Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Króatía í september frá kr. 49.990 ***Frábært sértilboð á Diamant - góð gisting *** Aðeins örfáar íbúðir í boði! Heimsferðir bjóða einstakt tilboð til Króatíu í september í 1 viku eða 2 vikur. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Tryggðu þér sæti og góða gistingu á Diamant íbúðahótelinu með góðri aðstöðu, s.s. spa, líkamsræktarstöð, frábærum sundlaugar- garði, íþróttaaðstöðu og veitingastöðum. Góð aðstaða er fyrir börn- in svo sem skemmtidagskrá, barnaleiksvæði og barna- klúbbur. Brottfarir eru 31. ágúst eða 7. og 14. sept- ember. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð á Diamant í viku, 31. ágúst og 7. eða 14. september. Aukavika kr. 15.000. DAVÍÐ Þór Jónsson er höfundur Jóladagatalsins sem sýnt verður í ár, en nýtt jóladagatal hefur ekki verið tekið upp í nokkur ár. „Sagan fjallar um dýrahirði í Húsdýragarðinum sem stendur frammi fyrir því að dýrin í garð- inum eru að hverfa hvert af öðru og hann þarf að hafa uppi á þrjótnum sem er ábyrgur,“ segir Þórhallur. Einnig verður á dagskrá nýr íslenskur þáttur í leikstjórn Óskars Jón- assonar, Á uppleið, sem segir af litlu ævintýri 8 ára snáða þegar mamma hans þarf að fara í flýti á fæðingardeild. Þá mun Björgvin Franz Gíslason taka við stjórn Stundarinnar okkar. „Bú- ast má við miklum breytingum á þættinum enda er Björgvin Franz mikill skemmtikraftur og ætti að höfða vel til allrar fjölskyldunnar,“ segir Þórhall- ur. Jóladagatal Nýtt dagatal hefur verið tekið upp og verður sýnt í desember. Nýtt jóladagatal MIKILL kraftur verður í innlendri dagskrárgerð hjá Ríkissjónvarpinu í vetur. Þættirnir spanna allt frá glæpadrama og gamanþáttum yfir í spurninga- og tónlistarþætti en að auki við nýja þætti verður rykið verður dustað af eldra úrvalsefni. Stórir og smáir glæpir „Strax í september frumsýnum við Svarta engla, sex þátta spennu- seríu í leikstjórn Óskars Jón- assonar. Sigurjón Kjartansson semur handrit þáttanna og byggir á bók- um Ævars Arnar Jósepssonar en í þáttunum kemur fram hver stór- leikarinn á fætur öðrum,“ segir Þórhallur Gunnarsson dagskrár- stjóri. „Ég er búinn að horfa á þessa þætti grófklippta og þetta eru hágæða spennuþættir,“ bætir hann við. Einnig er von á sakamálaþátt- unum Hamarinn sem eru í tökum um þessar mundir og leikstýrir Reynir Lyngdal en Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handritið. Með aðalhlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson og Dóra Jóhannsdóttir. Það kann að gefa vísbendingu um gæði þáttanna að margar sjón- varpsstöðvar á Norðurlöndunum hafa nú þegar keypt sýningarrétt að þáttunum báðum. „Síðan sýnum við fimm þætti sem unnir hafa verið upp úr kvik- myndinni Stóra Planið sem Ólafur Jóhannesson leikstýrði,“ segir Þór- hallur en í þáttunum blandast sam- an atriði úr kvikmyndinni og nýjar senur sem teknar voru upp sam- hliða. „Bíómyndin sýnir aðeins brot af því sem kemur fram í þáttaröð- inni og nýtur efnið sín mjög vel á þáttaformi,“ segir Þórhallur. Létt og skemmtilegt Nýr skemmtiþáttur hefur göngu sína í lok september og verður á dagskrá á laugardagskvöldum. Enn á eftir að finna nafn á þáttinn en efnistökin eru á hreinu: „Ragnhild- ur Steinunn Jónsdóttir verður stjórnandi þáttarins og nýtur lið- sinnis Samma [Samúels Sam- úelssonar] í Jagúar og stór- hljómsveitar,“ segir Þórhallur „Í þáttunum verður farið yfir feril val- inna tónlistarmanna, bæði yngri og eldri. Lögin þeirra verða sett í nýj- an búning og stjörnulið íslenskra tónlistarmanna tekur þátt í að veita nýja sýn á þessar stórstjörnur. Út- koman verður stór og mikill skemmtiþáttur en lokaþátturinn verður á dagskrá annan dag jóla og verður sannkölluð tónlistarveisla.