Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER fátt meira rætt en að þjóðin taki saman höndum við stjórnvöld, verkalýðs- hreyfinguna og samtök atvinnurekenda og segi verðbólgunni stríð á hendur líkt og gert var í stjórnartíð Stein- gríms Hermannsson- ar. Munurinn er hins- vegar sá að þá var ekki markmið hjá stjórn landsins að bankaeig- endur, olíufélögin og aðrar viðlíka margstúta peningaryksugur þrifu okkur landsmenn eins og nú virðist vera. Gallinn er sá að þetta er allt okkur sjálfum að kenna. Við erum svo blind í þessu máli að ekkert okkar tekur eftir því hvað er í gangi. Hugsið ykkur, lántakendur góðir, hvað við látum mjólka okkur. Og áttum okkur á því að við verðum mjólkuð á meðan við höldum áfram að borga án þess að mótmæla okr- inu? Af nákvæmlega sömu ástæðu og hundur sleikir á sér ólánið. Af því að hann getur það. Af sömu ástæðu og ofbeldismaður lemur konuna sína. Af því að hann kemst upp með það. Alveg þangað til hún segir hingað og ekki lengra og fer. Bankaeigandinn okrar á okkur af þeirri einföldu ástæðu að hann get- ur það. Þetta eru engin geimvísindi. Fjármálakerfið á Íslandi er ekki einhvert stjórnlaust villidýr sem enginn ræður við. Það er allaf sama viðkvæðið ef fundið er að og bent er á gallana að það ráðist ekki neitt við neitt og hin og þessi breytingin hafi hinar og þessar afleiðingar. Hugsið ykkur, okurvaxtagreiðendur góðir, hvað allt okkar brauðstrit væri auð- veldara ef ekki væri verðtrygging á Íslandi og þ.a.l. ekki tvöfaldir og upp í fjórfaldir vextir á við ná- grannalöndin okkar þar sem fólk borgar sanngjarna vexti og engin er verðtryggingin. Það segir mér eng- inn að okkar land og okkar fjár- málakerfi sé svo einstakt í veröld- inni að hér sé ekki hægt að láta hagkerfið rúlla áfram án þess að við séum u.þ.b. 3-4 hús- kaupendur með einn bankastarfsmann á launum miðað við vaxtagreiðslurnar sem við innum af hendi. Það er ekki skrítið þó að fjársjúkir stjórn- endur þessara fyrir- tækja þiggi kauprétt- arsamninga upp á milljarða. Er það ekki af því að þeir geta það? Þessir menn hljóta að vera veikir. Þetta er of langt frá norminu að eins og fylli- bytta er sólgin í alkóhól þá eru yf- irmenn bankanna sólgnir í peninga. Aurabyttur … eða peninga-istar. Sá frábæri penni, Þráinn Bertelsson, lagði til í pistli fyrir nokkru að þess- ir menn fengju sömu umhyggju og hverjir aðrir rónar. Kosturinn við það er að þeir geta sjálfir borgað kostnaðinn. Og eitt er sammerkt með fólki sem er haldið þessum sjúkdómi að það heldur að allir sem ekki eyða öllum sínum tíma í að raka saman fé í eigin vasa séu heimskir og geti það ekki fyrir vikið og líka eru þau sannfærð um að allir öfundi þau af því hvað þau hafi það nú gott og að hamingjan láti þau ekki í friði. Samstaðan Eina sem við okurvaxtagreið- endur þurfum að gera er að standa saman, það er ekki flóknara. Ég lofa því að við verðum mjólkuð á meðan við þegjum. En hvað ætli myndi gerast ef við einn daginn tækjum okkur saman og hættum að borga. Krafan væri „burt með verðtrygg- inguna og niður með vextina“. Já ég er að tala um að við hættum að borga af lánunum þangað til þetta væri komið í sama horf og í ná- grannalöndum okkar. Skikkanlegir vextir og engin verðtrygging. Og trúið mér, þetta er hægt. MEÐ SAMSTÖÐU. Auðvitað hugsar þú núna að húsið verði boðið upp, lánið gjaldfellt og þú verðir kominn niður í Laugardal í