Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 17
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 17 Skólaárið 2008-2009 Innritun hefst miðvikudaginn 20. og stendur til 27. ágúst. Nemendur skólans þurfa að staðfesta umsóknir sínar á skrifstofu skólans Engjateigi 1 sem er opin virka daga kl. 12-18. Jafnframt eru nemendur beðnir að afhenda afrit af stundaskrám sínum. Nokkur pláss laus í forskóla í Árbæ og Breiðholti. Skólastjóri Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com É g er Vesturbæingur, gagnfræð- ingur úr verslunardeild Haga- skólans, þar sem við vorum saman í bekk 32 stelpur fyrir einum þrjátíu árum,“ segir Guð- rún Ingibjörg Gunnarsdóttir sem rekur ferðaskrifstofuna Gunna Travel og Floridafri í Orlando. „Ég hef verið búsett í Flórída í 14 ár. Áður bjó ég í þrjú ár á Púertó Ríkó í Karíbahafinu. Þaðan flutti ég til Napólí á Ítalíu þar sem við hjónin voru í önnur þrjú ár og svo loks tíu ár eftir það á Íslandi áður en við fluttumst hingað til Orlando.“ Segja má að Guðrún, sem er dóttir Gunn- ars Hvammdal Sigurðssonar veðurfræðings og Ástu Sigurðardóttur, eigi þessi miklu ferðalög starfi eiginmannsins, Bill Jenkins, að þakka. Hann var í bandaríska sjóhernum á Keflavíkurflugvelli þegar þau kynntust í Reykjavík. Eftir að þau giftu sig árið 1977 hófust ferðalögin, og þá sem sagt fyrst til Sabana Seca í Púertó Ríkó. Dvölin á Napólí á Ítalíu, sem fylgdi í kjölfarið, var sérstaklega ánægjuleg að sögn Guðrúnar en frá Ítalíu lá leiðin aftur til Íslands. Eiginmaðurinn var að komast á eftirlaun hjá hernum en varð eftir það innkaupastjóri hjá Navy Exchange á Keflavíkurvelli fram til 1994 þegar þau fluttu til Bandaríkjanna. Tók við af blaðamönnunum Atla og Önnu Í Flórída kynntist Guðrún hjónunum og blaðamönnunum Önnu Bjarnason og Atla Steinarssyni sem höfðu rekið smáferðaþjón- ustu í nokkur ár. Þegar Anna og Atli sneru heim til Íslands var framtíð Guðrúnar ráðin. „Ég ákvað að taka við af þeim, reyndar ekki gistingarhlutanum heldur keyrslunni og ýms- um útréttingum sem þau höfðu haft með höndum. Þegar hér var komið sögu hafði ég eignast fimmta barnið mitt, en langaði til að vinna eitthvað utan heimilisins. Ferðaþjón- ustan átti strax mjög vel við mig og ekki leið á löngu þar til farið var að spyrja hvort ég gæti ekki líka útvegað siglingar og sitthvað fleira. Það gerði ég um tíma án þess að vera með eigin ferðaskrifstofu. Svo ákvað ég að sérhæfa mig í siglinunum og byrjaði að starfa undir regnhlíf stórs ferðaþjónustufyrirtækis þótt ég vinni reyndar meira og minna heima.“ Það hefur komið sér vel fyrir marga að Guðrún kann ekki bara vel til verka heldur þekkir hún allar aðstæður. Sjálf hefur hún farið í margar siglingar um Karíbahafið, bæði með fjölskyldunni og einnig sem fararstjóri minni og stærri hópa, aðallega Íslendinga. Hún skilur vel þarfir og væntingar Íslendinga og kann leiðir til að finna afslátt fyrir fólk sem á rétt á slíku. „Auk þess get ég oft út- vegað fólkinu betri stað í skipunum gegnum samböndin sem ég hef og fengið sérstaklega gott verð fyrir hópa, 16 manns eða fleiri. Ég hef mjög gaman af starfinu og vil alls ekki sleppa hendinni af Íslendingum.