Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 13 FRÉTTIR LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Ís- lands stendur fyrir námskeiði um forntraktora á Hvanneyri, laug- ardaginn 11. október nk. Námskeiðið fer fram í Landbún- aðarsafni Íslands á Hvanneyri kl. 10-17. Námskeiðið er öllum opið. Það hentar vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu forntraktora. Á nám- skeiðinu verður fjallað um forn- traktora á Íslandi og hvernig þeim má gera til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra. Áhersla verður lögð á virkni þátttakenda, á miðlun reynslu og þekkingar um viðfangsefnið og að efla tengsl þeirra. Bjóða upp á námskeið um varðveislu forntraktora ALÞJÓÐLEGI skólamjólkurdagurinn var haldinn í níunda sinn í gær. Af því tilefni bauð Mjólkursamsalan öllum grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum en reiknað var með að um 12 þúsund lítrar af mjólk yrðu drukknir. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim að tilstuðlan Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi er dagurinn haldinn undir yfirskriftinni „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar.“ Í tengslum við daginn var árlegri teiknisamkeppni hleypt af stokkunum sem allir nemendur 4. bekkjar geta tekið þátt í. Myndefnið er frjálst en æskilegt þykir að það tengist hollustu mjólkur fyrir ungt fólk. Tilgangur dagsins er einmitt að vekja athygli á mikilvægi mjólkur í fæði barna. Drukku 12.000 lítra af mjólk Holl og góð Mjólkurneysla hefur farið minnkandi á kostnað ávaxtasafa og gosdrykkja. Þessi börn kunnu vel að meta mjólkina í gær. FULLTRÚAR minnihlutans í borg- arstjórn hafa lagt til að hafist verði handa við mótun grænnar umhverf- isstefnu í öllum hverfum borg- arinnar og verði hún unnin í sam- ráði við íbúasamtök, skóla, hverfisráð og foreldrafélög. Í greinagerð með tillögunni kem- ur fram að bílaumferð innan hverfa sé alvarleg ógn við lífsgæði gang- andi vegfarenda. Margir foreldrar skutli börnum sínum til og frá skóla og tómstundum vegna öryggis þeirra í bílaumferðinni, sem aftur á móti skapi ennþá meiri umferð. Þannig geti skapast vítahringur vaxandi umferðar. Hvetja þurfi því börn til að taka strætó eða ganga þar sem því verði komið við. Morgunblaðið/Golli Hjól Græn umhverfisstefna felst í því að stuðla að því að fleiri hjóli. Græn um- hverfisstefna STJÓRN kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur norður skorar á Sigurjón Þórðarson, fyrr- verandi alþingismann, að bjóða sig til formanns flokks- ins. Stjórnin telur Frjálslynda flokkinn eiga góð sókn- arfæri í næstu alþingiskosningum og mikilvægt sé því „að kalla til forystu alla þá sem líklegastir séu til að taka með röggsemi á vandamálum flokksins og sameina krafta til sóknar. Við treystum engum til þess betur en Sigurjóni Þórðarsyni sem hefur reynslu og er í góðu sambandi við grasrót flokksins sem og forystu. Þess vegna skorum við á Sigurjón Þórðarson að gefa kost á sér til formennsku á landsþingi flokksins í janúar 2009,“ segir í tilkynningu. Vilja Sigurjón í formannsstól Sigurjón Þórðarson LANDSFUNDUR Jafnréttis- nefndar sveitarfélaga fór fram dag- ana 18.-19. september sl. í Mosfells- bæ. Fundurinn tókst mjög vel og voru fundargestir á fimmta tug. Á fundinum var Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum kynntur. Ásamt því voru samþykktar ályktanir um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja og jafnrétti í skólum auk þess sem fundurinn lýsti yfir áhyggjum af auknum launamun kynjanna. Meira jafnrétti, minni launamun Á LAUGARDAG nk. standa Lands- samtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband, Ás styrktarfélag og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra fyrir ráðstefnu undir heitinu „að vita sjálfur hvar skórinn kreppir“. Á ráðstefnunni mun fatlað fólk og sérfræðingar fjalla um not- endastýrða þjónustu við fatlaða. Ráðstefnan er haldin á Grand hóteli Reykjavík