Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Valgerður, Sveinlaug Salome, Rut Meldal, Guðmundur Valur og Valtýr Friðgeir. Kveðja til ömmu. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt, liljan mín hvíta sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til guðs úr brjósti manns, stíga upp í stjörnuhimin og snerta þar anda hans. Úr heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga mitt sér, liljan mín hvíta sem hverfur í nótt frá mér. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal.) Hvíl í friði. Þín nafna Ingunn. Fyrstu minningar mínar um ömmu mína í Stykkishólmi eru þeg- ar ég kom sem barn á Skúlagötuna, í húsið sem afi byggði. Eru það notalegar minningar þar sem vænt- umþykja og hlýja streymdi. Síðan eru minningar frá Austurgötunni eftir því sem árin liðu þegar við bræðurnir komum þangað í lengri eða skemmri tíma. Mér er minni- Ingunn Sveinsdóttir ✝ Ingunn Sveins-dóttir fæddist í Köldukinn á Fells- strönd í Dalasýslu 10. maí 1918. Hún lést í St Franciskus- spítalanum í Stykk- ishólmi 4. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Stykkis- hólmskirkju 16. ágúst. stæður pönnuköku- ilmurinn sem oftar en ekki angaði um húsið. Að ég tali nú ekki um kleinuilminn. Var það alltaf mikið ævintýri að koma í heimsókn til ömmu og afa í Stykkishólmi fyrir ungan dreng af möl- inni. Aðstoða afa í skúrnum og koma síðan í mjólk og klein- ur hjá ömmu. Á kvöldin kom amma alltaf til okkar og fór með kvöldbænir sem eru ljóslifandi í minningunni. Amma var mjög trúuð kona og sendi fallegar bænir og hugsanir til allra í fjölskyldunni, ekki síst þegar áföll dundu yfir, og ég veit að það hjálpaði til. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að fá bréf eða jólakort frá ömmu. Þéttskrifaðar línur með kveðjum og góðum óskum. Jóla- kortin sendi hún þéttskrifuð þang- að til hún nálgaðist níræðisaldur- inn. Amma hringdi alltaf á afmælisdaginn og fyrir nokkrum árum talaði hún inn á talhólfið hjá mér og bað um að því yrði skilað til mín að amma mín í Stykkishólmi hefði hringt í tilefni dagsins. Ég hitti ömmu síðast á níræðisafmæl- inu þann 10. maí síðastliðinn og var hún jafn glæsileg þá og ætíð. Ég vil þakka ömmu minni samveruna í 51 ár og alla umhyggjuna sem hún hefur sýnt mér. Ég lít á það sem forréttindi að hafa átt ömmu allan þennan tíma. Amma og afi voru ætíð samhent hjón og er ég viss um að hann tekur vel á móti henni. Með saknaðarkveðju. Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson. (Alli.) Úr sumarhúsinu Sveinsstöðum lít ég Snæfellsnesfjallgarðinn. Sól geislar fjöll, Skógarströnd, Stykk- ishólm, Hvammsfjörð og ótal eyjar. Hér kveð ég elstu systur mína, Ingu, einsog hún var nefnd af sín- um nánustu. Hugurinn hvarflar víða, allt til þess tíma er ég man fyrst eftir mér í Seli, þá á Kvenhóli og loks á Sveinsstöðum. Þá koma minningar um lærdómsár mín í Reykjavík og ótal margar stundir í Stykkishólmi á yndislegu heimili Ingu og Valtýs. Hér á hólnum, þar sem búðstaðurinn stendur, lékum við okkur og slitum barnsskónum við leik og störf, alltaf glöð og kát og í minningunni lifa geislar sum- arsólar sem yljuðu bernsku okkar systkinanna. Pabbi og mamma lögðu í að reisa nýbýlið Sveinsstaði á besta stað að þeirra mati. Öll unnum við sem eitt, glöð og hress, þó hendurnar væru ekki stórar. Fjölskyldan flutti í nýja húsið í september 1936. Inga var óþreyt- andi að hjálpa mömmu við öll heim- ilisverk og gæta yngri systkinanna, en samtals vorum við tíu talsins. Ég var víst óþægastur