Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 37
Á ég ekki að segja þér söguna af mér, einn sumardag í fyrra mig langaði í ber. Ég var heim við bæinn ömmu minni hjá fólkið var á engjunum að raka og slá. (Höf. ók.) Elsku amma mín, nú þegar kem- ur að kveðjustund er þetta fyrsta erindi af mörgum sem kemur upp í huga mínum. Ófá eru skiptin sem ég og systur mínar sofnuðum vært heima hjá ykkur afa og þú söngst þessa fallegu sögu um litlu telpuna sem týndist í berjamó. Líka kemur í hugann minningin um þig að koma gangandi upp klaufina heim af saumastofunni og ég mátti hlaupa á móti þér, ég held að þakka megi fyrir að þú varst aldrei hlaupin um koll. Þú sitjandi með grænu skálina í kjöltunni að hræra í lummur eða pönnsur, allar verða þær ómetan- legar þessar minningar núna. Litla telpu dreymdi að eignast svona eða hinsegin flík, hvort held- ur var á dúkkurnar eða sjálfa sig, þú lést þann draum rætast. Ung- lingsstúlku langaði að eignast pils, buxur eða blússu, það bjóst þú til, og svona get ég lengi talið. Þú stoppaðir í sokka eða prjónaðir nýja upp af gömlu stroffi, „ekkert mál“, aldrei hent flík ef hægt var að laga hana. Allar konurnar utan úr bæ eða sveit sem bönkuðu á hurð- ina á Kambastígnum með poka sem innihélt eitthvað sem þurfti að lag- færa, ekki þurftu þær að bíða í marga daga eftir að fá pokann aft- ur. Það var þitt aðalsmerki hversu hög þú varst í höndunum og þér féll aldrei verk úr hendi til hinstu stundar. Þau eru óteljandi pörin sem þú hefur gert af „langömmu- sokkum“ eða vettlingum og hafa haldið hita á litlum puttum og tás- um í stóra langömmubarnahópnum. Oft var glatt á hjalla á Kamba- stígnum þegar allir voru mættir, mikið hlegið og spjallað saman. Elsku amma mín, að leiðarlokum langar mig að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína og hvað þú lést þér alltaf annt um okkur og allt sem okkur varðaði. Það er mín ósk að geta tileinkað mér og mínum börnum það sem einkenndi þig, en það var að sýna samferðafólki virðingu, þakklæti og þolinmæði. Ég kveð þig að sinni og veit í hjarta mínu að það hefur vafalaust verið vel tekið á móti þér af okkar fólki. Elsku mamma og Anna frænka, samúðarkveðjur til ykkar og fjöl- skyldunnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, Aðalbjörg Jóna (Bogga). Á ég ekki að segja þér söguna af mér einn sumardag í fyrra mig langaði í ber. Ég var heim við bæinn, ömmu minni hjá en fólkið var á engjunum að raka og slá. (Kristín Sigfúsdóttir) Þetta litla erindi er hið fyrsta af mörgum sem þú söngst fyrir okkur frænkurnar þegar við vorum litlar. Mér fannst þetta mjög skemmti- legar vísur, enda sögðu þær sögu sem allt eins gat átt við þig og þín- ar æskustöðvar. Þú lærðir þessar vísur þegar þú varst lítil stelpa í Holti og svo hljóp á snærið hjá þér í fyrra þegar þér áskotnuðust vís- urnar á prenti og auk þess nafn höfundarins. Þú varst svo glöð, ekki síst vegna þess að í ljós kom að vísurnar sem þú hafðir ávallt tal- ið vera 22 voru í reynd 23 talsins. Við höfðum á orði að þú yrðir nú að drífa í að læra þessa nýju utan að og ég efast ekki um að það hafir þú gert. Það var ósköp gott að koma á Krókinn til ömmu og afa. Það var margt við að vera, stutt í hesthúsin og upp á melana og nafirnar. Inni var hægt að aðstoða við kleinu- baksturinn, nú eða laumast í saumavélina. Það voru alltaf ein- hverjir bútar sem hægt var að æfa sig á. Leiðsögn þín var ekki af verri endanum, það var vart til sem þú gast ekki gert í höndunum. Á hverju sumri þurfti líka að heyja svolítið, það fór drjúgur tími í það, enda slegið með orfi og ljá lengst af. Flest sumur var líka farið í ferðalög um landið, gjarnan tvær eða þrjár fjölskyldur saman. Þá var gjarnan tjaldað við læki eða litlar ár. Okkur þætti þetta líklega heldur frumstæð útilega í dag. Svo voru það berjaferðirnar, við vorum nú báðar