Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DRÖG að frumvarpi um íslenska ör- yggis- og greiningarþjónustu hafa verið kynnt fulltrúum þingflokka á Alþingi. Drögin eru trúnaðarmál. Slík þjónusta myndi hafa for- virkar rannsókn- arheimildir en slíkar heimildir eru ekki fyrir hendi í núgild- andi lögum. Til- lögur að nauðsyn- legum lagabreytingum verða væntanlega lagðar fram um leið og frumvarp til breytinga á lögreglulögum. Upplýsingar um frumvarpsdrögin komu fram í framsögu sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flutti á málstofu í Háskólanum á Bifröst í gær um forvirkar rannsóknarheim- ildir. Í samtali við Morgunblaðið vildi hann ekki greina frá innihaldi frumvarpsdraganna, þau væru trún- aðarmál og enn á umræðustigi. Að hans mati væru helstu álitaefn- in hvar ætti að skipa slíkri öryggis- og greiningarþjónustu innan lög- reglukerfisins og með hvaða hætti ætti að reisa „Kínamúr“ milli hefð- bundinnar löggæslu og öryggisþjón- ustunnar. Ákveðnar hugmyndir hefðu komið fram um hvernig mætti gera þetta en hann hefði enn ekki gert upp hug sinn í þeim efnum. Komi í veg fyrir brot Björn sagði í framsögu sinni að mikilvægt væri að átta sig á hvað fælist í forvirkum rannsóknarheim- ildum. Forvirkar rannsóknir færu fram áður en brot væri framið, með það að markmiði að koma í veg fyrir afbrot. Slíkar rannsóknir beindust að atferli sem talið væri að ógnaði al- menningi, öryggi ríkisins og sjálf- stæði þess en atferlið þyrfti ekki að vera refsivert í sjálfu sér. Á hinn bóginn beindust lög- reglurannsóknir að brotum sem hefðu þegar verið framin og mark- mið þeirra væri að upplýsa brot og ákæra fyrir þau. Þá væri skilyrði lögreglurannsókna að atferlið væri refsivert. Björn sagði að heimildir til forvirkra rannsókna mætti skil- greina með þeim hætti að sá aðili sem hefði slíka heimild gæti, án dómsúrskurðar, tekið skýrslur af fólki, tekið upp hljóð og myndir á al- mannafæri eða á opinberum stöðum og einnig lagt hald á muni, s.s. bréf, símskeyti og tölvubréf. Lengra gæti slíkur aðili ekki gengið nema afla sér dóms- úrskurðar, s.s. til að rannsaka þá muni sem lagt var hald á, einnig til að leita í húsum og hirslum, afla upp- lýsinga um fjarskipti, hlusta á fjar- skipti í tölvu eða síma. Sömuleiðis yrði sá sem hefði heimild til for- virkra rannsóknaraðferða að leita úrskurðar dómara til að koma fyrir búnaði til að fylgjast með ferðum manna (eftirfararbúnaði.) Björn benti raunar á að í ríkjum í Vestur- Evrópu væri misjafnt hvert slíkar stofnanir þyrftu að leita eftir heim- ild. Í sumum löndum þyrftu þær að leita til dómara en í öðrum til sér- stakra nefnda. Lýðræðislegt eftirlit Björn ræddi ítarlega um heimild til hlerana. „Dómari verður ávallt að heimila hlerun ef sýnt hefur verið fram á rökstuddan grun um að at- ferlið ógni eða geti ógnað öryggi borgaranna, stjórnskipaninni, æðstu stjórnvalda og stofnana,“ sagði hann. Heimild til hlerana yrði að vera sérgreind og bundin við ákveð- inn tíma. Ekki yrði gefin heimild til að hlera hóp manna í ótiltekinn tíma. Björn sagði það rökbundinn þátt í svona kerfi að stofnun sem hefði for- virkar rannsóknaraðferðir sætti yf- irstjórn og eftirliti yfirstjórnanda löggæslumála, í tilviki Íslands væri það dómsmálaráðherra. Síðan væri ávallt nefnd á vegum löggjafarvalds- ins sem færi með eftirlit, á einn eða annan veg. Á Norðurlöndunum væru kjörnar þingnefndir sem ættu fundi með starfsmönnum stofnunar- innar um starfsemina og gætu feng- ið gögn um starfsemi þeirra. Í sum- um tilvikum fengju þær jafnvel upplýsingar um rannsóknir sem til stæði að ráðast í. Björn minnti á að fyrir um tveim- ur árum hefðu tveir sérfræðingar frá Evrópusambandinu bent á nauð- syn þess að við embætti ríkislög- reglustjóra starfaði þjóðarörygg- isdeild