Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga Þórs-dóttir fæddist á
Bakka í Svarfaðar-
dal 27. apríl 1927.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
miðvikudaginn 13.
ágúst síðastliðinn.
Hún var dóttir Þórs
Vilhjálmssonar, f.
13.3. 1893, d. 6.12.
1975 og Engilráðar
Sigurðardóttur, f.
1.6. 1896, d. 10.8.
1993. Helga var
fjórða í sex systkina
hóp en einnig átti hún eina upp-
eldissystur. Hin voru Kristín, Ósk
Filipía, látin, Eva, Rannveig Stein-
unn, látin, og Vilhjálmur og upp-
eldissystir þeirra er Anna Gréta
Þorbergsdóttir.
Árið 1952 kynnist Helga eigin-
aðardal og fór síðan á Kvenna-
skólann á Blönduósi Þaðan fór
hún til Reykjavíkur og menntaði
sig í fatasaum hjá Herdísi Guð-
mundsdóttur og á saumastofunni
Kjólnum. Einnig sótti hún nám í
Handíðaskóla Íslands og síðar hjá
Heimilisiðnaðarskólanum. Vetur-
inn 1951-1952 var hún við nám í
Gamleby folkhögskola í Svíþjóð.
Helga byrjaði að kenna hann-
yrðir 1946, þá við Barnaskólann á
Grund í Svarfaðardal en fór síðar
að kenna við Húsabakkaskóla í
Svarfaðardal og gerði það nánast
óslitið til ársins 1976. Alla tíð
gerði hún mikið af því að halda
saumanámskeið. Íslenski þjóðbún-
ingurinn var henni sérstaklega
hugleikinn og saumaði hún marga
búninga um ævina og leiðbeindi
mörgum við saumaskap á þeim.
Útför Helgu verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Tjarnarkirkju-
garði.
manni sínum Ingva
K. Baldvinssyni, f.
7.10. 1934 og hófu
þau búskap með eig-
in bústofn á Bakka
vorið 1958. Börn
þeirra eru 1) Guð-
rún, f. 12.9. 1956,
maður hennar er
Ingólfur Jónasson,
þau eiga þrjú börn
og einn dótturson, 2)
Ásrún, f. 24.6. 1961,
maður hennar er
Arnþór Hjörleifsson,
þau eiga þrjú börn,
3) Þór, f. 18.6. 1962, kona hans er
Kristín Gunnþórsdóttir, þau eiga
þrjá syni, og 4) Sólrún, f. 7.5.
1965, maður hennar er Bessi
Freyr Vésteinsson, þau eiga þrjú
börn.
Helga lauk barnaskóla í Svarf-
Hugurinn leitar til bernskuár-
anna. Það var þreyttur drengur sem
steig út úr bílnum á Bakka eftir
langt og strangt ferðalag eftir gömlu
malarvegunum frá borginni við
Sundin blá. En þreytan hvarf fljót-
lega þegar inn í eldhúsið var komið á
Bakka til foreldra þinna, þín Helga
mín sem og systkina og vinnufólks.
Eftir að hafa fengið sér hressingu
var ekki til setunnar boðið en haldið
út að líta eftir ánum, farið í könn-
unarleiðangur í fjósið og kíkt á „bú-
ið“ úti á hól. Í minningunni var alltaf
hálf ættin samankomin á Bakka – og
það sama var upp á teningnum er
þið Ingvi hófuð þar búskap. Alltaf
var jafn yndislegt að heimsækja
Dalinn fagra og gista hjá ykkur
hjónunum og börnum ykkar og rifja
upp gamlar minningar er nú
streyma fram í hugann og spanna
yfir sextíu ára skeið. Margs er að
minnast Helga mín og margar lifa án
orða. Ég er þessar línur rita vil
þakka þér fyrir vináttu, trygglyndi
og gæsku og fyrir fyrstu kennsluna í
íþróttum. En fyrst og fremst gleðina
er þú sáðir og spratt fram allt í
kringum þig og snart alla, jafnt unga
sem aldna. Aldrei hverfur úr minn-
ingu minni söngur þinn og þitt
elskulega bros er þú svæfðir sorg-
mæddan dreng á erfiðri stundu í
hans unga lífi. Ég var svo lánsamur
að kynnast þér einmitt á því aldurs-
skeiði er mannshugurinn verður fyr-
ir þeim áhrifum sem endast allt lífið
og tengjast þeim vináttuböndum er
aldrei hafa rofnað. Ég vil nota þetta
tækifæri til að flytja þessu góða
heimili mínar dýpstu þakkir fyrir þá
skuld er aldrei verður greidd.
