Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞETTA var mjög erfiður fundur,“ sagði Jóhann R. Benediktsson lög- reglustjóri á Suðurnesjum að lokn- um fjölmennum fundi með starfs- fólki sínu þar sem hann tilkynnti að hann myndi hætta sem lögreglu- stjóri 1. október og þrír stjórnendur með honum. Jóhann sagðist hafa rakið fyrir samstarfsfólki sínu samskiptin við dómsmálaráðuneytið og kvað starfs- fólkið gera sér grein fyrir eðli máls- ins. „Við fáum ekki sanngjarna málsmeðferð og ég held að lands- menn allir hafi séð að skýringar dómsmálaráðherra standast enga skoðun,“ sagði Jóhann og vísaði til skýringa ráðherra á þeirri ákvörðun að auglýsa stöðu lögreglustjórans. „Ég held að allra vegna, þá verði ég að víkja og ég vil að ráðherra fái tækifæri til að koma að þeim manni sem getur framfylgt stefnu hans í málefnum þessa embættis. Ég vona að það verði einhver góður maður,“ sagði Jóhann og útilokaði að hann myndi sjálfur sækja um stöðuna. „Það kemur ekki til greina,“ sagði hann. Sagði hann rás atburða hafa verið mjög hraða að undanförnu og ekki væri hægt að svara því hvað tæki nú við hjá sér. Hann sagðist skilja við embættið á mjög erfiðum tíma. „Auðvitað óskar þess enginn að ganga úr embættinu við þessar að- stæður,“ sagði hann. Þeir sem ganga úr embættinu með Jóhanni eru Eyjólfur Krist- jánsson, staðgengill hans, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri og Ás- geir J. Ásgeirsson starfsmanna- stjóri. Að sögn Ásgeirs voru allir sam- starfsmenn á fundinum mjög slegnir yfir tíðindum dagsins þótt samstaða og stuðningur hefðu einkennt fund- inn. „Þetta er afar sorglegt en í ljósi aðdragandans, þá var þetta óhjá- kvæmilegt,“ sagði hann. Brotthvarf Ásgeirs sjálfs á sér nokkurn aðdrag- anda, en honum bauðst annað starf „og það lá beinast við að þiggja það þegar þessi staða var komin upp hjá embættinu. Mann langar ekki til að vinna þarna lengur.“ Einn lögregluþjónn sem sat fund- inn var óviss um hvort hann mundi halda áfram hjá lögreglunni eftir brotthvarf Jóhanns. „Það hefur ver- ið mjög gott að vinna undir stjórn Jóhanns og hann er líklega besti stjórnandi sem hægt er að hugsa sér,“ sagði hann. Annar lögregluþjónn sagði ill- mögulegt að horfa á rás atburða undanfarin misseri án þess að kom- ast að þeirri niðurstöðu að lög- reglustjórinn hefði verið lagður í einelti af dómsmálaráðuneytinu. „Ákvörðun ráðherra um að auglýsa embættið mun ekki eiga sér nein fordæmi – en þó kemur hún ekki á óvart í augum þeirra sem til þekkja,“ sagði hann. Ljósmynd/Víkurfréttir Jóhann „Ég held að allra vegna, þá verði ég að víkja og ég vil að ráðherra fái tækifæri til að koma að þeim manni sem getur framfylgt stefnu hans.“ „Ég verð að víkja“  Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri segir embætti sitt hafa fengið ósanngjarna málsmeðferð og hættir um næstu mánaðamót ásamt þremur lykilstarfsmönnum ÍBÚAR á veitu- svæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem búa í 110 fermetra íbúð, mega búast við að hitareikning- urinn hækki um 300 krónur á mánuði, frá 1. október nk. Er sú hækkun miðuð við algenga notkun á heitu vatni. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að hækka rúmmetra af heitu vatni úr 65,23 kr. í 71,56 kr. án virðis- aukaskatts. Nemur hækkunin því tæpum 10%. Iðnaðarráðherra stað- festi í kjölfarið breytinguna. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að ástæður hækkunar- innar séu hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu á Hellis- heiði. Að auki segir, að gjald- skrárbreytingin sé sú fyrsta frá því Orkuveitan lækkaði verð á heitu vatni árið 2005. „Á síðustu árum hefur vægi húshitunar í vísitölu neysluverðs lækkað úr 2,5% árið 1995 í 1,0% árið 2008.