Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er mánudagur 18. ágúst, 231. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjört- um yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15.) Víkverji hefur síðustu vikurnarfylgst spenntur með umhverf- isverndarævintýrum ungrar breskr- ar konu að nafni Chris Jeavans. Hún hefur einsett sér að kaupa og nota eins lítið af plasti og hún mögulega getur í heilan mánuð. Síðan skrásetur hún reynslu sína daglega á vef BBC. x x x Plastlausu lífi fylgir greinilega heil-mikið bauk. Tilraunastarfsemin sem er nauðsynleg til að finna hina fullkomnu margnota bleyju er tíma- frek, tannburstar sem innihalda ekk- ert plast eru vandfundnir, og vegna heilbrigðisstaðla er snúið að finna kjöt, grænmeti og ávexti sem ekki er pakkað inn í plast. x x x Það er auðvitað rétt að plast eykurgeymsluþol matvæla. Umhverf- inu er líka mikill grikkur gerður með því að henda vörum sem hafa skemmst vegna ónógra umbúða. En samt er kynstrunum öllum af vörum pakkað inn í slíkt magn umbúða að meirihlutinn er augljóslega óþarfur. Og getur hneykslaður neytandinn, sem ofbýður umbúðafjallið sem hann er ábyrgur fyrir árlega, gert eitthvað fleira en að sniðganga ofpakkað tyggjó, þvottaefni og appelsínur? Kannski væri ráð að stofna síðu þar sem umbúðahneykslaðir gætu viðrað hneykslun sína umbúðalaust? Hver vill stofna Bruðlsíðu dr. X? x x x En það er nú einu sinni svo aðmargir þeirra kosta sem við fyrstu sýn virðast umhverfisvænni breyta kannski ekki miklu. Grænmet- ið sem er lífrænt ræktað kemur kannski lengra að en grænmetið sem var ræktað með hjálp skordýraeiturs og efnaáburðar og hefur því valdið meira bensínbruðli og tilheyrandi koltvísýringslosun en hitt. Og eru bréfpokar alltaf umhverfisvænni en plastpokar? Víkverja þætti vænt um að fá fram á sjónarsviðið einhvers konar umhverfisverndarfrömuð fyrir hinn almenna neytanda. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 alveg, 4 fé- vana, 7 hrognin, 8 hrammur, 9 vesæl, 11 lengdareining,13 óska, 14 allmiklar, 15 urgur, 17 ójafna, 20 öskur, 22 skipar fyrir, 23 leikin, 24 dimma, 25 pjakkar. Lóðrétt | 1 hlýða, 2 ill- kvittni, 3 kvenmanns- nafn, 4 pat, 5 týnir, 6 ákæra, 10 alda, 12 þeg- ar, 13 púka, 15 búts, 16 stjórnar, 18 úrkomu, 19 korn, 20 grenji, 21 gón. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 standberg, 8 leynd, 9 ríkur, 10 dóm, 11 staka, 13 Agnar, 15 hring, 18 áttin, 21 rós, 22 reiða, 23 tinnu, 24 rummungur. Lóðrétt: 2 teyga, 3 nudda, 4 barma, 5 rokan, 6 Olís, 7 þrír, 12 kyn, 14 get, 15 horn, 16 iðinu, 17 gramm, 18 ást- in, 19 tunnu, 20 naum. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. O–O d6 7. c4 Rbd7 8. Rc3 g6 9. Be3 Bg7 10. f4 Dc7 11. b3 O–O 12. Hc1 b6 13. f5 Rc5 14. fxe6 fxe6 15. Bb1 He8 16. Rf3 Bb7 17. Rg5 h6 18. e5 dxe5 19. Dc2 e4 20. Hxf6 Bxf6 21. Rcxe4 Rxe4 22. Rxe4 Be5 23. Bxh6 Dh7 24. Dd2 Hf8 25. De3 Hf5 26. Rd6 Hh5 27. Bf4 Staðan kom upp á helgarmóti Tafl- félagsins Hellis og Taflfélags Reykja- víkur sem lauk fyrir skömmu. Sverrir Þorgeirsson (2102) hafði svart gegn Jakobi Sigurðssyni (1860). 27… Hxh2! 28. Bxh2 hvítur hefði orðið mát eftir 28. Bxe5 Hxg2+. 28… Dxh2+ 29. Kf1 Dxg2+ 30. Ke1 Bg3+ 31. Kd1 Bf3+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Athyglisverður tromplitur. Norður ♠K973 ♥105 ♦DG6 ♣ÁG42 Vestur Austur ♠10862 ♠D ♥K42 ♥98763 ♦ÁK8 ♦10542 ♣753 ♣986 Suður ♠ÁG54 ♥ÁDG ♦973 ♣KD10 Suður spilar 4♠. Það er full ástæða til að setja tromp- litinn hér fyrir ofan á minnið, því úr- vinnslan er ekki eins sjálfgefin og virð- ist í fyrstu. Vestur tekur á ♦ÁK og spilar þriðja tíglinum. Góð hugmynd er að svína strax í hjarta. Heppnist svíningin má spila trompinu af öryggi upp á einn tapslag í 4–1 legunni. (Þá er byrjað á því að leggja niður ásinn. Fylgi báðir með smáspili er næst spilað að blindum og nían látin ef vestur fylgir smátt. Þann- ig má ráða við ♠D10xx hvorum megin sem er.) Hér misheppnast hjartasvín- ingin hins vegar, þannig að engan slag má gefa á tromp. Þar með verður helst að gera ráð fyrir ♠Dx(x) í austur. Eða þá ♠D blankri. Til að ráða við staka drottningu er nauðsynlegt að spila fyrst smáu trompi úr borði – það má ekki leggja niður ♠K. Nokkuð lúmskt. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú treystir því að allt verði útveg- að, og svo er. Þú finnur jafnvel einhvern sem handfjatlar litlu viðkvæmu sálina þína af þeirri varfærni er hún þarfnast. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er þér kannski daglegt brauð að bjóða fram ást þína, en hún verður ekki ómerkilegri fyrir vikið. Einhver kann að meta hversu vingjarnlegur þú ert. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það umkringir þig fólk sem vill ekki bara hjálpa – það þarfnast þess! Þú hjálpar þeim með því að leyfa þeim að að- stoða þig. Og þú kemur meiru í verk. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú munt fljótt koma í veg fyrir mikið orkutap. Hvort sem það er vinnu- félagi sem eyðir tíma þínum eða vanrækt verk heima fyrir, þá reddar þú málunum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur ekki gegnt öllu þessum hlutverkum fyrir allt þetta fólk en þú reynir það samt. Það besta sem þú getur gert fyrir aðra er að vera góður við sjálfan þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt framúrskarandi samskipti við ástvini, þótt þið eigið mjög lítið sam- eiginlegt þessa dagana. Þú gerir dásam- lega hluti til að brúa bilið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hittir skemmtilegt fólk. Þeim mun ólíkara fólk sem þú hittir, þeim mun betur kanntu að meta hvern þann sem kemur inn í líf þitt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stjörnurnar eru góðar við þig núna. Kannski áttu möguleika á því að vinna keppni eða heyrir af því að fólk er að tala vel um þig. Eða kannski hringir ástin þín eina! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hvað sem gerir þig hamingju- saman, þá eykur það ekki endilega ham- ingjuna að fá meira af því. Hefurðu kannski einmitt eins mikið og þú þarft? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Svo virðist sem ákvarðanirnar sem hafa mest áhrif á líf þitt séu teknar af einhverjum öðrum. Í dag þarftu að breyta þessu. Taktu allar ákvarðanir sjálfur, hvort sem þér finnst þú eiga að gera það eða ekki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vanalega sækistu ekki eftir því að fá adrenalínútrás, sem gerir hana enn skemmtilegri þegar það gerist. Kvöldið verður náðugt í nálægð vogar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hver og einn hefur sínar reglur. Þú hefur takmörk sem þú veist ekki af fyrr en fólk fer yfir strikið. Stjörnuspá Holiday Mathis 18. ágúst 1786 Reykjavík fékk kaupstað- arréttindi með konunglegri auglýsingu. Íbúar kaupstað- arins voru þá 167, en lands- menn allir 38.363. 18. ágúst 1945 Málverkasýning Svavars Guðnasonar var opnuð í Lista- mannaskálanum í Reykjavík. Þetta var fyrsta sýningin hér á landi þar sem eingöngu voru sýndar abstraktmyndir. 18. ágúst 1950 Kolbrún Jónsdóttir, 26 ára gift kona, var valin „fegursta stúlkan í Reykjavík 1950“ í fyrstu fegurðarsamkeppninni, sem haldin var í Tivoli á veg- um Fegrunarfélags Reykja- víkur. Verðlaunin voru „al- fatnaður, utast og innst, ásamt hatti, hönskum og tösku“. 18. ágúst 1990 Listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason var afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík. 18. ágúst 1996 Menningarnótt var haldin í Reykjavík í fyrsta sinn, nótt- ina fyrir 210 ára afmæli borg- arinnar. Morgunblaðið sagði að fimmtán þúsund manns hefðu „notið í senn listar og veðurblíðu“. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… Þrír vinir frá Kársnesinu, þeir Garðar Snær, Svavar Bjarki og Andri Snær héldu tombólu á dög- unum á Borgarholtsbrautinni til styrktar Rauða krossinum og söfn- uðu alls 2.106 kr. Hlutavelta „Ég ætla bara að hafa það rólegt, á reyndar frí í vinnunni, geri áreiðanlega eitthvað með kærast- anum,“ segir Adda María Ólafsdóttir, en hún er tví- tug í dag. Adda María býr á Ólafsfirði og vinnur þar í sundlauginni. „Hann ætlaði að koma mér á óvart, sko,“ segir hún um gjörðir sínar í dag og vísar þar með á kær- astann, sem líka býr á Ólafsfirði. „Ég veit ekkert hvað við gerum, hann lætur ekkert uppi.“ Adda María er á íþróttabraut í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og hún er ákveðin í að taka sér frí frá náminu fram að jólum og útskrifast næsta vor. Hún æfði fótbolta og skíði fyrr á árum en nú hefur hún snúið sér að fit- ness og keppir í því. „Ég keppti síðast í mars,“ segir hún. „Júúú,“ svarar hún dræmt spurningunni um hvort ekki sé erfitt að æfa fitness. „Maður sker niður í tíu til átta vikur fyrir keppni,“ segir hún og á þar við að þar með sé öll fita skafin af líkamanum. „Þá æfir maður tvisvar á dag, lyftir einu sinni og brennir einu sinni. Já, þetta tekur á.“ Næsta mót er í nóv- ember og Adda María er farin að huga að undirbúningi fyrir það. „Að- staðan er ekki alveg nógu góð hér á Ólafsfirði,“ segir hún. „En ég fer líka í einkaþjálfun á Akureyri þegar nær dregur.“ Adda María segir að sér finnist mjög fínt að vinna í sundlauginni og mun halda því áfram fram að jólum. sia@mbl.is Adda María Ólafsdóttir verður tvítug í dag Kærastinn kemur á óvart ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.