og tíðum kallaður friðarspillir. En þá kom stóra höggið þegar pabbi dó 26. nóvember 1936. Þá stóð Inga systir eins og hetja með mömmu og yngri börnunum. Þá voru engir styrkir eins og nú tíðkast og oft erfitt og þröngt í búi. En við stóðum þétt saman og hjálpuðum mömmu eins- og við gátum. Allt bjargaðist giftu- samlega með sparsemi og nýtni. Nokkru eftir þetta kynntist Inga sínum trausta og góða lífsförunaut, Valtý. Þau lögðu út í lífið full af bjartsýni og æskuþrótti. Fyrstu ár- in voru að sönnu afar erfið, því Inga stríddi við mikil veikindi 1940. En samheldni þeirra hjóna og dugnaður stóðu af sér þennan mót- byr. Þau bjuggu í leiguhúsnæði. Á þeim árum leigði ég af þeim her- bergi. Þá voru fæddir sólargeisl- arnir Gerða og Sveina, sem komu með sólina inn í herbergið til frænda. Alltaf tíndi Inga það besta í mig. Gestrisni og greiðasemi var þeim Valtý í blóð borin og sama var um heimili Friðgeirs bróður og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur. Þetta var mér og systrum mínum Fríðu og Ollu ómetanlegt á þessum árum. Heimili Ingu var einstaklega hlýlegt og fágað því hjónin voru samstiga um heimilishaldið. En hugur þeirra leitaði vestur og þau fluttu í Stykkishólm, þann fagra og yndislega bæ við Breiðafjörðinn. Nýja heimilið var yndisreitur, síðar bjuggu þau í Kristmannshúsinu þá elliheimilinu og loks á spítalanum. Allir sem þar störfuðu og sinntu þeim, læknar, hjúkrunarfólk og sérhver annar eiga skildar einlæg- ar þakkir fyrir alla hjálp og umönn- un. Börnin Ingu og Valtýs voru stoð og stytta sem við mátti búast og létu ekkert ógert sem bætt gat og hjálpað þegar heilsan bilaði og kraftar þurru. Lífsganga þín er á enda, kæra systir. Við biðjum þér blessunar Guðs. Uppskera þín verður ríkuleg því þú sáðir öllum til góðs. Það var mér mikil gleði hve Margrét kona mín og Inga áttu margt sameig- inlegt og lynti vel saman alla tíð og sendi samúðarkveðjur frá henni, börnum, mökum þeirra og barna- börnum. Vertu sæl, elsku systir. Guð blessi þig. Þinn bróðir, Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum. Að ferðalokum minnist ég Ingu föðursystur minnar þakklát og sátt. Hún var elst tíu systkina og kom mér alltaf fyrir sjónir sem hin trausta, sterka, æðrulausa en milda og hugulsama kona, sem átti auð- velt með að halda allt í kringum sig eins og stundum var sagt. Í því fólst að öll verk léku henni í hönd- um og þegar annríkið var sem mest virtist henni vinnast hvað léttast og með sem minnstri fyrirhöfn. For- eldrar mínir fóru oft í Stykkishólm með okkur systkinin. Heimili Ingu og Valtýs stóð okkur alltaf opið. Við vorum hjartanlega velkomin og móttökurnar hlýjar og vinarþelið augljóst. En hugurinn varðveitir líka þá minningu að alltaf var mikið fjör hjá þeim. Börnin þeirra voru afar frjálsleg og æskan ærslafull í saklausri gleði. Þau nutu þess svig- rúms og fengu þann stuðning sem börnum er þarft til að ná óheftum þroska sínum. Tíminn leið og ég eignaðist eigin fjölskyldu. Hólmur- inn hélt aðdráttarafli sínu því ekk- ert var sjálfsagðara en að sækja þau heim þegar færi gafst. Þar ríkti friður og gleði. Gesturinn kvaddi betri maður þegar hann fór af fundi þeirra og kvaddi með birtu í hjarta. Hún minnti mig oft á ým- islegt sem ég sagði eða gerði á æskuárunum. Það var augljóst að þessar minningar yljuðu henni um hjartaræturnar því glettnin gerði vart við sig í svip hennar og mál- rómi. Til dæmis talaði hún oft um að þegar hún heyrði lagið „Hvítu mávar“ dytti henni ég í hug því ég söng það út í eitt