“ Skemmst er að minnast þess að í lok ágúst sl. hvatti ASÍ ríki og sveit- arfélög til að sýna samstöðu og stöðva hækkanir á gjaldskrám sín- um. Var bent á að litlu hlutirnir skiptu máli þegar þeir reiknuðust saman. andri@mbl.is Verðhækkun á heitu vatni Orkuveita Reykjavíkur TVEIR karlmenn og ein kona hafa verið handtekin og hneppt í varð- hald vegna morðsins á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur í Dóminíska lýð- veldinu á sunnudag. Annar mann- anna og konan voru starfsmenn gistiheimilis sem Hrafnhildur vann á í smábænum Caborete, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu til mbl.is. Lögregla leitar nú að morð- vopni í nágrenni vettvangsins en vefútgáfa dagblaðsins Listin Diaro segir að hin látna hafi ítrekað verið stungin með hnífi og orðið fyrir þungu höfuðhöggi auk þess sem áverkar voru á hálsi. Telur lög- reglan líklegt að Hrafnhildur hafi þekkt árásarmanninn eða -mennina því engin merki voru um innbrot. Óvíst er hvenær unnt verður að flytja jarðneskar leifar hinnar látnu til greftrunar á Íslandi. Þrjú grunuð um morðið BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að skýr efnisleg rök hafi verið færð fyrir því af sinni hálfu að auglýsa lögreglustjóra- embættið á Suðurnesjum og hann hafi ekki búist við þessum við- brögðum Jóhanns R. Benedikts- sonar. „Að lögreglustjóri bregðist við á þann veg, sem fyrir liggur, kom mér á óvart,“ segir Björn og óskar honum, Ásgeiri, Eyjólfi og Guðna velfarnaðar með þökkum fyrir sam- fylgdina frá 1. janúar 2007. „Nú blasir við að fylla skörð þeirra, sem kveðja, og tryggja framtíð hins mikilvæga starfs, sem unnið er af lögreglu, tollvörðum og öryggisvörðum við embættið,“ seg- ir Björn. Ákvörðunin á sér skýr rök Björn Bjarnason Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra sinnti störfum sam- kvæmt dagskrá sinni á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og mun gera slíkt hið sama í dag, en á mánudag greindist hún með góðkynja mein í höfði við læknisrannsókn sem hún undir- gekkst eftir að hafa veikst á fundi á vegum UNIFEM þar sem hún hélt framsögu um málefni kvenna í Afr- íku. Sú sem þetta skrifar var við- stödd þann fund og það var ekki á ut- anríkisráðherra að sjá þegar hún flutti ræðuna að nokkuð væri að. Þegar pallborðsumræður hófust fann hún fyrir óþægindum og lýsti því svo í samtali í gærkvöldi: „Ég fékk svona aðkenningu af að- svifi, fann að mér leið ekki vel í þessu pallborði og gat nú komist út úr því nokkurn veginn án þess að eftir því yrði tekið. En svo liðu þessi óþægindi ekki hjá og þess vegna var ákveðið að fara upp á spítala og þó mér hafi náttúrlega þótt það mesta vitleysa þá get ég nú þakkað fyrir það eftir á að það var gert, því þá kom þetta í ljós. Það er mein í höfðinu sem er góð- kynja og líklega búið að vera að þróast í langan tíma og þarf auðvitað að taka. Og það er þá það verkefni sem ég sný mér að, væntanlega í næstu viku. En mér líður ágætlega núna, ég er komin á lyf sem vinna gegn þessum einkennum og ætla, eftir föngum, að fylgja eftir minni dagskrá hér í New York. Ég verð þó líklega að sleppa einhverju, ég má auðvitað ekki ætla mér um of og verð að sýna ákveðna skynsemi eftir að hafa fengið svona viðvörun. En ég má síðan búast við því að þetta geti kannski haft þau áhrif að ég verði að vera frá vinnu í tvær til fjórar vikur eftir aðgerð. Það er að minnsta kosti þannig sem það lítur út núna, sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún sótti í gær fund með utanríkisráðherrum Evrópu- sambandsins og NATO: „Á þeim fundi voru meðal annars rædd mál- efni Rússlands og Georgíu sem er mesta hitamálið núna. Þessi fundur er mjög góður því það eru bara utan- ríkisráðherrar sem sitja hann og það er hægt að tala saman í góðum trún- aði.“ Situr fund með Rice í dag Í gær átti hún einnig tvíhliða fund með Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands: „Þetta var ágætur fundur og hreinskiptinn. Við ræddum samskipti landanna og und- irrituðum meðal annars samkomulag um vegabréfsáritanir sem á að auð- velda almenningi og fólki í fyrir- tækjarekstri að fara á milli land- anna.“ Í dag situr Ingibjörg Sólrún svo meðal annars fund með öðrum kven- utanríkisráðherrum sem Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stýrir. Má auðvitað ekki ætla mér um of  Utanríkisráðherra greindist með góðkynja mein í höfði við læknisrannsókn í New York Morgunblaðið/Ómar Skyldustörf Ingibjörg Sólrún mun gegna skyldum sínum í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.