Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 18
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Háir farsímareikningareftir dvöl í útlöndumeru engin nýlunda enað þeir skipti hundr- uðum þúsunda er sennilega eitt- hvað sem fæstir eiga von á. Und- anfarið hafa slíkir reikningar þó æ oftar dottið inn um póstlúgur grunlausra farsímanotenda. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir ástæðuna þá tækni sem margir nýrri símar búa yfir. „Þeir eru mjög góðir til að skoða netið, senda og skoða tölvupóst og annað slíkt. Sum símtækin eru í rauninni svo góð að fólk nánast liggur á netinu, án þess að velta fyrir sér hversu mikið það kostar. Þannig eru fjöl- mörg dæmi um að fólk hafi stofn- að til símaviðskipta fyrir tugi eða jafnvel hundruð þúsunda án þess að átta sig á því.“ Bíómyndin plássfrek Hrannar segir að kostnaðurinn ráðist af því hversu miklum gögn- um er hlaðið niður í símann, skoð- uð í honum eða send frá honum. Í hvert sinn sem gögn eru send í eða úr símanum verði til kostn- aður. „Innanlands er þetta í fæst- um tilvikum vandamál því ýmsar góðar og ódýrar þjónustuleiðir er í boði. Ef viðkomandi er hins veg- ar staddur í útlöndum getur kostnaðurinn verið miklu meiri. Tölvupóstur með mynd sem not- andinn skoðar í tækinu sínu getur kostað sitt en ef notandinn ákveður að hlaða niður heilli bíó- mynd í símann, eins og dæmi eru um, getur kostnaðurinn orðið þús- und sinnum meiri. Ástæðan er einföld – bíómynd er þúsund sinn- um stærri en ljósmynd.“ Erlenda gjaldskráin há Slíkum hlutum hafa margir flaskað á að undanförnu og upp- skorið í staðinn símreikning, sem jafnvel skiptir hundruðum þús- unda. „Hæsti reikningur sem við höfum fengið er ein og hálf millj- ón fyrir eins mánaðar símnotkun í útlöndum,“ segir Hrannar. „Fólk er í mörgum tilvikum að nota sömu þjónustu erlendis og hér heima, en hér nýtur fólk góðs af harðri samkeppni og þjón- ustuleiðum þar sem ákveðin gagnanotkun innanlands er inni- falin í áskriftargjaldi. Þegar þjón- ustan er notuð erlendis greiðir fólk fyrir notkunina eftir gildandi verðskrá hjá erlenda símafélaginu þar sem verðið getur verið mjög hátt.“ Hrannar bendir á að símafyrir- tækin hér heima þurfi að greiða erlendu fyrirtækjunum þessa reikninga og því sé erfitt að koma til móts við fólk sem lendir í vand- ræðum vegna þessa. „Vandinn er að hluta til sá að jafnvel þótt not- andi viti hvað niðurhal á einu megabæti kostar áttar hann sig stundum illa á því hversu mikið af gögnum hann er að sækja eða senda frá sér. Við hvetjum þess vegna fólk til að vera á verði og stofna ekki til meiri viðskipta en það er tilbúið að greiða fyrir.“ AP Og brosa! Margir nota símana til að senda myndir og jafnvel heilu myndskeiðin frá útlöndum og heim. Vandræðagemsar í útlöndum Eftir því sem farsímar verða tæknilega full- komnari virðist hættan á háum símreikn- ingum aukast … ekki síst þegar þeir eru notaðir í útlöndum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tæknin Eftir því sem farsímarnir bjóða upp á fleiri möguleika á netnotkun og gagnaflutningum er hættara við háum símreikningum - ekki síst þegar símarnir eru notaðir í útlöndum. Þegar þjónustan er notuð erlendis greið- ir fólk fyrir notkunina eftir gildandi verðskrá hjá erlenda símafélaginu neytendur 18 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ HONUM brá í brún, manninum sem fékk farsím- areikninginn sinn eftir tveggja og hálfrar viku dvöl í Flórída í