Morgunblaðið - 18.08.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.08.2008, Qupperneq 23
Ættingjum sendum við samúðar- kveðjur. Guð geymi þig og varðveiti; María Aldís Kristinsdóttir og fjölskylda. Í dag verður borin til hinstu hvílu frænka mín Ingunn Sveins- dóttir, fædd á Sveinsstöðum í Dala- sýslu. Á þessum tímamótum rifjast upp góðar minningar um Ingunni og Valtý Guðmundsson eiginmann hennar sem lést á gamlársdag árið 2004. Ég kynntist Ingunni ungur, en hún átti alla tíð stóran kærleikssess í hjörtum fjölskyldu minnar. Vin- átta og umhyggja alla tíð. Það var gæfuspor fyrir mig á námsárum mínum í Stykkishólmi að vera í vist hjá Ingunni og Valtý í hlýlega húsinu þeirra við Austur- götu. Kvöldin voru ógleymanleg þegar ég sat með Ingunni og Valtý og þau rifjuðu upp bernskuárin vestur í Dölum, já og ýmis leynd- armál bar á góma eins og gengur frá unglingsárum þeirra. Nú kveð ég Ingunni frænku mína með söknuði, heiðurskonu og góðan vin með sterka réttlætiskennd og mannkosti mikla. Minningin um hana mun lifa. Fjölskyldu Ingunnar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð geyma heiðurs- konuna Ingunni Sveinsdóttur Helgi G. Björnsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast kærrar vinkonu sem er í dag kvödd hinstu kveðju frá Stykk- ishólmskirkju. Kynni okkar Ing- unnar hófust fyrir þrjátíu og fimm árum í Hvítasunnukirkjunni í Stykkishólmi. Ég var þá fimmtán ára og hún fjörutíu árum eldri. Þessi aldursmunur hafði aldrei neitt að segja í okkar samskiptum, við vorum vinkonur frá fyrstu kynnum. Ingunn var stórglæsileg kona sem hafði dálæti á fallegum fötum og fallegu skarti og bar hún hvort tveggja afar vel. Hún hafði fallegt hár sem var alltaf vel upp sett og óaðfinnanlegt. Ingunn vakti eftirtekt hvar sem hún kom vegna glæsileika en hún var samt mjög hógvær og prúð kona og kallaði ekki á athygli, það var ekki hennar stíll. Hún var óspör á hrós og hlý orð þegar fundum okkar bar saman, uppörvaði mig og hvatti til dáða og svo fylgdu mér mörg blessunarorð í hvert skipti sem við kvöddumst. Ef ég sem ung- lingur kom í nýrri flík á samkomu þá tók hún eftir því og lét þau orð falla að þetta færi mér vel og væri smekklega valið, alltaf uppörvandi. Það var gott að koma til hennar í heimsókn, hvort heldur var á Aust- urgötu 9 eða Skólastíg 14, þar sem hún og Valtýr áttu heimili síðustu árin. Heimili þeirra var glæsilegt og móttökurnar eftir því. Það var notalegt að sitja við eldhúsborðið og spjalla saman, rifja upp góðar minningar og einnig skiptast á fréttum af fjölskyldum okkar og vinum. Ættbogi Ingunnar og Valtýs var orðinn fjölmennur en hún fylgd- ist vel með öllu sínu fólki og taldi alla upp með nöfnum, þegar ég hitti hana síðast í júní s.l., þá orðin ní- ræð. Þessi heimsókn var mér dýr- mæt. Ingunn tók á móti mér í íbúð- inni sinni sem henni þótti svo vænt um og þá sýndi hún mér afmæl- isgjafir og kort sem hún hafði feng- ið á níræðisafmæli sínu í maí. Hún var þrotin að kröftum og gekk við göngugrind en andleg reisn hennar var á sínum stað. Jólakortin frá Ingunni og Valtý, skrifuð af Ing- unni, eru orðin mörg og geymi ég þau öll. Í þeim birtist sú hlýja og trygga vinátta Ingunnar sem ein- kenndi samskipti okkar alla tíð, þéttskrifuð blessunar- og þakkar- orð ásamt góðum óskum mér og mínum til handa. Hún fylgdist alltaf vel með mér og fjölskyldu minni og samgladdist mér á merkum tíma- mótum í lífi mínu. Sorgin kvaddi oft dyra hjá minni kæru vinkonu en hún mætti henni alla tíð með ótrú- legu æðruleysi. Ég veit að þá leitaði hún til Krists sem hún trúði á og treysti í blíðu og stríðu. Upp úr stóð samt alltaf þakklætið og vonin um að öll