Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 31 ANDSTÆÐINGAR virkjana í neðri hluta Þjórsár bíta ekki á agnið og verða ekki heldur þreyttir til ólífis eins og stjórn Landsvirkjunar o.fl. hafa verið að vona. Í sumum veiðiskap er bráðin fyrst ginnt til að gleypa lystilegt agn sem ekki er aldeilis það sem sýnist. Þegar bráðin er föst á þarf að þreyta hana þar til hún liggur ósjálfbjarga í valnum. Landsvirkjun, í umboði útlend- inga, hefur mikið reynt til að festa fólk á bökkum Þjórsár á öngul sinn, þreyta það síðan og ná þann- ig yfirráðum yfir jörðum þeirra. Haldi Landsvirkjun að andmæl- endur virkjana í neðri hluta Þjórs- ár verði blekktir eins og bráð sem veidd er líkt og hér er lýst fer hún vill vegar. Andmæli fólksins eru ekki tímabundið upphlaup sem smám saman fjarar út þannig að unnt verði að sæta lagi síðar og framkvæma það sem til stóð eins og oft er hér á landi. Nei, hér verður barist til síðasta manns. Veiðiaðferðir Landsvirkjunar hafa heldur ekki enn tekist að neinu marki fyrir austan. Að fólk- inu við ána hefur verið þjarmað á ýmsa vegu. Sagt er að því hafi verið hótað og sagt rangt til um réttarstöðu sína. Nú eru flestir hins vegar búnir að sjá við klækjum Landsvirkjunar og standa fastar en nokkru sinni fyrr á sínum rétti. Munum að þetta virkjanabrambolt er ekki hugsað nema að litlum hluta til hags- bóta fyrir okkur Ís- lendinga – útlend risafyrirtæki sitja að stærstum hluta kök- unnar – við mætum afgangi, hrekjumst um í illa förnu landinu okkar og greiðum að auki mun hærra verð fyrir eigin raforku en þeir. Við skoðun á hlut Landsvirkj- unar og baráttunnar um Þjórsána núna hefur mér stundum komið í hug karlinn sem fenginn var til að setja í lax fyrir breskan heldrim- ann sem hér var á ferð í Laxá í Kjós. Sá kunni lítið fyrir sér í veiðikúnstum en þurfti, heim kom- inn, að geta gortað af farsælli veiði. „Það er dýrt að klóra Brúnku,“ tautaði Íslendingurinn sem staðið hafði daglangt í súld og kalsa með útlendinginn úti í ánni og veitt fyrir hann svo hann mætti sýna afrakstur snilli sinnar er heim væri komið. Það hefur kostað Landsvirkjun dýrt að klóra Brúnku – það er dýrt að hræða fólk af jörðum sín- um – það er dýrt fyrir landið okk- ar og komandi kynslóðir að hleypa umhverfissóðum lausum á dýr- mætum stöðum eins og hér er gert ráð fyrir – það er dýrt að svíkja sína huldumey. Að lokum hvet ég ráðamenn landsins enn til að standa nú í fæturna og spyrna gegn óbæt- anlegri landníðslu í neðri hluta Þjórsár. Andstæðingar virkjana í Neðri-Þjórsá bíta ekki á agnið Elín G. Ólafsdóttir skrifar um fyr- irhugaðar virkjanir í Þjórsá » Þetta virkjana- brambolt er ekki hugsað nema að litlum hluta til hagsbóta fyrir okkur Íslendinga, út- lend fyrirtæki sitja að stærstum hluta kök- unnar Elín G. Ólafsdóttir Höfundur er fv. kennari og fv. borgarfulltrúi. ÁSTÞÓR Magn- ússon telur að þriðja heimsstyrjöldin (Armageddon?) muni hefjast í Palestínu og biðlar til Dorrit Mo- ussaieff forsetafrúar um að koma í veg fyr- ir það. Þótt Dorrit sé frábær kona þá efast ég um að hún sé fær um að miðla málum í Palestínu, hvað þá að fyrirbyggja heims- styrjöld. En er hún ef til vill þegar hafin? Að mínu mati er þriðja heimsstyrj- öldin þegar hafin. Þetta er ekki styrjöld milli þjóða