Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 29 ✝ VilhjálmurHelgi Jónasson fæddist í Hátúni á Norðfirði 13. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi þriðjudaginn 12. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, f. 18. nóvember 1909, d. 8. september 1999, Stefánssonar, útvegsbónda í Há- túni, og konu hans Kristínar Árnadóttur, og Jónas Pétur Valdórsson, netagerð- armeistari, f. 1. febrúar 1908, d. 19. mars 1977, Bóassonar, útgerð- 1. mars 1960. Hennar maður er Einar Jónsson, f. 7. desember 1962; þeirra dætur eru Þórunn María, f. 21. nóvember 1990, og Valgerður Anna, f. 14. desember 1992. Vilhjálmur giftist Björgu Ís- aksdóttur, f. 1. maí 1928. Þau skildu. Hann bjó um tíma með Guðnýju Egilsdóttur, f. 5. apríl 1945. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og að því loknu við Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan versl- unarprófi 1957. Hann vann nánast allan sinn starfsaldur hjá BM Vallá. Vilhjálmur verður kvaddur frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. armanns, frá Stuðl- um í Reyðarfirði, og konu hans Her- borgar Jónasdóttur; hún var ættuð úr Breiðdal. Systkin Vil- hjálms voru Ey- steinn, f. 28. nóv- ember 1931, d. 10. júní 1959, og Her- borg, f. 7. júlí 1948, d. 17. febrúar 2004, gift Guðjóni Ármanni Jónssyni. Þeirra syn- ir eru Jónas Eysteinn og Jón Ármann. Dóttir Vilhjálms og Maríu Sig- ursteinsdóttur, f. 8. desember 1940, d. 24. febrúar 2005, er Svein- hildur kennari og námsráðgjafi, f. Kæri Villi. Ég kveð þig með þessari bæn. Skín, ljósið náðar, myrkrin grúfa grimm, ó, lýs mér leið, og langt er heim, en nóttin niðadimm, ó, lýs mér leið. Um fjarlægð hulda hirði ég þó ei neitt, ef, Herra, leiðir þú mig fótmál eitt. Ég ungur var, og eigi bað að þú mér lýstir leið, ég hugðist einfær þá, en þig bið nú mér lýsa leið. Ó, gleym því hversu gálaus mjög ég var, hve glys og dramb mig ofurliði bar. Ég veit sem fyrr þú blessar lífs míns leið og lýsir mér í þrautum enn, í jökulnepju og neyð uns nóttin þverr og við mér brosa engilandlit blíð, sem elskað hefi ég lengi, en misst um hríð. Svo áfram þá hið þyrnum stráða skeið, er þú gekkst fyrst, heim, Jesú, heim, sem ljúfast barn mig leiði í ljóssins vist, að hvílast megi ég eftir æviharm í eilífs friðar ljósi Guðs við barm. (þýð. Jón Runólfsson.) Hvíl þú í friði. Sveina, Einar og dætur. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Guðný Egilsdóttir (Gullý). Ég man það svo glöggt, það var sumarið sem Sveinhildur í Hátúni, móðir Vilhjálms og móðursystir mín, dó, að mamma hafði orð á því við mig að trén í garðinum við Hátún hefðu stækkað svo að hún sæi ekki lengur heim, eins og hún orðaði það. Það voru orð að sönnu. Raunar var Hátúnsheimilið, æskuheimili mömmu, þá þegar horfið okkur sem þekktum það svo vel og vorum þar heimagangar í eina tíð. Því systkinin frá Hátúni, sem bjuggu á Norðfirði, áttu öll heima örstutt frá æskuheim- ilinu; húsin mynduðu eins konar hálfhring í kringum æskuheimilið. Í Hátúni áttu þau Sveina og Jónas heima með börnum sínum. Heimilið var á fyrri árum mannmargt og þangað sóttu systkin hennar löngum eftir að þau fluttust að heiman. Þar veittu þau Jónas af rausn og hlýju. Hjá þeim var Vilhjálmur móðurafi minn þar til hann lést 