Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 19 - kemur þér við Álag á lögreglu tafði rannsókn ofbeldismáls Gæslufangar flestir erlendir Eftir hverju bíða menn við Bakka? Fékk hjartaáfall í kirkjunni Varð sjónvarpsstjarna í miðju atvinnuleysinu Hafsteinn Júlíusson og svefnvæna skólataskan Hvað ætlar þú að lesa í dag? Ævintýrið heldur áfram og vís- indamenn standa á gati. Tvær and- arnefjur sáust við Akureyri í gær til viðbótar við þær þrjár sem vitað var um. Þær voru reyndar fjórar en ein drapst í vikunni.    Fyrir nokkrum árum var varpað fram hugmynd um einhvers konar sædýragarð við Pollinn á Akureyri. Er ekki lag að dusta rykið af hug- myndunum núna? Sum dýrin þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að sækja. Þau koma sjálf.    Kunningi minn, sem marga fjöruna hefur sopið í skemmtanabransanum og kallar ekki allt ömmu sína, brá sér í Sjallann á laugardagskvöldið var en flýtti sér út aftur þegar hann varð var við „erotískan glaðning“ á sjónvarpsskjá í húsinu. Segir það hafa verið gróft klám og með því svæsnara sem hann hafi séð. Líklega er best að lýsa því yfir að viðkom- andi kunningi minn var allsgáður og akandi, eins og segir í dægurlaga- textanum.    Samkvæmt auglýsingu í Dag- skránni í síðustu viku var það agent- .is sem bauð upp á „Dirty night“ í Sjallanum þetta kvöld. M.a. var aug- lýst sjóðandi undirfatasýning, stelp- ur dansandi í búrum og erotískur glaðningur á tjaldinu. „Sleipiefni og smokkar með hverjum miða. Þorir þú?“ stóð jafnframt í auglýsingunni. Einkar smekklegt. Eða hvað?    Jafnréttisstofa hefur sent Dag- skránni bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við birtingu áðurnefndr- ar auglýsingar um kvöldið „sóða- lega“ í Sjallanum.    Ung kona við Eyrarveg vaknaði upp nótt eina í vikunni við það að maður með vasaljós stóð við rúmgaflinn. Sá hafði brotist inn. Konan segist, í samtali við fréttavef Vikudags, hafa öskrað og manninum brugðið svo mjög að hann öskraði á móti og hljóp út úr húsinu. Konan hringdi í lag- anna verði og þeir höfðu fljótlega hendur í hári mannsins vegna þess að hann hafði skilið bílinn sinn eftir fyrir utan hús konunnar með lykl- unum í, en flúði á tveimur jafn- fljótum eftir að hún flæmdi hann út.    Áhugavert málþing verður í Ket- ilhúsinu í dag kl. 13–16, á vegum verkefnisstjórnarinnar 50+ og er yf- irskriftin Aldur – akkur fyrirtækja. Flutt verða erindi um rannsókn á áhrifum stóriðjuframkvæmda á 50 ára og eldri og um símenntun þessa aldurshóps.    Heiða Karlsdóttir, ritari bæjarstjór- ans á Akureyri, átti 25 ára starfs- afmæli í vikunni. Sigrún Björk Jak- obsdóttir er sjötti bæjarstjórinn sem hún starfar fyrir; hinir eru Helgi H. Bergs, Sigfús Jónsson, Halldór Jónsson, Jakob Björnsson og Krist- ján Þór Júlíusson. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óvæntur endir Nemendur á alþjóðlegu sjávarspendýranámskeiði á Húsa- vík komust í feitt þegar andarnefja drapst í Eyjafirði um helgina. Bónus Gildir 25.-28. september verð nú verð áður mælie. verð Bónus ferskur heill krydd.kjúkl. ... 539 809 539 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 385 g ......... 98 129 354 kr. kg KF sveitabjúgu ........................... 299 359 299 kr. kg KS ferskt lambahjörtu ................ 187 198 187 kr. kg KS fersk lambalifur .................... 187 198 187 kr. kg Íf frosin kjúklingalæri .................. 398 0 398 kr. kg Kraft frosnar ísl. kjúklingabringur . 1.498 1.698 1.498 kr. kg Sparigrís, beikon ....................... 998 1.298 998 kr. kg NV ferskt ísl. nautahakk .............. 798 898 798 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 25.-27. september verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu, kjöt- borð ......................................... 1.189 0 1.189 kr. kg Lambahr. af nýslátruðu, kjötb...... 1.485 0 1.485 kr. kg Bl. súpukjöt af nýslátruðu, kjötb. . 598 0 598 kr. kg Lambahjörtu af nýslátruðu, kjötb. 198 498 198 kr. kg Lambanýru af nýslátruðu, kjöt- borð ......................................... 