Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ WALL• E m/ensku tali kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ LOVE GURU kl. 10:30 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ GET SMART kl. 1:30 - 3:50 - 5:50D - 8D - 10:30D LEYFÐ DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára LÚXUS VIP MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ GET SMART kl. 3:30D - 5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL X-FILES 2 kl. 8D - 10:10D B.i. 16 ára DIGITAL THE MUMMY 3 kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. MorgunblaðiðSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. "ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS Fyrsta plata Kiru Kiru, Skotta (2005), var framsækin og hugmyndarík, kannski tor- melt, en óneitanlega einstök og innblásin. Nýja platan Our Map to the Monster Olymp- ics hljómar hins vegar eins og hún sé sjö eða átta ára gömul og með annarri hljómsveit. Átta ár eru kannski ekki langur tími, og það að vera gamaldags er til allrar ham- ingju ekki sök í sjálfu sér, en krúttkynslóðin (sem til að fyrirbyggja allan misskilning er engin kynslóð, heldur bara (óheppilegt?) heiti yfir listamenn sem leggja stund á ákveðna gerð listar, eins og „flúxus“ eða „bebopparar“ eða „dadaistar“) hefur snúið sér að öðru eins og nýjasta plata múm er eitt dæmi um. Það er einhvern veginn engin ástæða til að gera tónlist með klukkuspil- um, melódikkum, barnalegri söngrödd og „míkróbítum“ lengur. Þessi hljóðheimur var spennandi meðan hann var nýr og hann gaf af sér frábærar plötur og ógleymanleg lög. En ef hlutirnir eru ekki þróaðir áfram getur maður allt eins farið upp í skáp og hlustað á einhverja af fyrstu Morrplöt- unum, Vespertine eða Loksins erum við engin. Á Skottu var unnið áfram með þessa músík; platan er eins og ógnvekjandi til- brigði við áhyggjuleysið sem krúttkynslóðin boðaði, fyrirboði um endalokin, ólgandi haf þar sem áður voru lygn fjallavötn (og nú uppistöðulón). Hún var góð í lok árs 2005 og hún er jafnvel enn betri í lok sumars 2008. Í fyrra óf Amiina spennandi hljóðvef á Kurr og Borko komst langt á grípandi melódíum á Celebrating Life fyrir hálfu ári síðan. Skotta er líklega betri en báðar þessar plöt- ur. Our Map to the Monster Olympics er hins vegar talsvert síðri. Og það er leitt. Að þessu sögðu má vissulega færa rök fyrir því að ef hlustandinn hefur aldrei kom- ist í tæri við þennan hljóðheim áður þá sé hér ýmislegt sem geti heillað. „Ágústskot“ hittir mann í hjartastað, „Gremlin Holiday“ er ágætt – fyrri hlutinn er að vísu alveg eins og „Debussy“ með Hjaltalín en textinn er dúllulegur og trompetleikurinn fallegur og lagið er líklega hápunktur plötunnar. Veik- ur strengjaleikur í „Langt í burtu búa vinir“ er mjög heillandi og óreiðan og átökin í „One Eyed Waltz“ gera það að einu af áhugaverðari lögum skífunnar. Þetta eru allt flott augnablik, en að mæla beinlínis með plötunni væri svolítið eins og að taka upp hanskann fyrir Blink 182 vegna þess að viðmælandinn hefur aldrei heyrt rokk- tónlist áður. Sannleikurinn er sá að eini mælikvarðinn er þessi tiltekna gerð tónlist- ar, og í þessum geira hefur oft verið gert betur – og það sem meira er – Kira Kira hefur sjálf gert svo miklu, miklu betur. Fyrir átta árum TÓNLIST Geisladiskur Kira Kira – Our Map to the Monster Olymp- icsbbmnn Atli Bollason TROÐFULLT hús var á tónleikum hljómsveitarinnar GusGus á NASA á laugardagskvöldið, en uppselt var á tónleikana og komust færri að en vildu. Það var plötusnúðurinn Jack Schidt, betur þekktur sem Margeir, sem sá um upphitun þangað til Gus- Gus steig á svið um klukkan tvö eft- ir miðnætti. Sveitin hélt uppi gríð- arlegu stuði allt til klukkan fjögur, og tók hún nokkur af sínum þekkt- ustu lögum, til dæmis „David“ og „Need In Me“, en einnig lög af óút- kominni plötu sinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu gestir á tónleik- unum sér konunglega, enda er Gus- Gus á meðal fremstu dans- hljómsveita Evrópu um þessar mundir. Morgunblaðið/Eggert Á tökkunum DJ Margeir, öðru nafni Jack Schidt hitaði salinn upp. Kjarninn Biggi Veira og President Bongo eru stofnmeðlimir GusGus. Snúinn aftur Daníel Ágúst er genginn aftur til liðs við gömlu félagana eftir nokkurt hlé. Skær Ásta Sigríður er nýjasta stjarnan í GusGus sólkerfinu. Lýsandi Stuðið var allsráðandi í salnum á tónleikunum. Nætur- tónleikar á NASA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.