1953. Þegar ég man fyrst eftir mér var Eysteinn, Eydi, að mestu farinn að heiman enda fulltíða maður, Vil- hjálmur, Villi, í burtu á veturna í skóla en Herborg, Hedda, heima, langyngst og ljósið á bænum. Villi frændi minn var fremur lágvaxinn maður eins og svo margir eins og hann átti kyn til, lengst af grannvax- inn, fíngerður, fótnettur, léttur í spori. Brosið sótti hann til pabba síns. Honum gekk vel í skóla enda góðum gáfum gæddur, hann var fljótur að greina og skilja samhengi hlutanna, var ákaflega talnaglöggur. Hann minnti í mörgu á þá móður- bræður okkar, t.d. í spilum, enda sjálfur góður spilamaður eins og þeir. Stundum var hann kíminn og sá hinar spaugilegu hliðar mannlífs- ins. Á seinni árum fannst mér hon- um svipa æ meira til móður sinnar með áhuga sínum á ýmsum fróðleik úr sögu fjölskyldu sinnar og heima- byggðarinnar. En því miður bar hann ekki gæfu til þess að rækta þetta áhugamál sitt fremur en annað sem hann kannski þráði. Hver veit. Því ýmislegt annað hafði forgang. Villi var maður dulur og flíkaði lítt tilfinningum sínum; hann dró sig inn í skel sína ef nærri var gengið. Þó veit ég að hann átti vini sem hann gat trúað fyrir sínum innstu hug- renningum. Hann var óáreitinn og hlutaðist ekki til um líf annarra. Hann vildi hvers manns vanda leysa; þess naut ég oft. Á síðustu árum fannst mér ég skynja að hann lang- aði æ oftar heim – austur á Norð- fjörð. Raunar hafði hann orð á því við mig í sumar. Af því varð þó ekki. En sína hinstu ferð fer hann þó þangað þar sem aska hans fær hvílu í kirkjugarðinum þar eystra, í gröf Eysteins bróður hans; þar er aska Herborgar líka. Í dag er Villi frændi minn kvadd- ur hinstu kveðju. Nú eru þau öll sem áttu heima í Hátúni bernsku minnar látin. Ekkert er sem var. Sífellt er- um við minnt á hverfulleikann. En trén í garðinum við Hátún halda áfram að vaxa. Sveinhildi dóttur hans og fjölskyldu hennar, svo og öðrum ástvinum, votta ég samúð mína. Megi minning Vilhjálms Helga Jónassonar lifa. Margrét Jónsdóttir. Á síðastliðnu ári voru liðin 50 ár frá því við bekkjarsystkinin úr Versló útskrifuðumst. Upp á þau tímamót var haldið með sameigin- legri ferð í rútu upp í Borgarfjörð og notið samvista þar með margvísleg- um hætti. Vilhjálmur eða Villi eins og við jafnan nefndum hann var þar að sjálfsögðu með í ferð, hress og kátur að vanda. Við vorum 66 alls, sem lukum verslunarprófi árið 1957, 16 stúlkur og 50 piltar en það var í raun dæmi- gerður kynjamunur í þá daga. Nú við fráfall Villa hafa 11 horfið úr hópnum. Flestir nemendurnir voru úr Reykjavík en nokkrir nemend- anna komu af landsbyggðinni eins og kallað var. Þannig vorum við fjór- ir frá Akranesi og töldumst til lands- byggðarnemendanna og Villi kom frá Norðfirði. Þessir nemendur bjuggu eðli málsins samkvæmt við nokkuð aðrar aðstæður en heima- fólkið úr Reykjavík. Þannig urðum við að leigja okkur herbergi og vera kostgangarar hér og þar um borg- ina. Þrátt fyrir einstaklega góða vin- áttu allra í bekknum urðu þessar sérstöku aðstæður til þess að skapa öllu nánari samskipti utanbæjar- nemendanna. Var það í raun eðlilegt þar sem við dvöldum ekki með fjöl- skyldum okkar. Var kvöldunum gjarnan eytt á einhverju kaffihúsinu en kaffihúsamenningin blómstraði í borginni á þessum