125 225 125 kr. kg Móa kjúklingabringur ................. 1917 2.949 1.917 kr. kg Nautafille úr kjötborði ................ 2.498 2.998 2.498 kr. kg Hagkaup Gildir 25.-28. september verð nú verð áður mælie. verð Folaldafille úr kjötborði............... 1.698 2.166 1.698 kr. kg Folaldalundir úr kjötborði ........... 1.898 2.414 1.898 kr. kg Folaldasnitsel úr kjötborði .......... 1.298 1.724 1.298 kr. kg Folalda innralæri úr kjötborði ...... 1.398 1.749 1.398 kr. kg Ferskar kjúklingalundir ............... 1.655 2.759 1.655 kr. kg Kjúklingaleggir í Texas mar. ......... 467 779 467 kr. kg Íslandsgrís vínarsnitsel í raspi ..... 1.139 1.898 1.139 kr. kg Íslandsgrís kótelettur í raspi ........ 1.139 1.898 1.139 kr. kg Bláberjalæri hálfúrb.m/legg ....... 1.469 2.098 1.469 kr. kg Krónan Gildir 25.-28. september verð nú verð áður mælie. verð Grísabógur hringskorinn ............. 487 695 487 kr. kg Grísalundir ................................ 1.499 2.598 1.499 kr. kg Grísaskankar............................. 194 298 194 kr. kg Grísasíður, pörusteik .................. 489 698 489 kr. kg Grísasnitsel ............................... 1.019 1.698 1.019 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar............ 849 1.698 849 kr. kg Weetaflakes .............................. 359 428 359 kr. pk. Happy day, 100% safi ................ 279 339 279 kr. stk. Croissant m/skinku og osti ......... 115 165 115 kr. stk. Nóatún Gildir 25.-28. september verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu............. 1.398 1.598 1.398 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu........ 1.498 1.798 1.498 kr. kg Lamba framhryggjarsneiðar ........ 998 1.798 998 kr. kg Lamba sirloinsneiðar.................. 998 1.498 998 kr. kg Lambafille hickory...................... 2.998 3.698 2.998 kr. kg Stórlúða í sneiðum..................... 1.498 2.298 1.498 kr. kg Móa kjúklingur, ferskur, heill ....... 499 899 499 kr. kg SS folaldaframpartur, reyktur ...... 538 768 538 kr. kg Meistara hunangskaka............... 499 619 499 kr. stk. Þín Verslun Gildir 25. sep.-1. október verð nú verð áður mælie. verð Tuborg léttöl, 0,5 l ...................... 79 109 158 kr. ltr Haust hafrakex, 250 g................ 189 229 756 kr. kg Aunt Mabel’s muffins, 100 g....... 139 169 1.390 kr. kg Nóa konsum orange, 100 g ........ 129 159 1.290 kr. kg Capri Sonne orange, 5 x 200 ml . 225 279 45 kr. stk. Champion sveskjur, 340 g .......... 229 315 674 kr. kg Granini tómatsafi, 500 ml .......... 198 245 396 kr. kg Ultje ristaðar hnetur, 200 g......... 219 279 1.095 kr. kg Freschetta pitsa sticks ............... 519 815 1.923 kr. kg helgartilboðin Folaldafille og lambalifur Atli Heimir Sveinsson tónskáldvarð sjötugur síðastliðinn sunnudag og urðu margir til að mæra hann. Halldór Blöndal orti: Á legg og skel hann lærði fyrst, lönd og álfur hefur gist, spinnur rapp og leikur Lizt, lífsfílósóf og kompónist. Halldór skrifaði um skeið vísnaleik og barst honum þá bréf svohljóðandi: „Ég sá í síðasta vísnaleik að þú óskaðir eftir að einhver prjónaði við vísupartinn: Páll og Þóra Melsteð voru meira en vel séð. Mér datt í hug að hafa þessa viðbót: Ljúft var og stundum að lít’á laxinn, sem veiddist í Hvítá hjá kappanum Kristjáni Fjeldsted Ath. Kristján Fjelsted er bóndi í Ferjukoti og veiðir drjúgum lax í Hvíta á sumri hverju.“ Og undirskriftin er Ragnar úr Seli. Rétt er að hafa í huga að fyrstu VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af Atla Heimi og De Gaulle tvær hendingarnar eru úr glerhúsi Kristjáns Karlssonar en þeir Þor- steinn Gylfason urðu fyrstir til að kyrja undir þeim hætti hér á landi, gáfu honum nafn og skiptust á glerhúsum sér til gamans. En það er önnur Ella. Kristján orti 3. janúar 1985: Þetta er saga af Guðmundu Geiru sem gekk einn dag suðrí Leiru. Undir kvöld uppá hól þá hitti hún De Gaulle, að hún hélt, útaf nefinu og fleiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.