með forvirkar rannsóknarheimildir. Þeir hefðu ennfremur bent á að án hennar yrði Ísland ekki virkur þátttakandi í evr- ópsku samstarfi öryggislögreglu. Hann hefði rætt þetta oft síðan þá, m.a. í ræðu í ágúst 2006 þegar hann hefði sagt nauðsynlegt að ræða, hvort nauðsynlegt væri að stofna leyniþjónustu. „Það að ég skyldi í þessari ræðu í ágúst 2006 nota orðið leyniþjónusta varð nóg til þess að ekkert annað komst til skila í minni ræðu,“ sagði hann. Fjölmiðlar og aðrir hefðu aldrei komist lengra en að fjalla um að hann hefði leyft sér að fjalla um leyniþjónustu. Starfshópur sem skipaður var um öryggismál hefði síðan notað orðið öryggis- og greiningarþjónustu sem væri ágætt. Á sínum tíma hefði Agn- ar Kofoed-Hansen (lögreglustjóri í Reykjavík 1940-1947) notað orðið eftirgrennslanadeild og sagði Björn það vera ágætt orð, svipað því sem væri notað yfir sambærilega starf- semi í Danmörku og Noregi. „Ég ætla ekki að nota leyniþjónusta. Ef mönnum svelgist svo á þegar það er notað, þá er betra að ræða málin efn- islega heldur en að rífast um einhver heiti sem vekja hjá mönnum sterkar tilfinningar,“ sagði hann. Björn sagði nauðsynlegt að ræða stofnun öryggisþjónustu til hlítar, málið hefði verið rætt lengi en enn lægi engin niðurstaða fyrir. „Ég tel að það séu öll rök fyrir því að þetta skref sé stigið hér eins og annars staðar,“ sagði hann. Öryggisþjónusta á næsta leiti  Fulltrúum þingflokka hafa verið kynnt drög dómsmálaráðherra að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu  Ekki enn ljóst hvar öryggisþjónustunni yrði skipað innan löggæslukerfisins Í FRAMSÖGU sinni í málstofunni sagði Katrín Theódórsdóttir lög- maður að hugmyndir dóms- málaráðherra væru um margt óljósar. Hún velti því m.a. fyrir sér hvort verið væri að tala um að veita lögreglu rannsóknarheimildir, al- gjörlega að tilefnislausu, eða hvort heimildunum yrði markaður skýr rammi. Það væri algjörlega ný hugsun ef veita ætti lögreglu heim- ild til takmarkalausra rannsókn- arheimilda. Þetta yrði að skýra bet- ur. Þá lægi ekki alveg fyrir hvaða þörf væri fyrir slíkum heimildum og hún benti m.a. á að hættan á hryðjuverkum væri talin lítil hér á landi. Katrín spurði hvort farið hefði fram hlutlaus þarfagreining. Björn svaraði því m.a. til að öll þessi álitamál og fleiri til yrði að ræða til hlítar og ekkert í hans máli stangaðist á við athugasemd- ir Katrínar. Björn benti á að flest vestræn ríki starfræktu e.k. öryggisþjónustu og teldu slíkt ekki brjóta gegn mannréttindum. Starfseminni yrði markaður skýr lagalegur rammi. Þá vísaði Björn m.a. til þess að upplýsingar hefðu komið fram um vaxandi alþjóðlega glæpastarfsemi hér á landi. Þá spurði Björn hvort menn vildu fremur bíða eftir að eitthvað gerð- ist og halda sig við þá skoðun að láta eins og þetta gerðist aldrei hér. Telur þörfina ekki liggja fyrir Katrín Theódórsdóttir Eftirlit Í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra kom fram að heimild til hlerana yrði að vera sérgreind og bundin við ákveðinn tíma. Áfram þyrfti heimild til húsleitar, til að opna tölvupóst, bréf og þess háttar. Björn Bjarnason Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper Á að stofna leyniþjónustu? Í raun má segja það. Björn Bjarnason hefur áður kallað þá deild eða stofnun sem málið snýst um leyniþjónustu. Það má eins kalla hana öryggisþjónustu. Hver verða viðfangsefnin? Það liggur ekki endanlega fyrir en í framsögu Björns í gær kom m.a. fram að viðfangsefni forvirkra rannsókna væri landráð, hryðju- verk, skipulögð glæpastarfsemi, og fleira. Hver er þörfin? Björn benti m.a. á aukna skipu- lagða glæpastarfsemi. Einnig myndi slík deild geta rannsakað undirbúning hryðjuverka sem ætti að fremja í öðrum löndum. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.