tíma og náði sem kunnugt er hámarki upp úr miðri öldinni. Menntskælingar lögðu þá undir sig Laugaveg 11 en við úr Versló stunduðum ýmist Hressó eða Gildaskálann við Aðalstræti. Var það um margt uppbyggilegt að fylgjast með á þessum stöðum hópi manna sem skáru sig gjarnan úr fjöldanum og voru þekktir sem lista- menn og sérvitringar. Um helgar var oftar en ekki farið eitthvað út á lífið, á dansleiki eða aðra skemmtan. Var þá oft glatt á hjalla hjá Villa sem leigði herbergi á Ægisíðunni og höfð þar viðkoma áður en haldið var á vit ævintýranna. Þannig liðu skólaárin og þannig mynduðust hin órjúfan- legu tengsl okkar allra í hópnum við glaðværð æskuáranna. Eftir að námi lauk tvístraðist að vonum hóp- urinn og alvara lífsins tók við í sín- um fjölbreyttu myndum. Því miður hefur oft liðið of langur tími á milli endurfunda. Villi hafði hug á að breyta þessu til betri vegar og um það bil viku fyrir andlátið hringdi hann í okkur sitt í hvoru lagi til að láta okkur vita að hann hygðist koma í heimsókn innan tíðar. Af þeirri heimsókn verður eðlilega ekki en fyrir góðan hug hans viljum við þakka. Villi var góður námsmaður, sam- viskusamur og vel séður af öllum kennurum og samnemendum. Starfsævi hans var að miklu leyti helguð störfum hjá BM Vallá þar sem hann um árabil gegndi ábyrgð- arstöðu innan fyrirtækisins. Í störf- um sínum naut hann trausts allra og vann öll sín störf af miklum heil- indum. Við félagarnir á Akranesi viljum þakka Villa fyrir ánægjuleg kynni, bæði í Versló sem og um und- anfarin árin mörg. Teljum við okkur mæla fyrir munn hópsins alls og biðjum honum blessunar um eilífð alla. Dóttur hans og öðrum aðstand- endum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Ásmundur og Einar. „Eitt sinn verða allir menn að deyja“ söng Vilhjálmur heitinn Vil- hjálmsson inn í hjörtu okkar og ger- ir enn. Eitt vitum við, við fæðumst og deyjum. Eftir lifir minningin. Fyrrverandi stjúpi okkar, Vil- hjálmur Jónasson, kom inn í líf okk- ar systkinanna þegar móðir okkar, Björg Ísaksdóttir, var 38 ára, ein með fimm börn, þá var Vilhjálmur 28 ára. Þau voru gift í 10 ár. Fregnin um andlát hans kom okkur öllum á óvart. Eftir lifir minning hans, vin- átta, jólaboðin og veislurnar sem við áttum með honum síðustu árin. Við vottum fjölskyldu Vilhjálms okkar dýpstu samúð. Ísak, Einar, Jóhanna, Guðfinna og Helga. Nú er stundin komin hjá honum Vilhjálmi, stundin sem við vitum að kemur en tímasetningin er óviss. Mig langar til að setja niður nokkur orð um móðurbróður minn Vilhjálm Jónasson. Hann Villi var góður karl og góð- ur frændi. Þegar við Jónas bróðir vorum yngri, var alltaf spennandi að heimsækja Villa á Seltjarnarnesið. Veislurnar þar voru engu líkar. Hann var á þeim árum duglegur að ferðast – ferðaðist til framandi landa þegar það var sjaldgæfara en nú er orðið. Minningar um Mackintosh og mannamót koma upp í hugann – stórar steikur og mikill matur – þá var nú Villi aldeilis í essinu sínu. Feluleikur á háaloftinu og fótbolta- leikir á erlendum sjónvarpsstöðvum sem fáir höfðu aðgang að. Ferðir í sjoppuna í Laugarásnum voru vin- sælar og ósjaldan endaði kassi af Kit-Kat með heim úr slíkri heim- sókn. Fyrir 12-13 ára gutta var það mjög spennandi. Samskiptin voru mikil á þeim tíma og