Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 0,79% í gær og stóð í lok dags í 4.242 stigum. Atlantic Petroleum hækkaði um 8% í kjölfar frétta um olíufund og Exista um 6,17%. Mesta lækkun dagsins var um 0,91% hjá Atorku og Atlantic Air- ways um 0,49%. Gengi krónunnar styrktist um 1,28% í gær og var loka- gildi gengisvísitölunnar 156, stig. Gengi Bandaríkjadals var við lokun markaða 81,3 krónur, evru 120,4 krónur og sterlingspunds 152 krón- ur. Hlutabréfavísitölur hækkuðu á norrænum mörkuðum í gær. Sam- norræna vísitalan hækkaði um 1,22% og sú danska um 1,34%. bjarni@mbl.is Hækkun í kauphöll ● HEILDARVELTA kreditkorta var um 3,6 milljörðum meiri í júlímánuði á þessu ári en í sama mánuði í fyrra, á verðlagi hvors mánaðar fyrir sig, og nam 27,2 millj- örðum í ár. Debet- kortavelta dróst hins vegar saman um 4,1 milljarð á sama tíma og nam 34,4 millj- örðum í júlí- mánuði síðast- liðnum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans, sem birtar voru í gær. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að tölur Seðlabankans um greiðslukortaveltu gefi sterka vís- bendingu um hraðan viðsnúning einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi og ef marka megi greiðslukortaveltu í júlí sé framhald þar á. gretar@mbl.is Sterk vísbending um minni einkaneyslu EIGINFJÁRSTAÐA fjögurra stærstu viðskiptabankanna hér á landi er sterk og þeir geta þolað tölu- verð áföll, samkvæmt tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Segir í tilkynningunni að Glitnir banki, Kaupþing banki, Landsbankinn og Straumur-Burðarás standist allir álagspróf FME, sem eftirlitið fram- kvæmir með reglubundnum hætti. Álagspróf FME gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréf- um, vaxtafrystum/virðisrýrðum út- lánum og fullnustueignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunn- ar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark. Óróinn tekinn með FME vekur athygli á því í tilkynn- ingunni að álagsprófið miðist við stöðuna á viðkomandi tímapunkti. Þá segir að eiginfjárhlutföll bank- anna í lok annars ársfjórðungs 2008 endurspegli þegar áhrif af óróa á fjármálamörkuðum á seinni hluta ársins 2007 og fyrri hluta þessa árs, þ.e. áður en áhrifin af álagsprófinu eru reiknuð. „Niðurstöður álagsprófsins sýna að eiginfjárstaða bankanna er sterk og getur þolað töluverð áföll. Stjórn- endur og hluthafar bankanna þurfa að leggja áherslu á að viðhalda sterkri eiginfjárstöðu og jafnvel efla hana, en eiginfjárþörfina þarf reglu- lega að endurmeta með hliðsjón af mismunandi áhættuþáttum í rekstri og stefnu hvers fyrirtækis,“ segir Jónas. gretar@mbl.is Staða bankanna er sterk og þeir þola töluverð áföll Stóru viðskiptabankarnir fjórir standast álagspróf FME atriði væri að málið leystist innan bankakerfisins sjálfs. „Ekki stendur til að ríkið komi að rekstri banka- stofnana, nema með almennum reglu- og lagasetningum, líkt og þeg- ar settar voru nýjar reglur um að fjármálastofnanir gætu notað fast- eignalán sín sem veð fyrir lánveit- ingum frá Íbúðalánasjóði,“ segir Björgvin. Tillagan samþykkt í dag  Ríkið kemur SPM ekki til hjálpar með sértækum hætti  Tillaga um aðkomu Kaupþings lögð fyrir fulltrúaráð í dag Morgunblaðið/hag Tap Áætlað tap samstæðu Sparisjóðs Mýrasýslu á fyrstu sex mánuðum ársins var um 4,6 milljarðar króna, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sjóðsins. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SVEITARSTJÓRN Borgarbyggðar samþykkti á fundi í gær að leggja það til við fulltrúaráð Sparisjóðs Mýrasýslu að samþykkja tillögu, sem lögð verður fyrir ráðið í dag, um nýjar samþykktir sjóðsins. Breyt- ingarnar fela m.a. í sér aukningu stofnfjár SPM um tvo milljarða króna og innkomu Kaupþings og annarra fjárfesta í eigendahóp spari- sjóðsins. Má því fastlega gera ráð fyrir því að tillagan verði samþykkt á morg- un. Þá átti sveitarstjórnin í gærmorg- un fund með Björgvin G. Sigurðs- syni, viðskiptaráðherra, þar sem honum var kynnt staða mála. „Þar kom fram, sem við vissum reyndar fyrir, að ríkið mun ekki koma sjóðn- um til aðstoðar með sértækum að- gerðum,“ segir Páll. Á íbúafundi, sem haldinn var í Borgarnesi á miðvikudag um mál- efni SPM, kom fram gagnrýni á stjórn sjóðs og sveitarfélags fyrir að hafa ekki leitað til ríkisvaldsins um aðstoð áður en samkomulag var gert við Kaupþing um aðkomu að spari- sjóðnum. Segir Páll að óformlegar þreifingar í þá átt hafi hins vegar mjög fljótt leitt í ljós að sértækra að- gerða væri ekki að vænta