él birti upp um síðir. Ég kveð Ingunni með virðingu og þökk fyrir vináttu og hlýju sem aldrei gleymist. Ástvinum Ingunn- ar sendum við fjölskyldan samúðar- kveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar um ókomin ár. Anna Árnadóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 23 verustundir og þá sérstaklega þeg- ar hún dvaldi hjá okkur er við vorum búsett í Bretlandi. Sá tími með henni mun seint líða úr minni og erum við einstaklega þakklát fyrir hann. Eftirfarandi orð koma upp í hug- ann á kveðjustund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ingólfur og Kristín. Elsku amma Stína. Kveðjustundir eru alltaf erfiðar. Mig langar alltaf að geta sagt sjáumst, eða heyrumst bráðlega, en núna ertu farin. Minningin lifir áfram sterkt um ömmu Stínu, kon- una sem sá jákvæðu hliðarnar á öllu. Sama hversu svart ástandið var orðið, þá gast þú alltaf séð ljós í myrkrinu. „Smælaðu framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig“ eru svo sannarlega orð að sönnu þegar ég hugsa um þig, amma mín. Þegar þú hringdir í mig daginn eftir heimkomuna úr Mexíkóferðinni minni til að fá æv- intýrin mín beint í æð, þá fannst mér þú alveg luma á jafnmiklum ævintýrum og ég. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir notið síðustu áranna þinna til hins ýtr- asta. Elsku amma, þín er sárt saknað en núna ertu farin á annan stað þar sem ríkir ró og friður. Megi guð geyma þig að eilífu, Þín ömmustelpa, Þuríður (Dússý.) Nú er Stína frænka farin í síð- ustu ferðina sína, ferð sem búin er að vera í undirbúningi í rúmt ár eða frá því að hún veiktist alvarlega. Stína frænka var móðursystir mín en að mörgu leyti miklu nánari mér en það. Þegar ég var vikugömul kom hún til Siglufjarðar, hún hafði áhyggjur af því að 17 ára ungling- urinn hún móðir mín og amma, sem þá var rétt innan við fimmtugt, myndu ekki ráða við að hugsa um ungabarnið. Með henni í för var Adda, frumburðurinn sem var þá níu mánaða. Stína frænka kom oft norður á næstu árum og var mikil tilhlökkun hjá mér þegar von var á henni. Ég ólst upp hjá ömmu og afa og það lifnaði heldur betur yfir heimilinu þegar börnin hennar voru með, fyrst Adda og Maddi, síðan komu Sverrir og Sævar. Mikið var gaman að spóka sig með þessum fallegu frændum, því margir héldu að þeir væru bræður mínir. Að síð- ustu kom Halla en þá var ég komin með mína fjölskyldu. Stínu frænku var margt til lista lagt og var hún fyrirmynd mín í mörgu. Fallegt handbragð var á allri handavinnu og saumaði hún föt í nokkur ár fyrir fólk víða um land. Hún sagði mér til við sauma- skap þannig að ég gat síðar saumað allt á mína fjölskyldu. Þegar við Adda vorum litlar, saumaði hún marga kjóla í tveimur stærðum og sendi þann minni norður. Hún hannaði og saumaði fermingarkjól- inn minn og þótti leitt að geta ekki komið því við að sauma brúðarkjól- inn minn líka. Síðustu árin lærði hún að mála og veitti það henni mikla ánægju. Allt föndur lék í höndunum á henni, skartgripagerð, kortagerð, postulínsmálun, perlu- saumur og margt fleira. Í einni ferðinni norður til mín fékk hún til- sögn í bútasaumi og fyrir nokkrum árum sóttum við námskeið í refil- saumi á Þjóðlagahátíðinni á Siglu- firði. Ferðalög voru hennar líf og yndi. Með Magnúsi eiginmanni sínum var farið í ferðir erlendis og einnig voru þau dugleg að ferðast innan- lands þó að engin bifreið væri á heimilinu. Eftir andlát Magnúsar kynntist Stína sambýlismanni sín- um, honum Jóni. Þau áttu góða daga saman og ferðuðust um landið vítt og breitt í bifreið hans. Hann átti sumarbústað sem þau dvöldu í vikum saman á sumrin. Eftir andlát Jóns, hélt hún áfram að ferðast og lét það ekki stoppa