tjald eins og hver ann- ar óbreyttur þýskur ferðamaður en þó að bankarnir á Íslandi séu feitir þá er útilokað að þeir geti fellt öll lán á einu bretti. Við erum of mik- ilvægur tekjustofn til þess. Svona samstaða yrði til þess að við yrðum aldrei framar blóðmjólkuð eins og gert er í dag. Þjóðarsáttin Hún snýst um það að þegar búið er að fella niður verðtrygginguna og lækka vextina þá er björninn unn- inn. Meira þurfum við ekki. Verð- trygging og okurvextir eru tugir þúsunda hjá hverju okkar í hverjum einasta mánuði. Þannig fengjum við kaupmáttinn til baka sem búið er að hafa af okkur síðustu mánuði með veikingu krónunnar. Og við gætum afþakkað aðrar launahækkanir í bili. Við gætum farið að leggja fyrir og gera það sem okkur langar til á de- betkortinu í staðinn fyrir krítar- kortinu. Við verðum að taka í taum- ana, það er orðið einsýnt að enginn gerir það fyrir okkur. En við verð- um að vera sem einn maður í sam- stöðunni til að mark verði á okkur tekið. Öðruvísi getur þetta jú ekki kallast þjóðarsátt. Sparifjáreigendur, fer allt for- görðum við að leggja niður verð- tryggingu á Íslandi? Hvernig fara danskir og norskir sparifjáreig- endur að? Og lífeyrissjóðirnir, eru þeir ekki með fjármagnið hingað og þangað, ekki bara inni á bók? Ef þssi fjármál ganga upp allt í kring um okkur þá geta þau gengið upp hér. Og það þarf alla vega ekki að reyna að segja mér að ógöngur okk- ar nú séu allar ósjálfráðar og óvið- ráðanlegar. Nei takk. Það kemur ekki til greina að bíða í 2–3 ár eftir því að ástandið bara lagist og borga milljónir hvert okkar í bankakerfið á meðan, eins og það sé einhver lausn á málinu. Tillaga að þjóðarsátt Magnús Vignir Árnason skrifar um efnahagsmál » Það kemur ekki til greina að bíða eftir því að ástandið bara lagist og borga milljónir í bankakerfið á meðan, eins og það sé einhver lausn. Magnús Vignir Árnason Höfundur er bílasali og fyrrverandi flutningabílstjóri. MÖRG málefni fólks með fötlun eru í endurskoðun og upp- stokkun þessi miss- erin. Á öllum sviðum keppast stjórnvöld við að stokka upp, breyta og vonandi bæta löggjöf og stjórnsýslu. Efst á baugi er m.a. endur- skoðun almanna- tryggingakerfis, framkvæmd ör- orkumats, starfsendurhæfingar- og atvinnumál. Við höfum einnig nýjan samning Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fólks með fötlun – stórkostlegan áfanga fyrir fatlaða á heims- vísu. Þá liggja fyrir á Alþingi frumvörp til laga um mannvirki og til nýrra skipulags- laga, sem verða – með þunga áherslu á „verða“ – að innihalda ákvæði um aðgengi fyrir alla og stöðva þá mismunun og aðskiln- aðarstefnu sem enn er við lýði í byggingar- og skipulagsmálum hvað aðgengi hreyfi- hamlaðra og annarra fatlaðra varðar. Og svo höfum við frum- varp um sjúkratryggingar, þegar orðnar breytingar á almanna- tryggingum og flutning lífeyris- trygginga milli ráðuneyta. Veru- legar breytingar á greiðslum Tryggingastofnunar og tekjuteng- ingum eru margar til mikilla bóta, en rýrna hratt í verðbólgunni um þessar mundir. Fólk með fötlun lifir ekki á brauði einu saman heldur nærist eins og aðrir á því að vera gildir, frjálsir borgarar og þátttakendur í samfélaginu án aðgreiningar; að geta tekið þar þátt, með rétt- indum og skyldum eins og aðrir. Um það þarf fötlunarpólitíkin að snúast í ríkari mæli: ekki bara um afkomu heldur einnig borgaraleg réttindi. Því miður eru flest