Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 33 ✝ Guðrún BergrósTryggvadóttir fæddist á Rúts- stöðum í Eyjafirði 28. febrúar 1917. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð hinn 1. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst- ína Gunnarsdóttir ljósmóðir á Svert- ingsstöðum, f. 1878, d. 1967, og Tryggvi Jónsson bóndi á Svertingsstöðum, f. 1885, d. 1980. Systkini Guðrúnar eru Sigurgeir, f. 1909, d. 1909, Sigurgeir bóndi á Svertings- stöðum, f. 1911, d. 1992, Gunn- hildur húsmóðir á Dalvík, f. 1913, d. 1990, og Haraldur bóndi á Svertingsstöðum, f. 1921. Góa, eins og hún var alltaf köll- uð, var aðeins fjögurra ára þegar hún fluttist með fjölskyldu sinni að Svertingsstöðum þar sem hún átti heima alla tíð síðan. Góa gift- ist aldrei og eignaðist ekki börn, en ól upp að mestu ásamt Sig- urgeiri bróður sín- um tvö systk- inabörn sín: Brynjar Hrein, f. 1935, son Gunn- hildar, og Hansínu Maríu, f. 1956, dótt- ur Haraldar, auk þess sem öll hin systkinabörn henn- ar áttu hjá henni at- hvarf í uppvext- inum. Góa var húsmóðir á Svertingsstöðum og bjó ásamt Sig- urgeiri bróður sínum í félagsbúi á móti Haraldi og Guðlaugu konu hans. Sumarið 1994 hrakaði heilsu hennar svo að hún varð að fara á dvalarheimilið Skjaldarvík, það- an fór hún á Kjarnalund við Akureyri og síðustu árin bjó hún á hjúkrunardeild á dvalarheim- ilinu Hlíð þar sem hún lést 1. ágúst síðastliðinn. Útför Góu fer fram frá Kaup- angskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þú varst okkur mild sem móðir meðtakandi í gleði og sorg, til þín voru sóttir sjóðir sem að dugðu í heila borg. (Rögnvaldur Rögnvaldsson) Þessi staka eftir Rögnvald föður minn kom upp í hugann er mér barst andlátsfrétt Góu minnar á Svert- ingsstöðum. Við Guðrún Hlín dóttir mín heimsóttum Góu nú um miðjan júlí en þótt líkamlegt þrek væri á þrotum var andinn óbugaður og minnið jafn glöggt sem fyrr. Kynni okkar hófust fyrir hartnær hálfri öld svo margs er að minnast. Ég hef alltaf undrast þá miklu sál- arró sem þessi mikilhæfa kona bjó yfir. Hún umbar allt, setti sig aldrei í dómarasætið en miðlaði okkur sam- ferðafólkinu af kærleika sínum. Góa var mjög orðheppin, sagði ekki margt en hitti naglann á höfuðið þeg- ar við átti. Lífshlaup hennar Góu okkar ein- kenndist af takmarkalausri fórnfýsi og umhyggju fyrir okkur samferða- fólkinu, en óska einskis sjálfri sér til handa. Hún bjó allan sinn starfsaldur á Svertingsstöðum. Fyrst með for- eldrum sínum og síðar með Sigur- geiri bróður sínum. Góa annaðist for- eldra sína, þau Ágústínu og Tryggva, heima á Svertingsstöðum af undra- verðum dugnaði og ósérhlífni. Góa eignaðist ekki börn sjálf en ófá eru þau börnin sem hún annaðist um dagana og kom til manns. Það var ekki í kot vísað að vera í sveitinni hjá Góu frænku og Geira frænda. Góa stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugalandi. Hún bjó til einhvern þann besta mat sem ég hef borðað svo ekki sé minnst á bakk- elsið. Henni fannst ekkert brauð vera á borðum ef sortirnar náðu ekki tveggja stafa tölu. Ég minnist þess einu sinni að hún afsakaði hvað lítið væri til með kaffinu og benti ég henni á að sortirnar væru nú ellefu, en Góa svaraði að bragði að hún teldi nú aldrei kex og svoleiðis með kaffi- brauði. Margra skemmtilegra stunda er að minnast frá Svertingsstöðum. Fjörugar samræður og borð hlaðin veisluföngum jafnt á jólum sem aðra daga. Systir mín, nú er sviðið autt, sólin til viðar gengin. Án minninga væri mannlífið snautt. Mér varstu betri en engin. (R.R.) Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir hvað þú reyndist börnunum mínum vel alla tíð. Hafðu þökk fyrir vináttu þína og tryggð við mig og börnin mín, sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning Guðrúnar Bergrósar Tryggvadóttur. Margrét Rögnvaldsdóttir. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Ennþá á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans (Davíð Stefánsson) Það er undarlegt að vera áfram í heimi þar sem Góa er horfin á braut. Frá því að ég fæddist var Góa í mínu lífi, ég á um hana þúsund minningar, allar góðar og mér kærar. Ég eyddi æskunni með annan fótinn á Svert- ingsstöðum þar sem Góa kenndi mér sögur og bænir. Hún sýndi mér töfrana sem búa í ljóðum og hvers virði það er að þekkja uppruna sinn. Af henni lærði ég hversu mikil fegurð býr í sum- arkvöldi í Eyjafirði og hvað það er að vera gestrisinn. Allir sem þekktu Góu sáu að í henni bjó hjarta úr gulli og hún var öllum góð, hvort sem það voru menn eða dýr. Hún var með eindæmum greiðvikin og bar einatt hag annarra fyrir brjósti og studdi mig alltaf í því sem ég tók mér fyrir hendur. Allt sitt líf vann hún af elju og með samviskusemi, Góa var húsmóðir fram í fingurgóma. Gestir komu aldrei að tómum kofunum og vana- lega voru á borðum margar sortir af heimalöguðu góðgæti. Enda flykkt- ist fólk í heimsókn, þegar mest var komu gestir upp á hvern einasta dag og allir jafn velkomnir. Góa sagði oft að henni fyndist hún eiga pínulítið í mér, ég veit að hún átti meira en heilmikið í mér. Hún var ekki bara frænka mín heldur líka sú besta amma sem nokkur hefði getað átt. Ég er svo stolt að hafa átt hana að og verð eilíflega þakklát fyr- ir allt það sem hún veitti mér í gegn- um tíðina. Ég veit líka að Góa var hvíldinni fegin og hefur eflaust fengið höfð- inglegar móttökur en ég á svo sann- arlega eftir að sakna hennar. Hún er ein sú besta kona sem ég hef haft þá blessun að kynnast. Hvíldu í friði elsku Góa mín og endilega líttu til með okkur í litla húsinu. Allt það, sem augað sér, æskunnar hörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt hefur guð þér veitt. Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt. (Davíð Stefánsson) Þín frænka, Ágústína Gunnarsdóttir. Elsku Góa, nú hefurðu kvatt þetta líf. Þér fannst þinn tími vera kominn fyrir löngu og man ég vel eftir því þegar ég fermdist, þá sagðirðu að þú myndir eflaust ekki lifa það. En mörg ár eru liðin síðan þá. Og þakka ég fyrir hverja stund síðan. Þær voru ófáar stundirnar sem ég átti í sveitinni hjá þér þegar ég var lítil stelpa og fannst mér það ekki slæmt, alltaf nóg að gera og þú klikkaðir ekki á kræsingunum og varst alltaf að baka, anískökurnar voru algjört uppáhald. Þú gafst svo mikið af þér. Eftir að þú fórst á elliheimili var notalegt að líta inn til þín, þú varst alltaf svo hress og skemmtilegt að spjalla við þig, þú fylgdist vel með okkur og spurðir mikið. Mér hefur alltaf þótt vænt um að vera nafna þín og met nafn mitt mikils. Þú varst svo ánægð þegar ég sagði þér þær fréttir að ég og Gísli ættum von á erfingja í des- ember og varst alveg með á hreinu hvenær barnið á að fæðast. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur og fylgj- ast með. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku nafna, ég vil þakka þér fyrir allt. Minning þín lifir um ókomna tíð. Guðrún Bergrós Tryggvadóttir. Elsku Góa mín, mig skortir orð til að lýsa þakklæti mínu yfir að hafa átt þig að sem afasystur. Þú varst engin venjuleg afasystir, gafst óendanlega mikið af þér og hefur verið stór og mikilvægur hlekkur í lífi fjölskyld- unnar frá Svertingsstöðum alla tíð. Þú varst uppruna þínum og sveitinni trygg, heimilið stóð alltaf opið fyrir okkur öllum og í gegnum tíðina hefur þú ávallt verið dugleg við að fræða okkur um gamla tímann í sveitinni. Þú varst dugleg að heiðra minningu langafa og langömmu og varst dug- leg að segja okkur sögur af þeim og hvernig lífið í sveitinni var á þínum uppvaxtarárum, og sagðir mér sögur af pabba þegar hann var lítill, það var svo lærdómsríkt og fróðlegt að heyra lýsingar þínar og öllu gerð góð