af mikilli innlifun og lygndi aftur augun í einni heim- sókninni til hennar þegar ég var 10 ára. Inn á milli ferða í Hólminn var nærtækt að slá á þráðinn og ræða málin. Mér leið alltaf vel að loknu samtali við Ingu og leyfi mér að skýra það sem notakennd í sálinni. Kynslóðabil var óþekkt hugtak. Jólakortin hennar bárust mér og fjölskyldunni alla tíð. Þau eru ein- stök, þétt skrifuð og varla nógu stór fyrir það sem hún hafði að segja…. Og dóttur ljóssins kveðjum við í kyrrð og kærleikurinn svarar ef þú spyrð hvort fallinn líka í dvala sálin sé: það sofnar aldrei neinn í minni hirð (Jóhannes úr Kötlum.) Inga var meðalkona á vöxt sinn- ar kynslóðar, hárið dökkt, bylgjað og þétt, lágróma, blíðróma, fashlý, barngóð og bóngóð, höndin hlý og handtakið þétt. Hún var brosmild og bjarteyg, hófleg og háttvís, trú sínum guði, trygg í vináttu við alla, orðvör, grandorð og lagði aldrei illt til nokkurs manns hvort heldur var í orði eða gerðum. Guðstrú hennar var af þeirri ein- lægni sprottin að hún rækti líf sitt af hreinu hjarta og manngæsku. Þar var hennar friður og þar var hennar sátt. Í umróti nútíðar má það heita sérstakt að hafa kynnst slíkri sálarró og þeim sálarstyrk sem var henni og samferðamönnum hennar gleði, leiðarljós og góður lærdómur á viðsjártímum óendan- legra framfara og allsnægta. Elsku langamma, mikið á ég eftir að sakna þín, það var alltaf svo gott að koma til þín í hólminn. Nú ertu farin til afa og Valla frænda. Ég mun alltaf hugsa til þín. Hvíl í friði. Þín Bryndís. HINSTA KVEÐJA ✝ Kristín Hólm-fríður Halla Magnúsdóttir fædd- ist á Siglufirði 1. maí 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Salbjörg Jóns- dóttir, f. 16. sept- ember 1897, d. 18.október 1966 og Magnús Magnússon, f. 24. september 1894, d. 25. október 1967. Systkini Kristínar voru Jó- hann Magnús, f. 21. mars 1926, d. 18. ágúst 1993 og Vigdís, f. 23. ágúst 1927. Kristín giftist 22. júní 1943 Magnúsi Hirti Stefánssyni, f. 28. janúar 1916, d. 16. apríl 1984. For- eldrar hans voru Ragnheiður Jón- asdóttir, f. 25. júní 1887, d. 9. júní 1951 og Stefán Björnsson, f. 9. júní 1873, d. 17. ágúst 1958. Börn Kristínar og Magnúsar eru fimm: Una Sóley, f. 1995. 5. Halla Björk, f. 1965 gift Þorsteini Gísla Óla- syni, börn þeirra eru: a) Steinunn, f. 1984, b) Ari Sæberg, f. 1991. Kristín ólst upp á Siglufirði en þar kynntist hún eiginmanni sín- um og fluttu þau til Reykjavíkur árið 1943 þar sem þau hófu bú- skap á Bræðraborgarstíg 37. Árið 1957 fluttust þau að Sogavegi 222. Eftir lát Magnúsar kynntist Krist- ín Jóni Arnórssyni og bjuggu þau saman í Hafnarfirði þar til Jón lést árið 2000. Frá þeim tíma bjó Kristín að Laufvangi 7 í Hafn- arfirði. Með húsmóðurstarfinu starfaði Kristín sjálfstætt sem saumakona og eftir hana liggja m.a. mjög eft- irtektarverðir brúðarkjólar og mikill fjöldi annarra handverka. Yfir sumartímann vann hún við síldarsöltun á Siglufirði. Upp úr 1971 hóf hún störf hjá Brauðbæ sem smurbrauðsdama en eftir það starfaði hún í eldhúsi Landspít- alans. Á efri árum var Kristín ein- staklega virk í starfi eldri borgara að Hjallabraut í Hafnarfirði. Útför Kristínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. 1) Arndís, f. 1944, gift Gunnari Geir Kristjánssyni, börn þeirra eru: a) Þóra, f. 1968, í sambúð með Jóni Karlssyni, og b) Kristján, f. 1970, í sambúð með Ragn- hildi Gunnlaugs- dóttur. 2) Magnús Ágúst, f. 1949, kvæntur Hrafnhildi Ingólfsdóttur, börn þeirra eru: a) Ing- ólfur, f. 1972, maki Guðrún Katrín Gunn- arsdóttir, og b) Kristín, f. 1976, maki Andri Jón Heide. 