Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Atvinnulíf á Ís-landi lam-aðist í gær. Í tvær klukkustundir hrapaði framleiðni í landinu svo að vart mældist púls. Á vinnustöðum um allt land safn- aðist fólk fyrir framan sjón- varpsskjái til að fylgjast með þegar liðsmenn íslenska lands- liðsins í handbolta skrifuðu nöfn sín stóru letri á spjöld sögunnar með því að leggja það spænska að velli í undanúrslitum Ólymp- íuleikanna með ótrúlegum yf- irburðum. Nú er ljóst að landsliðið mun hreppa verðlaun á leikunum, eina spurningin er úr hvaða málmi þau verða; silfri eða gulli. Á morgun leikur landsliðið til úr- slita gegn Frökkum og heil þjóð mun fylgjast með hverju einasta augnabliki. Leiðin í úrslitaleikinn var ekki auðveld. Liðið byrjaði á að leggja Rússa, sem fengu brons á Ólympíuleikunum 2004. Síðan lagði það heimsmeistara Þjóð- verja. Eini tapleikurinn var á móti Asíumeisturum Suður- Kóreu og síðan komu tvö jafn- tefli, við Evrópumeistara Dana og Afríkumeistara Egypta. Á miðvikudag lögðu Íslendingar Pólverja, sem unnu silfur- verðlaun á HM í fyrra, og í gær Spánverja, sem urðu heims- meistarar í Túnis árið 2005. Kjarninn úr heimsmeistaraliði Spánverja lék á móti Íslend- ingum í gær, en margir af leik- mönnum íslenska liðsins nú fengu sína eldskírn í Túnis. Ólafur Stefánsson, fyrirliði landsliðsins, fór allt aftur í kvið- ur Hómers þegar hann sagði að líkt og Ódysseifur hefði Logi Geirsson rifið liðið með sér með einstaklingsframtaki sínu í leiknum í gær. Það mætti líkja landsliðsmönnunum öllum við hetjur Hómers, þar á með- al Ólafi sjálfum. Ár- angur liðsins ber hins vegar ekki aðeins ein- staklingsframtakinu vitni, held- ur ekki síður samheldni og krafti liðsheildarinnar. Íslenska landsliðið í handbolta hefur oft leikið vel og miklar vonir verið bundnar við það á stórmótum. Það hefur alltaf staðið sig með sóma, en aldrei komist á verðlaunapall á stór- móti hingað til. Nú er hins vegar ekki laust við að þeim, sem fylgt hafa landslið- inu og stutt undanfarin ár og áratugi, fagnað þegar vel hefur gengið og reytt hár sitt í mótlæt- inu, líði sem þeir séu loks að upp- skera. Og hvílík uppskera. Íslenska landsliðið á ekki bara stuðningsmenn á Íslandi, það á sinn sess í íslenskri þjóðarsál. Þegar því gengur vel hrífst þjóð- in með og árangur íþróttamann- anna eflir samkennd hennar, að minnsta kosti um stund. „Þegar þjóðarsómi býður, þá á Ísland eina sál“, eins og segir í kvæðinu. Allir fulltrúar Íslands á Ólympíuleikunum hafa staðið sig með sóma og lagt allt í sölurnar til að ná árangri í íþrótt sinni. Handboltalandsliðið hefur nú unnið eitt mesta afrek íslenskrar íþróttasögu. Liðið getur því bor- ið höfuðið hátt þegar það mætir Frökkum í leiknum um gullið á morgun. Að keppa um gull á Ólympíu- leikum er draumur hvers íþróttamanns og á morgun á ís- lenska landsliðið að njóta augna- bliksins. Ef það leikur með sama krafti, útsjónarsemi, samheldni og bjartsýni og það hefur gert hingað til á Ólympíuleikunum er ekkert ómögulegt. … þá á Ísland eina sál}Ólympíudraumurinn Á mánudag hefstskólinn fyrir alvöru hjá flestum grunnskólabörnum. Flest hafa þau lík- lega hlakkað til að byrja í skól- anum. Sum börn eru þó áreiðanlega með kvíðahnút í maganum – ekki vegna þess að skólinn sé óþekkt stærð fyrir þeim, heldur einmitt vegna þess að þau búast við að þar verði aðrir vondir við þau. Börn, sem eru lögð í einelti, bíða þess sum hver aldrei bætur. Ingibjörg Helga Baldurs- dóttir skrifaði áhrifaríka grein um einelti í Morgunblaðið í gær. Sonur Ingibjargar svipti sig lífi eftir að hafa mátt þola margra ára ofsóknir og ofbeldi. Ingibjörg hvetur foreldra til að fylgjast vel með því hvort börnin þeirra verða fyrir einelti og hafa strax samband við skól- ann ef þá grunar eitthvað slíkt. Hún bendir á það sem ekki er síður augljóst; að foreldrar barna sem leggja önnur í einelti bera mikla ábyrgð: „Oft gera foreldrar sér enga grein fyrir því að börn þeirra taka þátt í einelti en það er á þeirra valdi að stöðva það.