Bandaríkjunum um síðastliðna páska. „Hann var 200 þúsund krónur en annars var reikningurinn alltaf um 35 þúsund krónur á mánuði, enda ferðast ég töluvert,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Maðurinn hafði eins og svo margir aðrir orðið sér úti um i-phone síma, og þar með opnuðust honum nýir möguleikar í farsímanotkuninni. „Í sjálfu sér er þetta ekkert óeðlilegt,“ segir hann. „I-phone-síminn færir þig miklu nær umhverfinu sem maður þekkir úr tölv- unni þannig að það er svo lítið mál að skella sér á net- ið. Þetta var á þeim tíma sem hasarinn var í kringum gengi íslensku krónunnar þannig að þegar ég vakn- aði á morgnana fór ég á netið til að tékka á því. Það er miklu flóknara að nota netið með öðrum símum.“ Reynslunni ríkari segist maðurinn nú gæta betur að sér þegar hann er á ferðalögum erlendis enda vill hann síður lenda í öðrum eins útgjöldum. „Þetta var svona eins og ein skíðaferð að borga.“ Eins og ein skíðaferð að borga „STÆRSTU reikningarnir sem við höfum séð eru vegna notkunar á i-phone-símtækjunum,“ segir Hrannar inntur eftir því hvort ein- hverjir símar séu „hættulegri“ en aðrir í þessum efnum. Hann telur að um 5.000 íslenskir símnotendur eigi slíkan síma þótt hann sé ekki seldur hér á landi. „Þetta er gott tæki en sumir sem hafa verið að fikta sig áfram hafa misst stjórnina á því og t.d. kveikt á einhvers konar sjálfvirku niður- hali eða uppfærslu á hugbúnaði. Þá getur síminn hreinlega tekið völdin og gert allt mögulegt sem notandinn veit ekki endilega af.“ Oftast tengt „i-phone“ Stöðug vöktun er hérlendis og í Evrópu vegna melaníneitrunar í kínversku mjólkurdufti að undanförnu. Ís-land er tengt samevrópska viðvörunarkerfinuRASFF sem gerir vart um hættuleg matvæli og fóð- ur sem finnast kann á svæðinu. RASFF stendur fyrir Rapid Alert System for Food and Feed en Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Mat- vælastofnun er tengiliður Íslands við kerfið. „Þessi vakt er allan sólarhringinn allt árið um kring og við fáum að vita strax af því ef þessi eitrun finnst í matvælum á Evrópusvæð- inu. Eins erum við með tengingu inn á Bandaríkjamarkað sem og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) sem er með upp- lýsingavef um matvælaöryggismál (INFOSAN). Þannig að við erum með stöðuga vöktun á þessu,“ segir hún. Mjólkurduftið sjálft er ekki á markaði hérlendis að hennar sögn, né hafa fundist vísbendingar um að það gæti verið í vörum sem seldar eru hér á landi. „Það eru allir að leita að því hvort hráefni frá Kína sé hugsanlega notað í aðra fram- leiðslu, bæði hér heima og erlendis. Sem betur fer hefur fólk ekkert verið spennt fyrir því að flytja dýraafurðir frá Kína hingað til lands,“ segir hún og bætir því við að sérstakt eft- irlit sé með öllum innflutningi á vörum sem innihalda ein- hvern snefil af mjólk. „Þannig að þetta fer ekkert fram hjá okkur í innflutningnum.“ Fundað í dag um viðbrögð Herdís segir kollega sína um allan heim á varðbergi vegna málsins í Kína. „Já, heilbrigðis- og neytendaráð Evrópu (DG SANCO) verður með fund á morgun [í dag] þar sem rætt verður um hvernig á að bregðast við þessu og setja ein- hverjar verklagsreglur. Það eru allir á tánum út af þessu.“ ben@mbl.is „Allir á tánum út af þessu“  Kínverskt mjólkurduft ekki á markaði hérlendis  Ísland hluti af evrópsku eftirlitskerfi Barnavara Lítil hætta er á að melamín sé í mjólkurvörum hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.