3) Sverrir Salberg, f. 1958, kvæntur Svölu Hrönn Jónsdóttur, börn þeirra eru: a) Jón Svan, f. 1981, í sambúð með Sigurbjörgu Magnúsdóttur, b) Þuríður, f. 1984, í sambúð með Einari Margeiri Kristinssyni og c) Salbjörg Kristín, f. 1994. 4) Sævar, f. 1959, kvæntur Höllu Þ. Steph- ensen, börn þeirra eru Magnús Dagur, f. 1987, Ísak Óli, f. 1989, og Minningarnar um mömmu eru svo ótalmargar og dýrmætar. Alltaf var hún jákvæð, kát og svo einstaklega lagin að gera gott úr öllu. Mamma saumaði ótal brúðar- kjóla þegar ég var lítill. Oft var saumað og sniðið langt fram á nótt og tíminn stundum naumur að koma öllu nú saman á réttum tíma. Þá kom sér vel að vera úrræðagóð þegar kannski ekki endilega allt var við hendina. Stundum lenti maður í því að þurfa að máta fyrir hana og það gat tekið svolítið á þolinmæðina að vera strákur og standa uppi á stól í brúðarkjól öllum úti í títu- prjónum. Vona heitt og innilega að vinirnir kæmu ekki að biðja mann um að koma út í fótbolta. En alltaf tókst henni að koma þessu heim og saman þannig að allir væru nú ánægðir. Svona var mamma – flink, dugleg og umfram allt bjartsýn og sá það góða í öllum. Vinir okkar systkinanna voru líka vinir hennar. Þegar þeir komu í heimsókn vildu þeir ekkert endilega vera bara inni í herbergi heldur var alveg jafn gam- an að vera þar sem hún var. Líklega hefur þeim þótt hún alveg jafn skemmtileg og við systkinin eða kannski bara skemmtilegri. Ég man að hún lagði töluverða áherslu á að öll fjölskyldan væri saman við kvöldmatarborðið. Oft var líka setið í eldhúsinu löngu eftir að maturinn var búinn og margt spjallað eða teflt við pabba. Þennan sið hef ég líka tekið upp frá mömmu minni því samveran við fjölskyldu er hverjum manni mikilvæg. Ég kveð mömmu mína með sökn- uði og varðveiti minningu hennar í hjarta mér. Sævar Magnússon. Mig langar að minnast Kristínar tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Stína var einstaklega geðgóð og jákvæð kona sem var gædd listræn- um hæfileikum í ríkum mæli. Hún var afbragðs saumakona, prjónaði, heklaði og nú síðari ár lagði hún einnig stund á mynd- og glerlist. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af sérstakri vandvirkni og natni enda var það ekki að hennar skapi að láta frá sér verk sem hún ekki var sátt við. Í apríl 1984 lést Magnús tengdafaðir minn en um það leyti vorum við fjölskyldan að flytjast búferlum til Bretlands. Ákveðið var að Stína færi með og myndi dvelja hjá okkur fyrst um sinn. Það var nú ekki ónýtt að hafa hana á meðan við vorum að koma okkur fyrir á ókunnugum slóðum. Stuttu eftir komuna til Bretlands fagnaði Stína 60 ára afmæli sínu og talaði hún oft um það hversu eft- irminnilegur sá dagur hefði verið. Það var ekki síður ánægjulegt fyrir okkur að fá að deila þessum merk- isdegi með henni. Stína var mikill náttúruunnandi og hafði hún mikla ánægju af því að ferðast um Ísland. Síðustu árin var hún einnig sérlega dugleg við að ferðast til útlanda og var hún yf- irleitt með nýja ferð á prjónunum þrátt fyrir að vera nýkomin heim úr þeirri síðustu. Stundirnar sem við áttum saman voru ávallt ljúfar og góðar en nú er komið að kveðju- stund. Hvíl í friði, elsku tengdamamma. Hrafnhildur. Elskuleg amma okkar hefur nú fengið sína hinstu hvíld. Það sem einna helst einkenndi Stínu ömmu var hversu listræn, glöð og jákvæð hún var. Við systk- inin áttum með henni góðar sam- Kristín Magnúsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.