Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 13 ERLENT Útsala 20 - 70 % afsl. Baðdeild Álfaborgar Skútuvogi 4 - sími: 525 0800 Sturtuklefar Baðinnréttingar Hreinlætistæki Blöndunartæki Baðker ofl. Rússar út úr Georgíu  Rússar hétu því í gær að herlið þeirra yrði dregið til baka frá átakasvæðum í Georgíu í dag  Angela Merkel sagði Georgíumenn geta gengið í NATO í gær Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is RÚSSAR hafa lofað því að byrja að draga herlið sitt í Georgíu til baka í dag. Vestrænir bandamenn Mikhel Saakashvili, forseta Georgíu, höfðu þrýst rækilega á Rússa að yfirgefa Georgíu. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi Rússa og sagði orðspor þeirra vera í molum. Áform Rússa um friðargæslulið umdeild Vopnahlé er enn í gildi, en áform Rússa um að halda eftir rússneskum friðargæsluliðum í Georgíu eru umdeild. Georgísk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að ótilgreindur fjöldi friðargæslu- liða í ótilgreindan tíma þýði áframhaldandi her- setu Rússa í Georgíu. Á fundi Saakashvili með An- gelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði hann að það væri ekkert til í Georgíu sem héti rússneskir friðargæsluliðar. Þeir væru einfaldlega rússneskir hermenn og ekki velkomnir í Georgíu. Angela Merkel var stuðningsrík í garð hans og sagði að Georgíumönnum stæðu opnar dyr inn í Atlantshafsbandalagið, óskuðu yfirvöld þess. „Georgíumenn fá aðild að NATO ef þeir vilja – og það vilja þeir,“ sagði hún við Saakashvili. Rússar hafa lýst yfir reiði sinni vegna yfirlýsingar Merkel. Í HNOTSKURN »Rússar lofuðu að byrja í dag að draga tilbaka herlið sitt í Georgíu. »Áform Rússa um að halda eftir rúss-neskum friðargæsluliðum í Georgíu eru þó umdeild. »Angela Merkel sagði í gær að Georgíu-menn gætu gengið í Atlantshafs- bandalagið ef stjórnvöld óskuðu eftir því. RÍKISSJÓNVARP Írans sýndi í gær myndskeið af því þegar skotið var upp fjarskiptahnetti fyrir dögun í gær- morgun. Skotið var í tilraunaskyni, en öll tæknin var írönsk hönnun og framleiðsla. Eldflaugin fékk nafnið Safir, sem þýðir sendiherra, en gervihnötturinn heitir Omid, sem þýðir von. Hvort tveggja var það fyrsta sinnar tegundar sem Írönum hefur tekist að búa til. Yfirvöld í Íran hafa staðfest þetta. Íranska ríkissjónvarpið sagði Írana nú brátt verða tilbúna til að senda raunverulegan fjarskiptahnött á sporbaug um jörðu. Bandaríkjamenn hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum. Talsmaður forseta, Gordon Johndroe, sagði að þróun búnaðar til að skjóta gervihnöttum á sporbaug í Íran væri áhyggjuefni og vekti spurningar um fyrirætlanir Ír- ana. Hann sagði að tilraunir með búnað sem væri hægt að nota til að setja á loft skotflaugar væru ekki í sam- ræmi við skuldbindingar Írana gagnvart Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Íranar vísa hins vegar á bug ásökunum um að tæknin sé liður í því að þróa kjarnavopn. sigrunhlin@mbl.is Gervihnöttur á loft í Íran Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af eldflaugatækni Reuters Sendiherra Mahmoud Ahmadinejad skoðar flaugina. JOHN McCain og Barack Obama mættust í gær í fyrsta sinn á sviði síðan þeir tryggðu sér útnefnginu forsetaframbjóðenda. Stefnumótið fór fram í kirkju evangelista í Kali- forníu og leiddi presturinn Rick Warren samkomuna. Keppinaut- arnir svöruðu spurningum um stefnumál sín, hvor í sínu lagi. Spurningar um fóstureyðingar, illu öflin og olíu dundu á þeim og þótti McCain vera fullur af eldmóði og snöggur til svars. Obama tók sér betri tíma til að svara en var óræð- ari í svörum. McCain var spurður hvenær hann teldi barn fá mannréttindi. Undireins svaraði hann: „Við getn- að!“ og uppskar mikinn fögnuð áhorfenda. Þegar Warren spurði hvað væri réttast að gera við illsk- una; komast að samkomulagi við hana, fanga hana eða sigra hana, hrópaði McCain: „Sigrum hana! Ef ég verð forseti Bandaríkjanna mun ég elta Osama bin Laden að fordyri helvítis og tortíma honum!“ Var mál kirkjugesta að McCain hefði staðið sig betur. Það eru slæmar fréttir fyrir Obama en fylgi kristinna er mikilvægt báðum frambjóðendum. sigrunhlin@mbl.is Einvígi for- setaframbjóð- enda í kirkju John McCain Barack Obama MEÐLIMIR bænahóps í Wash- ington sem hafa stundað það um nokkurt skeið að safnast saman við bensíndælur og biðja fyrir verð- lækkunum eru kampakátir um þessar mundir. Þeir telja árangurinn af starfi sínu ekki leyna sér, því nýlega lækkaði meðalbensínverð í Banda- ríkjunum um 0,20 dali, og kostar því sem jafngildir 83 krónum á lítr- ann. Pílagrímarnir sögðu að á mörgum bensínstöðvum hefðu starfsmenn komið út og lækkað verðið þegar þeir höfðu lokið við að biðja bænir og syngja sálma. Rocky Twyman, forsprakki hóps- ins, segist ekki hafa trú á því að markaðsöfl hafi áhrif á bensínverð. „Við þessum vandamálum verður að leita hjálpar Guðs en ekki manna.“ sigrunhlin@mbl.is Bensínbænir báru árangur INDÓNESAR fagna þjóðhátíðardegi sínum á ýmsan máta, meðal annars með leiknum Panjat Pinang. Íbúar Djakarta reyndu í gær með sér í leiknum, en hann felst í því að reyna að klifra upp staura smurða með feiti. Efst á staurunum eru síðan verðlaun fyrir þann sem klífur staur- inn fyrstur. Þau geta verið allt frá fötu til reið- hjóls. Indónesar fögnuðu því í gær að 63 ár eru síðan þeir fengu sjálfstæði frá Hollendingum. Indónesar fögnuðu í gær sjálfstæði í 63 ár Sjáið staurinn! Þarna fór ég Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.