Nú ert þú Helga mín horfin sjón-
um okkar yfir móðuna miklu. Ljós-
geisli augna þinna er slokknaður. En
megi það ljós er þú tendraðir í
brjóstum barna þinna, vina og sam-
ferðamanna verða að gróðursprota
fyrir betra lífi á þessari jörð. Frá
þeirri mold sem allir eru sprottnir
frá. Ég votta þér Ingvi minn mína
innilegustu samúð, fjölskyldunni
sem og syrgjendum öllum. Vona að
glaðar minningar deyfi hina þung-
bæru sorg. Hvíl í friði mín mæta
frænka og vinur. Þú átt góða heim-
komu vísa Helga mín.
Eyjólfur Magnússon.
Blár himinninn rennur þíður inn í
framandi toppa Látrafjallanna sem
rísa tignarlega upp úr Eyjafirðinum.
Áin hlykkjast eftir dalbotninum eins
og eilífðin sjálf og fjöllin rísa svo
mjúk, græn og fögur sitthvorumegin
við ána. Saman ramma fjöllin inn fal-
legan Svarfaðardalinn. Rétt neðan
við gluggann er Dagsláttan og fram
yfir Börðin sér niður á Nesið sem nú
er því sem næst horfið. Áin hefur
kvarnað úr bökkunum smátt og
smátt. Tímans tönn hlífir engu.
Glugginn er í eldhúsinu á Bakka og
útsýnið rúmast ekki á neinni mynd.
Það fyllir hugann og allan kroppinn
og sálin nær að anda aftur eftir ryk
gleymskunnar.
Helga á Bakka er eins og útsýnið
úr eldhúsglugganum. Hún ljómaði af
lífgleði og hafði einstakt lag á því að
fylla hversdagsleikann með gleði og
léttleika. Bara hvernig hún gat sagt
eða sungið nafnið manns gerði það
að verkum að maður tók gleði sína á
ný þrátt fyrir að hafa bara stundinni
áður haft alla áþján heimsins á herð-
unum. Helga var listræn og skap-
andi í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur. Hvort sem það var að
sauma föt á börnin, íslenska þjóð-
búninginn eða hanna dýrindis djásn
til að hafa við altarið í kirkjunni, búa
til mat fyrir heimilisfólkið eða taka á
móti gestum. Allt var þetta gert með
natni og áhuga fyrir því að láta fólki
líða vel. Jafnvel barnið, sem ekki
þótti hræringurinn girnilegur, át
með bestu lyst eftir að Helga hafði
gert dali og fjöll og valda vegi í
hræringinn og það að borða af disk-
inum varð hluti af ævintýrinu.
Helga bar hluta af þeirri sól sem
öllu líf gefur í sínu hjarta og nú þeg-
ar hún hefur kvatt þennan heim er
sem útsýnið fölni. Helga sagði eitt
sinn að „þessi dalur væri ekki svona
fallegur ef ekki væri fyrir allt það
góða fólk sem byggir hann“.
Minningar sem vakna og speglast
í þeim tilfinningum sem koma upp
þegar Helgu er minnst bera það ljós
sem hún geislaði af og hjálpa okkur
að horfa fram dalinn og finna að hún
er hluti af því útsýni sem fallegast
er.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
þökkum innilega fyrir þær samveru-
stundir sem gefist hafa með Helgu
móðursystur okkar í gegnum árin og
vottum Ingva, börnum og aðstand-
endum öllum okkar dýpstu samúð.
Kristinn, Sigríður,
Þór Ingi og Einar.