heldur styrjöld milli ósætt- anlegra menningar- heima. Hún hófst með árásum íslamskra öfgamanna á New York og Washington árið 2001. Þetta er ekki venjulegt stríð, ekki frekar en stríðin í Írak og Afganistan. Þarna takast ekki á hefðbundnir herir á vígvöllum eins og í fyrri styrjöldum. Hermenn andstæðinga okkar (Vest- urlandabúa og annarra andstæð- inga íslamista) klæðast ekki her- klæðum og eru í fæstum tilfellum sýnilegir. Þau öfl sem standa að baki þessum nýju stríðsherrum eru öfgafullir trúarleiðtogar sem lúta stjórn ofstækisfullra manna eins og bin Ladens og eru studdir fjár- hagslega með hluta af olíu- peningum Mið-Austurlanda og ræktun og sölu á eiturlyfjum. Tak- mark þessara afla er að ná yfirráð- um í hinum vestræna heimi og þeim hlutum Asíu og Afríku sem ekki nú þegar lúta íslam, útrýma kristni og eyða vestrænum gildum og öðrum gildum sem ekki eru höll undir öfgafulla íslamista. En hvernig ætla þessi öfl að ná mark- miðum sínum? Ekki með hernaði á venjulegum vígvöllum, það hefur áður verið reynt en sem betur fer ekki tekist. En hvernig þá? Það er ætlun þessara afla að með vaxandi innflutningi á trúbræðrum sínum til Vesturlanda, aðallega til Evr- ópu, geti þeir leynt stríðsmönnum sínum í hópi venjulegra innflytj- enda. Ætlunin er síðan að vinna bug á okkur innan frá. Það verður gert með hryðjuverkum og áróðri. Með ofbeldi og ofsóknum gegn hóf- sömum trúbræðrum sínum ætla þeir að koma áætlunum sínum í framkvæmd. Við höfum fengið að sjá þessi öfl að verki með hryðju- verkunum í Bretlandi og á Spáni og komist hefur upp um áætlanir um sams konar hryðjuverk í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Tilgangurinn er að vekja ótta og uppgjöf á meðal okkar. Það er heldur ekki hægt að útiloka að gjöreyðingarvopnum verði beitt takist þeim að komast yfir þau. Þessir menn svífast einskis því þeir trúa því að allt sem þeir gera sé gert að boði guðs. Hófsamir kristnir menn og naívistar vilja að við sýnum þessu fólki umburð- arlyndi. Hvers vegna að sýna þeim sem ekkert umburðarlyndi hafa, umburðarlyndi? Þess má sjá merki í yfirlýsingu æðsta klerks Bisk- upakirkjunnar í Bretlandi um að við eigum að samþykkja vissa hluta Sharialaga íslamista að áróð- urinn er farinn að virka. Hvað á maðurinn við? Vill hann taka upp þann sið að grýta „syndugar kon- ur“ til bana í opinberum aftökum? Vill hann samþykkja heiðursmorð? Svíar hafa nýlega samþykkt að múslimakonur á þingi þar í landi megi bera slæður. Allt í lagi með það. En haldið þið að kristnar þingkonur í Íran eða Sádi-Arabíu, ef þær væru til, fengju að vera slæðulausar? Látið ykkur ekki detta það í hug. Í Sádi- Arabíu er iðkun krist- innar trúar bönnuð og í sumum löndum músl- ima er það dauðasök að skipta um trú. Fyr- ir nokkrum árum síð- an þegar íslenskt flug- félag fékk samning um að flytja pílagríma til Mekka urðu þeir að mála yfir íslenska fán- ann á vélunum af því að krossinn mátti ekki sjást í landi spámanns- ins! Í Noregi hefur komið í ljós að börn bókstafstrúarmúslima dragast aftur úr í skól- um þar í landi vegna þess að þeim er gert að iðka bæna- lestur fimm sinnum á dag og missa þar af leiðandi af fræðslu. Þetta veldur því að síðar á ævinni drag- ast þessi börn aftur úr og verða ekki samkeppnisbær í lífsbarátt- unni