“ Guðrún sinnir þó ekki aðeins Íslendingum þótt hún segist hafa „sérhæft sig í þeim“ enda koma viðskiptavinir víðar að. Hún skipuleggur ekki aðeins siglingar heldur út- vegar húsnæði vilji menn eyða fríinu sínu í Flórída. Það eru aðallega Bretar sem eiga húsnæðið sem Guðrún hefur milligöngu um að leigja og húsin eru af öllum stærðum og gerðum, allt upp í risavillur þar sem jafnvel nokkrar fjölskyldur geta látið fara vel um sig samtímis. Disney dregur að „Íslendingar sem hingað koma vilja helst vera í námunda við Disney garðinn, en þang- að fara nú flestir sem koma til Flórída,“ segir Guðrún sem sjálf býr með fjölskyldu sinni í austurhluta Orlando skammt frá Ventura- hverfinu þar sem margir Íslendingar eiga íbúðir. Aðspurð hvaða tími sé skemmtilegastur vilji fólk fara í skemmtisiglingu um Kar- íbahafið segir hún að bæði verð og veður séu best á tímabilinu frá september og fram í desemberbyrjun og þá eru fellibyljirnir liðnir hjá. Fyrir þá sem ekki hyggja á siglingu er einnig frábært á Flórída frá því í mars og fram í maí, eða þar til hitinn og rakinn fara að segja verulega til sín en flestum Íslend- ingum líður ekki vel í miklum hita og raka. Þegar Guðrún er ekki önnum kafin við ferðaskrifstofureksturinn hefur hún nóg að gera við að hugsa um stóra fjölskyldu, börnin fimm og eiginmanninn. Guðrún á líka þrjá chihuahua hunda sem hún hefur mjög gaman af og þeir þurfa sitt en loks bætir hún við að hún stundi líkamsrækt af kappi. Hún viðurkennir að finna alltaf fyrir því að hún sé útlendingur en þó ekki eins mikið í Flórída og víða annars staðar. Ástæðan er sú að þar býr fjölbreytt blanda fólks frá ýmsum löndum, sérstaklega spænskumælandi fólk. Ekki segist hún þó hafa lagt sig eftir spænsk- unni en skilji orð og orð vegna ítölskukunn- áttu frá fyrri árum. Hefur „sérhæft“ sig í Íslendingum Í meira en áratug hefur Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir búið í Flórída og rekið eigin ferðskrifstofu sem skipuleggur m.a. skemmti- siglingar fyrir Íslendinga um Karíbahafið. Hjónin í Florída Guðrún og Bill Jenkins. Disney heillar Margir Íslendingar sem koma til Flórída ætla sér að sjá skemmtigarðinn.Börnin fimm Inga, Alexandra, Elon Thor, Daníel og Gunnar Dell á jólunum 2005. www.floridafri.com www.gunnatravel.com Eldhússkápaskrúbbur Einfaldur, fljótgerður og virkar vel. 1 msk matarsódi 1 msk hunang 1 msk ólífuolía Blandið hráefnum saman í þykkni. Makið á hreint andlit. Ef blandan dreifist illa má bæta örlitlu vatni í þykknið. Þegar þið skolið blönduna lauslega af andlitinu byrja agnirnar í matarsód- anum að virka. Klárið að skola andlitið og njótið sléttrar húðar. Majónesmeðferð fyrir þurrt andlit Þetta er einföld og góð aðferð til að draga úr húðþurrki. 1 Egg 1 msk ólífuolía ½ msk nýkreistur sítrónusafi Blandið öllum hráefnum saman og hrærið af krafti þar til þau ganga saman. Smyrjið blöndunni á andlit og háls og bíðið í 15 mínútur. Skolið af með heitu vatni og setjið á ykkur raka- krem. Sefandi smyrsl fyrir sólbruna Sumarsólin er ennþá sterk á Íslandi. Þetta smyrsli er einfalt að búa til og það þrælvirkar. 5 msk aloe vera-safi 1 egg ½ tsk sítrónusafi 3 tsk sykur 1½ tsk hrein jógúrt smávegis maizenamjöl (ef skyldi þurfa að þykkja blönduna) Þeytið saman aloe vera-safann og egg, til dæmis með gaffli, þar til blandan er jöfn (ekki of lengi). Blandið sykrinum saman við og hrærið þar til hann er uppleystur. Í annarri skál skal hræra jógúrt þar til hún þynnist og bæta henni svo saman við blönd- una. Ef blandan er of þunn til að haldast á húðinni skal bæta við örlitlu maizenamjöli til þykkingar. Kælið blönduna í ísskáp. Smyrjið svo á sólbrennda húð og látið liggja á eftir þörfum. Þvoið af með volgu vatni og mjúkum klút. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.