mjög duglegar að tína berin en minna fyrir að borða þau. Minn- ingarnar eru margar og góðar. Seinustu árin hafa verið einmana- leg. Þú vildir búa í húsinu þínu sem lengst, og gast það með dyggum stuðningi Lillu frænku. Í vor ákvaðst þú svo að óska eftir her- bergi á Dvalarheimilinu á Krókn- um. Þú varst svo ánægð þar. Hittir margt fólk og naust þess að taka þátt í félagslífinu. Það virtist alltaf vera eitthvað skemmtilegt að ger- ast, en það var föndrið sem átti hug þinn allan. Það kom engum á óvart sem þekkti þig. Þú varst meira að segja farin að mála postulín og dúka og gerðir það að sjálfsögðu listavel. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Elsku amma, takk fyrir sam- fylgdina og allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þín Kristín. Nú kveð ég mína kæru vinkonu Kristínu Sigurjónsdóttur með sár- um söknuði en þakklátum hug fyrir allar okkar góðu samverustundir á liðnum árum. Ég var afar glöð er mér bauðst að verða heimsóknarvinur þeirra hjóna Ívars og hennar, er kirkjan og Rauði krossinn söfnuðu saman hóp sjálfboðaliða til að heimsækja og stytta stundir fólks, sem erfitt á með að fara út og taka þátt í sam- félaginu og er einmana. Ég þekkti þau hjón að öllu góðu áður en ég fór til Ástralíu og var þar í 19 ár. Lauga, systir Ívars, og foreldrar þeirra voru hér á Króknum okkar næstu nágrannar, glaðleg og prúð í umgengni og við Lauga vorum góð- ir vinir. Svo ég hlakkaði til að heim- sækja Stínu og Ívar. Mér var fagn- að sem gömlum vini og gestrisnin og hlýjan yndisleg. Ívar var þá orð- inn afar lasburða og lifði stutt eftir að ég byrjaði að koma vikulega til þeirra. Var þó alltaf glaður í við- móti við mig og frásögugóður ef hann var nógu hress til að taka þátt í viðræðum okkar. Mér fannst dásamlegt að sjá hvað Stína ann- aðist hann vel til hinstu stundar, með einstakri ástúð og umhyggju. Síðan heimsótti ég Stínu vikulega ef við varð komið og áttum við alltaf saman góðar stundir, ræddum margt og hlógum oft yfir prjón- unum okkar og kaffinu sem alltaf var sett á borð um leið og ég kom. Stínu féll aldrei verk úr hendi saumaði og prjónaði og var farin að mála bæði á dúka og postulín eftir að hún kom á dvalarheimilið. Það eru ótalmargir sem hún hefur saumað og gert við fyrir. Hún lag- færði ýmislegt í mörg ár og saum- aði inn af buxum fyrir KS. Síðast í vetur vissi ég til að hún var að sauma inn af buxum. Allt hennar handverk var gert af einstakri ná- kvæmni og vandvirkni. Í vetur bað hún mig eitt sinn að útvega sér lambskinn úr sútun. Mér tókst það, þá gerði hún stuttum tíma 4 pör af kritbrydduðum skóm og prjónaði líka í þá leppa. Tvenn pör fékk ég fyrir mig og dóttur mína og erum við afar þakklátar fyrir að eiga þessa dýrgripi og munum geyma þá vel og nota aðeins 17. júní og á safnadögum. Já, það er mér dýr- mætt að hafa kynnst Stínu og henn- ar frábæru kostum. Kjarkur jafn- lyndi og hógværð einkenndi hana og aldrei heyrði ég hana segja hnjóðsyrði um nokkra manneskju. Dæturnar og barnabörnin voru henni afar dýrmæt og kær og mikl- ir gleðigjafar. Þeim votta ég dýpstu samúð. Guð blessi minningu Kristínar Sigurjónsdóttur. Kristín Helgadóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 37 MESSUR Á MORGUN AKRANESKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson, fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Söng- og helgistund kl. 20.30. Sr. Svavar Alfreð Jónsson. Hermann Arason syngur og leik- ur undir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar, Krisztina K. Szklenár er organisti og kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti Svavarsdóttur djákna. Tekinn verður í notkun nýr flygill sem Safn- aðarfélag Ásprestakalls hefur fest kaup á. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, org- anisti Julian E. Isaacs, kór Breiðholts- kirkju syngur. Kaffisopi í safnaðarheimili eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, oragnisti Renata Ivan, prestur er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Eftir messu er heitt á könn- unni í safnaðarheimilinu. Guðspjallið fjallar um þakkláta samverjann og spurn- ingu Krist; hvar eru hinir níu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju leiðir söng. DÓMKIRKJAN | Miðnæturguðsþjónusta í Dómkirkjunni á menningarnótt kl. 23.45 og lýkur henni um kl. 0.30. Prestar Dóm- kirkjunnar og organisti þjóna ásamt prest- um Keflavíkurkirkju þeim sr. Sigfúsi Bald- vini Ingvasyni og sr. Skúla Ólafssyni sem prédikar. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Jóhann Smári Sævarsson syngur einsöng. Reykjanes- bær er gestasveitafélag á menningarnótt og í tilefni þess sameina söfnuðirnir krafta sína í miðnæturguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Messa sunnudag kl. 11. Sr. María Ágústs- dóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari, sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 14. FELLA- og Hólakirkja | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Fermingarnámsskeið hafa staðið yfir fyrir fermingarbörn næsta vors í Fellasókn og munu fermingarbörnin aðstoða við mess- una. Tónlistarflytjendur eru Dóra Hrund Gísladóttir og Inga María Backman, nem- endur Ólafs Elíassonar píanóleikara. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Prestur Einar Eyjólfsson, tón- listarstjóri Örn Arnarson. FRÍKIRKJAN Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Björg R. Pálsdóttir prédikar, lofgjörð og boðið til fyrirbæna. Að samkomu lok- inni verður kaffi og samvera og verslun kirkjunnar verður opin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Barn verður borið til skírn- ar. Fermingabörn taka þátt og sýna af- rakstur vinnu sinnar í fermingarskólanum frá síðustu viku. Fjallað verður um tengsl trúar og mannréttinda. Tónlist leiða tón- listarstjórarnir Anna Sigga og Carl Möller. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson og prestur er sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi. Fundur með for- eldrum fermingarbarna að lokinni messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Sveinbjörn Bjarnason, organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Þórhallur Heimisson, org- anisti Guðmundur Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA | Sálmafoss, sam- felld tónlistardagskrá á menningarnótt kl. 15-22. Messa sunnudag kl. 11. Biskup Ís- lands Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni, sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og messuþjónum. Sameinaður kór íslensku þjóðkirkjunnar syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin. Tón- leikar kl. 17 á vegum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Baldvin Oddsson leikur á trompet. Fermingarbörn og foreldrar þeirra boðin velkomin. Skrán- ing í fermingarfræðslu vetrarins fer fram að messu lokinni. Organisti Douglas Brotchie. Tómas Sveinsson og Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng, org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra boðin velkomin. Kyrrðarstund þriðjud. kl 18. hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20. Umsjón hefur Anne Marie Reinholdtsen. Opið hús þriðjudag- fimmtudag kl. 16-17.30. Fatabúðin í Garðastræti 6 og nytjamarkaðurinn á Eyj- arslóð 7 eru opin alla virka daga kl. 13-18. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er sr. Magnús Gunnarsson, orgnisti og kór Dalvíkurkirkju. Tónleikar kl. 14. Björg Þór- hallsdóttir sópran og Elísabet Waage hörpuleikari. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Int- ernetional church service in the cafeteria at 13PM. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðukona er Ruth Guðmundsdóttir, lof- gjörð og fyrirbæn. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Kristni- boðshópurinn, sem er nýkominn frá Mar- okko, mun segja frá. www.kristur.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laugar- daga er barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugar- daga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingarguð- sþjónusta kl. 11. Fermdur verður Magnús Dagnýjarson Ruben. Allir velkomnir. Prest- ur er sr. Skúli S. Ólafsson og organistinn er Arnór Vilbergsson. Keflavíkursöfnuður verður sérstakur gestur Dómkirkjusafn- aðarins á menningarnótt í Reykjavík. Prestar kirkjunnar þjóna ásamt prestum Dómkirkjunnar. Sr. Skúli S. Ólafsson pre- dikar. Organisti er Arnór Vilbergsson. Jóhann Smári Sævarsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngja við athöfnina. Mess- an hefst kl. 23.30, að flugeldasýningu lok- inni og stendur hún fram yfir miðnætti. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja og leiða safnaðarsöng, org- anisti og kórstjóri Lenka Mátéová, kantor kirkjunnar. KVENNAKIRKJAN | Útimessa verður í Heiðmörk kl. 17. Sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir predikar, kór Kvennakirkjunnar leiðir söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Að lokinni messu verður grillað og kemur hver með sinn mat. Messað verður í Þjóðhátíðarlundi við Borgarstjóraplan. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta kl. 14 á Landakoti, 2 hæð. Prestur Bragi Skúla- son, organisti Ingunn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Eirík- ur Hreinn Helgason syngur einsöng af því tilefni. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson, organisti Ólafur W. Finnsson. Kaffisopi eftir messuna. Skráning fermingarbarna hefst 26. ágúst. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigur- birni Þorkelssyni meðhjálpara, Aðalheiði Þorsteinsdóttur organista og kór Laugar- neskirkju. Kaffi í safnaðarheimili að messu lokinni. Sunnudaginn 31. ágúst er farið yfir á vetrartímann og verður þá messa og sunnudagaskóli kl. 11 hvern sunnudag þaðan í frá. Nánari uppl. á laug- arneskirkja.is LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Þorseinsson, kveður söfnuð Lágafellssóknar eftir 18 ára þjónustu. Ein- söngur Hanna Björk Guðjónsdóttir, kirkju- kór Lágafellssóknar, organisti Jónas Þórir. Kirkjukaffi í Hlégarði eftir guðsþjónustu. MÖÐRUVALLAKIRKJA í Hörgárdal | Kvöld- messa kl. 20.30. Sálmar sem allir kunna. Messukaffi í Leikhúsinu á eftir. Sóknar- prestur. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðar söng, organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Dagmar Kunakova, meðhjálpari Gyða Minný Sig- fúsdóttir. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 ,,Öllu snúið við.“ Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Guð- björg Jóhannesdóttir þjónar, kór kirkj- unnar leiðir söng, stjórnandi Jörg Sonder- mann organista. Hádegisverður á efir. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta með altaris- göngu kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahús- prestur þjóna. Kór Seljakirkju leiðir söng- inn, Jón Bjarnason leikur á orgelið. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sóknarprestur. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birgir Thomsen þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Ingimar Pálsson, ritningarlestra les Valgeir F. Backman. Meðhjálparar eru Eyþór Jhóhannsson og Erla Thomsen, almennur safnaðarsöngur. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista. gardasokn.is ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Elína Kristjánsdóttir guðfræðingur predikar og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir alt- ari, organisti er Guðmundur Vilhjálmsson. Orð dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonDalvíkurkirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.