sig að vera orð- in ein. Margar ferðir fór hún til Höllu dóttur sinnar í Noregi og einnig fór hún í nokkrar ferðir með Dóru mágkonu sinni. Þá fór hún í skipulagðar ferðir og eignaðist þar vinkonur sem ferðuðust með henni víða. Ferðir til Skotlands og á frönsku Rivíeruna voru fyrirhugað- ar þegar að Stína veiktist. Þegar ég var lítil var gott að koma til Stínu og Magnúsar í litla húsið á Bræðraborgarstíg. Þar bjuggu þau fyrstu árin eða þar til þau höfðu byggt reisulegt hús við Sogaveg. Oft var gestkvæmt hjá þeim og voru frændfólk og vinir ut- an af landi ávallt velkomnir. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Stínu frænku og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Einnig vil ég þakka sérstaklega fyrir væntumþykju og hlýju sem frænka mín sýndi mér alla tíð. Magna Sigbjörnsdóttir. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá Guðmundi bróður okkar langar okkur að koma að nokkrum kveðju- og þakkar- orðum. Guðmundur var næstelstur í tíu systkina hópi, barna Guðjóns og Bergþóru, oftast kenndra við Reyki í Vestmannaeyjum. Eftirlif- andi erum við fimm börn þeirra. Samband okkar systkina hefur alla tíð verið mjög náið þó örlögin hög- uðu því þannig að Guðmundur færi ungur að Skógum undir Eyjafjöll- um og dveldi þar hluta ævi sinnar. Guðmundur var duglegur að halda sambandi við okkur öll og fylgdist vel með fjölskyldum okkar og hélt okkur upplýstum um sína hagi og fjölskyldu sinnar sem hann var mjög stoltur af. Við vorum líka heppin að eiga hann að bæði í gleði og sorg, á hann gátum við alltaf treyst og fyrir það viljum við þakka. Guðmundur var lánsamur í sínu einkalífi, kvæntist yndislegri konu, henni Ásu sinni. Voru þau sam- stiga í því að umvefja alla ást og umhyggju sem til þeirra leituðu hvort sem var til lengri eða skemmri tíma og stóð heimili þeirra á Vallartröð 7 í Kópavogi allri stórfjölskyldunni opið. Við viljum sérstaklega þakka þeim hjónum fyrir alla þá hlýju og hjálpsemi sem þau hafa sýnt móð- urbróður okkar Steindóri Jóns- syni, sem nú býr á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð og verður aldargamall í næsta mánuði ef Guð lofar. Guðmundur Guðjónsson ✝ Guðmundur Guð-jónsson fæddist 9. febrúar 1920. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð 5. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Digra- neskirkju 16. ágúst. Guðmundur og Ása eignuðust fjögur mannvænleg börn sem hafa erft mann- gæsku foreldranna og hafa þau hjón not- ið umhyggju þeirra eftir að geta og heilsa fór að minnka. Við viljum að lokum senda Ásu, börnun- um og öllum afkom- endum þeirra samúð- arkveðjur. Hvíl í friði elsku bróðir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Jóhanna, Guðbjörn, Magn- ús, Þórhallur og Haukur. Sjóður minninganna opnast er góðir vinir og ættingjar falla frá. Ég minnist Guðmundar frænda míns Guðjónssonar frá æsku. Þá er faðir minn Guðni fór með mig í heimsóknir til frændfólks míns. Komið var við í Vallartröð, Kópa- vogi, hvar útsýni var frábært. Þá voru reyndar örfá hús í nágrenn- inu. Þau Guðmundur og Ása eig- inkona hans höfðu komið sér þar fyrir af miklum myndarskap. Þangað var hlýtt að koma. Þá kviknaði væntumþykja hjá mér gagnvart þeim hjónum. Það var ljóst að maður var mjög velkominn þótt drengstauli væri. Örlögin höguðu því svo að er ég sótti skóla utan heimabyggðar var Vallartröðin, þau Guðmundur og Ása, minn griðastaður. Þangað gat ég alltaf sótt traustan stuðning, hvatningu og styrk. Um það leyti missti ég föður minn í sviplegu slysi. Þá var stuðningur þeirra jafnvel enn meira virði. Þar naut ég þeirrar hlýju er ég fyrst fann er ég heimsótti þau. En ég var ekki einn um það