samtök fatl- aðra á Íslandi allt of veikburða til að vera með af nægjanlegum krafti í þeirri fötlunarpólitík, rýni og umræðu sem fólk með fötlun á sjálft að standa fyrir þegar viða- miklar breytingar eiga sér stað í málefnum þess. Horfir greinarhöf- undur gjarnan til systursamtaka Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, á Norðurlöndum í þessu sambandi. Félagasamtök fatlaðra á Íslandi eru flest of upptekin við að vera hluti af opinberri heil- brigðis- og félagsþjónustu í stað þess að vera í pólitískri og mann- réttindabaráttu. Ríkisvaldið hefur hinsvegar þakkað samfélagsþjón- ustu félagasamtaka með því að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, en leggja aukna skatta á félagasamtök í formi fast- eignaskatta, sem áður fengust lækkaðir, í afnámi skattfrelsis á erfðafé til félagasamtaka og í formi lækkandi framlaga af fjár- lögum að raunvirði. Fólk með fötlun skipar sér að sjálfsögðu á ólíka bása í pólitík eins og aðrir, en gerir sér grein fyrir að staða, réttindi og tækifæri fatlaðra snúast í grundvall- aratriðum um annað og meira en flokkspólitík. Í þessu sambandi má velta fyrir sér stöðu fatlaðra í ýmsum löndum, svo sem í Kína, Bandaríkjunum, Afríku eða Norð- urlöndum. En hvaða aðstæður í þjóðfélagi skapa mestar líkur á því að réttindi og staða fólks með fötlun sé eða verði góð? Nefna mætti fimm atriði.  Í fyrsta lagi: Að mannréttindi, jafnrétti og jafnræði sé í háveg- um haft.  Í öðru lagi: Lýðræði og pólitískt frelsi sé virt.  Í þriðja lagi: Samtök fatlaðra séu sterk.  Í fjórða lagi: Efnahagur þjóðar sé góður.  Í fimmta lagi og ekki síst: Við- horf og menning í viðkomandi þjóðfélagi séu hliðholl fötluðum. En hvernig er staðan á Íslandi? Hér er ekki mikil og löng hefð fyrir umræðu um mannréttindi og hún nær oft ekki djúpt, en er þó heldur vaxandi síðustu árin. Lýð- ræði er í ágætu lagi, en samtök fatlaðra ekki sterk og eru pínd af stjórnvöldum til sjálfboðavinnu fyrir heilbrigðis- og félagslega kerfið. Efnahagur þjóðarinnar er góður, en viðhorf til fatlaðra og viðhorf fatlaðra sjálfra oft ansi gamaldags og ekki í takt við fram- sækin viðhorf í nágrannalöndum. Of mikið talað um byrði og örorku og of lítið um stoðþjónustu og virka samfélagsþátttöku, borg- araleg réttindi og skyldur. Það er verkefni Sjálfsbjargar og annarra samtaka fatlaðra að snúa umræðu og viðhorfum á réttar brautir. Við Háskóla Íslands er nú kennd fötlunarfræði, sem er nýleg fræðigrein og afar mikilvæg fyrir umræðu og framþróun í málefnum fatlaðra. Fötlunarfræðin varð til fyrir tilstilli fatlaðra fræðimanna, sem færðu gild rök fyrir því að þátttaka fatlaðra í fræðistarfi sem fjallar um fatlaða væri algjörlega nauðsynleg. Í nóvember 2006 var stofnað hér á landi Félag um fötl- unarrannsóknir, sem staðið hefur fyrir málþingi og fengið erlenda fræðimenn í fötlunarfræðum til að halda hér fyrirlestra. Þetta hefur verið einstaklega hvetjandi og upplýsandi fyrir fötlunarpólitíkina hér á landi og breikkað og dýpkað alla umræðu. Þeir sem stóðu að stofnun Félags um fötlunarrann- sóknir voru Háskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Há- skólinn á Akureyri ásamt Sjálfs- björgu, Þroskahjálp og ÖBÍ. Sam- starf þessara samtaka fatlaðra og háskólasamfélagsins er nýlunda hér á landi. Sjálfsbjörg og önnur samtök fatlaðra leggja þunga áherslu á við stjórnvöld að stutt verði við fötlunarfræðina