Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 32
JÓRUNN Viðar fæddist árið 1918 í Reykjavík og á því níræð- isafmæli í lok ársins. Hún fór til Berlínar í tónlistarnám eftir útskrift frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og MR. Í samtali við Morgunblaðið í mars lýsti hún andrúmsloft- inu í Berlín í aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar: „Ég átti eitt sinn að vera í spilatíma á laugardagsmorgni í há- skólanum þegar Hitler var að halda ræðu. Allir voru skyldugir til að hlusta svo það var gefið frí í skólanum. Ég mætti samt í tíma og spilaði fyrir kennarann minn í gegnum það sem mér hafði verið sett fyrir. Spurði svo hvort það væri leyfilegt að vera að spila í tíma núna þegar allir væru skyldugir til að hlusta. „Á þetta bull!“ sagði hann, „við tökum ekkert mark á því!“ Hann var nú ekki handtekinn fyrir þessi ummæli enda komu þau ekki fram fyrr en hér á landi svona löngu síðar.“ Nýtur aðstoðar Fjöldi góðra gesta kemur fram með Her- berti á plötunni, en á meðal þeirra má nefna þá Magnús og Jó- hann og Gospelkór Fíladelfíu. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „PLATAN er komin til landsins,“ segir tónlist- armaðurinn Herbert Guðmundsson, en átt- unda sólóplata hans, Spegill sálarinnar, er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Aðspurður segir hann plötuna end- urspegla það sem drifið hefur á daga hans undanfarið. „Ég er búinn að vera að taka svolítið til í mínu lífi, ég hætti til dæmis að reykja á síðasta ári og hætti líka að drekka. Ég fór bara að vinna í sjálfum mér og þessi plata speglar það svolítið – þetta er svona visst frelsi frá óreglunni. Og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Herbert. Alls eru 14 lög á nýju plötunni, þar af er eitt á íslensku. „Ég var reyndar að hugsa um að hafa öll lögin á ís- lensku, en svo sögðu menn bara við mig: „Hebbi, þú eyði- leggur ekki lögin með því að hafa þau á íslensku,“ þannig að það var ekki hægt,“ útskýrir Herbert sem gefur plöt- una út sjálfur líkt og áður, en hann er eigandi fyrirtæk- isins HG hljómplötur. „Ég gef alltaf út sjálfur, og ég eyði kannski þremur eða fjórum milljónum í hverja plötu. En ég hef yfirleitt náð að selja upp í kostnað, ég er bara með traust enda hef ég alltaf staðið mig. Stúdíó Sýrland lánar mér bara því þeir vita að Hebbi borgar alltaf. Ég hef sko alltaf staðið í skilum.“ Spegill sálarinnar kemur út á allra næstu dögum og verður hún fáanleg í öllum betri plötuverslunum og í verslunum Pennans/Eymundssonar. Að sögn Herberts er hann með glæsilega útgáfutónleika í bígerð, og verða þeir auglýstir síðar. Ekki er hægt að sleppa Hebba án þess að spyrja hann stuttlega út í Charlie Watts-málið mikla, en Morg- unblaðið greindi frá því í sumar að snerilslög trommuleik- ara Rolling Stones væri að finna í nokkrum lögum plöt- unnar Dawn of the Human Revolution sem Herbert gaf út árið 1986. Hann hefur þó ekki heyrt frá lögfræðingum Rollinganna. „Nei nei, það er ekki búið að lögsækja mig ennþá,“ segir hann og hlær. 32 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÞEGAR Ari Alexander Ergis Magnússon heyrði í fyrsta skipti tónsmíð eftir Jórunni Viðar þá hafði hún svo sterk áhrif á hann að hann pissaði í buxurnar. Hann var þá reyndar bara fjögurra ára og var að horfa á mynd Óskars Gíslasonar Síðasta bæinn í dalnum í sjónvarpinu, en Jórunn gerði tónlistina við myndina. „Ég man ennþá eftir þessu, þegar tröllið birtist, þá stökk ég bakvið sófa og meig í mig. Þetta voru fyrstu stóru kvik- myndalegu áhrifin sem ég varð fyrir og það var músíkin, ekki bara myndin af tröllinu sem varð til þess að þetta sat mjög sterkt í mér,“ segir Ari. Nú mörgum árum síðar er hann að leggja lokahönd á heimildamynd um Jórunni sem frumsýnd verður í nóvember. Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki fræðslumynd. „Jór- unn er að bjóða okkur í ferðalag með sér og við hoppum um borð.“ Leist ekki á hugmyndina í byrjun Hugmyndin að myndinni kom upp fyrir nokkrum árum þegar Ari vann að myndinni Gargandi snilld sem fjallaði um hljómsveitir sem voru að gera tónlist á sínum eigin for- sendum. Í viðtali hans við Björk kom í ljós að hún var að vinna með verk Jórunnar „Vöku- ró“, sem kom út á plötunni Medúllu. Björk sagði Ara sögur af Jórunni og hann hugsaði með sér að þetta væri efni í sérstaka mynd. „Ég setti mig í samband við Jórunni í kjölfar- ið og henni leist ekkert rosalega vel á þetta. Ég skil það alveg, allt í einu dúkkar upp ein- hver maður og vill gera heimildamynd um hana, það kemur bara upp einhver bremsa.