Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. des-
ember 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 17.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru hjónin Val-
gerður Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. á
Böðmóðsstöðum í
Laugardal 10. jan-
úar 1927, og Ólafur
Hólmgeir Pálsson
múrarameistari, f. í
Sauðanesi á Ásum 7. júlí 1926, d. 4.
janúar 2002. Systkini Sigrúnar eru
Lilja (samfeðra), fyrrverandi for-
stöðumaður, f. 28. mars 1943, Flosi
múrarameistari, f. 13. mars 1956,
d. 2. apríl 2008, Vörður húsasmíða-
meistari, f. 29. júlí 1961, og Harpa
hagfræðingur, f. 14. júní 1965.
giftur Hörpu Ævarsdóttur, f. 14.
febrúar 1976. Börn þeirra eru
Ragnar Snær, f. 17. mars 1997,
Ævar, f. 3. júlí 2002, og Eva, f. 21.
júlí 2005. 3) Dröfn Kærnested lög-
fræðingur, f. 22. september 1981,
gift Kristni Guðjónssyni verkfræð-
ingi, f. 3. janúar 1981. Dóttir þeirra
er Lilja Karen, f. 14. desember 2006.
Sigrún ólst upp í foreldrahúsum í
Reykjavík, fyrst í Hlíðunum og síð-
an í Háaleitishverfi. Að loknu gagn-
fræðaprófi hóf Sigrún nám við
Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan
lauk kennaraprófi 1971. Síðar lauk
Sigrún verslunarprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands. Á starfsævi sinni
lagði Sigrún stund á kennslustörf,
fyrst við Breiðholtsskóla 1971-78 en
frá þeim tíma við Ölduselsskóla þar
sem hún hafði meðal annars umsjón
með bókasafni skólans og annaðist
tölvukennslu. Þá starfrækti Sigrún
ásamt eiginmanni sínum eigið fyrir-
tæki Gný sf. frá árinu 1985.
Útför Sigrúnar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigrún giftist 25.
september 1971 Ragn-
ari Kærnested flug-
virkja, f. 1. apríl 1945.
Foreldrar hans voru
Lilja Sigríður Hafliða-
dóttir, f. 6. desember
1917, d. 9. nóvember
2006, og Ragnar
Kjærnested, stýrimað-
ur í Reykjavík, f. 25.
ágúst 1918, d. 10. nóv-
ember 1944. Börn Sig-
rúnar og Ragnars eru
1) Bylgja Kærnested
hjúkrunarfræðingur,
f. 5. ágúst 1973, gift Gizuri Berg-
steinssyni lögfræðingi, f. 15.
nóvember 1973. Börn þeirra eru
Þórunn María, f. 15. desember
1996, Bergsteinn, f. 9. október 2001,
og Ólafur Árni, f. 4. september
2006. 2) Örvar Kærnested við-
skiptafræðingur, f. 13. júlí 1976,
Ég hitti Sigrúnu Ólafsdóttur í
fyrsta skipti á þjóðhátíðardag Íslend-
inga 17. júní 1991. Eins og vera ber
sagði ég til nafns og nægði það verð-
andi tengdamóður minni til að segja
til um hverra manna ég væri enda
ættfróð líkt og Ólafur Pálsson faðir
hennar. Á milli okkar varð strax gott
samband sem öðru fremur einkennd-
ist af gagnkvæmri virðingu. Sigrún
reyndist mér og mínum ætíð vel og er
söknuðurinn mikill við fráfall hennar.
Sigrún var heilsteypt kona, hafði létta
lund og góða nærveru. Hún var við-
ræðu- og úrræðagóð og tók þeim vel
sem leituðu til hennar. Hún var skarp-
greind og lagði metnað sinn við allt er
hún tók sér fyrir hendur og ætlaðist til
hins sama af samferðamönnum sín-
um. Dugnaður og þrautseigja voru að-
alsmerki hennar. Hún kunni þá list að
njóta augnabliks líðandi stundar og
spurði iðulega hvort það væri ekkert
fjör í fólkinu ef henni þótti stemningin
til þess að gera lítilfjörleg. Sigrún var
kennari af lífi og sál. Hún lét ekkert
tækifæri ónotað til að leiðbeina þeim
sem voru yngri og óreyndari um hin
fjölbreyttustu málefni hvort heldur
veraldleg sem andleg. Fylgdist hún
grannt með frammistöðu barnabarna
sinna og veitti gagnlegar ábendingar
ef hún taldi ástæðu til. Ég minnist
sérstaklega orða Sigrúnar á þá leið að
eitthvað gott fylgdi öllum erfiðleikum
og mótlæti. Virtist hún sjálf hafa þessi
orð að leiðarljósi meðan hún glímdi
við veikindi sín. Sigrún er nú gengin á
vit feðra sinna en minningin um ynd-
islega konu veitir birtu í hjörtu þeirra
sem hana lifa.