“ Af öðrum tónlistarþáttum má nefna að hin sívæla þjóðarskemmt- un Söngvakeppni Sjónvarpsins verður haldin í janúar og febrúar og lýkur með stórum úrslitaþætti og eftir páska stýrir Páll Óskar Hjálmtýsson Evróvisjón-þættinum Alla leið, þar sem spekingar spá í líklega útkomu í keppninni. Gáfur og menning Gettu betur verður á sínum stað í febrúar, en þættirnir taka við af söngvakeppninni og verða nú á dagskrá á laugardagskvöldum en ekki fimmtudags- og föstudags- kvöldum eins og áður. „Eva María Jónsdóttir verður spyrill, Davíð Þór Jónsson semur spurningarnar og Ásgeir Erlendsson sem hefur vakið mikla athygli í útvarpi og sjónvarpi, og var í keppnisliði Verslunarskól- ans á sínum tíma, verður sennilega fyrsti karlkyns stigavörðurinn í sögu keppninnar,“ segir Þórhallur. Ekki má gleyma að geta þess að í september hefur göngu sína nýr menningarþáttur Þorsteins J. þar sem kafað verður ofan í myndlist, leiklist og kvikmyndir. Gamlir og góðir á sínum stað Vinsælasta efni síðasta vetrar verður áfram á sínum stað. Spaug- stofan snýr að sjálfsögðu aftur. Eva María Jónsdóttir verður með sunnudagsspjallþætti sína fram að jólum, Silfur Egils og Kiljan halda áfram göngu sinni og Bogi Ágústs- son mun halda áfram með þátt sinn Viðtalið. „Kastljósið tekur töluverð- um breytingum um miðjan sept- ember, fréttaskýringum mun fjölga og gerðar verða útlits- og innihalds- breytingar á þættinum,“ segir Þór- hallur. Spurningakeppnin Útsvar verður einnig á dagskrá, og svo auðvitað Áramótaskaupið sem í ár verður leikstýrt af Silju Hauksdóttur en Hjálmar Hjálmarsson og Sigurjón Kjartansson verða aðalhöfundar handrits. Glæpir, galsi og gamlar perlur  Tvær spennuþáttaraðir og stór tónlistarskemmtiþáttur meðal hápunkta vetrarins  Leitað að gullmolum í filmusafninu Sérfræðingar Páll Óskar Hjálmtýsson stýrir aftur Evróvisjónþætti. Spenna Svartir englar, þáttaröð í sex hlutum, verður frumsýnd í september. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Í HVERJUM mánuði í vetur verð- ur eitt gamalt áramótaskaup end- ursýnt. „Almenningur fær að velja hvaða áramótaskaup verður sýnt hverju sinni, hugsanlega með netkosningu,“ segir Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri. „Út- búnir verða stuttir fréttaannálar fyrir hvert skaup til að rifja upp hápunkta hvers árs og atburðina sem skaupið gerir grín að.“ Líklegt verður að telja að þess- ar endursýningar muni vekja mikla athygli enda þykja mörg áramótaskaupanna með skemmti- legasta sjónvarpsefni sem fram- leitt hefur verið en að sama skapi eru skiptar skoðanir um hvaða skaup heppnuðust best. Þórhallur segir einnig unnið að því að gera efni úr safni sjón- varpsins aðgengilegt á netinu. „Við erum að skoða hvernig stað- ið verður að því verkefni, en núna er unnið að því að taka gott gamalt efni saman og vinna úr því.“ Eftir áramót hefur Sjónvarps- leikhúsið göngu sína, alls 8 þættir þar sem sýnd verða valin brot úr safnis sjónvarpsins. „Við sýnum leikhússögu Sjónvarpsins, og er- um að velja mola úr gullkistunni okkar,“ segir Þórhallur. Skaup Bjarni Felixson hefur stundum birst í skaupinu, hér margfaldur. Gömlu skaupin endursýnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.