Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 22
|laugardagur|23. 8. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Margt er ritað og sagt um málefni Sparisjóðs
Mýrasýslu þessa dagana. Í viðskiptablaði
Morgunblaðsins var fjallað um málið í
tengslum við stöðu annarra sparisjóða. Á
Skessuhornsvefnum var grein í þremur hlut-
um eftir Lárus Pál Pálsson, undir samheitinu
Erfidrykkja Sparisjóðs Mýrasýslu. Fjölmenni
var á íbúafundi þar sem almenningi var greint
frá stöðu mála og mögulegum orsökum vand-
ans.
Menn eru eðlilega slegnir yfir því að „Horn-
steinn í héraði“ eins og Sparisjóðurinn kenndi
sig við, skuli brátt tilheyra fortíðinni. Spari-
sjóðinn er nú uppnefndur „legsteinn í héraði“,
gárungarnir tala um „dapra daga“ (sbr.
Danska daga í Stykkishólmi) og bærinn okkar
fallegi er jafnvel kallaður „Sorgarnes“.
Þessi staðreynd er auðvitað bæði dapurleg
og sorgleg, en það hefur ekki einkennt Borg-
nesinga að gefast upp þótt móti blási. Í haust
munum við hylla sauðkindina á nýjan leik á
Sauðamessu sem var síðast haldin fyrir tveim-
ur árum. Dagsetningin mun vera 4. október,
en þá verður orðið nógu kalt til að maður klæð-
ist lopapeysu, ullarsokkum og lopahúfu, að ég
tali nú ekki um að fá heita íslenska kjötsúpu í
kroppinn eins og venjan er á Sauðamessu.
Og „Brák“ fer aftur á fjalirnar á sögulofti
Landnámssetursins nk. laugardag svo leiklist-
arunnendur geta glaðst. Ef mig misminnir
ekki var Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og
handritshöfundur, valin leikskáld ársins á
Grímu-afhendingunni í júní sl. Leikritið er ein-
leikur sem Atli Rafn Sigurðarson, eiginmaður
Brynhildar, leikstýrði og gekk verkið fyrir
fullu húsi frá áramótum og fram á vor.
Á vef Skessuhorns komst ég ekki hjá því að
svara spurningu vikunnar um hvað væri
skemmtilegasta heimilisverkið. Auðvitað svar-
aði ég því til að það væri að greiða reikninga!
Það er vegna þess að í hvert skipti sem maður
greiðir reikninginn minnka skuldir heimilisins.
Nema vextirnir fari hækkandi, úps. Niður-
staðan á vefnum var að 28,2% sögðu elda-
mennskuna skemmtilegasta en 16,2% sögðu öll
heimilisverk leiðinleg. Að greiða reikninga var
bara í fjórða sæti með 10,4%. Að strauja var
neðst, aðeins með 1,9%, og því var ég sammála,
mér finnst bara gaman að strauja Visakort.
Verðlaunaverk Leikverkið Brák mun snúa
aftur á fjalirnar nú í haust.
BORGARNES
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Ég er í hópi þeirra fjölmörgu sem hafalagt land undir fót með JóhönnuKristjónsdóttur til Mið-Austurlandaog er nú búin að koma til fjögurra
landa með henni, þar á meðal til Jemens
snemma á síðasta ári,“ segir Rannveig Guð-
mundsdóttir sem heillaðist af framtaki Jóhönnu
þegar hún setti verðlaunafé Hagþenkis sem hún
fékk fyrir bók sína Arabíukonur í sjóð og leitað
uppi samstarf við jemenska konu, Nouriu Nagi,
sem hafi gert það að hugsjónastarfi sínu að
hjálpa börnum til mennta. „Þegar ég frétti af
því fannst mér þetta verkefni vera þess vert að
taka þátt í. Við hjónin styrkjum Nawal sem
gengur í skólann hennar Nouriu.“
Þegar Rannveig og Sverrir voru búin að
greiða með Nawal í eitt ár bauðst þeim að fara
með Jóhönnu í ferð til Jemens og Jórdaníu. „Í
ferðinni var innifalin heimsókn í skólann til
Nouriu og möguleiki á að hitta styrktarbörnin.“
Rannveig segir það hafa verið hjartnæma upp-
lifun að hitta Nawal sem kemur úr fátækri
sveitafjölskyldu og fór níu ára gömul í skólann
til Nouriu til að læra að lesa og skrifa. „Það var
stórkostlegt fyrir okkur að hitta þessa litlu
stúlku sem skildi ekkert í því af hverju við vor-
um svo upptekin að henni fremur en öðrum
börnum. Þegar Jóhanna var búin að útskýra
fyrir henni að við værum hjónin sem styrktum
skólagöngu hennar kom hún hlaupandi til mín
og flaug upp um hálsinn á mér, kyssti mig á báð-
ar kinnar. Síðan tók hún í hendur okkar Sverris
og benti á okkur þrjú til skiptis. Þetta voru
mjög sérstök skilaboð og okkur hlýnaði í hjart-
anu að vera komin í tengsl við þessa fallegu
stúlku. Við erum staðráðin í að styrkja hana til
skólagöngu svo lengi sem hún hefur áhuga.“
„Ég vil vera eins og þú“
Síðan þá hefur hún fengið góðar fréttir af
Nawal. „Nouria sagði mér að Nawal hefði komið
til hennar um daginn. Hún kvaðst þá vera búin
að læra að lesa og skrifa og fannst hún því tilbú-
in að fara að takast á við háskólanám. Nouria
sagði henni að hún væri of ung til að byrja í há-
skóla en spurði hana síðan af hverju hana lang-
aði svo mikið í háskólanám. Þá sagði Natal: „Af
því ég vil vera eins og þú.““ Rannveig segir að
ekkert hafi glatt sig meira í kringum þá upp-
lifun að styrkja Nawal en þessi setning. „Ég er í
hópi þeirra kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi
sem hafa verið mjög meðvitaðar um hvað fyrir-
myndir skipta miklu máli. Við höfum allar átt
fyrirmyndir og við höfum upplifað hvað skortur
á fyrirmyndum hefur tafið jafnréttisbaráttuna.