Gizur Bergsteinsson.
Í dag kveð ég tengdamóður mína,
Sigrúnu Ólafsdóttur, með miklum
söknuði.
Sigrún var sérstaklega glæsileg
kona með fágaða framkomu og þægi-
lega nærveru. Hún hafði gaman af
hvers kyns útiveru og stundaði heil-
brigt líferni.
Það eru um 13 ár síðan ég fór að
venja komur mínar í Stallaselið og er
mér það mjög minnisstætt, því að
Stallaselið er mjög fallegt og notalegt
heimili þar sem alltaf var tekið vel á
móti manni.
Sigrún var mikil listakona og vand-
aði vel til verka í hverju sem var,
prjónaskap, beltagerð, hálsmenagerð
og glerlist svo eitthvað sé nefnt. Bar
heimilið og hún sjálf merki um þann
myndarskap.
Áberandi í Stallaselinu var einnig
ást, umhyggja og gagnkvæm virðing
þeirra hjóna hvors fyrir öðru. Þau
gerðu flest saman, hvort sem var í
framkvæmdum á heimilunum eða í frí-
stundum. Mér er sérstaklega minnis-
stætt þegar við Örvar þurftum að
mála okkar heimili, þá hélt ég að hann
myndi bara mála, en hann sagði mér
að mamma hans hjálpaði alltaf pabba
hans að mála og sæi einnig alltaf um
að lakka og pússa gluggana. Ég varð
að gjöra svo vel að skella mér í máln-
ingargallann og byrja að mála.
Heimili þeirra í Stykkishólmi er að
sama skapi afskaplega notalegt og eig-
um við margar góðar minningar þaðan
með Sigrúnu. Í sumar áttum við einnig
margar góðar samverustundir á nýja
pallinum í Stallaselinu sem og annars
staðar. Í sumar varð það einnig ljóst
að sjúkdómnum var ekki hægt að
halda lengur í skefjum, og tók hann
þig því frá okkur smátt og smátt, langt
fyrir aldur fram.
Ég dáist að því hversu vel þú tókst
örlögum þínum, eins og þú sagðir sjálf
þá hafðir þú ekkert val. Líktir því við
að það væri eins og þú værir að leika
hlutverk í lélegri bíómynd, hlutverk
sem þú kærðir þig ekki um. En það
var ekki spurt að því.
Sigrúnu á ég margt að þakka og þá
sérstaklega fyrir það að hafa reynst
börnunum mínum dásamleg amma,
það er ómetanlegt.
Elsku Sigrún mín, takk fyrir allt. Þú
lifir áfram í hug okkar allra og hjarta
um ókomna tíð.
Hvíl í friði,
þín
Harpa Ævarsdóttir.
Kæra Sigrún mín, þakka þér fyrir
öll þau ár sem ég fékk að eyða með
þér. Ég er mjög ánægður með að hafa
fengið tækifæri til að kynnast þér, frá-
bærri konu og baráttukonu.
Ég var boðinn velkominn í fjöl-
skylduna strax á fyrsta degi og man ég
eftir öllum heimboðunum á föstudags-
kvöldum í fjölskyldumáltíðirnar. Mér
leist ekki á blikuna í fyrstu enda með
eindæmum matvandur en ég varð auð-
vitað að sýna mitt besta andlit hjá til-
vonandi tengdaforeldrum mínum. En
þú gafst ekki upp fyrr en búið var að
venja mig af þeim slæma sið.
Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm barð-
istu eins og hetja og neitaðir að láta
hann stjórna lífi þínu. Þú gerðir allt
sem þú gast til að eyða tíma með okk-
ur öllum. Man ég eftir mörgum góðum
stundum, eins og þeim fjölmörgu ferð-
um sem farnar voru í Hólminn. Þú
reyndist okkur ómetanleg hjálp við
undirbúning á brúðkaupinu okkar og
ég man eftir því hvað þú skemmtir þér
vel þar.
Þú varst mjög stolt og góð amma og
hefur Lilja Karen verið mjög hænd að
þér frá fyrsta degi. Alltaf þegar hún
sér síma vill hún hringja í þig og voru
heimsóknir í Stallaselið eitt af því
skemmtilegasta sem hún gerði. Lilja
Karen spyr ennþá eftir þér á hverjum
degi, enda saknar hún þín gríðarlega
mikið.
Ég mun ætíð muna síðustu orðin
sem þú sagðir við mig á líknardeild-
inni, snerir þér að mér og sagðir:
„Takk fyrir burðinn; upp, niður, upp
niður.“ Þarna varstu að þakka mér
fyrir það sem sjálfsagt var, að bera
þig upp í hjólastólnum á milli hæða í
Stallaselinu. Þetta lýsir þér best, allt-
af þakklát fyrir allt sem maður gerði
fyrir þig, hversu smávægilegt sem
það var.