Bakki er vel í sveit settur. Úr eld-
húsglugganum hjá Helgu og Ingva
blasir við í norðri miðsveitin, Dalvík
og utanverður Eyjafjörður þar sem
sólin gælir við hafflötinn á fögrum
sumarnóttum. Úr herberginu á móti
tilkomumikill Stóllinn sem trónir
eins og kóngur milli Svarfaðardals
og Skíðadals. Úr stofunni gnæfa við í
vestri hnjúkarnir þrír, Bakkabjörgin
og Bakkadalurinn. Úr borðstofunni
hinum megin er horft niður á Svarf-
aðardalsá þar sem silungar kúra í
hyljum og kýrnar á Bakka vaða eða
synda yfir á leið sinni til eða frá
mjöltum, austurkjálkinn og Rimarn-
ar.
Helga á Bakka var umvafin þess-
ari dýrð náttúrunnar, kunni að meta
hana og kenndi yngri kynslóðum að
skilja, skynja og upplifa. Svarf-
dælski fjallahringurinn var umgjörð
ævistarfs hennar. Helga var atorku-
söm kona, fór á ýmsan hátt ekki
troðnar slóðir og lét til sín taka
heima á Bakka, í kennslu, kvenfélag-
inu eða í kórum og þeyttist ef svo
bar undir á jeppanum í flestum veðr-
um og færð til þeirra verkefna sem
hún hafði tekið sér fyrir hendur. Það
fylgdi henni reisn til hinstu stundar
þrátt fyrir andstreymi í heilsufari
síðustu árin. Með þessari reisn
mætti hún á mót Göngustaðaættar-
innar um verslunarmannahelgina.
Þar var hún komin, kát og hress,
spjallaði við frændfólk og vini en
hvarf okkur svo. Helga var völundur
í höndum og góður handavinnukenn-
ari, eins og mörg börn fengu að
kynnast í Húsabakkaskóla og marg-
ir fleiri á námskeiðum sem hún hélt.
Það voru ekki bara stúlkurnar sem
lærðu saumaskap af henni, dreng-
irnir fengu sinn skerf líka í útsaumi,
tágavinnu, prjónaskap, leðurvinnu
og fleira handverki og höfðu ánægju
af. Helga hafði lag á því að umgang-
ast börn sem jafningja og miðla af
því sem hún kunni vel og naut.
Margir minnast þess þegar handa-
vinnan úr tímunum hjá Helgu var
sýnd að vori. Margir búa líka að leið-
sögn hennar í heimi skáldskapar og
úti í náttúrunni. Það eru sterk tengsl
traustrar vináttu og náinnar frænd-
semi milli fólksins á Bakka og
Jarðbrú sem hafa haldist þótt lengst
hafi milli vina. Helga á Bakka var
ljóðelsk og skrifaði gjarnan til okkar
ljóðlínur á jólakortin með fallegri
kveðju til frændfólksins frá Jarðbrú.
Hún bar til okkar hlýjan hug og við
til hennar. Margar góðar stundir
áttum við saman en kannski hvergi
betri en í litla eldhúsinu í risinu á
Bakka hjá þeim Ingva og henni. Oft
var glatt á hjalla, mest þó á rétt-
ardaginn þegar þar var troðfullt af
glaðværu fólki og Helga að hlaða
krásum á matarborðið en um leið að
taka þátt í gleðinni og hlæja sínum
hvella hlátri. Stína systir hennar í
sama ati á neðri hæðinni þannig að
allt húsið var undirlagt í gleði og
söng og menn horfðu út um glugga
og dásömuðu dalinn sinn. Helga er
ekki lengur á Bakka. Það er sárt en
minningin um hana lifir og Bakki
heldur áfram að eiga sinn stað hjá
okkur. Ingva og fjölskyldunni allri
færum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
F.h. frændfólksins frá Jarðbrú,
Jón Baldvin Halldórsson.
Ó, Drottinn, nær sem dauðans hönd
frá dufti mínu skilur önd,
mig lykja láttu hvörmum
sem barn við móðurbrjóst og fá
þann blund, er værstan hljóta má,
í þínum ástarörmum.
