Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Viðtalstími 20. ágúst Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 20. ágúst. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningar- tengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is. SENDIHERRA ÍSLANDS Í RÚSSLANDI www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KORTANOTKUN í júlímánuði bendir sterklega til þess að einka- neysla hér á landi hafi dregist töluvert saman. Er það í samræmi við ýmsar aðrar vísbendingar og í takt við það sem helstu greinendur hafa spáð fyrir um. Þá er sam- drátturinn einnig í samræmi við það sem hefur gerst víðast hvar í nágrannalöndunum. Seðlabankinn birti í síðustu viku upplýsingar um kortanotkun í júlí. Þar kemur fram að heildarvelta greiðslukorta hafi dregist saman um tæplega 13% að raunvirði frá júlímánuði á síðasta ári. Í þeim samanburði hefur kortanotkunin í júlí í fyrra verið uppreiknuð með hliðsjón af breytingum á vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Kort- anotkunin í júlí í ár var jafnframt tæplega 2% minni en í júlí árið 2006 að raunvirði, en svipuð og í júlí 2005. Skýrist af debetkortanotkun Samdrátturinn í kortanotkun kemur sterkar fram í notkun de- betkorta en kreditkorta. Kred- itkortanotkunin hefur verið svipuð allt frá miðju síðasta ári, í kring- um 27 milljarðar króna uppreiknað í hverjum mánuði, þegar á heildina er litið, að janúar undanskildum. Kreditkortanotkunin í jan- úarmánuði er ávallt meiri en aðra mánuði ársins. Debetkortanotkunin hefur hins vegar dregist svo til stöðugt sam- an frá síðustu áramótum. Hún var að jafnaði í kringum 40 milljarða á mánuði á seinni hluta síðasta árs en hefur verið um eða undir 35 milljörðum á mánuði á þessu ári, þegar uppreiknað er með tilliti til verðbólgu án húsnæðisliðarins. Þannig var debetkortaveltan í júlí á þessu ári liðlega 20% minni en í sama mánuði í fyrra, að raunvirði. Fleiri vísbendingar Almennt er talið að greiðslu- kortavelta gefi góða vísbendingu um einkaneyslu á hverjum tíma. Til að skoða þessar breytingar af nákvæmni þyrfti að greina kort- anotkun í verslunum frá notkun í bönkum og notkun fyrirtækja- korta. Heildarnotkunin gefur engu að síður vísbendingar sem ættu að nægja til að draga ályktanir um hvert stefnir í þessum efnum. Annar mælikvarði á einkaneysl- una er nýskráningar bíla. Sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu, sem birtar voru í byrjun þessa mánaðar, voru nýskráðir fólksbílar um 60% færri í júl- ímánuði síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Þá kom einnig fram hjá Umferðarstofu að frá miðjum marsmánuði hefði orðið mikill samdráttur í nýskráningum ökutækja samanborið við árið í fyrra, en fram að því hefði verið aukning í nýskráningum. Í þriðja lagi má nefna að vænt- ingavísitala Gallups, sem birt var í lok síðasta mánaðar, bendir til að neytendur séu almennt svartsýnni en þeir hafa verið. Að minnsta kosti er væntingavísitalan lægri en hún hefur verið frá því farið var að mæla hana í mars 2001. Í samræmi við spár Vísbendingar um samdrátt í einkaneyslu koma heim og saman við spár sérfræðinga fjármálaráðu- neytisins, Alþýðusambands Ís- lands, greiningardeilda bankanna og Seðlabankans, þó nokkur mun- ur sé á spám þeirra. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur því einkaneysla hefur aukist að meðaltali um 6% á ári frá árinu 2003, að síðasta ári meðtöldu, mest um 13% á árinu 2005. Vöxturinn var að miklu leyti knúinn áfram af aukningu kaupmáttar á þessu tímabili auk hækkunar á fast- eignaverði og verði hlutabréfa. Aukin verðbólga á þessu ári, minnkandi kaupmáttur, vaxandi greiðslubyrði lána og verra að- gengi að lánsfé hefur sett strik í reikninginn og á stærstan þátt í þeim breytingum sem orðið hafa á einkaneyslu. Minni kortavelta vísbending um samdrátt í einkaneyslu Aukin verðbólga, minnkandi kaup- máttur, vaxandi greiðslubyrði lána og verra aðgengi að lánsfé er meðal þess sem skýrir minni einkaneyslu Morgunblaðið/Frikki Neysla Kortavelta gefur vísbendingu um þróun einkaneyslu á hverjum tíma             ! "  # $ %$  &'((   "$ ) *  " + ,% -  .          