Morgunblaðið - 05.08.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.08.2008, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM 50.000 manns sóttu Íslendinga- dagshátíðina á Gimli í Manitoba í Kanada um helgina. ,,Það er mikil og sterk hefð fyrir þessari hátíð og ég er ánægður með hvernig til tókst,“ segir Robert Arnason, formaður Ís- lendingadagsnefndar. ,,Lögreglan segir okkur að Gimli sé þriðja stærsta borg Manitoba um þessar mundir, á eftir Brandon og Winni- peg.“ Þessi þriggja daga árlega hátíð fór nú fram í 119. sinn og að þessu sinni var þemað Íslendingar og íþróttir. Robert rifjar upp að íþróttir hafi lengi skipað stóran sess á hátíð- inni og verðlaunagripirnir Oddson- skjöldurinn og Hanson-bikarinn hafi verið til sýnis af þessu tilefni. Eins hafi verið tekin upp keppni í mílu- hlaupi til minningar um frjáls- íþróttaþjálfarann Wayne McMahon. Ekkert kostar á hátíðina og segir Robert Arnason að það hafi mikið að segja. Boðið sé upp á mjög metn- aðarfulla og mikla dagskrá þar sem allir finni eitthvað við sitt hæfi. Há- tíðin sé haldin til þess að minnast tengslanna við Ísland og styrkja þau enn frekar. ,,Ég fór til Íslands í fyrsta skipti um miðjan júní og eftir þá ferð skil ég enn betur mikilvægi þess að treysta þessi bönd. Íslend- ingadagurinn hefur verið hluti af mínu lífi alla tíð og aðalatriðið hefur alltaf verið að efla fjölskylduböndin. Við erum ein stór fjölskylda og hérna snýst málið fyrst og fremst um fjölskylduna.“ Um 200 manns sóttu hátíðina frá Íslandi. Robert Arnason segir það mjög þýðingarmikið. Öll samskipti séu af hinu góða og því hafi hann hvatt fólk til að gera ekki sömu mis- tök og hann með því að draga það að heimsækja Ísland, heldur fara strax. Mannréttindi mikilvæg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, flutti minni Kan- ada. Hún sagði það mikinn heiður að standa í þeim sporum. Ísland og Kanada legðu mikla áherslu á mann- réttindi og náið samstarf á því sviði væri mikið tilhlökkunarefni, næði Ís- land kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland gæti líka lært mik- ið af Kanada í innflytjendamálum. Listahátíðin núnanow í Winnipeg hefur vakið mikla athygli. Um er að ræða listahátíð ungs fólks af íslensk- um ættum og Íslendinga sem var hleypt af stokkunum í tengslum við þjóðræknisþing 2007 og fór fram í annað sinn í vor og þá bæði í Winni- peg og Calgary. Ingibjörg Sólrún hrósaði aðstandendum hátíðarinnar og sagði hana mikilvæga í tengslum þjóðanna, rétt eins og íslenskudeild- in við Manitobaháskóla og blaðið Lögberg-Heimskringla. Ingibjörg Sólrún segir að Íslend- ingadagshátíðin sé mikilvæg kynn- ing fyrir Ísland því landið fái mikla kynningu samfara henni. ,,Allt þetta fólk sem vinnur að hátíðinni eru ómetanlegir sendiherrar, það er ómetanlegt að eiga svona fólk að.“ Donald K. Johnson í Toronto flutti minni Íslands. Hann ólst upp í ís- lensku umhverfi í Manitoba og sagði að þó hann væri Kanadamaður væri hann líka Íslendingur. Faðir sinn hefði fæðst á Íslandi og móðir sín væri af íslenskum ættum. Álíka margir og íbúar Íslands Í ræðu sinni benti Don Johnson á að á Íslandi byggju um 300.000 manns og ámóta margir væru af ís- lenskum ættum í Norður-Ameríku. Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, hefði gegnt og gegndi lykilhlutverki við að treysta bönd þessara hópa og dr. Ken Thorlakson hefði lyft Grettistaki í fjáröflun fyrir íslensku stofnanirnar í Winnipeg, ís- lenskudeildina og Lögberg-Heims- kringlu. Landsbankinn hefði stutt fjáröflun blaðsins dyggilega og rík- isstjórn Íslands hefði veitt ómetan- lega aðstoð á undanförnum árum. Almar Grímsson, formaður Þjóð- ræknisfélags Íslendinga, minnti við- stadda á að Snorraverkefnið hefði verið í gangi í 10 ár og dafnað vel. Í upphafi var það hugsað fyrir ung- menni af íslenskum ættum í Norður- Ameríku til að kynnast landi for- feðra sinna á vettvangi. Almar sagði verkefnið hafa byggt brú milli sam- félaganna og kynslóðanna. Anna Blauveldt, sendiherra Kanada gagnvart Íslandi, var á Gimli í fyrsta sinn. Eftir að hafa heimsótt Vesturfarasetrið á Hofsósi í vor sagðist hún ekki geta ímyndað sér neitt betra en Íslendingadagshá- tíðina til að sýna sterk tengsl Íslands og Kanada. Flestir á Íslendingadagshátíðinni á Gimli  Um 50.000 manns á fjölmennustu hátíð Manitoba og þar af um 200 frá Íslandi  Þema fjölskylduhátíðarinnar, sem haldin var í 119. sinn, var Íslendingar og íþróttir Vestur-Íslendingar Um 50 þúsund manns héldu upp á Íslendingadagshátíðina með pomp og prakt í hjarta Nýja-Íslands í Gimli í Kanada. Í HNOTSKURN »Íslendingadagshátíðin fórfram í Winnipeg 1890 til 1932 en síðan hefur hún verið á Gimli. »Frjálsíþróttir voru í há-vegum hafðar lengi vel og var um mikla keppni liða og einstaklinga að ræða. Þar öttu kappi margir af bestu frjáls- íþróttamönnum Manitoba. »Keppni í tveimur greinumbyrjaði á hátíðinni á átt- unda áratugnum. Það eru kappleikirnir Fris-Nok og Ís- lendingadunk, sem njóta báðir mikilla vinsælda á hátíðinni. UM 200 Íslendingar voru á ís- lensku hátíðinni í Mountain í Norð- ur-Dakóta í Bandaríkjunum um helgina og settu þeir mikinn svip á bæinn. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra var heiðurs- gestur á hátíðinni í Mountain í fyrstu heimsókn sinni í bandaríska sveit. „Maður hefur ekki komið til Bandaríkjanna fyrr en maður hef- ur komið þangað,“ segir hún og vísar til sveitarinnar. „Að koma til Norður-Dakóta og sjá hvað þetta fámenna samfélag leggur mikið á sig til þess að halda vörð um upp- runa sinn er ótrúlegt.“ Ingibjörg Sólrún gat þess í ávarpi sínu að íslenska ríkisstjórn- in væri hreykin af íslenska sam- félaginu í Mountain. Curtis Olaf- son, öldungadeildarþingmaður í Norður-Dakóta og formaður Ís- lendingafélagsins, þakkaði ríkis- stjórninni og Íslendingum fyrir stuðninginn. Hátíðin var með hefðbundnum hætti, haldin í 109. sinn, og voru þrír hópar Íslendinga, frá Bænda- ferðum, einn frá Vesturferðum og kór Seljakirkju í Reykjavík, sem söng m.a. þjóðsöngva Bandaríkj- anna, Íslands og Kanada. Settu svip á bæinn Norður-Dakóta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók þátt í hátíðinni ásamt manni sínum, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. FRÉTTIR UM fimmtán fastráðnir starfsmenn og annað eins af lausráðnu starfs- fólki misstu vinnuna þegar tveimur leikfangaverslunum Just 4 Kids var lokað fyrir verslunarmannahelgi. Þar með lauk umfangsmiklum en skammvinnum rekstri þessarar ís- lensku verslanakeðju. Fyrsta verslun Just 4 Kids var opnuð í Garðabæ síðla árs 2007 af þá- verandi eigendum Leikbæjar en þeir sögðu að verslunin væri mótleikur þeirra gegn yfirvofandi samkeppni frá stórverslun Toys R Us sem var opnuð við Smáratorg um svipað leyti. Þá stefndu þeir á starfsemi í út- löndum undir merkjum Just 4 Kids. Áður en verslunin í Garðabæ var opnuð höfðu eigendur Leikbæjar sameinað rekstur Liverpool og Dótabúðarinnar rekstri Leikbæjar og ráku um tíma átta leikfangaversl- anir undir merkjum Leikbæjar. Rekstur þessa leikfangarisa gekk hins vegar ekki sem skyldi og í maí á þessu ári, aðeins um sjö mánuðum eftir að stórverslunin í Garðabæ var opnuð, var Leikbær úrskurðaður gjaldþrota og verslunum Leikbæjar lokað í kjölfarið. Eftir gjaldþrotið eignaðist annað rekstrarfélag, 1024 ehf., rekstur Just 4 Kids og rak verslanir undir því merki í Garðabæ og í Faxafeni í Reykjavík, þ.e. þar til í liðinni viku. Framkvæmdastjóri þess félags er Ólafur Örn Jónsson. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að það hefði einfaldlega ekki verið grund- völlur fyrir áframhaldandi rekstri. Aðspurður sagði hann að lager versl- unarinnar væri allur í eigu leikfanga- heildsala sem hefði keypt hann af fyrri eigendum Just 4 Kids á sínum tíma. Húsið sem hýsti verslun Just 4 Kids í Garðabæ er í eigu fasteigna- félagsins Smáragarðs, að sögn Ólafs Arnar. Hann vonaðist til að hægt yrði að afstýra gjaldþroti rekstrar- félagsins. Leikfangakeðja úr sögunni Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VERSLUNARMANNAHELGIN í ár verður hjónunum Kristínu Ólafs- dóttur og Valdimar Guðjónssyni líklega eftirminnileg, en því miður ekki af góðu. Þannig vildi nefnilega til að á laugardeginum fór Kristín skyndilega að finna fyrir mikilli tannpínu sem leiddi um allan kjálk- ann og stigmagnaðist eftir því sem leið á helgina, en ekkert gekk að ná í tannlækni. „Ég efast um að það sé nokkur eftir á landinu sem við hringdum ekki í en það virðast allir vera í fríi,“ segir Valdimar. Þegar útséð var um að næðist í tannlækni í ná- grannabyggðum Selfoss sneru hjónin sér til Reykjavíkur og höfðu samband við neyðarsíma Tann- læknafélagsins, en þar var svipaða sögu að segja. „Það kom bara sím- svari og sagt að samband yrði haft til baka, en það heyrðist aldrei frá þeim.“ Eina úrræðið var lækna- vaktin á Selfossi, þar sem Kristín fékk skrifuð út verkjalyf en þau slógu lítið á verkinn. Loks kl. 20:30 á mánudagskvöldi, rúmum tveimur sólarhringum eftir að pínan kom upp, náðist í tann- lækni á Selfossi sem var á leið úr fríi og tilbúinn að opna stofuna fyr- ir Kristínu. „Við vorum hissa á að enginn skyldi vera til taks þegar svona kom upp á langri helgi,“ seg- ir Valdimar. unas@mbl.is Þjáðist af tannpínu alla helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.