“ Honum tókst þó að sannfæra hana að lok- um. „Ég fór með Valgarði Egilssyni tengda- syni hennar í kaffi til hennar og við spjöll- uðum við hana og ræddum þetta dálítið. Þarna fyrst þá vorum við að mæta með marg- ar vélar og ljós og læti, sem stuðaði hana. Svo að ég ákvað að minnka þetta vesen á okkur. Hún leiðir algerlega söguna sjálf, mér finnst skemmtilegast að vinna á þeim forsendum, frekar en að annað fólk sé að bakka viðkom- andi upp með einhverjum hetjusögum.“ Tónlist Jórunnar fær að sjálfsögðu að njóta sín í myndinni og Ari fékk líka aðgang að ein- stöku myndefni. „Ég sá myndaalbúmin hennar þar sem eru ljósmyndir af Jórunni frá því að hún var kornabarn og myndir í gegnum allan ferilinn og ég styðst ákaflega mikið við þær. Þessi ferill er alveg ótrúlegur hjá henni. Ég hugsaði bara með mér: Vá, þessi kona er jafn- gömul ömmu minni og þetta er svo nálægt mér í tíma en samt svo langt í burtu.“ Myndin gerist á nokkrum stöðum; í Reykja- vík, á Þingvöllum þar sem Jórunn á hús og hefur unnið mikið, í Berlín, New York og síð- an fór kvikmyndagerðarfólkið með henni til Bayreuth í Þýskalandi á Wagner-hátíð. „Það sem mér finnst svo fallegt við tónlist er að hún tekur við þar sem orðin hætta að hafa nokkra þýðingu. Hún fer með þig inn í ein- hvern heim sem er óútskýranlegur. Ég upplifi Jórunni sem risavaxið draumkennt ský á ferð í alheiminum, maður dettur inn í hyldjúpa músíkþoku sem breytist í dulmagnað ský og á því ferðumst við inn í töfraheim Jórunnar.“ Í ferðalag með Jórunni  Ari Alexander man vel eftir fyrstu kynnum sínum af tónlist Jórunnar Viðar  Er að ljúka við heimildamynd um ævintýralegan feril hennar Morgunblaðið/Kristinn Í vinnustofunni Ari Alexander Ergis Magnússon leikstjóri og Kristján Loðmfjörð klippari.  … er yfirskrift tónleikaraðar sem Viðeyjarstofa stendur fyrir um þessar mundir. Þess ber þó að geta að ástin gagnast þér lítið viljir þú sækja tónleikana í kvöld því hver og einn verður að punga út 2.000 krónum fyrir ferju og aðgöngu- miða. Það er Buffið vinsæla sem stígur á svið í kvöld. Ást er allt sem þú þarft Fólk  Kokkurinn og trommuleikarinn, Númi Thomasson (t.v.) hefur nú tekið í gagnið eldhúsið fyrir ofan öldurhúsið Boston við Laugaveg. Númi var sérlegur kokkur Bjarkar á Volta-túrnum sem lauk nú fyrir skemmstu og bjuggust því margir við að uppáhaldsréttur Bjarkar yrði á matseðlinum nýja. Svo mun þó ekki vera ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Núma í fjöl- miðlum og ber hann fyrir sig trún- aðarsambandi kokks og kúnna. Spurningin er hins vegar sú hvort Núma snúist ekki hugur þeg- ar kreppan fer að segja til sín í vet- ur og sultarólin herðist um lendar okkar Íslendinga. Alltént má reikna með öruggum viðskiptum erlendra Bjarkaraðdáenda ef „chic- ken a la Björk“ er að finna á mat- seðlinum. Hversu sterkt er trún- aðarsambandið?  Dagskrárbæklingur RIFF kom seinna úr prentun í ár en oft áður og því einhverjir sem ekki hafa get- að kynnt sér dagskrána í heild. Í Morgunblaðinu verður að finna dagskrá hvers dags sem og dóma á völdum kvikmyndum á meðan á há- tíðinni stendur. Dagskrá kvikmyndahá- tíðar í Morgunblaðinu Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir MYND Ara Alexanders og Bergsteins Björg- úlfssonar um líf drengjanna sem vistaðir voru á Breiðavík, Syndir feðranna, keppir um verðlaun sem besta heimildamyndin á kvik- myndahátíðinni Nordisk Panorama, sem fram fer um helgina í Malmö. Formaður og varaformaður Breiðavík- ursamtakanna fara með Ara út til Svíþjóðar. „Við erum búin að vera í sambandi við fólk úr sambærilegum samtökum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku og erum að hitta það til þess að bera saman bækur okkar.“ Frá Breiðavík til Malmö „Frelsi frá óreglunni“ Morgunblaðið/Ómar Herbert Guðmundsson sendir frá sér sína áttundu plötu Hún fluttist síðan til New York þar sem hún stundaði nám í tónsmíðum hjá V. Giannini í Juilliard tónlistarskól- anum. Hún átti langan feril sem tónskáld og tónlistarkenn- ari og samdi meðal annars hið þekkta lag „Það á að gefa börnum brauð“ og ballettinn „Eld“. Í fyrrnefndu viðtali í vor vildi hún ekki gera mikið úr sínu farsæla ævistarfi. „Ég veit nú ekki hvað ég á að hrósa mér fyrir í lífinu; það er bara heilög skylda að semja ef manni dettur eitt- hvað í hug. Ef það sækir á mann verður maður að skila því. Þetta er bara mín pligt, rétt eins og annað, að hugsa um börn eða taka til mat.“ Spilaði meðan Hitler hélt ræðu Víðförul Jórunn Viðar stundaði nám við Juilliard tónlistarskólanum í New York á stríðsárunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.