Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 23
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Grjót og lyngmói
eru grunnurinn í fallegum garði
sem hjónin Hjalti Örn Ólason
byggingarmeistari og Ólöf Sigur-
rós Gestsdóttir, starfsmaður leik-
skóla, hafa komið sér upp í
Reykjanesbæ. Hús þeirra stendur
efst við götuna Steinás, í nýlegu
hverfi í Njarðvík, og rennur garð-
urinn skemmtilega saman við
holtið.
„Við vorum strax ákveðin í því
að halda móanum og grjótinu. Við
plöntuðum birki í móann og bætt-
um heilum vörubílsfarmi af grjóti
í lóðina,“ segir Ólöf. Fleiri húseig-
endur í hverfinu nýta grjótið sem
var í holtinu þegar byrjað var að
byggja en aðrir gengu í að koma
því í burtu. „Okkur finnst fólk
geta nýtt betur þá sérstöðu sem
þetta svæði hefur,“ segir Hjalti.
Hann nefnir sem dæmi að hann
hafi fengið aðra lóð í hverfinu sem
hann hugsaði sér að byggja hús á
og selja. Grjóthóll hafi verið á
byggingarreit hússins. Hann hafi
óskað eftir því við bæinn að fá að
færa húsið örlítið til hliðar, til
þess að hóllinn gæti staðið órask-
aðar en fékk neitun. „Ég skilaði
lóðinni því ég vil ekki standa í
stríði við álfa,“ segir Hjalti.
Þau telja sig vera umhverfis-
verndarfólk og segja að sumir
sem skreyti sig með slíku mættu
líta meira til síns nánasta um-
hverfis, en ekki aðeins upp á há-
lendið.
Matarúrgangurinn í beðin
Húsið byggði Hjalti sjálfur á
árunum 2003 og 2004. Þau fengu
Björn Jóhannesson landslags-
arkitekt til að skipuleggja lóðina.
Byrjað var að planta trjám áður
en lokið var við húsið og garð-
urinn kláraðist á síðasta ári.
Landið er ekki frjósamt og því
þurftu hjónin að flytja að gróð-
urmold í öll beð. Það hefur skilað
góðum árangri. Trén vaxa vel.
Ólöf lætur ekki þar við sitja. Hún
bætir jarðveginn með lífrænum
úrgangi.
„Ég er ekki með safntunnu
heldur gref matarleifarnar, annað
en kjöt og fisk, í holur hér og þar
í garðinum,“ segir Ólöf. Hún tekur
einnig með úrgang af leikskól-
anum til að bæta jarðveginn.
Hellur og trépallar eru næst
húsinu og svo taka við runnar og
loks tré og lyng. „Það þarf ekki
mikið að vinna í þessum garði. Við
getum notið þess að vera í honum
án þess að vera alltaf að gera eitt-
hvað,“ segir Hjalti Örn. Hann seg-
ir að þau hafi mikla ánægju af því
að ganga um garðinn. Þau eru
með þrátíu tegundir af trjám. „Við
þekktum ekki almennilega þessar
trjátegundir fyrr en við fórum að
planta þeim,“ segir Ólöf sem er
með grænu fingurna í þessum
garði. Hjalti er duglegri með hak-
ann og skófluna.
Ólöf og Hjalti fengu umhverf-
isviðurkenningu Reykjanesbæjar í
sumar fyrir lóðina og góðan frá-
gang á húsinu. Þau segja slíkar
viðurkenningar hvetjandi og von-
ast til að þær hafi sömu áhrif á
aðra.
Gott að hafa útsýni
Hjalti og Ólöf bjuggu lengst af
áður við Heiðarbakka í Keflavík.
Raunar er Ólöf komin á fornar
slóðir því hún ólst upp í Grænásn-
um. Þau eru ánægð á nýja staðn-
um. Þar eru þau miðsvæðis í
Reykjanesbæ, eins og bærinn er
að þróast, en það er útsýnið sem
þau bera mest lof á enda bæj-
arstæði Reykjanesbæjar frekar
flatt og lítið um útsýni.
Stöndum ekki í stríði við álfa
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Holt og grjót Ólöf Sigurrós Gestsdóttir og Hjalti Örn Ólason tylla sér niður á stein í garðinum við Steinás 33. Þau nýttu sér náttúrulegt umhverfi í holtinu
þegar þau útbjuggu garðinn og finnst fólk geta nýtt betur sérstöðuna sem svæðið hefur.
Holtið rennur inn í fallegan garð hjónanna Hjalta og Ólafar við Steinás í Reykjanesbæ
Við vorum strax ákveðin
í því að halda móanum
og grjótinu. Við plönt-
uðum birki í móann og
bættum heilum vörubíls-
farmi af grjóti í lóðina.
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 23
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
„Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða-
markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA
er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan
ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“
Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir,
Allrahanda.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa
og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu.
www.menntun.is
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
KRINGLAN
SMÁRALIND
LAUGAVEGUR
VERTU KLÁR FYRIR VETURINN
Í ECCO GORE-TEX SKÓM
70241 51228
Litir: Hvítt/Silfur
Stærðir: 20-26
Track Uno
72962 51052
Litir: Svart
Stærðir: 27-35
Winter Queen
78512 54000
Litir: Svart
Stærðir: 27-35 | 36-39
Ice Breaker
70381 50620
Litir: Rautt
Stærðir: 20-28
Track Uno
78512 54108
Litir: Rautt
Stærðir: 27-35
Ice Breaker
76042 51998
Litir: Brúnt/Svart
Stærðir: 27-35 | 36-39
K-Cross
70671 55044
Litir: Blátt
Stærðir: 22-24
Infant
73261 51052
Litir: Svart
Stærðir: 22-30
Snowride
76042 53949
Litir: Blár
Stærðir: 27-35
K-Cross
70671 53833
Litir: Bleikt
Stærðir: 21-24
Infant
73291 50667
Litir: Rautt
Stærðir: 22-30
Snowride
76043 54113
Litir: Rautt
Stærðir: 36-40
K-Cross