Kristinn Guðjónsson.
Amma var frábær kona sem ég
mun ávallt muna eftir sem skemmti-
legri konu sem gafst aldrei upp þrátt
fyrir alvarleg veikindi. Hún átti hús í
Stykkishólmi sem hún ásamt vinum
og fjölskyldu heimsótti reglulega.
Þegar við vorum þar fórum við oft
upp á klett í garðinum þeirra til þess
að tína ber sem amma seinna breytti í
eitthvert góðgæti. Hún átti vel hirtan
garð og hugsaði mikið og vel um allar
plöntur og þess konar hluti. Við eydd-
um öll miklum tíma með ömmu; bæði í
heimsóknir og frí. Við fórum í alls
kyns frí saman: veiðiferðir, skíðaferð-
ir, sólarlandaferðir og allt mögulegt!
Við fórum líka saman í útilegur; sú
eftirminnilegasta mundi vera þegar
ég fór með ömmu, afa og Þórunni
frænku minni og við fundum hund
sem við héldum að væri björn og við
villtumst í skóginum og eltum hann
bara og hann leiddi okkur aftur í
tjaldið. Við höfðum líka oft gamlárs-
kvöld hjá þeim. Ég man eftir þegar ég
sprengdi fyrsta flugeldinn minn, ég
var svo hræddur um að þetta mundi
springa strax að ég hljóp aftur inn í
hús og var búinn að ákveða að ég ætl-
aði aldrei að koma nálægt flugeldum
aftur en þá kom amma og fullvissaði
mig um að þetta væri allt í lagi í fylgd
fullorðinna og fékk mig aftur út.
Ég er ánægður með allar skemmti-
legu stundirnar sem við áttum saman
elsku amma, en dapur yfir því að þær
skuli ekki verða fleiri. Ég mun alltaf
sakna þín, þinn
Ragnar Snær.
Elsku amma! Við munum þegar:
– Þú bakaðir alltaf með okkur pip-
arkökur fyrir jólin.
– Þegar við komum að hjálpa þér að
reyta arfa í garðinum og vökva blóm-
in.
– Þegar við vorum alltaf að perla
hjá þér.
– Þegar þú last alltaf bækur fyrir
okkur.
– Þegar við komum í sumar að leika
í nýja dótahúsinu í garðinum þínum í
Stallaseli með Bergsteini, Óla og
Lilju.
– Þegar þú varst alltaf að prjóna
eitthvað fallegt, og við fylgdumst
spennt með, prjónaðir meira að segja
fallegar peysur handa okkur.
– Þegar þú komst að heimsækja
okkur til London, þá var alltaf svo
gaman.
Við söknum þín og hugsum mikið
til þín, og ætlum alltaf að geyma allar
minningarnar um þig sem fjársjóð í
hjartanu.
Þín
Ævar og Eva.
Komið er að kveðjustund Sigrúnar
systur við þennan heim. En minning-
in lifir.
Sigrún var elsta barn móður okkar
og báru foreldrar okkar mikið traust
til hennar. Ég vissi að sumar ákvarð-
anir á heimilinu yrðu ekki teknar
nema með blessun Sigrúnar og það
löngu eftir að hún var flutt að heiman.
Hún var afskaplega barngóð og hafði
erft frásagnargleði mömmu. Mínar
fyrstu minningar um okkur systur er
þar sem hún sat með mig og sagði mér
sögur.
Tíminn leið og Sigrún kynntist
Ragnari sínum. Þau stofnuðu heimili
og von var á fyrsta erfingjanum. Eftir-
væntingin var mikil en barninu lá ekk-
ert á í heiminn. Fjölskyldan var á leið í
útreiðartúr og þar sem ég hafði ekki
aldur til þess var ég hjá Sigrúnu á
meðan. Sigrún og Ragnar skegg-
ræddu það mikið sín á milli hvenær
barnið færi nú að koma. Þá kom upp
sú snilldarhugmynd að fara í bíltúr á
Austin-Mini-bílnum hennar Sigrúnar.
Í höstum vagni eftir íslenskum mal-
arvegi gæti ýmislegt gerst. Þar sem
ég hossaðist í aftursætinu, langleiðina
til Þingvalla, var mér alveg hætt að lí-
tast á blikuna. Voru þau virkilega búin
að hugsa dæmið til enda? Hvað ef
barnið kæmi nú? En ótti minn reynd-
ist ástæðulaus. Heim komumst við og
barnið fæddist skömmu seinna. Árin
liðu og tvær litlar verur til viðbótar
mættu í heiminn.
