Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Strákarnir okkar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þeir eru á allra vörum á Íslandi í dag, „strákarnir okkar“ í handboltalandsliðinu sem leika úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í
Peking í fyrramálið við Frakka, eftir glæstan sigur gegn liði Spánverja í gær. Morgunblaðið rifjar upp handknattleiks- og lands-
liðsferil „strákanna“ fimmtán sem hafa gert garðinn frægan í Kína. Hvort verður silfrið eða sjálf gullverðlaunin þeirra?
Björgvin Páll
Gústavsson,
markvörður, er
fæddur 24. maí
1985. Hann er
192 cm á hæð og
er 90 kg að
þyngd. Björgvin
hefur leikið 38
landsleiki og
skorað í þeim eitt
mark.
Björgvin ólst upp hjá HK í Kópa-
vogi en hefur einnig leikið með ÍBV
og Fram. Í vor skrifaði Björgvin
undir samning við þýska 2. deild-
arliðið TV Bittenfeld. Hann er nú að
taka þátt í fyrsta stórmóti með A-
landsliðinu og þótti val hans umdeilt
þar sem hinn reyndi markvörður
Birkir Ívar Guðmundsson var skil-
inn eftir heima.
Björgvin Páll
Gústavsson
Björgvin Páll
Gústavsson
Guðjón Valur
Sigurðsson,
vinstri horna-
maður, er fæddur
8. ágúst 1979.
Hann er 187 cm á
hæð og 83 kg.
Guðjón Valur á
að baki 210 lands-
leiki og hefur
skorað í þeim 988
mörk.
Guðjón Valur lék með Gróttu á
Seltjarnarnesi upp alla yngri flokka
en fór ungur til KA á Akureyri. Frá
Akureyri hélt Guðjón Valur til liðs
við Essen í Þýskalandi, þaðan til
Gummersbach en í vor gekk hann til
liðs við Rhein-Neckar Löwen
skammt frá Mannheim eftir að fé-
lagið hafði borgað hann undan
samningi við Gummersbach.
Guðjón Valur
Sigurðsson
Guðjón Valur
Sigurðsson
Sigfús Sigurðs-
son, línu- og
varnarmaður, er
fæddur 7. maí
1975. Hann er
198 cm á hæð og
er 114 kg. Sigfús
hefur leikið 161
landsleik og skor-
að í þeim 319
mörk.
Sigfús er upp-
alinn Valsmaður og lék með liði fé-
lagsins þar til fyrir sex árum að
hann gerði samning við Magdeburg.
Þaðan fór hann til Ademar León á
Spáni fjórum árum síðar. Sigfús
ákvað nýverið að flytja heim og taka
upp þráðinn með sínu gamla félagi,
Val. Sigfús sló í gegn með landslið-
inu á Evrópumótinu 2002 þar sem
hann var kjölfesta í varnarleiknum.
Sigfús
Sigurðsson
Sigfús
Sigurðsson
Hreiðar Levy
Guðmundsson,
markvörður, er
fæddur 29. nóv-
ember 1980. Hann
er 193 cm á hæð
og er 96 kg að
þyngd. Hreiðar
Levy á að baki 74
landsleiki.
Hann er nú að
hefja sitt annað
keppnistímabil með sænska úrvals-
deildarliðinu Sävehof. Eftir að
Hreiðar fór til Svíþjóðar hefur
hann tekið miklum framförum. Um
leið hefur hann fest sig í sessi í
landsliðinu og tekið þátt í nokkrum
undangengnum stórmótum. Áður
en hann hélt til Svíþjóðar hafði
hann m.a. leikið með ÍR, Gróttu,
KR, KA og Akureyri.
Hreiðar Levy
Guðmundsson
Hreiðar Levy
Guðmundsson
Ingimundur Ingi-
mundarson, varn-
armaður, er
fæddur 29. jan-
úar 1980. Hann
er 193 cm á hæð
og vegur 96 kg.
Ingimundur á að
baki 44 landsleiki
og hefur skorað í
þeim 38 mörk.