Í HNOTSKURN »Samdráttur í kortanotkunkemur fram í minni debet- kortaveltu, en hún var um 20% minni í júlí í ár en í sama mán- uði í fyrra. Kreditkortaveltan í júlí var hins vegar svipuð og verið hefur undanfarna mán- uði. »Einkaneysla jókst að jafn-aði um 6% á ári á tíma- bilinu frá 2003 til 2007. »Helstu greinendur spá þvíað einkaneysla dragist saman á þessu ári og því næsta. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is BRESKA fyrirtækið Woolworths hafnaði í gær tilboði Baugs um að kaupa smásöluhluta félagsins sem yf- ir 800 verslanir tilheyra. Baugur á um 11 prósent í Woolworths og er annar stærsti hluthafinn í félaginu. Ekki hefur fengist uppgefið hversu hátt til- boðið var. Í breskum fjölmiðlum í gær var sagt að það hlypi á fáum tugum milljóna punda. Sem dæmi jafngilda 30 milljón pund um 4,6 milljörðum íslenskra króna. Við lokun markaða á föstudag- inn var markaðsverðmæti Wool- worths um 100 milljónir punda. Verð- mæti félagsins hefur minnkað um yfir 60% á síðastliðnum 12 mánuðum sam- kvæmt Financial Times. Undanskildu eftirlaunin Í tilkynningu frá Woolworths í gær sagði að einungis hefði verið boðið í smásöluverslanir en ekki dreifingu og útgáfustarfsemi félagsins. Er það helst dreifing á geisladiskum, DVD og bókum. Í tilkynningu kemur fram að í tilboðinu hafi eignir félagsins ver- ið of lágt metnar og að tilboðsgjafar hafi undanskilið allar eftirlaunaskuld- bindingar núverandi og fyrrverandi starfsmanna smásöluverslana. Malcolm Walker, forstjóri versl- anakeðjunnar Iceland sem Baugur stjórnar, fór fyrir tilboðinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verða gerðar fleiri tilraunir til að kaupa smásöluhlutann. Í dag myndist meiri þrýstingur á að selja rekstur- inn, sem hefur ekki gengið nógu vel. Þá komi jafnvel gagntilboð eða Wal- ker geri annað tilboð í félagið fyrir hönd Iceland. Þetta gangi í nokkra hringi áður en ljóst verði hvort við- skiptin gangi upp. Strax í gær mátti lesa á vefsíðum breskra blaða efasemdir um að rétt hefði verið af stjórninni að hafna til- boði Baugs nánast á tæknilegum for- sendum. Viðmælendur Morgunblaðs- ins halda því fram að tilboðið sé gott fyrir hluthafa og stjórnendurnir séu of mikið að hugsa um hagsmuni fárra starfsmanna. Margir telji að verð- mæti Woolworths muni aukast ef smásöluhlutinn sé skorinn af. Hann hafi ekki skilað nógu miklu. Verðmæt matvöruleyfi Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er stefnt að því að breyta Woolworths-búðunum í Iceland- verslanir fyrir frosin matvæli gangi þetta eftir. Verðmæti smásöluhluta Woolworths felst meðal annars í því að verslanirnar hafa allar leyfi til að selja matvöru og eru vel dreifðar. Malcolm Walker hefur lýst því yfir í viðtali við Financial Times að Ice- land þurfi að opna fleiri verslanir. Stjórnendur keðjunnar veðja á að sala á frosnum matvörum og dósamat aukist með versnandi efnahag. Vilja breyta verslunum Woolworths í Iceland Baugur ætlar áfram að reyna að yfirtaka smásöluhlutann Í HNOTSKURN »Woolworths rekur yfir 800verslanir víðsvegar um Bretland. Flestar hafa þær leyfi til að selja matvöru og hægt er að breyta þeim í Ice- land-verslanir sem selja fryst- ar matvörur. »Ekki er búið að gefa upphvað Baugur er tilbúinn að greiða fyrir verslanirnar en sagt er að tilboðið hlaupi á fáum tugum milljóna punda. »Búist er við að Baugurgeri fleiri tilraunir til að kaupa smásöluhlutann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.