert Hin verðandi hjón Arnbjörn Elíasson og Marijana Cumba.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.