Ingimundur er
alinn upp hjá ÍR og lék með yngri
flokkum félagsins og síðar meir
meistaraflokki um nokkurra ára
skeið. Ingimundur lagðist í víking
fyrir þremur árum og gekk til liðs
við Ajax í Danmörku. Þaðan hélt
hann til Noregs og lék í nærri tvö
keppnistímabil með Elverum. Í vor
skrifaði Ingimundur undir samning
við þýska liðið GWD Minden.
Ingimundur
Ingimundarson
Ingimundur
Ingimundarson
Snorri Steinn
Guðjónsson leik-
stjórnandi er
fæddur 17. októ-
ber 1981. Hann
er 187 cm á hæð
og er 86 kg.
Snorri Steinn
hefur leikið 142
landsleiki og
skorað í þeim 521
mark.
Eins og fleiri leikmenn landsliðs-
ins er Snorri Steinn alinn upp hjá
Val en hóf atvinnumannaferil sinn
hjá Grosswallstadt í Þýsklandi þar
hann lék um tveggja ára skeið. Önn-
ur tvö ár var Snorri Steinn hjá GWD
Minden áður en hann flutti sig yfir
landamærin til Danmerkur og gerð-
ist leikmaður GOG í Svendborg fyrir
ári.
Snorri Steinn
Guðjónsson
Snorri Steinn
Guðjónsson
Alexander Pet-
ersson, horna-
maður og skytta,
er fæddur í Lett-
landi 2. júlí 1980.
Hann er 186 cm á
hæð og 94 kg að
þyngd. Alexander
varð íslenskur
ríkisborgari árið
2004 eftir að hafa
flust hingað til
lands 17 ára gamall. Alexander á að
baki 84 landsleiki og hefur skorað í
þeim 314 mörk.
Alexander lék um nokkurra ára
skeið með Gróttu og Gróttu/KR áður
en hann gerði samning við þýska
handknattleiksliðið Düsseldorf. Það-
an gekk hann til liðs við Grosswall-
stad áður en Flensburg keypti hann
yfir til sín fyrir rúmu ári síðan.
Alexander
Petersson
Alexander
Petersson
Logi Geirsson,
skytta á vinstri
væng, er fæddur
10. október 1982.
Hann er 192 cm á
hæð og 95 kg að
þyngd. Logi hef-
ur leikið 75 lands-
leiki og skorað í
þeim 215 mörk.
Logi er uppal-
inn hjá FH og er
sonur Geirs Hallsteinssonar sem er
einn þekktasti handknattleiksmaður
Íslandssögunnar. Afi Loga, Hall-
steinn Hinriksson, er stundum
nefndur „faðir handknattleiksins í
Hafnarfirði“ og fyrrverandi lands-
liðsþjálfari.
Logi lék með FH allt þar til hann
gekk til liðs við þýska liðið Lemgo
fyrir fjórum árum.
Logi
Geirsson
Logi
Geirsson
Sturla Ásgeirs-
son, vinstri
hornamaður, er
fæddur 20. júlí
1980. Hann er
182 cm á hæð og
er 80 kg. Sturla
hefur leikið 24
landsleiki og
skorað 19 mörk.
Sturla er ÍR-
ingur en hefur
undanfarin fjögur ár leikið með
danska úrvalsdeildarliðinu Århus
GF, einu sterkasta félagsliði Dan-
merkur. Samningur hans við félagið
rann út í sumar og er enn óvíst með
hvaða liði hann leikur á næsta
keppnistímabili.
Sturla kom af krafti inn í lands-
liðið í vor og tók þátt í forkeppni Ól-
ympíuleikanna í Póllandi.
Sturla
Ásgeirsson
Sturla
Ásgeirsson
Ásgeir Örn Hall-
grímsson, skytta
á hægri væng og
hornamaður, er
fæddur 17. febr-
úar 1984. Hann
er 191 cm á hæð
og er 92 kg að
þyngd. Ásgeir
Örn hefur leikið
102 landsleiki og
skoraði í þeim
137 mörk.
Ásgeir Örn er uppalinn í röðum
Hauka í Hafnarfirði og lék með
flokkum félagsins upp í meist-
araflokk. Fyrir þremur árum gerði
hann samning við þýska liðið Lemgo
og lék hjá því um tveggja ára skeið
eða allt þar til hann skipti yfir í raðir
GOG í Svendborg í Danmörku fyrir
rúmu ári.