úr þeirri átt. Björgvin segir stöðu sparisjóðsins dapurlega, en það væri afdráttarlaus afstaða ríkisstjórnarinnar að megin- Í HNOTSKURN » Samkvæmt tillögunniverður stofnfé SPM aukið um tvo milljarða, en er nú 500 milljónir. » Eftir aukningu verði 70%stofnfjár í eigu Kaupþings, 20% í eigu Borgarbyggðar og 10% í eigu annarra hluthafa. ÓFRIÐURINN í Georgíu hefur haft neikvæð áhrif á gengi rússneskra hlutabréfa að undanförnu. Þeg- ar það bætist við miklar lækkanir á heimsmark- aðsverði á olíu, frá því það var í hæstu hæðum í byrjun júlímánaðar, hefur útkoman orðið ein mesta lækkun á hlutabréfavísitölu í samanburði við aðrar hlutabréfavísitölur í stærstu kauphöllum heimsins. Rússneska hlutabréfavísitalan RTS (Russian Trading System), sem sett var á fót árið 1995 að fyr- irmynd Nasdaq-vísitölunnar bandarísku, hefur lækkað mest allra hlutabréfavísitalna í 20 stærstu kauphöllum heimsins, samkvæmt samantekt Bloomberg-fréttastofunnar. Frá lokum júnímánað- ar hefur RTS-vísitalan lækkað um 23%, þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 3% í kjölfar þess að Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, tilkynnti í vikunni að hernðaðaraðgerðir í Georgíu hefðu verið stöðvaðar. RTS-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 48 rússneskum félögum, hefur ekki verið lægri síð- an í mars 2006. Frá árinu 2001 til ársloka 2005 hækkaði vísitalan um tæplega 700% og um önnur 66% á árinu 2006. Samanlagt fjórtánfaldaðist RTS- vísitalan á þeim tíma sem Vladimir Putin, núver- andi forsætisráðherra Rússlands, sat í stóli forseta, eða frá árinu 2000 til 2008. Á sama tíma og RTS-vísitalan hefur fallið um 23%, þ.e. frá lokum júní til dagsins í dag, hefur úr- valsvísitalan í Kauphöllinni á Íslandi lækkað um 3%. Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum hefur hins vegar hækkað um svipað hlutfall á sama tíma. Átökin hafa áhrif Rússnesk hlutabréf falla í verði vegna átakanna í Georgíu og lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu Reuters Óvissa Átökin í Georgíu hafa valdið nokkurri óvissu á rússneskum hlutabréfamarkaði. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BJÖRGVIN G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, segir vinnu við nýtt frumvarp um sparisjóði á lokastigi og að hann stefni á að leggja það fyrir nýtt þing í októ- ber. „Frumvarpinu er ætlað að straumlínulaga stöðu sparisjóð- anna og jafna stöðu þeirra gagnvart öðrum fjármálafyrirtækjum. Þá verða í frumvarpinu ákvæði um hlutverk samfélagssjóða sparisjóðanna.“ Þá segir hann að með frumvarpinu verði reynt að jafna stöðu stofn- fjáreigenda í sparisjóðum til móts við stöðu hlutafjáreigenda í hluta- félögum. Frumvarp lagt fram í haust Björgvin G. Sigurðsson              ! "##$                     ! "  # $% & ' &   ()$ *& % &  +  ,-./0 , " 1 2 3 453  6              78    - "-94  4: 8 0; 5 < 8" < 8$$$"2 2 =  2  !"  # $ >   8 ""> ! & !"25 % &'  (                                                                        =2   &$  < 2? &$ @ (, A BCC DB   DA  DB AD CB D A CE  D  1 E  B D A EEB B  B E   EE  D AC AD   BC  D DDC D BC CA D  D 1 1 1 1 BA E  C  1 FAE CFE BF D DAFD D DEF EFD B EF CF BBF EF D DCF DADF 1 1 1 1 A D 1 CF BF DFE DAF D EF B EF CFED BBF CF DAF DF DAAF DFC 1 1 BF A D 45 & 2   E B  A B 1 EA D D DD E E A B  1 1 1 1  D 1 G$ $ 2   2 DA B DA B DA B DA B DA B DA B DE B DA B DA B DA B DA B DA B DA B DA B DA B DA B DA B D DE B  D E DA B DA B  E /+H) /+H*         /+H+ ,H         G 7I  0 &J         4<, G         /+H-D /+H!A         ● SAMDRÁTTUR varð á evrusvæðinu á öðrum fjórðungi þessa árs, þ.e. frá apríl til júní, í fyrsta skipti frá því evr- an kom til sögunnar fyrir áratug. Landsframleiðsla í ríkjunum 15 sem tilheyra evrusvæðinu dróst að meðaltali saman um 0,2% á tíma- bilinu, samkvæmt mælingum Euro- stat, hagstofu Evrópusambandsins. Segir í frétt á fréttavef Financial Times að þessi tíðindi séu mikil breyting frá því sem var, því hag- vöxtur á evrusvæðinu hafi verið 0,7% á fyrsta fjórðungi ársins. Þá segir að evrusvæðið hafi liðið fyrir hækkun á orkukostnaði og áhrifum þess á neyslu almennings, og einnig hafi al- mennur samdráttur í hagkerfum heimsins ekki farið framhjá svæð- inu. Landsframleiðsla í stærsta hag- kerfi evrusvæðisins, Þýskalandi, dróst saman um 0,5% að raunvirði á öðrum fjórðungi ársins. Í öðru stærsta hagkerfinu, Frakklandi, var samdrátturinn 0,3%. gretar@mbl.is Fyrsti samdráttur á evrusvæði frá upphafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.