skil. Þú kenndir mér svo mikið um lífið sjálft. Mér hlýnar um hjartaræt- ur að minnast þess tíma þegar ég var í sveitinni hjá þér og Geira. Minning- arnar eru dýrmætar, svo óendanlega dýrmætar. Alltaf hafði maður hlut- verk og alltaf var nóg pláss og tími. Maður fékk að taka fullan þátt hvort sem var við bústörfin eða heimilis- störfin. Mér fannst alltaf svo gaman að fá að baka með þér og fá að snúa kleinunum, skera soðiðbrauðið, móta smákökurnar, smyrja á kökurnar, já, alltaf fékk maður að taka þátt og fékk góða leiðbeiningu frá þér, enda þú þekkt fyrir að halda myndarlegt heimili og lagðir mikinn metnað í allt sem þú gerðir. Það fékk enginn að fara svangur frá þér, enda var oft þétt setið í eldhúskróknum hjá þér og þú með svuntuna að sjá til þess að allir hefðu nóg. Það er svo sterkt í minningunni þegar við frænkurnar fengum að tjalda við útisnúrurnar þínar í sveitinni og gistum í tjaldinu. Við vöknuðum um nóttina við reyk- skynjarann og geltið í Pílu þinni og þegar við rákum andlitið út úr tjald- inu stóðu allar dyr opnar út á hlað og þú stóðst með svuntuna og sagðir okkur að það væri allt í lagi, – já, þú varst að baka flatbrauð langt fram á nótt, þú varst alltaf að. Það var alltaf skemmtilegur tími fyrir jólin að fá að skreyta hjá þér, bæði á Svertings- stöðum og svo á Kjarnalundi og Hlíð þar sem þú dvaldir síðustu ár þín. Þú hafðir alltaf sterkar skoðanir á því hvernig skreytingarnar ættu að vera og voru þetta alltaf notalegar stundir hjá okkur. Ár hvert rifjaðir þú upp söguna um jólastjörnuna sem pabbi gaf langömmu þegar hann var lítill strákur. Þú fórst vel með og varst nýtin og vanaföst og vildir alltaf hafa hana á sama stað, og þegar hún var komin upp þá voru jólin komin. Elsku Góa mín ég gæti endalaust talið upp æskuminningarnar úr sveitinni sem hafa mótað mig og kennt mér mikið og ég er óendan- lega þakklát fyrir. Ég veit þú ert komin á góðan stað og vel tekið á móti þér. Ég mun sakna þín mikið, Guð blessi þig og hafðu þökk fyrir allt og allt. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Kolbrún Tryggvadóttir. Kveðja til þín elsku Góa Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Hrefna. Elsku Góa, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, það var alltaf notalegt að koma til þín. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Minningin um þig, elsku Góa, mun lifa í hjörtum okkar. Guð blessi þig. Arnar Geir, Aron Máni og Hrefna Huld. Guðrún Bergrós Tryggvadóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir fyrir fallegar og hlýjar kveðjur við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS GAUTA JÓNSSONAR, Lálandi 13, Reykjavík, f. 29. desember 1945. Stuðningur ykkar, vina og vandamanna, uppörvun og félagsskapur í veikindunum sl. ár voru ómetanleg. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Líknardeildar LSH í Kópavogi. Megi gæfa fylgja ykkar erfiða en ómetanlega og kærleiksríka starfi um langa framtíð. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hólmfríður Árnadóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jón Gauti Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Ásta Gautadóttir, Vignir Bjarnason, barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Hátúni, Skagafirði, lést fimmtudaginn 21. ágúst á Dvalarheimili aldraðra Sauðárkróki. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnlaugur Jónasson, Ragnar Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Jónína Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Skálholtsvík, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 21. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðaför auglýst síðar. Guðrún Jensdóttir, Hannes Karl Björgvinsson, Matthildur Hannesdóttir, Sigurður Hafliðason, Sigurbjörg Hannesdóttir, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.