Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is AF 350 húsum sem myglusveppur hefur komið upp í og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttur líffræð- ingur hefur rannsakað er um fjórðungur byggður á síðastliðnum sex árum. Þetta telur hún óeðlilega hátt hlutfall. Myglusveppurinn þrífst í miklum raka og því er undarlegt að hann skuli komast á legg í húsum sem ekki eru eldri en þetta. Sveppinn hefur Sylgja helst fundið við gluggaísetningar, meðfram gólfefni og í þeim húsum sem hafa flöt þök. Húseigendafélaginu hafa ekki borist nein erindi vegna myglusveppa í nýlegum húsum. Þá hafa Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar ekki borist óvenjumargar athugasemdir að undanförnu vegna myglusvepps, að sögn Ár- nýjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra þess. Hún bendir á að myglusveppur sé eðli- legur hluti af örveruflórunni en hann eigi ekki að fá að vaxa óáreittur í mannabústöðum. „Ef fólk sér myglusveppinn berum augum þá á það að leita orsakarinnar, grípa til viðeigandi að- gerða og hafa samband við heilbrigðiseftirlitið telji það sig þurfa utanaðkomandi aðstoð.“ Engin ástæða sé til að óttast sveppinn, aðeins þurfi að bregðast rétt við honum. Sylgja samsinnir þessu en bendir á að engir staðlar séu til um hve mikið af myglusveppi þurfi til að hann teljist óæskilegur. Ræður hún fólki því frá því að taka nokkra áhættu hvað þetta varðar. Björn Marteinsson, sérfræðingur hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, segir að miðað við það hvar í húsunum sveppurinn hafi fundist sé orsök hans sennilega slæleg vinnubrögð við byggingu þeirra. „Það er eitthvað sem menn gera vitlaust.“ Hin háa tíðni getur einnig komið til af því að hús séu byggð á mjög skömmum tíma. Þá sé steypan ekki þornuð þegar flutt er inn og ekki komin í jafnvægi við umhverfi sitt. „Þetta get- ur tekið marga mánuði og allt upp í ár að jafna sig,“ segir Björn. Loftið innandyra verði því rakamettaðra en ella og auki verulega hættu á að myglusveppur verði vandamál. Eðlilegur og almennt hættulaus Sveppinn segir hann ekki hafa verið sér- stakan vanda fyrr en á seinni árum. Á þeim tíma hafi menn einmitt haft tilhneigingu til að byggja hús hratt og á skömmum tíma. Mikið um myglusveppi í nýjum húsum  Fjórðungur húsa sem sveppur fannst í var byggður á síðustu sex árum  „Eitthvað sem menn gera vitlaust“ segir sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð  Getur verið vegna mikils byggingarhraða ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsi við Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. ágúst kl. 16. Minningarathöfn þessi var fyrst haldin árið 1995. Sjúkrahúsprestar og djákni Land- spítala sjá um framkvæmd athafn- arinnar í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. Athöfnin er öllum opin. Að lokinni athöfn í Bænhúsi verður gengið að minnisvarða um líf og að fósturreit í Fossvogskirkju- garði. Minningar- athöfn vegna fósturláta BÍLVELTA varð á Vatnsleysu- strandarvegi, skammt frá Vogum, snemma í gærmorgun. Tveir voru í bílnum og voru báðir fluttir á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til að- hlynningar. Meiðsl þeirra reyndust vera minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suð- urnesjum. Í gær var ökumaður stöðvaður á Reykjanesbraut og var hann færð- ur á lögreglustöð vegna meintrar ölvunar við akstur. Áður hafði öku- maður verið tekinn í Keflavík grun- aður um ölvun og annar í Vogum undir áhrifum fíkniefna. Bílvelta við Vogana Hvernig á að bregðast við myglusveppi? Þar sem myglusveppurinn þrífst best í raka er mikilvægt að finna upptök rakans og upp- ræta hann eða koma fyrir leka. Að þessu loknu er oft nóg að þrífa mygluna og fjar- lægja hana þannig. Í sumum tilfellum þarf þó að grípa til stórtækari aðgerða og er þá rétt að leita aðstoðar sérfróðs fólks. Hvaða skaða veldur myglusveppur? Fólk getur veikst sé mikið af myglu- sveppsgróum í andrúmsloftinu. Meðal ein- kenna sem fram geta komið eru ofnæm- isviðbrögð, hósti, mígreniköst, lið- og magaverkir. S&S Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Hólmarar héldu bæjarhátíð sína, Danska daga, í 15. sinn um nýliðna helgi. Um þrjú þúsund gestir heimsóttu bæ- inn og tóku þátt í dagskránni. Veður var gott, úrkomulítið og 14 stiga hiti. Daði Sigurþórsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði að hún hefði tekist vel. Í boði var fjölbreytt dagskrá, sérstaklega á laugardaginn, sem lauk með bryggjuballi og glæsilegri flug- eldasýningu úr Súgandisey. Daði sagði að þorri gestanna hefði komið til þess að njóta Stykk- ishólms og Danskra daga og að það