(Helgi Hálfdánarson)
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
Helgu Þórsdóttur. Hún bjó yfir svo
stóru hjarta þótt hógvær væri.
Henni fannst ekkert sjálfsagðara en
að börnin mín kölluðu þau Ingva
ömmu og afa, og það voru ekki orðin
tóm, heldur reyndist hún þeim sem
besta amma. Alltaf streymdi frá
henni Helgu sama hlýjan þegar við
hittumst og ekki brást að hún segði
eitthvað fallegt við mann í hvert
sinn. Ég dáðist líka að Helgu fyrir
fleira en gæskuna. Margar yngri
konur gátu öfundað hana af lima-
burðinum. Það vakti mig til ræki-
legrar umhugsunar þegar við nöfn-
urnar gengum saman upp í fjall, hún
léttfætt eins og hind, og ég, ein-
hverjum áratugum yngri, móð og
másandi að reyna að halda í við
hana.
Helga hafði mikið yndi af því að
hlusta á tónlist. Sem flytjandi skynj-
aði maður mjög vel hversu næm hún
var á fegurðina í tónlistinni og það
gerði hana að einum af mínum uppá-
haldshlustendum. Þegar ég var að
æfa ný verk á flygilinn fannst mér
gott að fá að spila þau fyrst fyrir
hana, því nærvera hennar var svo
ljúf og hvetjandi. Mér þótti gott að
vita af henni í salnum á tónleikum og
í hjarta mínu verður hún alltaf á
gestalistanum.
Helga var svo lánsöm að eiga ynd-
islega og heilsteypta fjölskyldu, og
bið ég góðan Guð um að Ingvi og þau
öll finni að hann styður og styrkir.
Ég er sannfærð um að Helga upp-
sker ríkulega fyrir alla sína góðvild
og elskusemi.
Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Ég var lítil stelpa þegar ég kynnt-
ist góðsemi Helgu og Ingva á Bakka.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að
fara þangað í heimsókn með mömmu
og pabba og kunni ég því svo vel að í
eitt skiptið, um það leyti sem ég
steig mín fyrstu skref í grunnskóla,
spurði ég hvort ég mætti ekki verða
Helga Þórsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar ,
RAGNHEIÐUR ÞORVALDSDÓTTIR,
Reykjavikurvegur 50,
Hafnarfirði
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 25. ágúst kl. 13.00.
Áslaug Gísladóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Hjörtur Kristjánsson,
Jón Ragnar Kristjánsson,
og fjölskyldur.
✝
Eiginmaður min, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
PÁLL BECK,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn
25. ágúst kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd,
Guðný Sigurðardóttir,
Brynja Beck, Sölvi Stefán Arnarson,
Axel Þór Beck,
Sigurður Pálsson Beck Hrefna Egilsdóttir,
Kristín Þóra Pálsdóttir Beck, Rögnvaldur Stefán Cook,
Rikarður Pálsson Beck, Elísabet Rafnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
RAGNHEIÐUR HAFSTAÐ,
Aragötu 12,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 9. ágúst, verður jarðsungin
frá Neskirkju mánudaginn 25. ágúst kl. 13.00.
Þórunn Kielland, Ingibjörg, Hildur, Ragnar,
Sigríður og Árni Hafstað.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓSKAR V. FRIÐRIKSSON,
Árakri 5,
Garðabæ,
lést fimmtudaginn 21. ágúst á Landspítalanum.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðlaug Þorleifsdóttir,
Stefanía Óskarsdóttir, Jón Atli Benediktsson,
Herdís Óskarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson,
Þorleifur Óskarsson, Kristrún Lilja Daðadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Leirubakka 12,
ættuð frá Efri-Þverá, Vestur-Húnavatnssýslu,
lést sunnudaginn 17. ágúst á krabbameinsdeild
Landspítalans.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 26. ágúst kl.13.00.
Páll Hagbert,
Íris Berglind, Júlíus,
Snæbjörn, Phon,
Ragnhildur,
Bjarki Þröstur, Anna Björk,
Linda Mjöll, Joachim,
ömmubörn og langömmubarn.