og það ýtir undir neikvæða af- stöðu þeirra til þess samfélags sem þau búa í og verða þau þar af leið- andi auðveldari fórnarlömb bók- stafstrúarmanna. Mér sýnist að yf- irvöld í Evrópu séu ekki nægilega vakandi yfir þessari vá. Múslimar á Íslandi eru ekki margir og vafa- laust allt hið besta fólk en nú þegar þeir leita eftir leyfi til þess að byggja sitt fyrsta guðshús, mosku, hvernig ætla þeir að tryggja að hún verði ekki uppspretta öfga- sinna þar sem börnum er innrætt að hata og fyrirlíta landa sína sem ekki eru sömu trúar og telja það skyldu sína að boði guðs (Allah) að drepa þá sem ekki aðhyllast algjör yfirráð íslams? En um leið og við komum okkur upp vörnum gegn þessum ofstopamönnum verðum við að tryggja að venjulegt fólk úr hópi trúbræðra þeirra verði ekki fyrir ofsóknum og mismunun vegna trúar sinnar. Ég er ekki ras- isti og hef ekkert á móti öðrum trúarbrögðum. En ég vara við of- stækismönnum sem leynast innan um venjulegt fólk og ala á hatri og fyrirlitningu á kristni og öðrum trúarbrögðum en íslam og heilaþvo unglinga í trúarbragðaskólum þar sem tilgangurinn er að framleiða hryðjuverkamenn til þess að fórna sér í sjálfsmorðárásum. Hættum að láta undan ofbeldisöflum hvaðan sem þau koma. Tökum hart á þeim og gjöldum líku líkt. Með illu skal illt út reka. Þriðja heims- styrjöldin – er hún þegar hafin? Hermann Þórð- arson fjallar um ástandið í heim- inum almennt Hermann Þórðarson » Ástþór Magnússon telur að þriðja heimsstyrjöldin muni hefjast í Palestínu og biðlar til Dorrit Moussaieff for- setafrúar um að koma í veg fyrir það. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. Sími 551 3010 Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Kúba Þú spa rar allt að 32.600 kr. á mann 10 daga ferð á frábærum tíma Aðeins 90sætií boði á þessum kjörum.Takmörkuð gisting. frá aðeins kr. 119.900 með „öllu inniföldu“ í 10 daga E N N E M M / S IA • N M 3 51 16 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 24. ágúst til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Morgunblaðið og Heimsferðir bjóða áskrifendum til Kúbuveislu 19.-29. nóvember Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Varadero 10 nætur - m/allt innifalið Hotel Villa Tortuga **+ 119.900 147.900 -28.000 Gran Caribe Barlovento ***+ 124.900 157.500 -32.600 Havana 10 nætur - m/morgunverði Hotel Occidental Miramar **** 125.900 151.500 -25.600 Havana 5 nætur m/morgunverði og Varadero 5 nætur m/allt innifalið Occidental **** og Barlovento ***+ 126.900 157.500 -30.600 Occidental **** og Barcelo Solymar ****+ 136.700 162.300 -25.600 Allt verð er netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli. Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í 10 daga ferð til Kúbu 19. nóvember. Í boði er gisting á vinsælum gististöðum á Varaderoströndinni eða í Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Þú kynnist stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar og þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Þú velur hvort þú vilt dvelja á Varadero eða í Havana í 10 nætur eða í Havana í 5 nætur og á Varadero í 5 nætur. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á þessu kjörum. Verð getur breyst án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.