að eiga griðastað á heimili þeirra hjóna. Saman hlúðu þau að mörgum einstakling- um sem ekki voru allra eða þurftu aðstoðar við. Þeir voru t.d. margir sem komu við hjá þeim í svokall- aðan „Steingrím“, grjónagrautinn sem ávallt var á boðstólum á laug- ardögum. Þá var umhyggja þeirra hjóna fyrir frænda okkar Steindóri Jónssyni, sem verður 100 ára nú í september, alveg ótrúleg og þakk- ar verð. Það var alltaf mikið fjör í Vall- artröðinni. Börnin mörg og fjörug og hefi ég notið þess að fylgjast með hvað vel þau hafa spjarað sig í lífinu. Við Guðmundur ræddum allt milli himins og jarðar. Hann var fróður og hafði góða frásagn- argáfu. Hann var líka stríðinn og fékk maður ágætan skammt af því. Allt var það góðlátlegt og skemmtilegt. Þarna þróaðist vin- áttan sem tengdi okkur frænda minn sterkum böndum sem aldrei slitnuðu síðan. Í æsku kynntist Guðmundur því hve umhverfið getur verið mis- kunnarlaust, hve fátækt og um- komuleysi hefur alvarleg áhrif á mannsálina. Hann bauð umhverf- inu hinsvegar byrginn, eignaðist yndislega fjölskyldu og bjó henni traust og gott umhverfi. Hann fylgdist vel með niðjum sínum og talaði um þau af stolti og gleði, einkum þegar þau voru að feta menntabrautina, þá braut sem hann sjálfur hefði gjarnan viljað feta, hefðu efni og aðstæður leyft. Þangað hefði hann átt fullt erindi. Hann lifði að sjá drauma sína ræt- ast í niðjum sínum. Öll erum við sem blómin sem vaxa að vori, lif- um vort sumar svo kemur haust. Um nokkuð skeið átti Guðmundur við heilsuleysi að stríða en þrátt fyrir að nánasta skyldfólk hafi grunað að lokastundin væri nærri kemur hún alltaf á óvart. Sökn- uður, þakklæti, virðing og mikil eftirsjá er í huga mínum. Ásu, börnum og öðrum niðjum þeirra vottum við hjónin innilega samúð. Karl Steinar Guðnason. „Hann er kominn þessi Guð- mundur“. Þetta á ég að hafa sagt, 5–6 ára pollinn, þegar Guðmundur Guðjónsson kom á heimili foreldra minna og var að gera hosur sínar grænar fyrir Ásu Gissurardóttur móðursystur minni. Sjálfur var ég mjög hændur að Ásu og vildi hafa hana fyrir mig. Guðmundur bar sigur úr býtum, en við urðum samt mestu mátar. Guðmundur var hjálparhella og vildi hvers manns götu greiða. Ég naut góðs af því. Hann útvegaði mér vinnu í jólafríum við að keyra út ávexti. Hann kom mér í sum- arvinnu á íþróttavöllum Reykja- víkur, þar sem ég vann í 8 sumur. Ennfremur stuðlaði hann að ráðn- ingu minni sem „ungþjóns“ á Gull- foss og útvegaði mér bókfærslu- vinnu fyrir Bókfellsútgáfuna. Ég á honum því margt upp að inna. Guðmundur hafði orðið fyrir ein- elti í æsku og haft af því þunga raun. Á hinn bóginn breytti hann öðruvísi í lífi sínu, aðstoðaði aðra og var sérstakur verndari þeirra, sem minna máttu sín. Gestrisni var þeim Ásu og Guð- mundi í blóð borin. Aldrei kom maður svo í Vallartröð 7, að ekki væri opinn faðmur og kaffi á könnu. Sama gilti eftir að þau fluttu á Kópavogsbraut. Ferðalög, jafnt innanlands, sem utan, voru þeirra ær og kýr. Í seinni tíð ánetjuðust þau sólinni og fóru gjarnan í sólarlandaferðir. Eftir lát föður míns fékk móðir mín árum saman að ferðast með þeim, fyrst til Júgóslavíu, þá Ítalíu og loks Spánar. Þau voru samhent og vandræðalaus í þessum ferðum og eignuðust marga góða vini. Hjartasjúkdómar, samfara Elli kerlingu tóku nú að herja á, svo utanlandsferðir þóttu síður fýsileg- ar. Þá tóku við nokkrar ferðir á Heilsustofnun NFLI í Hveragerði, þar sem þau undu vel sínum hag. En það vinnur víst enginn sitt dauðastríð og er Guðmundur allur. Ég votta Ásu, afkomendum hennar og öðrum ættingjum mína dýpstu samið. Haukur Filippusson.                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.