við bræðurnir nutum þess. Villi fylgdist með fót- bolta og hafði skoðanir á ýmsu sem við höfðum áhuga á. Eins og oft vill verða þegar fólk eldist tóku minningar um upprun- ann og æskuna að skjóta upp koll- inum síðustu ár. Villa varð tíðrætt um gamla tíma austur í Neskaup- stað og samferðafólk sitt þaðan, um lífið og tilveruna í Hátúni, um Neta- gerðina, fjölskyldumeðlimi og frændfólk. Villi varð sjötugur í apríl og af því tilefni var slegið saman í ferð fyrir hann til Washington DC, að heim- sækja Jónas bróður og Leianne. Þar dvaldi hann í góðu yfirlæti í rúma viku og var ánægður að heyra eftir ferðalagið. Þegar horft er til baka er gott til þess að vita að Villi hafi náð að fara þessa ferð, enda var hann hrifinn af Bandaríkjunum. Lundin var létt eft- ir ferðalagið og hafði hann gaman af því að segja sögur úr ferðinni. Fannst mér í og með, eins og hann hefði tekið ákvörðun um breytingar í framhaldi af þeirri ferð og hafði ég heyrt það frá fleirum. En tími vannst ekki langur til að söðla um og leggja nýjar áherslur. Vonandi er Villi í góðu yfirlæti með systkinum sínum, foreldrum og frændfólki og rifjar upp með þeim gamla tíma í Hátúni. Sorgin er mikil hjá Sveinu og fjöl- skyldu og sendum við Edda þeim innilegar samúðarkveðjur. Jón Ármann. Vilhjálmur Helgi Jónasson Með fátæklegum minningarorðum kveð ég Ingva vinn minn. Ég kynntist Ingva fyrir rúmum 20 árum, þegar ég hóf að starfa við aðstoð hjá honum við framreiðslu, en þrátt fyrir að ég hafi áður starfað við slíkt átti ég margt ólært, og var ekki komið að tómum kofunum hjá Ingva. Hann lagði sig ötullega fram um að miðla af faglegri þekkingu sinni og reynslu, sem og til að vekja áhuga á faglegum Ingvi Jón Rafnsson ✝ Ingvi Jón Rafns-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1960. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. ágúst. málum, og fyrir það allt kann ég honum bestu þakkir. Maðurinn minn hafði hins vegar þekkt Ingva mun lengur og hefur vinátta okkar, sem og fjölskyldna okkar, staðið óslitin síðan. Ég minnist Ingva ekki síst þannig, að hann var maður sem alltaf var með eitthvað á prjónunum, enda maður hugmyndarík- ur. Og þá má ekki gleyma hversu sniðugar og smekk- legar lausnir hann fann oft. Einnig verður Ingva örugglega minnst vegna glettni hans og smitandi hláturs. Við Jón Þór og Tómas Þór sendum Þóru og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sjöfn Kristjánsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, ÁSA HJARTARDÓTTIR, Lönguhlíð 3, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut, sunnudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur M. Magnason, Hjörtur Ö. Magnason, Kristín Magnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁMUNDI REYNIR GÍSLASON, Lækjasmára, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 20. ágúst, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 29. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ, sími 535 2200. Inga Lovísa Guðmundsdóttir, Guðlaug Anna Ámundadóttir, Snorri Böðvarsson, Gunnar Þorsteinsson, Ásdís Ámundadóttir, Kjartan H. Bjarnason, Guðmundur Ámundason, Elísabet Siemsen, Ámundi Ingi Ámundason, Hanna G. Daníelsdóttir, Reynir Ámundason, Guðrún H. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.