við Há- skóla Íslands með ráðum og dáð enda er mikilvægi hennar ótvírætt fyrir réttindabaráttu fólks með fötlun á Íslandi. Fötlunarpólitík Ragnar Gunnar Þórhallsson skrifar um málefni fatlaðra Ragnar Gunnar Þórhallsson »Um það þarf fötlunar- pólitíkin að snúast í ríkari mæli: ekki bara um afkomu heldur einnig borgaraleg réttindi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. ÞAÐ eru háskaleg- ir tímar í íslensku efnahagslífi. Öll heimili og fyrirtæki Íslands tapa pen- ingum og eru að slig- ast, bogna og jafnvel brotna undan þungri greiðslubyrði, dýrtíð og samdrætti. Og þá er auðvitað reynt að finna sökudólg til að beina spjótum sínum að. Bara einhvern. Og helst að koma sökinni á hann. Núna er það Geir H. Haarde forsætisráð- herra, sem er að vissu leyti skilj- anlegt. Geir er jú maðurinn í brúnni. En hver bjó til góðærið á Íslandi? Sjálfstæðisflokk- urinn. Og hver var fjármálaráðherra og svo forsætis- ráðherra góðærisáranna? Formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde. Hann smíðaði skipið – góðærið. En hann skapaði ekki vonda veðrið núna þótt hann sé hæfastur til að sigla í gegnum það og búa til nýtt góðæri. Og ein- hversstaðar milli Íslands og meg- inlands Evrópu eru fengsæl mið. En það er vandi að finna þau. Sér- staklega núna. Það er athyglisvert að á sínum tíma, í miðju góðærinu, varð Geir H. Haarde líka fyrir barðinu á undarlegri gagnrýni. Því þótt allt gengi vel – mjög vel – var það ekki nógu gott. Átti að ganga enn betur. Allt sem ekki var fullkomið var á ábyrgð Geirs H. Haarde. Og hann átti að vera fullkomnari en hið fullkomna: Af því að Geir stýr- ir þjóðfélaginu af þekkingu átti hann að stýra því enn betur. Af því Geir er hæfur og sanngjarn átti hann að sýna enn meiri sanngirni. Af því Geir er sterkur og yf- irvegaður stjórn- málamaður átti hann að sýna meiri hörku og enn meiri yfirveg- un. Af því Geir var ekki tíu sinnum á dag í fjölmiðlum átti hann að vera oftar í fjöl- miðlum. Og af því Geir er kurteis og samvinnuþýður heið- ursmaður var ónauð- synlegt að sýna hon- um það sama. Vanþakklætis- og niðurrifsraddirnar voru farnar að hljóma eins og þær sem beindust að Jóhannesi í Bónus á sínum tíma. Af því Jóhannes í Bónus bauð lægsta matvöruverð á Íslandi átti hann að bjóða enn lægra matvöruverð. Alveg sama þótt aðrir á matvörumarkaðinum seldu á mun hærra verði. Enginn beindi spjótum sínum að þeim. Þótt Jóhannes seldi ódýrast allra var það ekki nógu gott. Og þótt Geir sé hæfastur allra er það ekki nógu gott. Það er ekki hægt að kenna skip- stjóranum um vonda veðrið á með- an hann siglir í gegnum það, ein- hversstaðar milli Íslands og meginlands Evrópu. Því þótt hann smíðaði góðærið skapaði hann ekki veðrið. Sumt fólk kennir sjó- mönnum um aflabrest þegar eng- inn fiskur er í sjónum. Og skip- stjóranum um veðrið ef það er vont. Sjáðu ljósið. Og sýndu pínu- litla þolinmæði þótt það sé erfitt. Því einmitt núna er Geir H. Haarde af hæfni að leiða þjóðina framhjá niðursveiflunni og búa til betri skilyrði, bjartari framtíð og nýtt góðæri á Íslandi. Geir býr til nýtt góðæri Ragnar Hall- dórsson skrifar um efnahagsmál Ragnar Halldórsson »Núna er Geir H. Haarde af hæfni að leiða þjóðina framhjá niðursveiflunni og búa til betri skilyrði, bjartari framtíð og nýtt góðæri á Íslandi. Höfundur er ráðgjafi. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.