Ásgeir Örn
Hallgrímsson
Ásgeir Örn Hall-
grímsson
Ólafur Stef-
ánsson, skytta á
vinstri væng og
fyrirliði, er fædd-
ur 3. júlí 1973.
Hann er 196 cm á
hæð og er 94 kg.
Ólafur hefur leik-
ið 282 landsleiki
og skorað í þeim
1.332 mörk.
Ólafur er upp-
alinn hjá Val en flutti til Þýskalands
árið 1996 og varð leikmaður Wupp-
ertal. Síðan gekk Ólafur í raðir
Magdeburg en fór þaðan fyrir fimm
árum til Ciudad Real á Spáni. Hann
er margfaldur spænskur og þýskur
meistari auk þess að hafa unnið
meistaradeild Evrópu nokkrum
sinnum með Magdeburg og Ciudad
Real.
Ólafur
Stefánsson
Ólafur
Stefánsson
Sverre Andreas
Jakobsson varn-
armaður er fædd-
ur 8. febrúar
1977. Hann er
196 cm á hæð og
er 97 kg. Sverre á
að baki 57 lands-
leiki og hefur
gert 13 mörk.
Sverre lék
lengi með KA en
hefur einnig spilað hjá HK, Aftur-
eldingu og Fram hér heima en hefur
síðustu tvö ár verið á mála hjá
Gummersbach í Þýskalandi. Sverre
fór til náms í Bandaríkjunum fyrir
fáeinum árum og var þá svo að segja
hættur í handknattleik þegar Guð-
mundur Guðmundsson fékk hann til
Fram 2005. Sverre flutti heim í sum-
ar og leikur með HK á næsta vetri.
Sverre Andreas
Jakobsson
Sverre Andreas
Jakobsson
Arnór Atlason,
skytta á vinstri
væng, er fæddur
23. júlí 1984.
Hann er 191 cm á
hæð og 91 kg.
Arnór hefur leik-
ið 74 landsleiki og
skorað í þeim 150
mörk.
Arnór er fædd-
ur inn í hand-
knattleiksfjölskyldu en faðir hans,
Atli, lék með íslenska landsliðinu á
níunda áratug síðustu aldar. Arnór
lék með KA þar til hann söðlaði um
og gerðist atvinnumaður í hand-
knattleik í Þýskalandi. Hann var um
nokkurt skeið á samningi hjá
Magdeburg en hefur undanfarin tvö
ár leikið með FCK í Kaupmanna-
höfn og varð danskur meistari í vor.
Arnór
Atlason
Arnór
Atlason
Róbert Gunn-
arsson, línumað-
ur, er fæddur 22.
maí 1980. Hann
er 190 cm á hæð
og er 100 kg. Ró-
bert hefur leikið
137 landsleiki og
skorað í þeim 419
mörk.
Róbert vakti
fyrsta almenna
athygli á handknattleiksvellinum
með Fram en sló síðar í gegn með
Århus GF í Árósum og varð m.a.
markakóngur dönsku úrvalsdeild-
arinnar eitt árið. Frá Árósum gekk
Róbert til liðs við Gummersbach,
skammt frá Köln hvar hann hefur
leikið síðust tvö árin. Þar hefur Ró-
bert átt fast sæti í liðinu og tekið
miklum framförum á þeim tíma.
Róbert
Gunnarsson
Róbert
Gunnarsson
Guðmundur
Þórður Guð-
mundsson lands-
liðsþjálfari er
fæddur 23. des-
ember 1960.
Hann lék 230
landsleiki og
skoraði 356 mörk
með landsliðinu á
níunda áratug
síðustu aldar.
Guðmundur er þrautreyndur
þjálfari sem tók á ný við stjórn
landsliðsins í vor eftir að hafa stýrt
því áður frá 2001 fram yfir Ólympíu-
leikana í Aþenu 2004. Hann hefur
einnig þjálfað Víking, Aftureldingu,
Fram og þýska liðið Bayer Dormag-
en. Undir stjórn Guðmundar komst
íslenska landsliðið í 4. sæti á Evr-
ópumótinu í Svíþjóð árið 2002.
Guðmundur Þ.
Guðmundsson
Guðmundur Þ.
Guðmundsson