Við höfum glaðst yfir hverri einustu konu sem
hefur orðið til þess að vísa leiðina og verið öðr-
um fyrirmynd. Við þessa sögu af Natal upplifði
ég að við værum ekki aðeins að gera henni kleift
að ganga í skóla. Við vorum að gefa henni fyrir-
mynd.“
„Við gáfum henni fyrirmynd“
Fagnaðarfundir Rannveig og Nawal hittast í fyrsta sinn.
Undanfarin þrjú ár hefur Fatimu-
sjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur
styrkt börn í Sanaa, höfuðborg
Jemens, til að komast í skóla með
árlegu framlagi. Áhugasamir
stuðningsforeldrar hafa lagt verk-
efninu lið frá upphafi og styrkja ís-
lenskar fjölskyldur nú 126 börn til
náms. Hjónin Rannveig Guð-
mundsdóttir og Sverrir Jónsson
hafa í tvö ár styrkt skólagöngu
Nawal AlHymee.
SÚK, arabískur glæsimarkaður, verður hald-
inn í Perlunni laugardaginn 30. ágúst. Þar
verður til sölu fatnaður, skór, töskur, skart og
munir og mun allur ágóði sölunnar renna
óskiptur í uppbyggingu skóla fyrir börn og
konur í Jemen.
Í HNOTSKURN
»Fatimusjóðurinn var stofnaður 2005.Framlög úr sjóðnum fara til fræðslu-
miðstöðvar í Sanaa, höfuðborg Jemens.
»Styrkirnir renna til skólagöngu jem-enskra skólabarna og til fullorðins-
og saumanámskeiða fyrir ómenntaðar
konur. Sjóðurinn borgar ennfremur
kennaralaun.
»250 börn ganga nú í skóla á vegumfræðslumiðstöðvarinnar og styrkja
íslenskar fjölskyldur 126 börn með ár-
legu framlagi.
»Nánari upplýsingar um sjóðinn máfinna á heimasíðu Jóhönnu Krist-
jónsdóttur: johannaferdir.blogspot.com.
Reuters
Verðugt framlag Í þrjú ár hafa Íslendingar styrkt skólagöngu barna í Jemen í gegnum Fatimusjóðinn og stefna mörg skólabarnanna á háskólanám í framtíðinni.
Hanak AlMatari er 19 ára gömul skóla-
stúlka en íslensk fjölskylda hefur styrkt
menntaskólanám hennar síðastliðin þrjú
ár. Hanak er fyrsti nemandi í fræðslu-
miðstöðinni sem hefur háskólanám í haust.
„Við lítum á þetta sem afar glæsilegan
sigur og hann sýnir okkur hvað stuðningur
við börnin hefur breytt viðhorfum þeirra
og lífi,“ segir Jóhanna Kristjónsdóttir, for-
svarsmaður og stofnandi Fatimusjóðsins.
Hanak mun nema hagfræði og stjórnmála-
vísindi við Háskólann í Sanaa.
„Það er ekki sjálfgefið að fara í háskóla
og sjaldgæft að kona leggi stund á há-
skólanám í Jemen. Því er þetta stórkost-
legur áfangi fyrir Hanak og mér finnst
ekki síst merkilegt hvaða nám hún velur
sér. Stúlkur velja sér gjarnan hefðbundn-
ari greinar eins og hjúkrun eða kennslu.
En val hennar ber vott um mikið sjálfs-
öryggi og mun námið veita henni marga
möguleika. Hún virðist einbeitt og full af
ákefð til að halda sínu striki og ná því
markmiði sem hún hefur sett sér. Hún hef-
ur skapað sína möguleika með stuðningi
frá fjölskyldu á Íslandi.“
Sýnilegur árangur
Einbeitt Hanak mun nema hagfræði og
stjórnmálavísindi við Háskólann í Sanaa.
úr bæjarlífinu