og stendur frá kl. 9.30- 16.00. Ráðstefnan er öllum opin. Funda um fatlaða STUTT MINKUM hefur stórfækkað um miðbik Árnes- sýslu samkvæmt tölum Reynis Bergsveinssonar minkaveiðimanns og höfundar minkasíunnar. Frá síðustu áramótum hafa veiðst 112 fullorðnir minkar og 28 hvolpar í minkasíur í Bláskóga- byggð, Grímsnesi, Grafningshreppi og í Ölfusi. Minkur sem Reynir telur að sé aliminkur, stór og kolsvartur, kom í minkasíu í Grímsnesinu. „Það er óséð frá hvaða minkabúi hann getur verið og ekki vitað hve lengi hann er búinn að vera úti í náttúrunni, mér vitanlega er ekkert minkabú nálægt veiðistaðnum,“ sagði Reynir. Hann sagðist ekki hafa orðið þess var að dýr væru að sleppa úr minkabúum á Suðurlandi. Þessi minkur var fyrsta eða annað alidýrið af 500-600 minkum sem Reynir hefur veitt á svæð- inu. Reynir segir að aldurshlutföll í aflanum séu ólík eftir svæðum. Við Þingvallavatn var hlutfall hvolpa mjög hátt og lítið af fullorðnum dýrum. Annars staðar var því þveröfugt farið. „Þar sem fyrst og fremst veiðast hvolpar er af nógu að taka,“ sagði Reynir. Tilrauna- og rannsóknaverkefnið Ölfus– Öxará–Grímsnes, sem varðar notkun minkasía í Ölfusi, upp með Soginu, um allt Þingvallavatn og austur um Grímsnes og hófst 2005, hefur nú verið framlengt til ársloka 2008. Verkefnið styrkja Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Þingvalla- þjóðgarður í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu. „Það er algjörlega sannfæring mín að við eig- um eftir að komast miklu lengra í þessu til- raunaverkefni en staðan í dag gefur til kynna,“ sagði Reynir. „Við náum sífellt betri tökum á vandanum. Til þess þarf þekkingu og skilning á eðli og hegðun minksins.“ Veiðnar minkasíur Tilraunaverkefni í Árnessýslu fram- lengt til ársloka Morgunblaðið/Árni Sæberg Afli Aliminkurinn sem Reynir Bergsveinsson veiddi er ofar en fyrir neðan er íslenskur villiminkur, báðir eru steggir. Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum að taka þátt. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar, þátttakendur verða nemendur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, nemendur í umhverfisskipulagi og skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, fulltrúar skipulagsnefnda sveitarfélaganna og aðrir áhugamenn um menningu á landsbyggðinni. Nemendur Landbúnaðarháskólans sýna verkefni fyrir framan ráðstefnusalinn. Að loknum umræðum verður farið í Jafnaskarðsskóg og notið listsýningar í skóginum og veitinga. Jafnaskarðsskógur er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Bifröst, ekið er niður með Hreðavatni. Góð bílastæði eru í 5 mínútna göngufæri frá listsýningunni. Menning í landslagi Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi á Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00 Dagskrá: Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður menningarráðs setur ráðstefnuna fyrir hönd Menningarráðs Vesturlands. Pétur H Ármannsson, arkitekt: „Byggingararfur í sveitum landsins“. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi: „Stykkishólmur, hvernig tókst að þróa skipulag bæjarins og vernda menningarverðmæti skipulagsins og húsanna”. Kolfinna Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst: „Menningarleg áhrif breytinga á eignarhaldi jarða”. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Til hvers að skipuleggja? Gæði og verðmæti góðs skipulags”. Salvör Jónsdóttir, land- og skipulagsfræðingur Alta, frá Melaleiti Hvalfjarðarsveit: „Landslagsmenning”. Þóra Sigurðardóttir, listamaður og Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur; listabændur að Nýp, Skarðsströnd, „Að gera gömlu húsi til góða og skapa því verkefni”. Elísabet Haraldsdóttir, Menningarfulltrúi Vesturlands: Listsýning i Jafnaskarðsskógi: „Að nýta náttúruna sem sýningarstað”. Umræður Nánari upplýsingar er að finna á www.menningarviti.is og www.bifrost.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.