hefði verið góð stemning. Gestir yfirleitt til fyrirmyndar „Það er erfitt að eiga við þenn- an sáralitla minnihluta af gestum sem kemur hingað í öðrum er- indagjörðum og setur svartan blett á samkomuna. Við erum góðu vön. Ég hef verið í forsvari fyrir hátíðina í fjögur ár og hafa gestir oftast verið til fyr- irmyndar. Því erum við slegin yf- ir því þegar unglingahópar koma og eru öllum til leiðinda auk þess að skilja eftir sig skemmdarverk. Við vorum óheppin með það að þessir hópar skyldu velja Stykk- ishólm,“ sagði Daði. Hann sagði að hátíðin hefði ekkert verið auglýst í fjölmiðlum, aðstandendur hennar hefðu viljað fá til sín brottflutta Hólmara og fjölskyldufólk. Daði kvaðst hafa tekið eftir því að þegar Danskir dagar færu fram um sömu helgi og Menningarnótt Reykvíkinga þá kæmu rólegri gestir á Danska daga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hátíð Fólk á öllum aldri, og sumt með ferfætlinga, kom á Danska daga í Hólminum. Fjölbreyttri dagskrá lauk með bryggjuballi og flugeldasýningu. Fjölmenni var á Dönskum dögum Í HNOTSKURN »Danskir dagar eru bæjar-hátíð í Stykkishólmi og voru fyrst haldnir árið 1994. »Nafn hátíðarinnar vísar tilþess að á árum áður þóttu dönsk áhrif áberandi í Stykk- ishólmi. Haft var á orði að Hólmarar töluðu dönsku á sunnudögum. »Íbúar í Stykkishólmi 1.desember sl. voru 1.103. Áhersla hefur verið lögð á að varðveita gömul hús og setja þau sterkan svip á bæinn. Um þrjú þúsund gestir í bænum DRUKKIN og uppivöðslusöm ung- menni, 18-25 ára, settu svartan blett á Danska daga. Lögreglan átti óvenjuannasama helgi og var aukalið kallað til eins og venjan er við fjöl- mennar hátíðir. 12 lögreglumenn voru á vakt aðfaranótt laugardags og 15 aðfaranótt sunnudags. Liðsaukinn var m.a. sóttur í nágrannaumdæmi, höfuðborgarsvæðið og til ríkislögreglustjóra. Þrátt fyrir liðs- aukann var álagið mjög mikið aðfara- nótt laugardagsins, að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns. Í gær sneru margir gestir sem komu á Danska daga aftur heim. Lögreglan stöðvaði bíla skammt fyr- ir utan bæinn og athugaði ástand ökumanna og ökutækja. Ökumenn voru látnir blása í áfengismæla og var nokkrum ráðlagt að sofa betur úr sér fyrir ferðalagið. Einn var tekinn vegna ölvunar við akstur. Fangaklefar margnýttir Mikil ölvun var í bænum bæði að- faranótt laugardags og sunnudags. Lögreglan hefur yfir að ráða þremur fangaklefum og voru þeir marg- nýttir. Vegna þrengslanna brá lög- reglan á að setja menn tímabundið í gæslu og var þeim skipt út þegar komu nýir „gestir“ sem þóttu frekar þurfa vistunar við en þeir sem fyrir voru. Að sögn Ólafs komu upp þrjú fíkni- efnamál, fimm voru teknir fyrir ölv- unarakstur, þar af komu fíkniefni lík- lega við sögu í einu tilvikinu, skemmd- arverk voru nokkur og eins slagsmál og barsmíðar. Nokkuð var um líkams- árásir sem ollu minniháttar meiðslum. Hafa sex líkamsárásir þegar verið kærðar. Lögreglumaður var sleginn og sparkað var í lögreglubíl. Aldrei séð svona framkomu Ólafur Guðmundsson yfirlögreglu- þjónn var ekki sáttur við framkomu ungmennahópanna sem komu víða að á hátíðina. „Helgin hjá okkur var skelfileg. Svona framkomu hef ég aldrei séð áður. Hingað komu hópar af ungmennum víðsvegar að og þeim fylgdi mikil ölvun og óspektir,“ sagði Ólafur. „Við erum orðin vön að halda Danska daga og undirbúningur var miðaður við okkar reynslu síðustu ár. Við höfðum til taks 10-12 lög- reglumenn eins og undanfarin ár en nú dugði það varla og urðum við að styrkja gæsluna með mannskap og stórum bíl á laugardagskvöld. Álagið um helgina var svipað og ef við leggj- um saman Danska daga undanfarin ár. Við höfum ekki séð annað, þá sér- staklega eins og ástandið var aðfara- nótt laugardags. Þetta var útihátíð- arstemning sem við erum ekki par hrifin af.“ gudni@mbl.is Miklar óspektir og ölvun ungmenna Mikið álag aðfaranótt laugardagsins HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur framlengt gæsluvarðhald um fjórar vikur yfir manni á þrítugs- aldri sem stöðvaður var fyrir nokkru með fíkniefni innvortis. Kom maðurinn með flugi frá Amst- erdam í byrjun mánaðar og fór nokkur tími í að bíða eftir að hylki með fíkniefni færu sína leið í gegn- um meltingarkerfi mannsins. Var maðurinn undir stöðugu eftirliti þann tíma. Hafa nú öll hylkin skilað sér og gefa fyrstu rannsóknir til kynna að um hafi verið að ræða milli 500 og 600 g af amfetamíni. Rannsókn málsins er í fullum gangi og beinist m.a. að því hvort maðurinn hafi átt sér sam- verkamenn á Íslandi. Gæslu- varðhald framlengt 5-600 g af amfeta- míni skiluðu sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.