“ Ingibjörg veltir sömuleiðis upp áleitnum spurningum um viðbrögð skólanna. Hún segist þekkja dæmi þess að kennarar hafi verið áminntir fyrir hörku gagnvart gerendum í einelt- ismálum, þótt viðkomandi börn hafi reynt að valta yfir allt og alla. Hún spyr líka hvers vegna það sé iðulega þolandinn í ein- eltismálum, sem sé færður á milli skóla. Af hverju ekki ger- andinn? Einelti er aldrei hægt að líða. Það eru of mörg dæmi um að fólk hafi lokað augunum fyrir því. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Fullorðna fólkið ber ábyrgð- ina í þessum málum. Það getur stöðvað eineltið, en til þess þarf að fylgjast vel með og foreldrar að vera í nánu og góðu sambandi við börnin sín. Foreldrar gerenda bera mikla ábyrgð}Tökum ábyrgð á einelti S teinunn heitin Sveinsdóttir var ein dyggasta stuðningskona íslenska handboltaliðsins sem ég hef kynnst. Fyrir leiki signdi hún hvern og einn leikmann með hátíð- legri viðhöfn, bað fyrir þeim og klappaði svo glumdi í. Það snertir enda viðkvæmt hjarta að sjá myndir af henni að horfa á landsleik: Prúðbúin rúmlega níræð kona með varalit, glæsileg að vanda en með æstan glampa í aug- um, hendurnar beint upp í loft af fögnuði, and- litið eitt stórt bros og óp. Steina Sveins hefði átt að vera hér með okk- ur í gær, mikið rosalega hefði hún orðið kát. Og líklega var hún þarna einhvers staðar, eins og svo margir aðrir. Ég veit ekki hversu oft ég hrópaði „JÁ!“ eða hversu oft ég veifaði og klappaði og kallaði, en það gerði ekkert til því að allir í kringum mig voru alveg eins. Þótt það sé pínu pínlegt get ég meira að segja leyft mér að við- urkenna það: Ég táraðist. Þegar allir föðmuðust og fögn- uðu og vöknaði um augu og ekki varð aftur snúið þá tár- aðist ég af ósjálfráðri hluttekningu: Við unnum! Af hverju eru ekki allir dagar svona dagar? Þegar ég hugsa um það þá eigum við náttúrulega að fagna miklu oftar og miklu betur yfirleitt. Við eigum að hlæja miklu meira og dansa meira, syngja meira – alveg sérstaklega syngja meira – og kyssast meira, elskast meira, tefla meira og leika okkur meira og fríka dálítið út meira. Það verður jú að segjast eins og er að miðað við suma í suðri erum við Íslendingar dálítið lokuð og þung og fámál svona dags daglega; við gætum alveg lært sitt og hvað í þeim bransa. En það verður líka að segjast eins og er að þegar við fáum ærlegt tilefni til þá fögnum við innilega og þá gleymist allt hitt eitt augnablik og við stöndum saman. Múrar ryðjast burt: Karlmenn gráta saman, þeir kyssast, faðm- ast, húrra, húrra. Jafnvel hömlulaus sársauki er ekkert mál, hann gleymist undir eins. „Þetta er ævintýri sem ætlar engan enda að taka,“ hrópar íþróttafréttamaður í ákafa. „Guð blessi móðurina sem ól þig!“ er öskrað á suðrænan máta í íslensku sjónvarpi. Og í stað þess að hugsa „Það er eitthvað að hon- um þessum“ er tekið undir af heilum hug. Múgsefjun er hættuleg en hún getur líka verið óviðjafnanleg. „Ef einum gengur illa eru allir tilbúnir að hjálpa manni úr lægðinni,“ segir ein skyttan sem á tilteknu augnabliki í leiknum hefur nagað sig að innan. „Allir taflmennirnir verða að vinna saman, það er bannað að skilja útundan“ er sagt um æðsta lög- mál skáklistarinnar. Hversu mörg ætli þau séu sviðin þar sem einmitt þetta er nauðsynlegt leiðarljós? Árangur er sjaldan stjörnusóló egósins heldur vel heppnuð samvinna. Til hamingju með frábæran árangur: Nú falla öll vötn til Íslands. P.S. Styrktartónleikar fyrir mannréttindi í Tíbet ann- að kvöld í Salnum kl. 20. Mætum! glg@althingi.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Pistill Já! Hver er hræddur við Menningarhúsið Hof? Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is A kureyrarvaka, sem hald- in verður 30. ágúst nk., markar ákveðin tíma- mót. Þá verður ná- kvæmlega eitt ár í að menningarhúsið Hof verði tekið í notkun í höfuðstað norðursins. Nokkur styr hefur staðið um menn- ingarhúsið, aðallega kostnaðinn við byggingu þess. Hins vegar hafa margir bent á möguleikana sem fel- ast í því fyrir menningarstofnanir bæjarins. Húsið er 7400 fermetrar og inni- heldur tvo stóra sali sem rúma ann- ars vegar um 200 manns og hins vegar um 500 manns. Húsið er á þremur hæðum auk kjallara. Þriðja hæðin er ætluð Tónlistarskólanum. Á annarri hæð verður Akureyr- arstofa, og á 1. hæð verður verslun og upplýsingamiðstöð bæjarins. Það liggur fyrir að með tilkomu hússins mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hafa aðstöðu til tón- leikahalds, auk þess sem Leikfélag Akureyrar mun nýta húsið í 6-8 vik- ur árlega fyrir stóra leiksýningu. Að auki felast í húsinu möguleikar á að halda fjölmennar ráðstefnur. Ánægðastir allra með tilkomu menningarhússins Hofs eru tónlist- armenn. Í gegnum tíðina hefur þurft að setja upp stórtónleika í ýmsu hús- næði sem ekki er til þess hannað, oft með ærnum tilkostnaði en litlum ár- angri hvað snertir hljómgæði. Úr þessu mun Hofið bæta. Hins vegar eru ekki allir tónlistar- menn jafn-hrifnir. Aðalsprauta vin- sællar dægurhljómsveitar hér í bæ benti mér á það á förnum vegi að hann hefði ekki fengið styrk til að halda útitónleika á Akureyrarvöku, svipaða og boðið er upp á á Menn- ingarnótt. „Það eru ekki til pen- ingar,“ sagði hann og brosti, „þeir fara allir í að byggja Hofið.“ Kostnaður á móti möguleikum En hver er þessi kostnaður? Kostnaður við byggingu Hofsins er áætlaður um þrír milljarðar króna. Þar af er hlutur Akureyrar 2 millj- arðar en tæpan milljarð mun ís- lenska ríkið borga. Nánar tiltekið 720 milljón krónur auk verðbóta, alls um 950 milljónir. Oddur H. Halldórsson bæjar- fulltrúi heldur því fram í grein í Vikudegi 2. júní sl., að árviss rekstr- arkostnaður verði um 360 milljónir króna. Í útreikningum Odds er mið- að við að rekstrarkostnaður sé um 10% af byggingarkostnaði, fyrir ut- an fastan kostnað. Við þennan út- reikning gerir Ingibjörg Ösp Stef- ánsdóttir, verkefnastjóri fyrir undirbúning á rekstri Hofs, þá at- hugasemd að bærinn borgar árlega 10% af þeim 2 milljörðum sem hann leggur í byggingu hússins, en ekki þremur milljörðum. Í útreikningum Odds er ekki held- ur gert ráð fyrir samlegðaráhrifum sem felast í húsinu. Þannig mun bærinn ekki lengur greiða leigu af húsnæði fyrir Tónlistarskólann. Ekki þarf heldur að greiða fyrir leigu á húsnæði undir tónleika Sin- fóníunnar. Að auki munu skapast tekjur af sýningum Leikfélags Ak- ureyrar og ráðstefnuhaldi. Vegna þessara þátta má áætla að rekstr- arkostnaðurinn sé nær því að hlaupa á bilinu 140–170 milljónir. Nákvæm tala mun liggja fyrir í næsta mánuði. Í kringum rekstur hússins verður stofnuð sjálfseignarstofnun. Í haust verður leitað til fulltrúa í atvinnulíf- inu og bæjarbúa til að afla stofnfjár. Stofnunin mun síðan skipa stjórn, sem sér um að ráða framkvæmda- stjóra. Framkvæmdastjórinn annast svo daglegan rekstur hússins. Meginröksemd á bakvið rekstr- arformið er sú að tryggja að eign- arhald hússins haldist í bænum, að Hofið sé eign bæjarins. Það hefði verið ótryggt með hlutafélagaformi. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Hof Að utan er menningarhúsið klætt með stuðlabergi. Byggingin, stundum kölluð „Colosseum“ norðursins, er bæði glæsileg og tilkomumikil. „Húsið mun valda straumhvörfum og styrkja mannlíf og menningar- líf bæjarins. Því má heldur ekki gleyma að bæjarfélagið er vel statt til að takast á við rekstur hússins,“ segir Sigrún Björk Jak- obsdóttir bæjarstýra Akureyrar. „Við vildum hafa þessa stofnun sjálfstæða frá rekstri bæjarins. Þess vegna er hún rekin sem sjálfseignarstofnun. Húsið verður þannig rekið án þess að gróða- sjónarmið ráði för, auk þess sem bæjarbúar fá tækifæri til að eiga hlut í húsinu. Ég lít á það sem svo að það verði hlutverk Akureyringa allra að nýta þau tækifæri sem felast í húsinu, bæði einstaklinga og fé- lagasamtaka í bænum.“ Við undirbúning á rekstri húss- ins hefur t.d. verið litið til mögu- leika í ráðstefnuhaldi. Ljóst er að þar felast tækifæri enda bendir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir á að skv. rannsóknum séu afleiddar tekjur af ráðstefnugestum að með- altali um 150 þúsund krónur á mann. STRAUM- HVÖRF ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.