Það væri óhugsandi að hafa komist í
gegnum uppvaxtarárin án þess að
mótast að einhverju leyti af lífsskoð-
unum Sigrúnar. Grunnurinn var ein-
læg væntumþykja en hún hafði vissu-
lega skoðanir á hlutunum og mikinn
metnað fyrir hönd sinna nánustu. Sig-
rún gaf sér alltaf góðan tíma til að
spjalla og fylgdist vel með högum
hvers og eins. Mér er alltaf minnis-
stætt þegar hún mætti einn laugar-
dagshaustmorgun á Nesveginn með
hópinn sinn og spurði hvort ekki væri
til nóg af málningu og penslum. Var
ekkert mikið að orðlengja hlutina,
minnti óneitanlega á pabba, en hún
vildi sjá til þess að við Elli næðum að
verja húsið að utan fyrir veturinn.
Í skugga veikinda hjá Sigrúnu voru
líka gleðistundir þegar hvert barna-
barnið á fætur öðru leit dagsins ljós og
áttu þau örugglega stóran þátt í að
viðhalda einstökum baráttuvilja Sig-
rúnar við illvígan sjúkdóm til hinstu
stundar.
Við Elli, strákarnir og mamma
varðveitum allar góðu minningarnar
sem við eigum um Sigrúnu. Elsku
Ragnar, Bylgja, Örvar, Dröfn, barna-
og tengdabörn. Ég bið góðan guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Takk fyrir samfylgdina kæra systir.
Þín
Harpa.
Erfitt er að skilja hversu misjafn
tími okkur mönnunum er útmældur
hér á jörð. Á besta aldri í blóma lífsins
er sumum gert að kveðja og manni
finnst vegferð þeirra varla hálfnuð. En
við þetta verðum við að sætta okkur
þótt auðvelt sé það ekki.
Sigrún systir mín var fáguð og yf-
irveguð, viljasterk og stefnuföst. Þótt
lífshlaup hennar yrði ekki langt skilaði
hún fögru dagsverki. Kennarastarfinu
sinnti hún af áhuga og hugsjón og ég
minnist frumkvæðis hennar og braut-
ryðjendastarfs við tölvuvæðingu skól-
anna. Heimilið og fjölskyldan voru þó
stærsti þátturinn í lífi hennar og það
var sama hvort snara þurfti fram
veislu, sauma flík eða annað því líkt,
Sigrún réð við það allt. Þau Ragnar
voru samhent og á seinni árum hefur
vaxandi fjöldi barnabarna veitt enn
meiri lífsfyllingu.
Komið er hátt á annan áratug síðan
krabbameinið knúði fyrst dyra hjá
Sigrúnu. Hún lét engan bilbug á sér
finna og tókst á við hverja meðferðina
eftir aðra, fullviss um bata. Æðruleysi
hennar, lífsvilji og styrkur var aðdáun-
arverður og hún hélt áfram að skipu-
leggja framtíðina fram á það síðasta.
Það er sárt að kveðja. Ragnar,
Bylgja, Örvar, Dröfn og barnabörnin
eiga dýpstu samúð mína á þessari
stundu ásamt Völlu sem kveður nú
annað af fjórum börnum sínum með
fárra mánaða millibili. Guð styrki þau í
sorginni.
Kæra systir, megir þú dvelja í ljósi
hins æðsta.
Lilja.
Sigrún Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar um Sig-
rúnu Ólafsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Sofðu mín Sigrún,
og sofðu nú rótt.
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
(Jón Thoroddsen)
Elsku Músa mín, takk fyrir
hvað þú varst mér alltaf góð.
Elsku Valla systir, Raggi
og fjölskylda, ég votta ykkur
mína innilegustu samúð.
Sigríður Guðmundsdóttir
(Sigga á Læk).
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR SIGURJÓNSSON,
Gullsmára 9,
áður Álfhólsvegi 24a,
Kópavogi,
lést laugardaginn 20. september á lungnadeild
Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
26. september kl. 13.00.
Rannveig Leifsdóttir,
Leifur Eiríksson,
Sveinbjörg Haraldsdóttir, Guðlaugur Kristinsson,
Jóhanna Helga Haraldsdóttir,
Eiríkur Ingi Haraldsson, Bryndís Reynisdóttir,
Íris Elva Haraldsdóttir,
Elín Björg Haraldsdóttir, Sveinn Ragnar Jónsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær móðir og amma,
MARGRÉT MUCCIO,
Hjallabraut 3,
Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 23. september á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði.
Rúnar Gregory Muccio,
Metta Margrét Muccio.
✝
Bróðir okkar,
ÞÓR PÁLSSON,
Rangá,
lést mánudaginn 22. september á dvalarheimilinu
Lundi, Hellu.
Útförin auglýst síðar.
Systkinin.